Vísir - 22.09.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 22.09.1970, Blaðsíða 3
3 V'^jS IR . Þriðjudagur 22. september 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN UTLOND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND 8000 fallnir og særðir I Amman Bandaríkja-menn fiibiínar nð skernst í leikinn í Jórdnníu ■ Bandarískar hersveitir í Bandaríkjunum og Evrópu eru tilbúnað að halda fyrir- varalaust til Mið-Austur- landa. Bandaríkjastjóm vinnur á meðan að því að reyna að finna lausn á deil- unum í Jórdaníu með samn ingum, svo að ekki þurfi að koma til bandarískrar innrásar í Jórdaníu. Ulfaþytur vegna brottvísunar ,,Rauða Rudis“ Rudi Dutschke, hínn byltingarsinn aði vestur-þýzki stúdentaforingi, ákvað f gær að áfrýja þeim úr- skurði ríkisstjómarinnar að hann sé brottrækur frá Bretlandi innan niu daga. Áfrýjunin mun samkvæmt lög- um frá í fyrra koma til kasta sér- stafcrar dómnefndar, sem Reginald Maudling innanríkisráðherra hefur útnefnt. Það var Maudiing, sem ákvað burtvísun Rudi Dutschkes. Sú ákvörðun hefur vakið mikil mót mæli skólafólks og blaða. Er sagt, að ákvörðunin muni skaða virðingu Bretlands sem umburðarlynds lands. Dutschke kom til Bretlands árið 1968 til að leita sér læknis, eftir að ungur Vestur-BerMnarbúi skaut tveimur skotum í höfuð Dutschkes. Rudi Dutschke ætlaði sér að nema félagsfræði við Cambridge- háskóla í haust. Hann hefur verið slæmur í höfði eftir skotsárin. L. Margir í Vestur-Þýzkalandi hafa hótað að myrða Dutschke, ef hann komi þangað aftur. bann hér með Johnson á myndinni. — Vinstri sinnar í Höfn hafa tekið honum illa, en hann situr þar ársfund Alþjóðabankans. Stjómin í Washington tekur fram, að hiinir 10 þúsund fótgöngu- liöar, sem eru tilbúnir til farar til Jórdanfu, muni einungis fá þaö verkefni að ffytja burt þá 400 bandaríska borgara, sem dveljast í landinu. Þeim muni ekki ætlaö að skakka leikinn í borgaraltyrjöld- inni í Jórdaníu þar sem Hussein konungur á í höggi við skæruiliða og herdeildir frá grannníkinu Sýr- landi. Hussein konungur hefur beðið fjórveldin um hjálp í baráttunni við skæruliða. Hann mun ekki hafa beðið um vopn eða hermenn held- u,r óskað þess, að fjórveldin kæmu því til leiðar, að Sýrlendingar kveddu heim her sinn, sem kominn er inn í Jórdaníu. Margir telja það ekki ólíklegt, aö Bandaríkin muni grípa í taum- ana, ef Hussein fái ekki við neitt ráðið og Sýrlendingar og skærulið- ar haldi áfram sókn sinni. Hussein er talinn sá Arabaleiðtogi, sem vin- veittastur er Vesturlöndum. Stórar flutningaflugvélar eru til- búnar £ Fort Bragg í Noröur-Karó- línufylki. Mundu þær flytja banda- rísku hermennina til Jórdaníu, ef til kæmi. Talið er nú, að um átta þúsundir hafi fallið eöa særzt í höfuðborg Jórdaníu Amman einni, eftir fimm daga látlausa götubardaga. Þetta er áiit fuitrúa Rauða krossins í Árrimari. F-lugVél Rauða kfossins flutti í gær nokkra særða menn til 'Beirut í Líbanon. Var skotið tutt- ugu skotum á bifreiðina, sem flutti þetta fólk út á flugvöll í Amman. Fjölmörg ríki hafa boðið aðstoð sína til aö bæta úr neyðinni í Amman. Hussein konungur lýsti i gær yfir vopnahléi £ Amman. Skæru- iiðaforinginn Yassir Arafat segir hins vegar, að þetta séu aðeins orð- in ein. Konungsmenn skjóti enn sem fyrr á borgara í höfuðborginni, segir Arafat. Arafat segir einnig, að því fari fjarri, að konungur ráöi yfir höfuðborginni. Araba'leiðtogar koma saman í Kaíró í da-g ti'l að reyna að finna lausn á dei'lunni £ Jórdanfu og hindra, að sundrung vaxi £ Araba- rfkjum. Hussein konungur hefur sent boð um, að hann muni ekki sækja fundinn, en nýskipaður for- sætisráðherra Jórdaníu, Mohamm- ed D’Oud, kemur f hans stað. For- seti Sýrlands Nureddin Al Atassi kom til Kaíró í gær og ræddi við Nasser fram yfir miðnætti. Fundurinn átti fyrst að vera í morgun, en honum var frestað, enda höfðu færri komið en vænzt var. «8--------------------------------- Tilkynning til bifreiðaeigenda Frestur til aS sækja um endurgreiðslu gjalda af bif- reiðum, sem teknar hafa verið af skrá hluta úr árinu 1969, rennur út 30. þ. m. Fyrir þann tfma þarf því að sanna rétt til endurgreiðslu gjaldanna fyrir innheimtu- manni ríkissjóðs með greiðslukvittun og vottorði bif- reiðaeftirlits, ella fellur hann niður skv. 1. gr. laga nr. 12/1964. FJÁRMÁLARADUNEYTIÐ, 21, september 1970. Mikill slagur út af McNamara þessa fyrrverandi hermála ráðherra Bandaríkjanna. Margir lögregluþjónar og ahnennir borgarar slösuð- ust í heif túðlegum átökum, sem urðu í gærkvöldi fyrir utan Royal Hotel í Kaup- mannahöfn, en þar dvelst Robert McNamara, forseti Alþjóðabankans. — Mann- grúi safnaðist enn saman til að mótmæla komu Manngrúinn velti bifreiðum og braut rúður í ýmsum bönkum, verzlunum og ferðaskrifstofum, meðal annars flugfélagsins Air France og Privatbanken. Margir voru handteknir. Átökin stóðu langt fram á nótt. Vinstri sinnar bvrjuðu þessar mótmælaaðgerðir með friðsamlegri göngu. Fylgdust bankamenn með er mannsöfnuðurinn hrópaði „Hengið McNamara". Eitt þúsund lögreglu- þjónar voru á verði. Átökin hóf- ust svo, þegar göngumenn sneru aftur til miðborgar Kaupmanna- hafnar. Tvær sprengjur sprungu. Einn forystumaður í látunum var Tariq Ali frá Pakistan. Hann hefur áður gengizt fyrir fjölda mótmæla- aðgerða í Bretlandi. Lögreglan handtök franska rithöfundinn Rol- and Perrot í gær, en hann var á heimili vina í Höfn. Ýmsir rithöf- undar í Danmörku og Svfþjóð hafa mótmælt handtökunni, en hún mun standa í sambandi við mótmæla- aðgerðirnar í Höfn um þessar mundir. McNamara situr í Kaupmanna- höfn ársfund Alþjóðabankans. Brezka sendiráðið óskar aö ráöa stúlku til heimilisaðstoðar, þekking á framreiðslustörfum æskileg. Sími 15883/4. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 34., 37. og 38. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1970 á eigninni Melabraut 39, neðri hæö, Seltjarnamesi, þinglesin eign Björns A. Blöndal, fer fram eftir kröfu Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Skúla J. Pálmasonar, hirl., á eigninni sjálfri föstudaginn 25/9 1970 kl. 2.30 e. h. Sýsiumaðurinn í Gullbmigu- og Kjósarsýslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.