Alþýðublaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 2. desember 1981. RITSTJORNARGREIN________ GEGN BRÚNUM FASISMA OG RAUÐUM Patricio Fuentes, fulltrili Mannréttindanefndar E1 Salvador, dvelur þessa vikuna á íslandi í boði Alþýðuflokksins. Mannréttindanefndin er ekki flokkspólitisk. Tilgangur henn- ar er m ,a. sá að vekja samvizku almennings og stjórnmála- hreyfinga i lýðræðisrikjunum til vitundar um hina blóðugu ógnaröld þeirrar glæpakliku, sem hrifsað hefur völdin i landi þeirra með blóðugu ofbeldi. Fuentes og sænskur samstarfs- maöur hans mun eiga viðræður við fulltrúa stjórnmálaflokka, verkalýðshreyfingar, almanna- samtaka og rikisstjórnar á Is- landi. Margir halda þvi fram að i E1 Salvador sé i gangi nú þegar nýtt Vietnam stri'ð. Sömu ráð- gjafarnir, sömu vigvélarnar og sami málstaðurinn sé notaður til að réttlæta óhæfuverk, pynt- ingar og morð. FulltrUar Bandarikjast jórnar segjast styðja glæpaklikuna i nafni baráttunnar gegn kommún- ismanum. Staðreyndin er sú, að með stefnu sinni i þessum heimshluta, er Bandarikja- stjórn að leggja sitt af mörkum til þess að neyða alþýðu manna til fylgis við rauðan fasisma i stað hins brúna. Alþýðublaðið hefur áður vakið rækilega athygli á ástandinu i ElSalvador og Mið-Ameri'ku. Þ. 25. júni s.l. birti Alþýðublaðið itarlega skýrslu um ástandið i E1 Salvador ásamt tillögum um færar leiðir til friðsamlegra umbóta. Skýrslan var samin af Ed Broadbent, formanni Nýdemokrataflokksins i Kanada og varaforseta Alþóða- sambands jafnaðarmanna. Þjóðfélagsástandið i' E1 Salvador er svo hrikalegt, að verla verður með orðum lýst. örfámenn og gerspillt yfirstétt hefur kastað eign sinni á landið og gæði þess og ver forréttindi sin með kjafti og klóm. Landinu hefur alla tið verið stjórnað af hinum riku og fyrir hina riku á kostnað allrar alþýðu. Fjórtán fjölskyldur eiga meirihlutann af öllu ræktanlegu landi og raka saman offjár, sem að stórum hluta hverfur i óhófseyðslu og fjárflótta erlendis. Hin fámenna en auðuga for- réttindastétt hefur beitt her landsins til þess að viðhalda þessu gerspillta þjóðfélags- ástandi og útrýma öllu raun- verulegu lýðræði. Rikisvaldinu er miskunnar- laust beitt til þess að útiloka starfsemi lýðræðislegra um- bótahreyfinga. Þessari pólitisku kúgun er fylgt eftir með hrika- legum ofbeldisverkum, sem for- réttindastéttirnar hafa gert sig sekar um gegn almenningi i landinu. Terrorismi herforingjakli'k- unnar virðir engin takmörk. Handtökur, pyntingar, limlest- ingar, morð og fjöldaaftökur án dómsog laga eru daglegt brauð. Skv. heimildum þeirra, sem bezt má treysta, þ.e. fulltrUum kirkjunnar i E1 Salvador, má rekja 90% allra ofbeldisverka beinlinis til svokallaðra „öryggissveita”, en þær eru i raun og veru leynilögregla landsins. Herinn hefur ekki ein- ungis látið þennan terrorisma afskiptalausan heldur beinlinis hvatt til hans. þjóðfélagsátökin i E1 Salvador og annars staðar i Mið-Ameriku eiga rætur sinar að rekja til óþolandi og óréttlætanlegrar misskiptingar auðs og valda. Þessi átök geta leitt tíl þrenns konar niður- stöðu: 2 1 Fyrsti kosturinn er óbreytt ástand. Aframhaldandi fámennisstjórn forréttindastétta, sem heldur völdum i skjóli hers og lögreglu og blóðugs terrorisma. Þessar rikisstjórnir viðhalda óbreyttu þjóöfélagsástandi. Þær hvorki þola né virða lýðræði af neinu tagi. Slikar rikis- stjórnir halda þvi aðeins velli að þær beiti terror og ógnar- stjórn af sivaxandi hörku. Annar kosturinn er sá að til valda komizt hreyfingar sem kenna sig við marxisma-leninisma. Þær munu beita ólýð- ræöislegum aðferöum. Þær munu koma á rauöum al- ræðisstjórnum. Þær munu sýna Bandarikjastjórn fullan fjandskap og skipa sér fylkingu með kommúnistarikjun- um undir forystu Sovétrikjanna. 3 Þriðji kosturinn er sá, að friðsamleg og lýðræðisleg um- J bótaöfl komizt til valda með friðsamlegum hætti. Þetta eru róttækar, vinstri sinnaöar hreyfingar, sem eru reiðu- búnar að starfa skv. lýðræðislegum leikreglum, ef þeim er gert það kleift. Þær munu koma á blönduðu hagkerfi einkaeignar og opinbers rekstrar. Þær munu taka upp hlutleysisafstöðu gagnvart Bandarfkjunum og einnig gagnvart öðrum valdablokkum. Sá utanaðkomandi aðili, sem mest áhrif hefur á þessu svæði, er ri'kisstjórn Bandarikjanna. Stefna Bandarikjastjórnar get- ur ráðið afar miklu um það, hver þessara þriggja kosta reynist tíklegastur 1 reynd: Lýð- ræðisleg umbótastjórn, alræði kommtínista eða hernaðarein- ræði hægri afla. Út frá lýðræðis- legu sjónarmiði er stefna Reag- anstjórnarinnar i málefnum Mið-Ameriku ekki einasta afar óhyggileg: — Hún er gersam- lega siðlaus, pólitisktóréttlætan- leg og andstæð hagsmunum lýð- ræðisrikjanna. Ef Bandarikjastjórn keppir fyrst og fremst eftir tryggingu fyrir þvi, að þær rikisstjórnir sem við völd eru geti talizt traustir bandamenn Banda- rikjamanna og gerir það með þvi' að veita hernaðarlegan stuðning hefðbundnum forrétt- indahópum, —þá er hún I reynd að leggjast á sveif með alræðis- öflunum innan vinstri hreyf- ingarinnar. Bandarikjastjórn mun þá gera t.d. kirkjunni og öðrum hófsömum lýðræðislegum um- botaöflum erfitt að starfa með árangri. HUn mun hrinda æ fleiri einstaklingum, hópum og stéttum i faðm alræðisaflanna tíl vinstri. Ef Bandaríkjastjórn hins vegar lætur vera að gefa for- réttindahópunum óskilyrtan stuðning sinn, ef Bandarikja- stjórn tekur fremur mið af lýö- ræðislegum hefðum og sögu sins eigin þjóðfélags og gerir lýöum Ijóst, að hun kjósi fremur lýö- ræðisleg þjóðfélög, jafnvel þótt þau verði að teljast ,,sósialisk" að þvi er hagkerfi varðar, þá verða að teljast góðar likur á þvi að slikar rikisstjórnir virði lýöræðislegar leikreglur, að þær komi á réttíátara og stöðugra þjóðfélagi og verði ekki fjand- samlegar Bandarikjunum, enda þótt þær muni halda sig utan hernaðarblokka. mbótaöfl, sem raunveru- lega vilja beita friðsamlegum aðferðum, en skorast hins vegar ekki undan þvi að knýja fram gagngeran þjóðfélagslegan uppskurö á þessum spilltu léns- rikjum, eiga þvi undir högg að sækja. Helzta von umbótaafl- anna er að lýðræðisrikin i heim- inum styðji við bakið á þeim. Alþjóðasamband jafnaðar- manna, undir forystu Willy Brandts og Francois Mitterrands, hefur sem betur fer veitt þessum umbótaöflum dyggilegan stuðning á undan- förnum árum. Forystumenn lýðræðisjafnaðarmanna um heim allan, og rikisst jórnir frjálslyndra afla i lýðræöisrikj- unum, eiga nú að taka höndum saman um aö koma vitinu fyrir Reagan-stjórnina i Washington, og leggja um leið sitt af mörk- um til þess að binda endi á hina blóðugu ów ^rstjórn glæpaklik- unnar i U' .vador. _____JBH ÞAÐ ER EKKI HEIL BR STEFNII RIKISSTJÓRNA • 23 skip munu bætast við fiskiskipaflotann á árunum 1981-1982. • Brúttóaukningin nemur 7-8000 þús. tonnum. • Tekjuaukning verður engin, vegna gildandi afla- takmarkana. • Aukinn rekstrarkostnaður mun nema um 7.1 milljón kr. á hvert skip fyrir sig. • Heildarútgjaldaaukning útgerðarinnar vegna þess- ara skipa samsvarar því 164 millj. kr. (16.4 milljörðum g. kr.). Á seinasta Alþingi flutti Kjart- an Jóhannsson, formaður Aiþýðuflokksins, ásamt fleiri Alþýðuflokksþingmönnum, þrjú frumvörp til laga, sem i heild lýstu þeirri fiskveiðistefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur gerzt málsvari fyrir. Fyrsta frumvarpiö fjallaði um kerfisbundna minnkun fiski- skipastólsins á næstu árum með samræmdum reglum um brottfall og úreldingu. Annað frumvarpið hafði það að markmiði, að greiða fyrir samræmingu afla og vinnslu I aflahrotum, með þvi að tryggja útgerðaraðilum staðgreiöslu afla þegar landað er annars staðar en i heimahöfn. Þriðja frumvarpið var um afnám laga frá 1972 um heimild fyrir rikisstjórnina til að veita sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á skuttogurum. Þau lög voru sett á sinum tima til þess að örva uppbyggingu togaraflotans, sem þá var mjög brýn. Nú eru að- stæöur gerbreyttar. Kjartan Jó- hannsson hefur nú endurflutt siðastnefnda frumvarpið. Hér á eftir fylgir úrdráttur þeirri ræðu, er hann flutti á Alþingi, þegar hann fylgdi þessu frumvarpi úr hlaði. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um æskilega stærð skipastólsins. Það er almennt viðurkennt, að fiskiskipastóllinn megi ekki stækka miðað við gildandi aflatakmörk. Hæstvirtur núv. sjávarútvegsráðherra hefur aö visu ekki verið sérlega stöðug- ur i rásinni i yfirlýsingum sinum um þetta efni. Hann hefur þó sagt oftar en einu sinni að fiskiskipa- stóllinn mætti ekki stækka i heild. Eitt þeirra stjórntækja sem hvað mestu ráða um stærð skipa- stólsins er sú heimild til sjálf- virkrar ríkisábyrgðar, sem rikis- stjórnin hefur vegna lána til kaupa á skuttogurum. Þessi heimild rikisstjórnarinnar um að veita sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á skuttogurum eru ein- stök i sinni röö. Allar aðrar rikis- ábyrgðir koma til umfjöllunar og afgreiöslu á Alþingi. Það frum- varp sem ég mæli hér fyrir gerir ráð fyrir að sama gildi um rikisá- byrgðir vegna kaupa á skuttogur- um eins og um allar aðrar rikisá- byrgðir. Afnám þessarar sjálf- virkni getur verið liður i þvi að hafa hemil á stærð skipastólsins. Tilgangurinn er sá að rfkisstjórn- in verði ekki daglega leidd i freistni i þeim efnum. Reynslan sýnir að hún er freistingargjörn. Þessi sjálfvirka rikisábyrgða- heimild rikisstjórnarinnar var sett á sinum tima til að auðvelda kaup á skuttogurum, en einmitt þá var endurnýjun togaraflotans brýnt verkefni. Nú eru aðstæður hins vegar gerbreyttar. Viðtækt skömmtunarkerfi i fiskveiðum er til sannindamerkis um að fiski- skipastóllinn er of stór miðað við afrakstursgetu fiskistofna. For- sendan fyrir þeirri undan- tekningu, sem gerð var 1972 varöandi rikisábyrgðir vegna skipakaupa, er þvi fyrir löngu brostin. 25 ný skip Eins og dæmin sanna hefur rikisstjórnin mjög slakað á klónni varðandi innflutning og fjölgun fiskiskipa. Ég hef af gefnu tilefni reynt að afla mér sem gleggstra upplýsinga um það, hverjar séu horfurnar um viðbætur og afkomu á árunum 1981 og 1982. Þá er miðað við þau skip, sem búið er að lofa að verði smiðuð eða keypt erlendis frá og eins þau, sem þegar eru komin á árinu 1981. Mér telst svo til að þessi við- bót sem þegar er oröinn hlut- ur, nemi 23-25 skipum á ár- unum 1981-1982. Smærri bátar eru þá ekki meðtaldir. Þessi viðbót er af stærðinni 7-7700 tonn. Langflest þessara skipa eru skutskip. Sum þeirra hafa menn kosið þó að flokka undir báta, • Þetta þýöir viðbótartc sem samsvarar 7,9% • Aukinn hallarekstur n hækkun til þess að try s.l. • Sú hækkun f iskverðs k • 1% gengisfelling skile aukinnar verðbólgu. • Fiskveiðistefna ríkissl aukna verðbólgu á ár Olíkit hafai Kjartan Jóhannsson, fyrrv. sjá varútv egsráðherra. vegna þess að þessi skutskip eru ekki eins stór og skuttogararnir. Heyrst hefur, og slikar lausafregnir jafnvel verið staðfestar, að vegna þessarar skilgreiningar á bátum i stað skuttogara sé nú verið að stytta sum umræddra skipa, sem keypt hafa verið erlendis frá, til þess að þau flokkist undir báta fremur en skutskip. Samt eru þau fyrst og fremst smiðuð og gerð út til togveiða eftir sömu meginreglu og skut- togararnir. Þessi tala, 7-800 þús. tonn er hrikalega há. Venjulega er talað um, að eðlilegt brottfall úr skipa- stólnum sé á bilinu 1300-1700 tonn á ári. Ég veit ekki hvert brottfallið hefur verið á árinu 1981 til þessa. Gott væri að fá það upplýst. En jafnvel þótt bæði árin væru tekin með I reikninginn, er ljóst, að með umræddri aukningu skipa- Jóhanna Egilsdóttir Forseti islands hefur í dag sæmt frú Jóhönnu Egils- dóttur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Frumvarp 1 gerð um þetta atriði en einstiSc verkalýðsfélög hafi þó óskoraðan rétt til að semja við viðsemjendur sina um annað fyrirkomulag en reglugerð gerir ráð fyrir að þvi tilskyldu að inn- heimtu- og ávöxtunaraðili sé i þvi tilfelli jafn ábyrgur og Pdst- gi'róstofan. í greinargerð með frv. segir að efnislega samhljóða frv. hafi verið flutt þrivegis áður en ekki hlotið afgreiðslu. Þó mikil réttarbót fyrir launþega hefði náðst með setningu orlofslaga 1971, væri enn margt sem Ur mætti bæta, enda hefðu ýmis verkalýðsfélög samið beint við viðsemjendur sina um hag- kvæmara fyrirkomulag en kveöur á um i lögunum. Þá segir 1 greinagerðinni: „Segja má að auk þeirra hags- bóta sem orlofsþegi nyti með breytingu i þá átt sem hér er lagt til sé hér á ferðinni einn þáttur þeirrar byggöastefnu sem mikið hefur veriö höfð á orði en minna skilað sérá borði. Það verður að teljast óeðlilegt að löggjafinn standi i vegi fyrir þvi að verkalýðsfélögin og vinnuveitendur semji um það fyrirkomulag sem þessir aðilar telja þjóna best hagsmunum sinna umbjóðenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.