Vísir - 22.09.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1970, Blaðsíða 2
Og húsið hrundi... Keith Tolley, 12 ára Lundúna- búi var til skamms tíma haldinn brennand; þrá eiftdr að spila á píanó. Það var ekkert slíkt hljóðfæri heima bjá honum, og einhvern veginn var það þannig, að honum heppnaöist aldrei að komast almennilega í færi við píanó. Svo gerðist það dag einn, að Keith var að leik skammt frá heimili sínu og sá þá hvar fólk var að flytja búferlum úr húsi einu, gömlu og illa fömu. Er flutningsmennirnir voru farnir, læddist hann inn í húsið, en það var þá orðið alveg autt utan hvað í setustofunni var stórt og mikið píanó. Og þá stóðst Keith ekki mátiö, heldur læddist að píanóinu, lyfti varlega annarri hendi og lét vísifingur falla létt á eina nótuna: Og þá hrundi gólfið undan honum og pianóinu! Lögreglan kom skömmu síðar á vettvang og bjargaði drengnum úir bakinu, en píanóið var látið liggja þar sem það var komið, „og það gerði ekki mikið tiil“, sagði Keith, „það var greinilega ramfalskt". „Læknisfræðilegt kraftaverk" læknar græddu handlegg á tveggja ára barn Tina Gracia, frá Denver í Colorado, USA er sögð yngsta manneskjan sem læknar hafa grætt á lim. Hún er núna sjö ára, en fyrir 5 árum lenti hún í járn- brautarslysi, lestin klippti hand- legginn af henni við öxlina, en vegna þess hversu fljótt tókst að koma barninu á spítala, var hægt að græöa handlegginn á hana. Tina var flutt á sjúkra- hús háskólans 1 Denver og þar voru 23 læknar í 6 klukkustund- ir að festa handlegginn á barnið aftur. Afrek læknanna var álitið læknisfræðiiegt kraftaverk, jafn- vel ’þó ekki væri vitaö hvort vef- ir í likama Tinu og handleggs- ins sem hafði skorizt af, mundu gróa saman aftur. Núna er greinilegt orðiö að aðgerðin hefur heppnazt. Tina 'nendist um allt með öðrum börn- um og tuskast jafnvel við bróð- ur sinn. „Hún gerir allt, sem heilbrigð börn gera“, segir móð- iv hennar. „Hún klæðir sig sjálf og borðar með hníf og gaffli. Að- gerðin hefur fengið mig og okkur öl'l sem þekkjum Tinu tiil að trúa næstum blint á möguleika lækna- vísindanna". Er blaðamaður einn heimsótti Tinu þann 19. júill l sumar er hún átti 7 ára afmæli, sagði hún óðamála við hann: „Það var járn- brautarlest sem ók yfír handlegg inn á mér og tók hann af, en læknarnir saumuðu hann á mig afitur og nú er aillt i lagi með mig.“ Móðir Tinu sagði að kraftur hefði hægt og hægt færzt í hand- legginn. Fyrsta batamerkið var er hún fór að geta hreyft fing- urna lítið eitt. Reyndar var ekki nóg að grípa handlegginn, sem hún missti og sauma hann á. Barnið hefur öll þau 5 ár sem iiðin eru frá slysinu, orðið að vera undir stöðugu eftirliti og athugunum lækna, og fimm sinn- um hefur hún verið skorin upp og læknar reikna með að skera tvisvar enn í handlegginn, áður en fuillum bata er náð. Og það verður ekki fyrr en hún er orðin 15 eða 16 ára, segja læknar, „en batinn hefur verið mjög góður — farið fram úr djörfustu von- um“. Hún er ætið látin vera með ólar um handlegginn til þess að hjá'lpa rissum vöðvum til að styrkjast. Hneykslismál í >f ; 230 kr. kflóið j Rezap, tyrkneskur verkamaður, c hefur í 12 ár búið í Vínarborg * og jafnlengi verið kvæntur iönduj sinni, Taman Seymaz. Þau búa í* hverfi sem eingöngu er byggi * Tyrkjum. Og þó'tt þau hafj verið • gift í 12 ár, hefur þeim ekki orðiö • bams auðið. Það þykir þeim og • löndum þeirra þar í Tyrkjahverf- • inu vera hræðileg skömm, eink-J um fyrlr eiginmanninn. Og Taman • var orðin hrædd um að maður* hennar myndi skilja við hana af J þessum sökum. Svo gerðist það« að bezta vinkona hennar, Guel-J sen Kizimirlak, eignaðist sitt • fjórða barn. Það var stúlka, og2 þar sem stúlkur eru ekki í sér-J lega miklum metum meðai • Tyrkja, fannst Guel'sien aililtt í iagi, J að hún selti Taman og RezapJ stúikuna, enda átti hún eina fyrir • auk tveggja drengja. J Hjónin fóru nú að þrátta umj verðið, en sættust loks á það, að» meta barnið eins og lambakjöt.J Þau ætluðu síðan að fara með* barnið til slátrarans og fá aðj vega það á kjötvigt hans. Þá vildij faðir stúlkunnar fá að hafa hana* hjá sér í 2 vikur enn, en barniðj var þegar orðið fjögurra mánaða* gamalt, og ala hana vel, því þeimj mun vænna sem barnið væri.J því hærra verð fengi hann þá • fyrir það. Þetta fannst RezapJ hreinasta okurstanfsemi, og mót-» mæliti haröl'ega. Uröu nú ryskingj ar 'harðar roilli heimilisfeöranna J og varð að iokum að kalla lög- • regluna til. J Og þar með var barnsdraumur • Tani’nc og Rezaps orðin að enguj því lögreglumennirnir útskýrðu J lyrir i yrkjunum, aö hversu órétt • látt sem það virtist vera, þáj væri bannað að selja börn í Aust- * urriki. • „Morð á ítalskan máta“, kall- aði lögreglan í Róm það þegar Camiilo Casati Stampa, greifi skaut konu sína, elskhuga henn- ar og síðan sjálían sig, snemma í þessum mánuði. Mikiö fjaðrafok reis af þessum morðum, því það kom í ljós, að greiíinn og kunn'inigjar hans höfðu ekki með öllu hreinan skjöld. Er lögreg'lan tók að leita í hibýlum hans kom í ljós, að hann hefur verið mjög svo iðinn við að ljósmynda konu sína, Önnu Falilarind Casati, greifaifrú. Hún var 41 árs og var sýningar stúlka áður en greifinn kynntist henni. Eftir aö þau voru í hjóna- Anna greifafrú. Þetta er ein af ótalmörgum myndum, sem greif- J inn tók af konu sinni, enda er barmur hennar betur fallinnj til myndatöku en margt annað. Þau greifahjón keyptu fjöldaj karla og kvenna til að sitja fyrir á myndum svipuðum þessari.* band komin virðist sem þau hafi fátt annað haft fyrir stafni en að ijósmynda og kvikmynda Önnu allsnakta í klámfengnum stelling um og oft meö karimönnum, sem greifinn borgaði offjár fyrir að taka þátt í leiknum. FjölcLj aðailsfólks Róm er og bendlaður viö málið, því greif- inn var duglegur að bjóða til sín fólki og létu margir til leiðast að taka þátt i klámleikjum ha'ns. Hann fjöldaframleiddi klámmynd ir af konu sinni og stundum dreifði hann myndunum meðal kunningja sinna. Greifafrúin og greifinn iðkuðu helzt klám'leiki sína á landareign greifar.s og á baðströndum, þar sem ekki var of margt fólk. Bandarískir hermenn sem þau hjón hittu oft á baðströndum hafa skýrt frá því að greifinn hafi greitt þeim allt að 100 ensk- um pundum fyrir að „sitja fyrir“ á klámmyndum með Önnu. Mynd irnar tók greifinn allar sjálfur. Lögreglan sem ranmsa'kaði h£- býli greifans segir að svefnher- bergi greifahjónanna sé skreytt klámmyndum og annars konar nektarmyndum af frúnni, t.d. sé ein risastór á veggnum ofan við rúm greifans. Sem fyrr segir er mikill fjöldi „fína fólksins" í Róm flæ'ktur í málið og segja ítölsku blöðin að þetta sé mesta hneyksli sem oröiö hafi í þeim 'glaða stað Róm síðan á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Austur-Þjóð- verjar Einn þriöji allra Austur-Þjóð- verja, en þeir telja 18 milljónir, eru of feitir, segir helzti heil- brigðismálasérfræðingur stjómar landsins, Kurt Winter, prófessor. ofaldir „Fólkið hefur svo mikið að borða, að það borðar ekki aöeins þegar það er hungrað, heldur borðar það bara vegna þess að maturinn er fyrir hendi“. LOKAÐ Deildir Veðurstofunnar í Sjómannas^ðlanum verða lokaðar vegna jarðarfarar eftir hádegi þriðjudaginn 22. september. VEÐURSTOFA ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.