Vísir - 02.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 02.10.1970, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 2. október 1970. 3 I MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Tveir egypzkir íeiðtogar fengu slag við útförina Umsjón; Haukur Helgason. Sadat forseti og Sabry fyrrum forsætisráðherra buguðust, er Nasser var til moldar borinn — Margir munu hafa beðið bana, er fjórar milljónir fylgdu Nasser til grafar % Tveir æðstu menn Eg- yptalands fengu hjarta- áfall við útför Nassers for- seta í gær. Anwar E1 Sadat núverandi forseti til bráða- birgða og Aly Sabry fyrr- um forsætisráðherra hnigu niður við jarðarför leið- toga síns. Egypzka stjórn- arblaðið A1 Ahram segir frá þessu í morgun. Læknar annast nú þá Sadat og Sabry, og er líðan þeirra góð eftir atvikum samkvæmt síðustu frétt- um. Segir, að orsök veikindanna sé Iíkamsþreyta og taugastreita vegna hins sviplega fráfalis Nass- ers. Þessir leiðtogar hafi orðið mik- ið á sig að leggja þá daga, sem liðn- ir eru frá Iáti hans. Sadat er 52ja ára, og tók hann við forsetaembætti, þegar Nasser lézt. Hann var náinn vinur Nassers og samstarfsmaður alla tíð si'ðan byltingin var gerð sumarið 1952, en Sadat var einn af leiðtogum hennar. Sabry var einnig náinn samstarfs maður forsetans. Hann á sæti í framkvæmdanefnd arabíska sósíal- istaflokksins, sem er eini leyfði stjórnmálaflokkurinn í Egyptalandi. Hvorki Sadat né Sabry gátu ver- ið viðstaddir, þegar lfk Nassers var lagt til hvflu í Nasser-mosk- unni utan Kaíróborgar í gær. Fjór- ar milljónir fylgdu Nasser til graf- ar. Oft misstu menn í þrönginni stjóm á sér og brjáluðust af sorg. Segja menn, að ekki séu dæmi þess fyrr við útför þjóðhöfðingja, að sorg a'lmennings hafi verið jafn áberandi og við útför Nassers. Átök urðu milli lögreglu og fólks, sem reyndi aö ryðjast fram og snerta líkbörurnar. Talið er, að margir hafi látið lífið og særzt, en ekki er enn vitað um tölu þeirra. Anwar E1 Sadat. Aly Sabry. NIXON KOMINN TIL SPÁNAR Abdel Nasser. • .Nixon Bandaríkjaforseti kom í morgun til Madríd að lokinni hinni opinberri heimsókn til Júgó- slavíu. — Deilurnar I Mið-Austur- löndum og hemaöarstaðan á Mið- jarðarhafi munu verða efst á baugi, er Nixon ræðir í dag við ráðherra á Spáni. Spánn hefur ástundað gott samstarf við Arabarikin, og mun Nixon hafa hug á að hafa not af þvi. Væntanlega mun Nixon leggja á- herzlu á mikilvægi herstöövasamn- ings Spánar og Bandaríkjanna, sem hefur verið framlengdur. — Þessi heimsókn Nixons er vatn á mvllu Francostjómarinnar. Nixon mun verða að hrósa Franco engu minna en hann hrósaði öðrum görnlum stjórnruálaforingja Tító Júgóslavíu- forseta, í gær. Bandarfskir útvarps- fréttamenn bentu á það í morgun, aö Nixon ka'Maði Franco „einn merkasta stjórnmálamann verald- ar“, sem „ynni þjóð sinni gott starf af aihug", þegar Nixon var vara- forseti Bandarikjanna árið 1959. Alþjóða flugmálastofnunin vill bann — ekki flogið til rikja, sem vernda flugvélaræningja STJÓRN alþjóða flugmála- í gær tillögu um aö flug-llanda, sem eiga hlut að stofnunarinnar samþykkti félögin hætti að fljúga til flugvélaránum. SAS-flug Höfn- Tókíó um Moskvu Skýrt verður frá nýrri flugleið flugfélagsins SAS í dag, en samningar hafa tekizt við Rússa um SAS-flug frá Kaupmanna- höfn til Tókíó um Moskvu. Samningamir tókust miffli rfk- isstjóm Danmerkur, Noregs og Svfþjóðar, fuMtrúa SAS og rfk- isflugfélags Sovétríkjanna Aero- flot. Þetta verður önnur „hrað- flugleið" SAS til Austur-Asíu. Hin fyrri er um Tasjkent og Pangkok til Singapore. Mun flugið til Tókíó byrja 1. aprfl næsta ár. Sovézka flugfélagið fær í stað inn leyfi til að fljúga frá Kaup- mannahöfn til einhvers staðar i Norður-Ameríku ef um það verð ur sairuð, væntanlega til New York og Montreal. Miðað við að fljúga yfir Norð- urheimskautið til Austur-Asfu sparar SAS sér með hinni nýju flugleið fjögurra eða fimm klukkustunda flug. Ti-llagan fer nú til laganefndar, sem er á fundi í London. Banda- ríkin bám þessa tillögu fram, og fékk hún nauman meirihluta at- kvæða. 14 af 27 greiddu atkvæði með henni, 3 á móti og 10 sátu hjá. Þetta er ta'linn nokkur sigur fyr- ir bandarísku fulitrúana, sem héldu því fram, að málið væri tæknilegs eðlis en ekki stjórnmálalegs, og því heyri það undir stofnunina. Laganefndin verður nú að úr- skurða, hvort ákvæði um þetta skuli verða viðauki við fyrri sam- þykktir um fflug, eða hvort vera skuli sérstök samþykkt um flug- vélarán. Ríkin, sem greiddu atkvæði á i móti, voru Egyptaland, Túnis og ; Líbánon. Þau segja, að þetta sé 1 pólitískt mál, og eigi Sameinuðu ^ þjóðimar að fjalla um það en ekki f 1 ugmálastof nun in. Auglýsing Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið vilja ráða nú þegar pilt eða stúlku til sendistarfa hálfan eða all- an daginn. Upplýsingar veittar í ráðuneytunum. Sjávarútvegsráðuneytið Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið *r z vjPAs^ y um q. Tilboð óskast í raflögn í Lagadeild Háskóla íslands. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, gegn 3.000,— króna skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð 19. okt. n.k. kl. 2 e.h.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.