Vísir - 31.03.1970, Side 3

Vísir - 31.03.1970, Side 3
V í SIR . Þriðjudagur 31. marz 1970, 3 Stjórnarherinn nær Sam Thong aftur Stjómarhermenn í Laos hafa aftur náð á sitt vald flugvellinum í Sam Thong, 150 kílómetrum norö- austur frá höfuðborginni Vientiane, segir rikisstjómin þar. Þrjár hergveitir, 400 manns, héldu inn í bæinn í gær og ráku Norður-Víetnama af höndum sér. Norður-Víetnamar hafa ráðið þess- um mikilvæga flugvelli síðan 18. marz. Japanskir Datsun-bílar í þrem fyrstu sætunum Edgar Hermann og Hans Sculler frá Vestur-Þýzkalandi sigmðu f Austur-Afríku Safari kappakstrin- um, sem lauk í gær. Aðeins 24 af 91 bifreið, sem lagði af stað, luku keppninni í tæka tíð. Ekin var 5440 kílómetra vegalengd. í ööru sæti voru Joghinder Singh og Ken Raynard frá Kenía og í þriðja sæti Jamil Din og A1 Mughla frá Uganda. Allar þrjár beztu sveitirnar óku japönskum Datsun. Þetta er í átjánda sinn, sem þessi erfiði kappakstur fer fram. ÍSJAKAKAPPRÓÐUR Ef til vill ættum við að læra þessa I eitthvað að ráði í vor. Myndin sýnirl með árum og prikum og ýtt áfram íþrótt af Kanadamönnum, ef lands- keppni í róðri á isjökum. Þeir eru með stjökum eftir atvikum, og svo ins forni fjandi heimsækir okkur I sérstaklega til skornir og þeim róið' verðlaun veitt fyrir sigurinn. í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í mQrGUN ÚTLÖND (Jmsjón: Haukur Helgason ’Ræmdu fíugvél wopnaðir swerðum | Mörg í flugvélinni voru 115 farþegar og átta manna áhöfn. Orrustufíug- vélar fylgja henni eftir. Lögregluþjónar, klæddir sem flugvallarstarfsmenn, reyndu að tefja brottför vélarinnar á ítazuke- flugvelli. Þeir hleyptu lofti úr hjól börðum og reyndu að tefja fyrir fyllingu geymanna. Höfðu þeir skipanir.um að koma þvf til flug- stjóra, að þeir lentu einhversstaöar í Suður-Kóreu, tækist stúdentun- um að koma vélinni á loft. Samtím is ræddu fulltrúar flugfélagsins Japan Airlines og flugmenn við ræningjana og fengu því til leið- — Fimmfán japanskir stúdentar rændu i nótt flugvél meb 115 farþegum og héldu til Norður- Kóreu — Konur og b'órn urðu eftir @ Japönsk farþegaflugvél lagði í morgun upp frá flugvellinum í Itazuke, í höndum 15 stúdenta, sem vopnaðir voru sverðum. — Stúdentamir hugðust fljúga til Norður-Kóreu. Konur og böm höfðu feng- ið að yfirgefa vélina, er hún lenti á leiðinni til þess að fá eldsneyti. ar komið, að 10 konum níu börn- um og hjartasjúklingi var leyft að fara úr vélinni. Herfiugvélar flugu yfir til þess að reyna aö hræða ræningjana. Ef öll sund h' uðust, átti að biðja yfirvöld Suður-Kóreu að leyfa flugvélinni að fara óhindrað um lofthelgi landsins. Japanski Rauði krossinn hefur haft samband við yfirvöld í Norður-Kóreu og béiðzt þess, að farþegar og áhöfn fái strax að snúa heim. Sextán varðbátar eru til taks, ef flugvél- in hrapar í sjóinn. Flugstjórinn neitaði f fyrstu að láta fylla geymana, en gafst upp, þegar ræningjarnir hótuðu að sprengja flugvélina í loft upp inn- an tiu mínútna. 1700 hafa farízt — 4000 sárir eftir jarðskjálftana i Tyrklandi H TYRKNESKI húsnæðismála- ráðherrann, Hayrettin Naki- poglu, sagði i gærkvöldi, að tala látinna af völdum jarðskjálft- anna miklu færi stöðugt hækk- andi og væri nú komin í 1700 manns, að því að talið væri. 1200 lík hafa þegar fundizt. — Meira en fjögur þús. hafa slas- azt í jarðskjálftunum. 9 „Fjöldi látinna og særðra vex með hverri mínútu,“ sagði ráðherr- ann. Hann sagðist gefa forsætis- ráðherranum, Suleyman Demirel, stöðugar skýrslur um manntjónið. Forsætisráðherrann kom til jarð- skjálftasvæðanna á páskadag. # Blaðamaður, sem kominn er á svæðið, segir, að ástandið sé hörmu legt. Fólk bíði þar við uppgröft- inn i þeirri veiku von, að ástvin- ir kunni enn að vera að finnast í rústunum í lifenda töiu. Enn ber- ast fréttir af æ fleiri afskekktum þorpum, sem eru í rústum eftir þessa gífurlegu jarðskjálfta. hundruð fallin í Kambódíu Mörg hundruð manna hafa fallið í uppþotunum í Kambodíu síðustu daga, þegar stuðningsmenn Sihan- ouks prins hafa látið i ljós hollustu við hann. Her Víetkong er um 50 kílómetrum frá höfuðborg Iands- ins, Phnom Penh. Kambódíustjórn hefur beðið Sam- einuðu þjóöirnar að senda eftirlits- nefnd til landsins og reyna að miðla málum. Ella muni stjórnin biðja Bandaríkin og Frakkland um hernaðaraðstoð. Hins vegar hafi stjórnin ekki f hyggju aö biðja um erlenda hermenn. 1 her Kambódíu eru 40 þúsund manns. íbúar eru sjö milljónir. tomstundaholl in B'ÍÐUR upp a fjöl da skemmtilegra SPILft, ÞAR A MEÐAL HlÐ V/NSÆLM .-.-ísá C=S O

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.