Vísir - 25.04.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 25.04.1969, Blaðsíða 3
2 VIS IR . Föstudagur 25. apriT 1989. SIGRARNIR í VÍDA VANGS- HLAUPINU ALLIR í KÓPA VOG ® ÞÓRÐUR GUÐ- MUNDSSON úr Kópa- vogi var sigurvegarinn í Víðavangshlaupi ÍR í gær, en hlaupið er elzta „tradisjón“ frjálsíþrótt- anna og sannarlega var ánægjulegt að sjá 28 unga og friska hlaupara leggja upp í hlaupið um hinar venjulegu slóðir í Vatnsmýrinni, —■ og sjá þá loks alla koma í mark ið við Miðbæjarbarna- skólann. Þessi sigur Þórðar er hans stærsti sigur á ferli hans, en framfarir hans hafa verið mikl ar. enda hefur hann stundaö æf ingar af mikilli elju og áhuga. Athyglisvert var við þetta hlaup að tvö féiög áttu 10 manna sveit ir þ.e. ÍR og Breiðablik í Kópa- vogi. Breiðablik vann sigur í 3, 5 og 10 manna sveitum, en I’R var í öðru sæti. Annað skemmtilegt er við þetta hlaup, þ.e. þátttaka Kópa- vogsmanna. Það er nú einu sinni svo að Víðavangshlaup ÍR er fyrsti umtalsveröi viðburður frjálsíþróttaársins, og sannar- lega er mikið upp úr því að ieggja að fariö sé glæsilega af stað. Gott upphaf getur boðað gott sumar frjálsíþróttamanna, enda er hér um stórt auglýsinga atriði að ræöa. Ættu frjáls- íþróttamenn því að kappkosta að gera þetta að sem mestri auglýsingu, — og því fleiri þátt takendur, þeim mun sterkari auglýsing. Þórður hljóp leiöina á 11,02,0 mín, Sigfús Jónsson, hinn ungi hlaupari iR-inga varð annar á 11,07,8 og knattspyrnumaður úr KR Kjartan Ólafsson kom þægi lega á óvart með því að verða þriðji á 11,30,8. „Jú, á því lék enginn vafi, bolt- inn var INNI,“ sagði Bjarni Pálmarsson, línuvörður í leikn- um milli KR og Fram í gær, en þá hófst Reykjavíkurmótið í knattspyrnu á Melavellinum. — Þetta mark KR, sem Sigur- þór Jakobsson skoraði „óvart“ færði KR sigur með 2:1. Sigurþór hafði leikið sig laglega upp að endamörkum, ætlaði greini lega að gefa fyrir markið á vel staðsettan framherja, en mistókst, boltinn þvældist einhvern veginn inn á marklínu milli markvarðar og marksúlu, — og fór inn fyrir lín- una, KR hafði skorað sigurmarkið. Það var sannkölluð vorknatt- spyrna, sem menn fengu að sjá að þessu sinni. Þó er greinilegt að yfir heildina eru leikmenn bet- ur undir átökin búnir, — en mættu þó undantekningarlítið vera léttari Sigurþór — skoraðl 2 mörk. á fæti. E.t.v. skemmdi völlurinn talsvert fyrir aö þessu hinni, hann' var laus í sér og skemmdi mjög. allan samleik. Fyrri hálfleikurinn var öllu betri. en sá síðari, en þá var völlurinn • líka oröinn spilltari en áður. Sigurþór skoraði einnig fyrsta mark sumarsins, — og ekki var það . glæsilegra en það síðara, markvörð . ur missti frá sér boltann, en Sigur ■ þór ýtti boltanum inn fyrir. Öllu skást var jöfnunarmark ’ Fram snemma í seinni hálfleik. — Samt var fegurðinni ekki fyrir að, fara. Hreinn Elliðason jafnaði, fylgd; vel eftir og varð á undan, Guðmundi Péturssyni, markverði KR sem stóð og beið þess að ná boltanum Á morgun og sunnudag fara leik. ir fram í Reykjavíkurmótinu, Vík . ingur og Þróttur á morgun en á • sunnudag Valur og KR. Sigurmarkið kom ..óvart.. Boltinn átti að fara út til sóknarmanns, en lenti innan marklinu — KR vann Fram Knattspyrnufélög Bjóðum hagstælt verð og fjölbreytt úrval SPALL fótboltar ★ HENSON búningar ★ LISPRO legghlífar ★ BONETTI hanzkar ★ KOPA skór ★ UWIN sokkar ★ Einkaumboð fyrir Benjamin flóðljós Allt fyrir leikmanninn og félagið HALLDÖR EINARSSON • HEILDVERZLUN Lækjargötu 6b • Pósthólf 1015 70 konur fá gullmerki fyrir góð störf fyrir badminton- íbróttina • Þaö er ekki oft sem það gerist að konur eru heiðraðar fyrir góð störf í þágu íþróttanna. Þetta kemur þó fyrir, en liklega hafa aldrei jafnmargar fengið guilmerki félags sins í einu eins og þessar. þær eru 10 talsins, og hafa unnið góð störf fyrir TBR, Tennis- og badmintonfé- lag Reykjavíkur, sem hélt ný- lega upp á 30 ára afmælið og heiðraði þá konumar fyrir störf í badmintoníþróttinni. Á mynd- inni eru 8 þeirra, þær Rannveigu Magnúsdöttur og Bergljótu Borg vantar en frá vinstri á myndinni eru Kristín Kristins- dóttir, Lovísa Sigurðardóttir, Jónína Nieljóhníusardóttir, Guðmunda Stefánsdóttir, Hulda Guömundsdóttir, Halldóra Thor- oddsen, Ellen Ti— og Sigríð- ur Guðmundsdótti LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að und- angengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtun- um, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar- sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbygging- um, söluskatti 1. ársfjórðungs 1969, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lesta- vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir ár- ið 1969, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bif- reiðum, gjaldi vegna breytingar í hægri hand- ar akstur og tryggingariðgjöldum ökumanna bifreiða fyrir árið 1969, öryggiseftirlitsgjaldi, almennum og sérstökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og trygginga- iðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 23. apríl 1969.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.