Vísir - 27.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 27.08.1970, Blaðsíða 9
tvfsIR^TFimmtudagur 27. ágúst 19707 „Hér þarf eiuhvers konar „Jarr■ ing" til þess að miðla málum" — segir blaðamaður V'isis, eftir viðtöl við deiluaðila á sprengjustaðnum við Laxá um hádegisbilið i gærdag — Sambandsleysi aðilanna virðist aðalorsök deilnanna Fulltrúar andstæðra afla á nú sögufrægum slóðum. Frá vinstri Eysteinn Sigurðsson bóndi, einn af forystumönnum Mývatnssveitarbænda, Ásgeir Höskuldsson, byggingameist- ari á Húsavík, sem var að kanna skemmdirnar og gera á- ætlun um endurbyggingu og Jón Haraldsson stöðvarstjóri Lax ‘ junár. Hervirldð sést i baksýn. ráiROT — Hvert er álit yðar á aðgerðum bændanna við Laxá? Ámi M. Jónsson, lögfr.: — Þær eru fyrir neðan allar hell- ur, finnst mér. Karl Bender, verzlunarmaður: — Ég er nú alveg á þvi, að þeir fari með rétt mál. Og styð þeirra málstað alveg eindregiö. Hvað aðgerðum þeirra þama í fyrrakvöld viðvíkur, getur fátt annað vakið athyglj á málstað þeirra, en einmitt siík harka, aö þvl er virðist. Margrét Gunnlaugsd., verzl- unarmær: — Ég er á móti fyrir- huguðum stórvirkjunum á þess- um fagra stað. En þekki málið ekkj nógu vel til að geta lagt dóm á aðgeröir bændanna. Magnús Ásmundsson, fuili- trúi: — Mér finnst það hafa verið djarfuj- leikur sem þeir léku með sprengingunni. En hitt er svo annaö mál, aö ég er sammála þeirra mótmælum. Finnst hafa verið farið aiftan að þeim í þessu máli. Bergur Adólfsson, yfirpóst- afgr.m.: — Ég vil láta virkja Laxá og er lítið hrifinn af mót- mælum bændanna og þeirra mótmælaaðgerðum. „Við höfum fram að þessu ekki verið nógu harðir í baráttunni“, sagði Eysteinn Sigurðs- son bóndi við blaða- mann Vísis á staðnum, þar sem stíflan var rofin efst í Laxárdal í fyrra- kvöld. Jón Þ. Haralds- son sagði hins vegar: „Þetta er hreint dóms- mál, þetta spellvirki“. Rof stíflunnar í Laxá er varla síðasta aðgerðin í hinni hatrömmu deilu veiðibænda á Laxársvæöinu og stjómar Lax- árvirkjunar. Meðal veiðieigenda hefur á löngu árabili magnazt mikil þykkja í garð virkjunar- stjómarinnar. Sú þvkkja fær ekki útrás f einni sprengingu. Það er greinilegt að þeyra.á sumum bændum. Þeim þykir stjóm Laxárvirkj- unar alía tið hafa farið sínu fram, án tillits til sjónarmiða veiðibænda. Hún hafi látið fram kvæma alls kyns rask og spjöll án þess að tala við kóng eða prest. Hins vegar lítur stjóm Laxárvirkjunar á hina fram- kvæmdasömu veiðibændur sem angurgapa og jafnvel ofbeldis- menn, sem varla sé hægt að telja viðræðuhæfa. Sambandsleysi virðist vera meginorsök þess ófremdar- ástands, sem ríkir í samskiptum þessara aðila. Þetta sambands- leysi virðist hafa ríkt alla tíð. Þegar talaö er viö veiðibændur, segja þeir, að stjóm Laxárvirkj- unar hafi aldrei borið eitt né neitt undir þá. Og þegar talað er við menn Laxárvirkjunar, segja þeir, að veiðibændur hafi aldrei komið með tillögur um eitt né neitt. Þótt hvort tveggja sé ýkt, sýnir þetta, að báðir aðilar virðast hafa litið svo á, að frumkvæði í samkomulagsátt hafi átt að koma frá hinum aðilanum. Blaðamaður Vísis ræddi i gær við Evstein Sigurðsson, bónda á Amarvatni, og Jón Þ. Haralds- son, stöðvarstjóra Laxárvirkjun- ar, þar sem þeir voru að huga að vegsummerkjum á staðnum í gær. Þeir eru fulltrúar hinna andstæðu afla, sem þama togast á. Hvorugur þeirra er þó í hópi hinna „æstu“ í hvorri fylkingu. Báðir hafa þeir vissan skilning á sjónarmiðum hins aðilans og færa jafnframt gild rök fyrir sínum máistað. Jón Þ. Haraldsson sagði, að endurbygging stíflunnar til bráðabirgða hæfist bráðlega og yrði henni að vera lokið fyrir haustið. Laxárvirkjun yrði að hafa þessa stíflu til þess að trvggja, að allt vatn rynni í nyrztu kvísl Laxár, þegar klaka- stíflur verða á vetrum. Það væri of seint að loka þama fyr- ir, þegar slíbt gerðist, því að vitneskja um það bærist svo seint niður að virkjun. Að vísu væri eftirlitsmaður á staðnum, en það væri bóndi, sem hefði öðru að sinna og gæti ekki vakt- að ána allan daginn. Þessi stífla væri nauðsynleg til að flýta fyr- ir gagnaðgerðum gegn klaka- stíflum og til að auðvelda þær aðgerðir. Þess vegna kæmi ekki aneað til mála en að endur- byggja stífluna. Hins vegar sagði Jón, að vel kæmi til greina að endurbyggja hana sem opna stíflu, er væri opin á sumrin en lokuð á vet- uma, ef landeigendur og veiði- málastjóri bæru fram óskir um það efni. Þama mætti vel vera opið rennsli á sumrin, ef það stuðiaði að aukinni silungsveiði í kvíslinni. Það væri samkomu- lagsatriði. Það breytti því ekki, að stíflurofið væri aðgerð, sem væri hreint dómsmál, sem hlut- aðeigendur yrðu aö svara til saka fyrir, eins og um önnur fí^yyMWjftann toað.. stjórn Laxárvirkjunar hafa kært málið til saksóknara ríkisins en ekki til sýslumanns, því að hann væri flæktur í málið sem stuðn- ingsmaður veiðibænda. Eysteinn Sigurðsson (sonur Sigurðar Jónssonar skálds, er orti „Blessuð sértu sveitin mfn“) var einn þeirra, sem gerðu at- löguna að stíflunni í fyrrinótt. Bær hans, Arnarvatn, á land að henhi öðrum megin, en Geira- staðir hinum megin. Hann sýndi okkur loftmvnd af svæðinu og skýrði sjónarmið veiðibænda. Hann kvað ekki neinn félags- skap hafa staðið að stíflurofinu. Það hefðu hins vegar gert sam- eiginlega 150 einstaklingar. Þeir hefðu verið frá öllum þorra bæja í Mývatnssveit, auk margra úr Laxárdal og Aðaldal og raunar víðar að. Þeir hefðu nótað dráttarvélar og handverk- færi til að ryðja brott jarð- vegsstíflunni. Þá var eftir stein- steyptur veggur, sem þeir sprengdu upp með dýnamiti. er Laxárvirkjun átti þar á staðn- um. „Það var tíu ára gamalt og dugði því illa“, sagði hann. Hann kvartaði yfir því, að Lax- árvirkjun hefði þama skilið eftir dýnamit á víð og dreif f gjót- um. Laxá rennur úr Mývatni i þremur kvíslum. Tvær eyjar eru á milli, Helgey í landi Geira- staða og Geldingaey í landi Amarvatns. Auk þessara jarða á Haganes land að þessum kvíslum. Laxárvirkjun hefur byggt stfflur i öllum þessum kvfslum. í syðstu kvíslinni er opin stífla, sem hægt er að loka. Hún er höfð opin á sumrin en lokuð á vetrum. í miðkvíslinni er, eða réttar sagt var lokuð stffla með siluneastiga. í nvrztu kvíslinni em aðalmannvirkin Þar er lokustifla og mikiM skurð ur, sem gerður hefur verið til að auðvelda vatnsrpnnriið. Um þessa kvísl r*“»~ -' megin- hluti Laxár. Eysteinn sagði, að það hefði komið öllum á óvörum, er fleiri mannvirki voru reist en nyrzta stfflan. Þá fyrst hafi komið í Ijós, að Laxárvirkjun ætlaði að loka hinum kvfslumnn tveim- ur. Þá risu menn upp til and- mæla og vom haldnir fundir um málið 1960. Fékk Laxár- virkjun ráðherraleyfi til að reisa miðstffluna, að sögn Eysteins á röngum forsendum. Hins veg- ar hefðu þeir ekki fengið leyfi til að loka syðstu kvíslinni. Bændur leituðu þá eftir stöðvun framkvæmda, en fengu því ekki framkvæmd. Var þá skipuð matsnefnd til að meta tjónið, en hún hefur ekki enn skilað áliti að tíu ámm liðum. Hafa bændur nú lagt fram kröf- ur í málinu, til þess að það fym- ist ékki. Eysteinn sagði það Mfsspurs- mál fyrir silungsveiðamar, að urriðinn fengi að ganga milli Mývatns og Laxár. Uppeldis- stöðvar hans væm f Mývatni og ennfremur hefðu verið hrygn- ingastöövar f syðri kvíslunum tveimur. Við stfflugerðina hefði silungsveiði f Laxá og hluta Mý vatns stórlega minnkað. Hrygningastöðvamar f syðri kvfslunum væru að sjálfsögðu eyðilagðar, þar sem þær væru oft þurrar eða því nær þurrar. Þá hefði stíflan í syðstu kvísl- inni ollið því, að sandurinn úr Kráká hreinsaðist ekki niður ána, heldur settist að í kvíslinni og spillti veiði. Loks væri rennsl ið í miðkvfsiinni svo lítið, að silungastiginn kæmi ekki að gagni. Eysteinn sagði. að rof stffl- unnar gerði Laxárvirkjun ekki á neinn hátt ókleift að hreinsa klakastíflur í ánni. Það þyrfti aðeins að fylgiast betur með ánni og til þess hefði Laxár- virkjun hvort sem er mann. Virkjunin gæti engu að síður haft vald á rennsli árinnar og • gæti veitt öUu vatninu f gegn- • um nyrztu stífluna. J Hann sagði, að rofiö yki • rennslið í miðkvíslinni og skap- • aði á meðan nýja möguleika til J hrygningar og veiöa. Þaö væri • þó ekki aðalatriöið í aögerðun- J um, heldur væri með þeim fyrst • og fremst verið að mótmæla • einstefnuakstri Laxárvirkjunar J og sýna henni fram á, að full al- • vara væri í bændum. • Hann sagði, að Laxárvirkjun J ætti raunar að hefja skipulegar • aðgerðir til að auka fiskigengd • á Laxársvæðinu og skipuleggja J öll mannvirki í ánni á þann • hátt, að Iax og silungur kæmust • óhindrað á milli. Á staðnum voru einnig stadd- .; ir Hjörtur Þórðarson, verkfræð- • ingur hjá Sigurði Thoroddsen, J og Ásgeir Höskuldsson, bygg- J ingameistari frá Húsavfk, til að • athuga skemmdimar og áætla J um endurbvggingu stíflunnar. J Af sjónarmiðum deiluaðila er • ljóst, að mikið ber á milli, og J að erfitt er að fá þá til að gera • í friði út um sín mál. Hvor aðili • um sig vfsar á hinn. Því virðist J ekki annað koma til greina, en • að einhver „Jarring" verði J skipaður til að ganga á milli og J samræma sjónarmiðin til þess • að finna lausn, sem báðir aðilar J megi vel við una. Það er að • vísu gaman fyrir lesendur dag- « blaðanna að fylgjast með mála- J ferlum og dómum út af spell- • • virkjum. En málið er komið • langt út fyrir sviö dómsmál- J anna. Það er verkefni stjóm- • valda að skipa mann til að J ganga í milli, úr því að deilu- • aðilar hafa ekki frumkvæði í • málinu. Hvort sem spellvirkj- J amir hafa verið 70 eða 150, •, sem menn virðast ekki sammála • ' um, þá sýnir verknaður þeirra, J j hvílfkur hiti er í mönnum • r þama J1 O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.