Vísir


Vísir - 31.03.1970, Qupperneq 8

Vísir - 31.03.1970, Qupperneq 8
V í SIR . Þriðjudagur 31. marz 1970. Utgefandi: Keykjaprenc n.i, Framkvæmdastióri: Sveinn R. Eyjólfssot. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingar. Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðia Vísis — Edda h.f. caaKi:r ' Sókn á breiðu sviði J^eykvíkingar hafa á undanförnum árum séð nýjar og stórvirkar aðferðir teknar upp við malbikun gatna með þeim árangri, að á fáum árum hefur borgin breytzt úr malargötubæ í borg malbikaðra brauta. Jafnframt hefur hitaveitan verið svo mikilvirk í fram- kvæmdum sínum, að nú vermir hún meginhluta borg- arinnar. Þessi miklu átök hafa kostað mikið fé, en- þau voru nauðsynleg að mati flestra borgarbúa. Hér eftir kalla gatnagerð og hitaveita ekki á eins stórfengleg átök, þótt þau veröi látin fylgja útþenslu borgarinnar. Verkefni framtíðarinnar munu vafalaust dreifast meira á hina n.örgu málaflokka borgarstjórn- arinnar, ekki sízt á þá, sem hafa verið að koma fram í sviðsljósið á undanförnum árum. Borgin hefur verið fegruð verulega á síðustu ár- um. Má búast við því, að aukin verði áherzlan á fegr- unina. Opin svæði verða ræktuð og þar með rykbund- in, tré gróðursett, gangstéttir lagðar í stórum stíl og borgin prýdd á annan hátt, m. a. méð hvatningum til borgarbúa um að láta ekki sitt eftir liggja. Jafn- framt verður efld varðstaðan gegn mengun í borg- inni og við hana. Reykjavík er nú til fyrirmyndar á því sviði. Eigi $ð síður þarf enn að efla mengunar- vamir verulega í náinni framtíð. Gæzluvellir og leikskólar hafa víða verið byggðir um borgina, — í svo stórum stíl, að það vekur furðu erlendra manna, sem hingað koma. Reykvíkingar telja samt, að mikið átak þurfi að vinna til viðbótar á þessu sviði, ekki sízt vegna þess að svo algengt er orðið, að húsmæður vinni úti. Skólarnir em sá eldur, er heitast brennur. Með tilraunaskóla þeim, sem borgin hyggst koma upp og Kristján J. Gunnarsson skólastjóri hefur ýtarlega fjallað um í borgarstjórn, er stigið veigamikið skref til endumýjunar stirðnaðs kerfis. Með þessum hug- myndum hefur Reykjavík tekið í skólamálunum fmm- kvæði, sem hafa mun víðtækar afleiðingar. Nú er þyngsti vandinn ekki lengur sá að byggja skólahús í samræmi við fólksfjölgunina, heldur að auka gæði og fjölbreytni menntunarinnar í borginni. Æskulýðsmál og félagsmál hafa lengi einkennt Reykjavík og munu gera það í vaxandi mæli á næstu írum. Lögð verður áherzla á hagnýt sjónarmið, svo sem endurhæfingu, afbrotavarnir og fjölskylduvemd. Og enn verður bætt aðstaða æskunnar til að fullnægja ithafnaþrá sinni, sköpunargáfu og frístundaþörf. Atvinnumálin komust eftirminnilega í sviðsljósið fyrra, þegar borgin gerði vemlegt og vel heppnað itak til að hafa hemil á atvinnuleysi. í framtíðinni mun borgin láta atvinnumálin til sín taka, t. d. með því að skapa góðan grundvöll fyrir atvinnurekstur. Birgir Isl. Gunnarsson borgarráðsmaður hefur lagt fram tillögur um slikt framtak í ferðamannaþjónustu. Framtíðin mun ekki einkennast af afmörkuðum stórátökum, heldur sókn á breiðu sviði. Grundvöllur þessarar sóknar hefur þegar verið lagður. Efnahags vandinn getur orðið Brezhnev að falli FRÉTTIR hafa borizt um mikil umbrot í fylking- um æðstu manna í Sovét ríkjunum. Slíkur kvittur kemur upp annað veifið vegna eðlis skipulagsins þar í landi, en sögurnar frá Belgrad og Prag fyr- ir skömmu hljómuðu sennilegri en margar aðr ar af því tagi. Sagt var, að Suslov, Shelepin og Mazurov vildu steypa þrenningunni Brezhnev, Podgorny, Kosygin af stóli. Fellur fyrr eða síðar Fyrri reynsla af „sameinaðri forystu“ í kommúnistaflokki Sovétríkjanna gerir þaö mjög sennilegt, aö þessi „heilaga þrenning“ í Moskvu muni falla fyrr eöa síöar. Spurningin er frekar „hvenær“ og „hvernig“ heldur en „hvort“. Rússum er nú mikill efnahags- legur vandi á höndum. Dregið hefur úr hagvextinum. Áugljóst' er, aö ekki tekst aö standa viö fimm ára áætlunina, sem lýkur í ár. Brezhnev geröi í desem- Alexander Shelepin setti ofan fyrir þrem árum, en undirbýr nú gagnsókn og seilist til valda. ber grein fyrir ástandinu á fundi miðstjórnar. Greinargerð hans hefur ekki verið birt, en vitað er, aö hún var í „skuggalegra“ lagi. Sovétborgarar veröa nú vondaufari um að „grafa auð- valdsríkin“, eins og Krustjev boðaði, með því að fara fram úr þeim á sviði efnahagsmálh og lífskjara. Vildu losna við örgeðja foringja Núverandi valdaþrenning eru þeir Brezhnev, formaður flokks- ins, Kosygin, forsætisráðherra, og Podgomy, forseti lýöveldis- ins. Þeir steyptu Krustjev af stóli í október 1964, er komm- únistaleiðtogar sameinuðust 1 óskinni að losna við hinn ör- geðja foringja, sem hafði flett ofan af Stalín og bakað komm- únistum meiri sorg en gleði. Þeir voru ósammála um flest annaö, innanlands og utan. Forystu- menn flokksins hafa til þessa komizt hjá opinni baráttu með stöðugri málamiðlun á öllum sviðum. Sammála hafa þeir ver- BllllBlllBi m ■■■■■■■■■■■H Umsjón: Haukur Helgason iö um að halda velli. Niöurstaö- an af þessari málamiðlun hefur orðið sú, að lítið hefur miðað i málum Sovétrikjanna, sem bezt sést á sviði efnahagsmála. Aðgerða er nú-þörf, ef ekki á ilia að fara. Foringjarnir verða að taka ákvörðun um stefnu, og það skapar í sjálfu sér þá hættu, að í odda skerist. Jafnskjótt og unnt er að benda á ákveðin á- greiningsatriði, er valdaþrenn- ingin 1 hættu. Suslov, Shelepin og Mazurov eru sagðir tilbúnir að færa sér slíkt ástand í nyt og hrifsa sjálfir til sfn völdin. Flokksþingi frestað Kommúnistaforingjamir hafa nú þegar sýnt þann veikleika að halda ekki flokksþing á tilskild- um tíma. Síðasta flokksþing kommúnistaflokksins var haldið f marz árið 1966. Samkvæmt lög B.ezhnev reynir aö skella skuldinni á félaga sína. um flokksins átti að halda næsta þing nú í marz. Hins vegar eru flokksþing oft sá vettvangur, þegar skipt er um forystu flokks ins, gamlir foringjar víkja fyrir nýjum í lægri embættum. Þesa- ar breytingar yrðu erfiöleikum bundnar, þegar valdabarátta fer fram um æðstu embættin. Sérfræðingar ættu nú að vera í þann veginn að ljúka undir- búningi aö næstu fimm ára á- ætlun, frá 1970—75. Hver er sá seki? Sagt er, að Brezhnev hafi reynt að skella skuldinni af efnahagsvandanum á félaga sína í æöstu stjórn. Þar beinist at- hyglin fvrst að Kosygin, sem í upþhafi beitti sér fyrir umbót- um í efnahagsmálum. Því gæti verið, aö Brezhnev færi í föt Krustjevs á sínum tíma og ýtti félögum sínum til hliðar á þeim forsendum, aö þeim hefði mis- tekizt. Þetta gæti líka alveg eins orðið fall Brezhnevs sjálfs. Efnahagsvandi er í Sovétríkj- unum sem annars staðar steinn um háls æðstu manna. Því má nú venju frekar vænta mikilla tíðinda frá Sovétríkjunum, þeg- ar kommúnistaforingjar deila um það, hver sé sökudólgurinn og skuli „festur upp“. Þeir segja.. „Köll fólksins niður- lægjandi fyrir Ulbrichtstjómina“ „Fundurinn f Erfurt fjallaöi um formsatriði. Viðurkenning á Austur-Þýzkalandi í hvaöa formj sem vera skal. verður að koma í lok samninganna en ekki í upphafi þeirra. Köll fólksins i Erfurt voru eitt merki þess með al margra, hversu erfitt er aö komast að samkomulagi, sem báðir geta unað við. Það sést bezt, hversu niður lægjandi fyrsti fundur hef ur verið fyrir leiðtoga Austur- Þýzkalands, að fréttastofa þeirra ADN, hélt því fram, að fólk hefði einkum hyllt Ulbricht og Stoph.“ Dagens Nyheter (Stokkh.) „Eyðileggja múra og girðingar“ „Hafi eitthvað komið skýrt fram á Erfurtfundinum, þá er bað sú staðreynd, að þýzku rík- in eru tvö... Fundur Brandts og Stophs nægði aðeins til að skýra af- stöðu þeirra. Stefna stjómarinn ar í Pankow er augljós: að hefjr viðræður meö formlegri viðut kenningu Vestur-Þjóðverja á A býzkalandi. Brandt hefur bent á nauösy þess, að ríkin búi i friði múra eða járntjalds. Nauðs; legt er að auövelda samsk; milli fólks, á sviöi tækni menningar i ríkjunum tveir: og Berlín. Samskintin mun byggjast á þeirri forsendu, Pankowstjórnin bryti niður m ana og rifi niöur gaddavírsgirf ingarnar". Ya (Madrid).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.