Alþýðublaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. júli 1978 3 Sjötugur er í dag Þórður Einarsson, Króki 1, ísafirði Sjötugur er í dag, þriðjudaginn 11. júlí/ Þórður Einarsson, Króki 1, Isafirði. Þórður er borinn og barnfæddur Isfirðingur. Foreldrar hans voru Einar Guðmundsson, skósmiður og kona hans, Svanhildur Jóns- dóttir. Þeim hjónum varð 12 barna auðið og var Þórður f jórða elsta barn- ið. Af systkinunum 12 eru nú f jögur á lifi, auk Þórð- ar tveir bræður og ein systir, sem öll búa í Reykjavík. Eins og gerðist um alþýöufólk af kynslóö Þóröar Einarssonar hóf hann ungur þátttöku i atvinnulifinu. A fyrstu áratugum þessarar aldar var tsafjaröarkaupstaöur meö allra fjölmennustu byggöarlög- um á íslandi og atvinnulif blóm- legt. Vegna breyttra atvinnu- hátta uröu kaupstaðarbúar hins vegar fyrir óvæntum erfið- leikum á uppvaxtarárum Þórö- ar Einarssonar, en á lsafirði var saltfiskverkun einna mest á öllu landinu og þegar botninn datt úr saltfiskverkuninni vegna söluerfiðleika kom þaö mjög þungt niöur á atvinnulifi tsa- fjaröarkaupstaöar og ibúum bæjarins. En þá geröist þaö, aö nýjar og framfarasinnaöar hug- myndir skutu rótum meöal fólks á Isafirði — ný stjórnmála- stefna, jafnaöarstefnan, náöi þar meiri fótfestu og útbreidd- ara fylgi, en i öðrum byggöar- lögum á tslandi. Undir forystu jafnaöarmanna varö slik félagsleg, atvinnuleg og menningarleg bylting á tsafirði, aö orðstir kaupstaöarins og þeirra, sem málum hans réöu, flaug um allt tsland. tsafjöröur varö landsfrægur sem „rauöi bærinn”, og aðgerðir Isfirskra jafnaöarmanna uröu öörum fyrirmynd. Eitt af þeim fyrirtækjum, sem stofnaö var um þessar mundir af vestfirskum jafnaöar— og hugsjónamönnum var Kaup- félag tsfiröinga.sem fljótlega geröist umsvifamikiö á sviöi verslunar og atvinnurekstrar. Kaupfélagiö var stofnaö um áriö 1920, en aöeins átta árum eftir stofnun þess geröist Þóröur Einarsson þar starfsmaöur. Fyrst framan af sinnti Þóröur ýmsum smærri störfum fyrir félagiö, en fljótlega gerðist hann starfsmaöur I vöruskemmu þess og vann þar um áratuga skeiö af einstakri trúmennsku og dyggö sem pakkhússmaöur. Fýrir fáum árum veiktist Þórö- ur og þurfti aö gangast undir aö- gerö. Eftir aö hann haföi náö heilsu á ný hélt hann áfram störfum hjá Kaupfélagi ísfirö- inga og starfar þar enn sem aö- stoöarmaöur á skrifstofu og viö innheimtustörf. t nóvember- mánuöi n.k. á Þóröur Einarsson hálfrar aldar starfsafmæli hjá Kaupfélagi tsfirðinga og hefur enginn annar unnið hjá félaginu jafn lengi og 'hann, þótt Kaup- félag tsfirðinga háfi notið þess að eiga fólk, sem lengi og vel hefur unniö I þess þágu. Þóröur Einarsson hefur gert meira en aö starfa hjá einni af þeim stofnunum, sem braut- ryöjendur jafnaöarstefnunnar á tsafiröi komu á legg. Hann hef- ur einnig ávallt veriö virkur i þvi umbóta— og uppbygginga- starfi, sem Alþýöuflokkurinn hefur haft meö höndum á tsa- firði. Einnig þar hefur Þóröur Einarsson verið jafn staöfastur og tryggur og I störfum sinum I þágu Kaupfélagsins. Hann hefur verið félagi i Alþýöu- flokksfélagi tsafjaröar i um eöa yfir 30 ár og átti lengi sæti I stjórn félagsins. Og ávallt hefur Þóröur verið reiöubúinn til þess aö vinna Alþýöuflokknum og Frá bamaskóla Keflavíkur Nokkrar kennarastöður eru lausar við skólann næsta skólaár. Aðalkennslugreinar, enska, danska, eðlis- fræði og leshjálp. Upplýsingar gefur skólaritari i sima 92-2414. Skólanefnd Keflavíkur Frá gagnfræðaskóla Keflavíkur Nokkrar kennarastöður eru lausar við skólann næsta skólaár. Aðalkennslugreinar islenzka og erlend mál. Skólinn verður einsetinn og vinnuaðstaða mjög góð. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 92- 2597. Skólanefnd Keflavikur jafnaöarstefnunni gagn. A tsa- firöi og raunar viöar um Vest- firöi á Alþýöufiokkurinn liös menn, sem eru svo tryggir og traustir, aö liöveisla þeirra og starfskraftar eru ávallt til reiöu hvernig svo sem allt veltist og snýst i pólitikinni. Til sliks fólks sækjum viö styrk i mótlæti og festu I meölæti. Einn af þeim mönnum er Þóröur Einarsson. Hann hefur aldrei látiö hugfall- ast á þeim erfiöu timum, sem Alþýöuflokkurinn hefur mátt þola á undanförnum árum, heldur ávallt verið jafn fúslega reiöubúinn tilþess aö halda uppi vörnum og sóknum fyrir Alþýöuflokkinn. Og þegar taliö haföi veriö upp úr kjörköss- unum þann 26. júni s.l. var eng- inn maöur á tsafiröi jafn léttur á fæti og kátur og Þóröur Einars- son, þrátt fyrir sin 69 ár. Kosningasigur Alþýöuflokksins var mikill meiri háttar viðburö- ur i lifi Þóröar Einarssonar og ég er sannfærður um, aö 70 ára afmælisdagurinn veröur honum margfalt meiri ánægju— og gleöidagur aðeins fyrir aö hafa upplifaö og átt þátt i þvi, aö Alþýöuflokkurinn er nú öflugri á Alþingi, en nokkru sinni fyrr i meira en 60 ár. Þórður Einarsson er tvigiftur, og er siöari kona hans látin. Frá fyrra hjónabandi á hann son, Hermann, sem er flug- umferöarstjóri og býr I Hafnar- firði. Dóttir Þóröar af siöara hjónabandi heitir Svanhildur, og hjá henni, aö Hliöarveg 29, dvelst Þórður Einarsson i dag og tekur á móti gestum frá ki. 4- 7 e.h. A þessum hátiöisdegi Þóröar Einarssonar sendi ég honum og fjölskyldu hans einlægar árnaöaróskir. Ég þakka honum störf hans i þágu Alþýðuflokks- ins og mér þykir væntum aö hafa átt og eiga hann aö. Sighvatur Björgvinsson. Skrifstoumaður Starf skrifstofumanns i launadeild fjár- málaráðuneytisins er laust til umsóknar frá 1. ágúst. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikis- ins, launaflokkur 7. Umsóknir sendist launadeildfjármálaráðuneytisins fyrir 20. júli. Fjármálaráðuneytið Tilkynning frá Sölunefnd vamarliðseigna Skrifstofa vor og afgreiðslur að Grensás- vegi 9 og Keflavikurflugvelli verða lok- aðar vegna sumarleyfa frá 17. júli til 18. ágúst. Verkamanna- félagið Dagsbrún Orðsending frá verkamannafélaginu Dagsbrún til verkamanna i steypustöðv- um á félagssvæði Dagsbrúnar. Samþykkt hefur verið að banna alla vinnu i steypustöðvum frá kl. 18.30 á föstudags- kvöldum til venjulegs byrjunartima á mánudagsmorgnum. Samþykkt þessi gildir til 17. september nk. Jafnframt itrekar félagið fyrri sam- þykktir verkamannafélagsins Dagsbrún- ar og verkakvennafélagsins Framsóknar um bann á vinnu i fiskvinnslu á laugar- dögum og súnnudögum. Stjórn Dagsbrúnar. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERD VERDTRVGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*1 10.000 KR. SKÍRTEINI 1966 - 1.fl.: 20.09.78 kr. 307.330 1967 - 1.fl.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 271.541 1970 - 1.f|.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 150.983 1971 - 1.H.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 103.228 1972 - 2.H.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 77.003 1973 - 1.H.A: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 58.670 - INNLAUSNARVERÐ ÁRSGREIÐSLUMIÐA 1973 - 1.H.B: 15.09.78 - 15.09.79 10.000 KR.SKÍRTEINI kr. 4.877 50.000 KR.SKÍRTEINI kr. 24.385 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslu Seðlabanka fslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1978 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.