Alþýðublaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 4
alþýðu IHFT.IT.M Miðvikudagur 2. desember 1981. Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. Blaöamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson. Gtlitsteiknari og Ijósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrföur Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Slöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 Dræm þátttaka og mikil atkvæðadreifing í prófkjöri íhaldsins: flllar „stórstjörnurnar” töpuðu Niðurstöður sýna enn frekar klofninginn i röðum sjálfstæðismanna Sárafá atkvæöi skildu aö þrjá efstu menn i prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins f Reykjavik, sem fram fór á sunnudag og mánudag. Davið Oddsson odd- viti borgarstjórnarflokks sjálf- stæöismanna vann nauman sig- ur yfir þeim Markdsi Erni Ant- onssyni ritstjóra og Aibert Guð- mundssyni alþi ngismanni. Þátttaka i prófkjörinu var mun minni en i liönum prófkjörum Sjálfstæöisflokksins f Reykjavik og kemur þaö til af þvf, að i þessu prófkjöri höföu aöeins flokksbundnir sjálfstæöismenn kosningarétt, en ekki líka ó- flokksbundnir stuöningsmenn flokksins eins og veriö hefur. Fyrirsjáanlegt er, aö niður- stöður þessa profkjörs sjálf- stæðismanna leysa engan á- greining eða skerpa áður ó- greinilegar Iinur milli haturs- manna i flokknum. Þannig munar aðeins 23 atkvæöum á þeim Davið og Markúsi og Al- oert kemur þar skammt á eftir með hundrað atkvæðum færra sn aöalkeppinautur hans, Davið Jddsson. Svo spáö sé frekar i oiðurstöðutölur prófkjörsins, þá sr augljóst að aðeins rúmur þriöjungur flokksbundinna sjálfstæðismanna i Reykjavik vill sjá oddvita borgarstjórnar- flokksins á lista Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavlk, 5 þúsund /ilja hann ekki. Fyrirkomulag orófkjörsins er þannig, að menn trossuðu við 8-12 menn af þeim 10 sem I framboði voru. Af þeim ;æplega 6000 manns sem kusu i orófkjörum af 9200 flokks- oundnum höfðu aöeins 3900 manns Daviö Oddsson i 8-12 manna hópnum. Þegar til við- tiótar eru taidir þeir flokksmenn sem ekki vildu verða þátttak- endur i þessari miskunnarlausu sláturtið og neituðu að kjósa (35% flokksmanna) þá er séð að enginn hinna þriggja efstu hefur almennan stuðning meðal sjálf- stæðismanna I borginni. Ergo: Sjálfstæðisflokkurinn jafnklof- inn og fyrr. Þaðerþvi enginn sigurvegari i þessum hildarleik sjáifstæðis- manna í Reykjavik. Mestur hlýtur ósigurinn hins vegar að vera fyrir Albert Guðmundsson sem lagði allt undir i þessum slag — og tapaði. Það eru þó sárabætur fyrir Albert og hans lið, að Davið Oddsson kemur heldur ekki Ut sem sigurvegari. Þeir „lagsbræöur — sem mega ekki hvor annan sjá — gætu þvi nú grátið hvor við annars öxl. Helst er að Markús örn Antons- son geti gengiö hnarreistur frá borðiog veröur það vafalaust til umhugsunar hjá sjálfstæðis- mönnum, að gera hann að borg- arstjórnarefni flokksins i næstu kosningum og reyna þannig að slá á grundvallarágreining Daviðs ogAlberts, þvi vafasamt er talið að Albert taki sæti á list- anum með Davið i forsvari og sem borgarstjórnarefni. Eralls ekki Utilokaö talið þrátt fyrir þessi úrslit, að Albert hóti áfram sjálfstæðu framboði, ef hann fái litlu sem engu ráöið um framvindu mála. Vitað er þó að Davið vill halda sinu og getur nú visað til „sig- urs” sins i prófkjörinu og sam- kvæmt almennu viðhorfi ætti borgarstjórarframboðið að vera i hans höndum. Málið er þó langt frá þvi að vera svo einfalt, þvi eins og hér að ofan greinir þá standa sjálfstæðismenn frammi fyrir þvi hvort þeir ætli að bjóöa fram einn lista tvo lista eða jafnvel fleiri. Og þá þarf að sætta deiluaðila — bá þarf að finna einhverja mála- miölunarlausn. Eins og getur nærri þá var prófkjörsniðurstöðum. Aðeins tvær konur eru meðal 11 efstu, þær Ingibjörg Rafnar og Hulda Valtýsdóttir. Annars urðu niðurstöðutölur efstu manna eftirfarandi: 1) Davið Oddsson, 3948 atkvæði, 2) Markús Örn Antonsson 3925 at- Davið: Súr, Albert: súrari, en stuöningsmenn Sjálfstæöisflokksins eru vafalaust óánægðastir atlra. smölun meö æðisgengnasta móti hjá sjálfstæöismönnum þessa helgi. Og útilokunar her- feröir á hendur helstu andstæð- ingum voru alsráðandi. Flokks- menn fengu ekki flóafrið fyrir kosningasmölum frambjóðend- anna. Heyrst hefur að sumir hafi fengið 10 hringingar frá að- skiljanlegum kosningasnötum frambjóðenda. Það vekur lika athygli að hlutur kvenna er rýr í þessum kvæði, 3) Albert Guðmundsson 3842 atkvæði, 4) MagnUs L. Sveinsson 3290 atkvæði, 5) Ingi- björg Rafnar 3124 atkvæði, 6) Páll Gislason 3096 atkvæði, 7) SigurjónFjeldsted 2897 atkvæði,- 8) Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 2837 atkvæði 9) Hilmar Guð- laugsson 2694 atkvæði, 10) Hulda Valtýsdóttir 2667 atkvæöi 11) Ragnar Júllusson 2494 at- kvæði, 12) Jóna Gróa Sigurðar- dóttir 2246 atkvæöi. Aftar á merinni varð fólk eins ogSigríður Asgeirsdóttir, Júlíus Hafstein, Anders Hansen, Erna Ragnarsdóttir, en allt þetta fólk lagði mikið undir i þessari bar- áttu og hafði kosningamaskinur i gangi. 1 lokin má geta þess, til að varpa enn frekar ljósi á þann al- gjöra klofning sem er I röðum sjálfstæðismanna, að þeir „fóst- bræður” Davið Oddsson og Al- bert Guðmundsson hafa aðeins verið settir saman á stjórnar- listann af um það bil þriðjungi þeirra sem þátt tóku i prófkjör- inu. Meginþorri kjósenda var þar með þátttakandi i Utilokun- arherf erðinni — herferðinni sem staöfestir skilrúmin milli manna og málefna i Sjálfstæðis- flokknum. 1 samtali Alþýðublaðsins við nokkra sjálfstæðismenn kom fram, að stuðningsmenn velflestra frambjóðenda eru óánægðir með niðurstöðurnar. Finnst mönnum sem þær hatrið og biturðin ráða rikjum i flokknum. Þá var aö heyra á máli manna, að listi flokksins eins og hann kemur út i' próf- kjörsniðurstöðum væri einfald- lega veikur út á við. „Það vant- ar konur, það vantar friskara yfirbragð,” sagði einn viðmæl- enda blaðsins. „Það eina sem athygli vekur á listanum er klofningurinn. Það verður erfitt að ná borginni næsta vor með þessari uppstilllingu.” Alþýðubiaðið getur fyrir sitt leyti tekið undir skoöanir sjálf- stæðismannaiþessumefnum og fyrir liggur að listi sjálfstæðis- manna er langt frá þvi að vera sterkureftirþessar niðurstöður. — GAS. A RATSJÁNNI Úr bændaglímunni: Stígið...........(en hver vann?) Leiðrétting A laugardag sl. birti Alþýðu- blaöiö ályktun, sem samþykkt var á fundi hjá Verkakvennafé- lagi Keflavikur og Njarðvikur þann 23. nóv. sl. Þar sagði aö ályktun þessi hefði verið sam- þykkt með 43 atkvæðum gegn 6. Það var rangt frá sagt. Hiö rétta er að nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir með ofan- greindri atkvæðatölu, en álykt- unin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Alþýðu- blaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Bolabás (Úr Tfmanum i gær) „Davfð Oddsson sagðist gera sér grein fyrir þvi aö ef prófkjöriö heföi veriðopið, þá heföi hann feng- ið talsvert fieiri atkvæöi”. — En hinir frambjóöend- urnir^Daviö? Þeir hefðu auð- vitaö ekki fengiö einu atkvæöi fleira — eöa hvaö? Stigið.....Sigtryggur vann! Þannig var þaö i gamla daga, þegar menn glimdu til Urslita. Meðan Sigtryggur var i glimunni vann hann alltaf. En sama hvar gripið er niður i glimusögunni, alltaf vann einhver að lokum, og fékk verðlaun fyrir. NU er öldin önnur. Nú stendur enginn einn uppi að lokum, glott- andi og hróðugur, hafandi skellt öllum andstæðingunum i gólfið. Þvert á móti. Nú standa allir eftir sem áður og nú er það talinn sigur að hafa ekki tapað. Tökum dæmi. Sjálfstæðis- flokkurinn i Reykjavik bauð til prófkjörs nú um helgina. Þar buðu sig fram nokkrir einstak- lingar, og snemma þótti ljóst, aö átökin um efsta sætið stæðu milli Daviðs Oddssonar og Alberts Guðmundssonar. Allir vita hvernig fór. Davið hreppti fyrsta sæti, Markús örn annað sætið og Albertþað þriðja. Atkvæðamunur var sáralitill I raun milli þessarra manna. Hvaö segir svo i leiðara hinn- ar tvieinu siðdegispressu um nið- urstöðurnar úr prófkjörinu? JU, þar segir um Davið. „Davið Oddsson hreppti fyrsta sætið eins og hann og stuðningsmenn hans kepptu að. Davið er enn ungur maður og hefur sjálfsagt goldið fyrirþaðað hafa ekki getaö notið sin sem forystumaður nema i stuttan tima. Hinsvegar er hann ákafaststuddur af þeim.sem best þekkja til hans og með honum hafa starfað, og eru það mikil meðmæli”. Og um Markús örn segir i leið- ara: „Markús örn Antonsson skýst upp i annað sæti, nokkuð á óvart, ef haft er i huga, að slagur- inn stóð fyrst og fremst milli Daviðs og Alberts um fyrsta sætið. En Markús er vel látinn maður og farsæll og úrslitin eru viðurkenniing fyrir vel unnin störf og hógværð i framkomu”. Um Albert segir svo I þessum sama leiðara: „I þriðja sæti kemur Albert Guðmundsson og má hann muna fífil sinn fegurri. Albert hefur löngum verið um- deildur stjórnmálamaður og al- kunna er aö fylgi sitthefur hann sótt I rikum mæii til óflokksbund- ins fólks. Miðað við reglur próf- kjörsins, svo og þá augljósu stað- reynd, að prófkjörinuer stillt upp sem einvigi milli hans og Daviðs Oddssonar, þá er hundrað at- kvæða munur ekki slæm út- koma”. Þannig er nú það. Hvernig ber þá að skoða úrslitin samkvæmt leiðara hinnar tvieinu siðdegis- pressu? Hver er sigurvegarinn? Hvern ber að krýna lárviðar- sveig? Hverjum skal syngja dýrðaróð? Ef við tökum sigurvegarana i réttri röð, þá má hefja upptaln- inguna: 1. Davið Oddsson vann, af þvi að hann vann. (Hann fékk nefni- lega flest atkvæði). 1. Markús örn Antonsson vann, af því að hann fékk fleiri atkvæði en nokkrum manni hafði dottið i hug fyrir kjörið. (Músin sem læð- ist vs. músin sem stekkur) 1. Albert Guðmundsson vann, af þvi að prófkjörsreglunum hafði verið breytt til þess að hann tap- aöi. Hann fékk hinsvegar svo mörg atkvæði, að litlu munaði að hann ynni. Þess vegna verða and- stæðingar hans, (þeir sem breyttu reglunum) að teljasthafa tapað þeirri viðureign. (1 pólitik er það nefnilega ekki kallað tap, þegar atkvæðamunur er litill. Þá er sagt aö menn fari halloka fyrir einhverjum. Menn tapa ekki meðan þeir fá fleiri atkvæði en svo að hægt sé að kenna þeirra nánustu fjölskyldu um þau öll. Þá má enn benda fáfróðum lesend- um á, að þegar mönnum er spáð tapi i' kosningum, og þeir siðan tapa en með litlum mun, telst það eldri tap fyrir þá, heldur álits- hnekkir fyrir spámennina. Það er nefnilega þannig i fslenskum stjórnmálum, að spámennirnir eru vanir að sjá til þess að spá- dómar þeirra rætist (stundum er það kallað baktjaldamakk)). Þannig er það i raun vottur um eymingjaskap spámanna, ef þeir spá rangt). Kerling einhver á að hafa sagt að erfittværi að spá og sérlega um framtiðina. En valda- miklir menn móta framtiðina, og þeim ætti þvi að vera léttara en öðrum um aö spá um hana. Þegar þeir gera það siðan rangt, er það beinlinis viöurkenning á þvi', að þeirséu ekki valdamenn og þar af leiðandi spádómar þeirra ómark- tækir). Aður var það: „Stigiö... Sig- tryggur vann!” NU er það: „Kjósið... kjósand- inn tapaði!” — Þagall

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.