Alþýðublaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. desember 1981. 3 U I FISKVEIÐI- RINNAR ip á útgerð fiskiskipaflotans af rekstri hans. íun kalla á 13-14% fiskverðs- ggja sömu afkomu og í sept. allará 6,5-7% gengisfellingu. ir sér innan árs i formi 1% ijórnarinnar stefnir því i 7% st þeir að Steingrimur Hermannsson, núv. sjávarútvegsráðherra. stólsins verður ógerningur að halda stærð hans óbreyttri. Það gerist a.m.k. ekki með eðlilegu brottfalli. Aðalatriðið er þó það, hvaða þjóðhagsleg áhrif þessi ráðsmennska hefur. Aukin útgjöld — verri afkoma Við búum við aflatakmarkanir, skömmtunarkerfi á afla. Viðbæt- ur við skipastólinn þýða við þær kringumstæður ekki auknar tekj- ur. Viðbætur þýða við þær kring- umstæður hins vegar aukin út- gjöld. I áætlun Framkvæmdastofn- unar rikisins frá 4.9. s.l. er gerð grein fyrir þvi, að útgjöld af rekstri nýs skuttogara, fyrir utan viðhald og fjárfestingarkostnað, séu 11 millj. kr. á skip. 1 áætlun frá Þjóðhagsstofnun, rekstraryfirliti yfir fiskveiðar dags. 21. sept. er samsvarandi tala 10600 þús. kr., — eða um það bil 10 millj. á skip. Þar sem þessi skip eru heldur Þá verður einnig að teljast óeðlilegt að löggjafinn standi i vegi fyrirþeirri þróun sem þeg- ar er hafin og augljóst er að verður i vaxandi mæli hvort sem stjórnvöldum likar það bet- ur eða verr. Með það i' huga að flýta fyrir að þessi eðlilega þróun nái fram að ganga er frv. þetta flutt”. Bætur 1 Heildarhækkun bóta al- mannatrygginga i þessu 5 skipti nemur þvi um 42%, en hækkun tekjutryggingar og heimilisupp- bótar nemur um 54%. Af þess- um tölum sést að kaupmáttur aldraðra og öryrkja hefur batn- að nokkuð á árinu, því taliö er að verðbólga verði um 40% á ár- inu. Frá 1. desember erelli- og ör- orkulifeyrir einstaklings meö tekjutryggingu og heimilisupp- bót kr. 4.095 á mánuði, en hjón hafa kr. 6.045 á mánuði. Tekið skal fram að auk þessa geta við- skiptamenn trygginganna haft nokkrar tekjur ánþess að tekju- tryggingin skeröist. Bætur almannatrygginga til lífeyrisþega eru sem hér segir frá 1. desember: smærri en ráð er fyrir gert i áætl- unum Framkvæmdastofnunar, má ætla að rekstrarkostnaður verði eitthvað minni. Við skulum gera ráð fyrir að u.þ.b. 2/3 þess- ara skipa séu af stærðiinni ca. 250 tonn og u.þ.b. 1/3 ca. af fullri stærð. Gerum þannig ráð fyrir að meðalkostnaður af hverju þess- ara 23-25 skipa sé 2/3 af þessum 10 millj. kr. Hvað mundi það þýöa? Það þýðir 7.1 millj. kr. i rekstrarkostnað að jafnaði á þessi skip hvert fyrir sig. Tekjurnar eru hins vegar gefnar. Þær vaxa ekki. Miðað við óbreytt ástand fiskistofna. Heildarútgjaldaaukningin vegna þessara nýju skipa nemur þvi 164 millj. kr. Það er kostnaðaraukinn fyrir útgerð- ina i heild. Þetta þýðir m.ö.o. aukiðtap á skipastólnum, sem samsvarar 7,9% af rekstri hans. Samkvæmt þvi myndi þurfa 13-14% fiskverðshækkun til þess að afkoma fiskiskipa- stólsins væri jafngóð — eða jafnslæm, hvort sem menn vilja heldur hafa, eins og hún var i sept. s.l. Niðurstaðan: Hærra fisk- verð— lægra gengi Til þess að bæta upp þennan út- gjaldaauka og aukna rekstrar- halla sem leiðir af þessari aukningu fiskiskipastólsins einni saman, þyrftum við að lækka gengið um ca. 6.5-7%. Umrædd stækkun skipa- stólsins samsvarar þvi 6.5-7% gengislækkun. Hæstvirt rikisstjórn segist vera að berjast við verðbólg- una. Arangurinn hefur ekki verið beysinn hingað til. Það hefur komið fram i yfirlýsing- um hæstvirts sjávarútvegs- ráðherra,að hver prósenta i gengi skili sér innan árs i verðbólgu. Mér sýnist að þau markmið samræmist ekki þvi að stækka fiskiskipastólinn og skapa þannig tilefni til meiri gengisfellingar, og hins vegar að þykjast vera að berjast við verðbólguna. Grundvallarþættir fisk- veiðistefnu Ég vil af þessu tilefni benda á fáein grundvallaratriði i sam- bandi við stjórn fiskveiða: í fyrsta lagi: Einungis með markvissri heildarstjórn verður frambúðarafrakstur af auðlind- um hafsins tryggður. í öðru lagi: Við verðum að hafa i huga, að hver einstakur út- gerðaraðili sækist eftir sem mestu i sinn hlut og hefur þess vegna tilhneigingu til þess aö vilja auka sóknarmátt sinn, þótt það verði einungis gert á kostnað annarra, þegar fiskimiðin eru fullnýtt. Það er þess vegna hlutverk stjórnvalda að takmarka heildar- sóknina og þar með fjárfestingu I minni skipum til þess að tryggja afrakstur greinarinnar. t þriðja lagi: Ég vil itreka þau augljósu sannindi, að of stór skipastóll þýðir einungis aukna skömmtun, þ.e. minna i hlut hvers skips, minni aflahlut hvers sjómanns, aukinn útgjöld fyrir útgerðina i heild, verri afkomu fyrir útgerð og sjómenn, aukinn þrýsting á hærra fiskverð og þar með háværari kröfur um stór- tækar gengisfellingar. Þetta er vitahringur. Þetta var vægast sagt skondin niðurstaða af þeirri fiskveiðipólitik, sem núverandi sjávarútvegsráðherra fylgir i verki. í fjórða lagi: Það skömmtunarkerfi i fiskveiðum, sem nú er beitt, er auðvitað til marks um það að fiskiskipastóll- inn er of stór miðaö við afrakst- ursgetu fiskistofnana. Reynslan af undanlátssemi og hentistefnu sjávarútvegsráð- herra og rikisstjórnarinnar sannar, að henni er ekki treystandi fyrir þeirri sjálfvirku afgreiðslu á rikisábyrgðum vegna umsóknar um kaup á nýj- um fiskiskipum. Lögin frá 1972 þjónuðu sinum tilgangi i upphafi. Nú eru aðstæður gerbreyttar. Forsendan fyrir þeim er fallin. Þess vegna tel ég rétt og eðlilegt að um ábyrgðir af þessu tagi gildi sama regla og um aðrar rikisá- byrgðir. Að þær komi til kasta Alþingis. Þess vegna er þetta frumvarp flutt. Útboð Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum i eftirtalið rafbúnaðarefni: 1. Dreifispenna ÚTBOÐ 182. 2. Strengi ÚTBOÐ 282. 3. Spennistöðvarefni ÚTBOÐ 382. Útboðsgögn fást hjá tæknideild Orkubús Vestfjarða Stakkanesi 1, Isafirði simi 94- 3211. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 13. janúar 1982. kl. 14.00. Orkubú Vestfjarða tæknideild. KEFLAVIK Auglýsing um timabundna umferðartak- mörkun i Keflavik. Frá laugardegi 5. des. — fimmtudags 31. des. 1981 að báðum dögum meðtöidum er vöruferming og afferming bönnuð á Hafn- argötu á almennum afgreiðslutima versl- ana. Á framangreindu timabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nær- liggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnuakstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá sett- ar upp merkingar er gefa slikt til kynna. Keflavik 1. des. 1981 Lögreglustjórinn i Keflavik. Alþýöuflokksmenrs Hafnarfirði Bæjarmálafundur í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði mið- vikudaginn 2. desember klukkan 20.30. Fundarefni: Jafnréttismál. Frummælandi Ásthildur ólafsdóttir. Fjölmennum. Alþýðuflokkurinn Hafnarfirði Alþýðuflokksfélag Garðabæjar Þriðja spilakvöld vetrarins verður mánudaginn 7. desem- ber að Goðatúni 2 og hefst kl. 20.30. Veitt verða glæsileg verðlaun. Kaffi og kökur. Karl Steinar Guðnason, alþingismaður kemur i heimsókn og ræðir um stöðuna i þjóðmálunum. — Fjölmennið. Stjórnin Afmælissjóður Jóhönnu Egilsdóttur Vegna f jölda fyrirspurna og áskorana hef- ur verið ákveðið að framlengja þann tima sem tekið verður við stofnframlögum i nokkra daga eða fram á föstudag, 5. desember. Tekið verður við framlögum á skrifstofum Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu, Hverfis- götu8 -10 simi 29244, kl. 9 - 5 daglega. Sjóðsstjórn Staða sérfræðings i lyflækningum við Fjórðungssjúkrahúsið i Neskaupstað er laus til umsóknar. Umsókn ásamt upplýsingum um nám og starf sendist til Sjúkrahússtjórnar F.S.N., 740 Neskaupstað. Upplýsingar um stöðuna veita Stefán Þorleifsson forstjóri eða Eggert Brekkan yfirlæknir. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. H j úkrunarf ræðingar Sjúkrahúsið i Húsavik óskar að ráða, hjúkrunardeildarstjóra og hjúkrunar- fræðinga nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 96-41333, heimasimi 96-41774. Sjúkrahúsið i Húsavik s.f. íbúðir í Verkamannabústöðum Stjórn verkamannabústaða i Hafnarfirði mun á næstunni ráðstafa 9 ibúðum sem eru i smiðum að Viðvangi 3. Ibúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja. Gert er ráð fyrir að ibúðirnar verði tilbúnar til afhendingar i sept,—okt. 1982. Umsækjendur þurfa að uppfyllaskilyrði 47. gr. laga nr. 51/1980 til að koma til greina. Umsóknareyðublöð liggja frammi á félagsmálaskrifstofunni Strandgötu 6, og ber að skila umsóknum þangað eigi siðar en27. des. n.k. — Eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja. Hafnarfirði, 30. nóv. 1981 Stjórn verkamannabústaða i Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.