Vísir - 02.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 02.10.1970, Blaðsíða 8
ö f f .«■ |t t>’ prr [ rrrrv'i'ri'fr - r r [ r r r r r r * r • •• i ; VÍSIR . Föstudagur 2. október 1970. VÍSIR Otgefan 1) Reykjaprent tif. Framkvæmdastióri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstióri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sfmi 11660 Ritstjón ■ Laugavegi 178 Sfmi 11660 f5 línur) Askrift.argjald kr 165.00 ð mánuöi innanlands f lausasöiu kr. 10.00 eintaklC Prentsmiðia Vfsis — Edda hf. Þáttaskil Prófkjörum og skoðanakönnunum er lokið að sinni. Þessar nýjungar hafa að verulegu leyti einkennt stjórnmálin í ár. Fyrir bæja- og sveitastjómakosn- ingarnar í vor bar mikið á þeim, einkum hjá sjálf- stæðismönnum og framsóknarmönnum. Þær þóttu gefa svo góða raun, að þessir flokkar beittu þeim aftur í sumar og haust við undirbúning næstu al- þingiskosninga. Prófkjörin hafa verið snemma á ferðinni að þessu sinni. Stafar það af því, að lengi vom miklar horfur á, að alþingiskosningar yrðu í haust, og var undir- búningur prófkjöranna kominn vel á veg, áður en í ljós kom, að kosningarnar yrðu ekki fyrr en næsta vor. Prófkjörstíminn náði hámarki um síðustu helgi, þegar sjálfstæðismenn höfðu prófkjör í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi og framsóknarmenn höfðu skoðanakönnun í Reykjaneskjördæmi. Það er athyglisvert, hve feikilega góðar viðtökur þessi nýjung hefur hlotið. Þátttakan hefur verið nokk- uð almenn og víða mun meiri en menn þorðu að vona. Lítill vafi er á því, að prófkjörin hafa leitt fram öfl- ugri frambjóðendur en ella hefði orðið. Margir reynd- ir stjórnmálamenn hafa fengið í þeim ótvíræða traustsyfirlýsingu og jafnframt hafa komið í Ijós nýir og efnilegir stjórnmálamenn, sem greinilega njóta mikils trausts. Alþýðuflokkurinn hefur ekki beitt prófkjörum í sínum kosningaundirbúningi. En nú er svo komið, að einnig þar er kominn upp áhugi á prófkjörum eða skoðanakönnunum, og er ekki ósennilegt að af fram- kvæmdum verði fyrir alþingiskosningamar. Þessi áhugi er sprottinn af því, að forustumönnum Alþýðu- flokksins hefur þótt nóg um vinsældir þær, sem próf- kjör annarra flokka hafa hlotið meðal almennings. Öfundin er að verða yfirsterkari óttanum um, að þessi nýjung leiði til röskunar á valdakerfinu í flokknum. Hins vegar eru Þjóðviijamennirnir, sem ráða Al- þýðubandalaginu, harðákveðnir í að halda gamla lag- inu. Enda mundi það jafngilda pólitískum dauðadómi þeirra að gefa fólki kost á að velja og hafna. Þeir hafa mun meiri áhuga á að efla völd sín í flokknum en að styrkja flokkinn út á við. Þetta viðhorf mótar af- stöðu Þjóðviljamanna til prófkjöranna og gagnrýni þeirra á þá nýjung. Nú eru prófkjörin afstaðin og nýr þáttur stjóm- málalífsins að hefjast. Alþingi verður sett eftir viku, og er undirbúningur þingstarfa kominn í fullan gang. Þar sem þetta er síðasta þing fyrir kosningar, má reikna með, að það verði með fjörlegasta móti. Það eru því þáttaskil í stjórnmálunum þessa dagana. Hinn persónulegi þáttur, sem einkennir prófkjörin, fellur í skugga hins málefnalega þáttar, sem einkennir störf alþingis. í sumar og haust hefur verið deilt um menn en í vetur verður deilt um málefnL I /< Mannorðsmyrðing egar maöur lítur vdð fráfaill Nassers yfir valdaár hans, þá kemur eitt framar öðru upp í hugann, og það er að engdnn maður í alþjóðastjómmálum síðan Stalin leið hefur venið umræddur og uppmálaður jafn illskeytt og svívirðilega og hann í vestrænum blööum. Það em vairia til þau iMyrði tungnannar sem hann hefur ekki verið nefnd ur í virðulegum og áhrifamikl- um blöðum eins og New York Times og Daily Express, blöð sem með miilljónaupplögum sfn- um hafa geipileg áhrif á skoð- anamyndun á Vesturlöndum. Þar hefur hann ár eftir ár veríð úthrópaður sem ræningi, þjófur, lygari og það hefur ekki einu sinnj vantað að hann væri hreinlega kallaður glæpamaður, að ekki sé talað um að honum hefur einna helzt verið líkt vdð Hitler, að maður nú ekki tali um að hann hefur stöðugt ver- ið stimplaður Rússadindill. Við hliðina á þessum stöðugu hatursgreinum á Nasser hafa svo komið dáfallegar viðeigandi skopmyndir af honum oftast í líkj einhvers glæpamanns eöa morðingja meö vígtennur gleyp- andi i sig konur og böm eöa sem stigamaður og ræningjafor- ingi að ráöast á saklaust fólk. Þannig hefur hatursáróðurinn gegn honum staðið svo aö segja samfleytt í nærri tuttugu ár sdðan hann leyföj sér aö hrinda frá ístrubelgnum og hinum ger- spidJta svallara og kvennabósa Farúki konungi. Og það er varla nema eðlilegt aö þessj áróður hafi haft sín áhrif víðsvegar á Vesturlöndum. Nasser forseti Egyptalands hefur veriö idtinn homauga og hatursauga. Cjálfsagt er því líka svo variö 1-7 með hann eins og aðra stjórnmálamenn ekki sízt í ríkjum þar sem mikil ólga er undir niöri, að hann hefur kunnað aö beita tveim skjöldum og verið þátttakandi í vægðar- lausri valdabaráttu. En nú þegar hann fellur frá, og viill þá ein- mitt svo tiil, að hann gegnir margföldu sáttahlutverki bæði fyrir Arabaheiminn út á við og gagnvart ísraelsrdki og liíka inn- an Arabaheimsdns, þá hefur nú loksins á þvl borið, að vestræn blöð eru byrjuö að ldta hann nokkuð öörum augum og við- urkenna mikiivægt starf hans til að reisa Egyptaland og þar með allan hdnn fjödmenna Ar- abaheim úr aldadangri niður- lægmgu og eymd. Það má leita að ýmsum skýr- ingum á þedm furðulegu rang- færsdum og vildandi áróðri, sem befur verið rikjandi í vestræn- um löndum gagnvart Nasser. Það hefur m. a. verið á það bent, að þetta stafaöi af þvd, hve Gyðingar væru áhrifamikldr einfcanilega í bandarfskum blöð- um. Ísraels-menn hafd einnig verið kænir við að útbreiða sina mynd af ástanddnu I löndunum fyrir botnd Miðjarðarhafsins, þeir hafi til dæmis getað taliö hinum vestræna heimi trú um, að Israelsriki værj smælinginn móti hinum arabíska risa, meö- an ástandið var raunverulega þveröfugt að ísralesmenn voru í krafti þekkdngar sinnar og tæiknimenntunar hið drottnandi afl á þessu svæði. Það getur vel verið, að þessi gyðinglegu áhrif hafi haft sitt að segja, þó varast verði f því sambandj að fara að draga upp myndina af einhverju zíonísku alheimssamsæri eins og sumir öfgamenn gera. Jgn það má einnig finna aðrar ástæður, sem sjálfsagt eru mikiu þyngrj á metunum. Þar ber fyrst að geta þess aö gamia heimsvaida- og nýlendusjónar- miðið er lífseigt vestur í Evrópu og það er alltof naglfast það gamda viðhorf að líta niður á og fyrirlita Araba-þjóðirnar sem annars flokks mannkyn. Það er alltof útbreidd skoðun, að þær eigi sér engrar uppreisnar von úr eymd sinni og fátækt og skuili una þeim kjörum um ó- fyrirsjáandega framtíð að vera lægri mannflokkur og þjónustu- lið hinna fullkomnu Evrópubúa. Þegar ArabaþjóÖirrrar eru svo aö reyna að rísa upp úr eymdinni undir forustu sterks leiðtoga eins og Nassers, þá hneyklsast Ervrópubúar, hvíldk- ur giski. Hvað eru þessir ræflar að vilja upp á dekk? Það er nú meir; frekjan þetta. Maður minnist þessa sjónarmiös tid dæmis á sínum tíma, þegar Nasser steig það skref að þjóð- nýta Súez-skurðinn. Hvílík dæmalaus frekja var það ekki áldtin, og það af þjóð sem ekki var talin hafa neina þekkingu eða hæfileika til að reka skurð- inn og lóssa skip í gegnum hann. Það var útilokaö að nokkrir aðrir en yfirmannlegir evrópskir lóssar gætu unnið slíkt ábyrgðarstarf. /~|g þegar minnzt er á Súez- ^ skuröinn kemur einnig annað afl inn í, og þaö eru hinir voldugu fjárhagsmunir vestrænu auðfélaganna. Meö þjóðnýtingu Súez-skuröarins og meö við- ieitni til að iosa Egyptaland út úr vestrænni verzlunareinokun rakst Nasser harkalega á hags- muni hins vestræna stórfjár- magns, og sennidega hefur það ráðið meira en nokkuð annað hinni fjandsamlegu afstöðu vestrænna blaða tid hans. Það opinberar um leiö einn versta vankantinn á vestrænni stór- blaöamennsku, hættudegustu hlekkina, sem glamrar I, innan þess hugtaks sem við köllum prentfrelsi, og það er hve háð biaðaútgáfan er hinum voldugu auðfélögum. ÞaÖ er ekkj nóg með það, að „pressan“ eins og það er kallað hafi mikilla hags- muna að gæta vegna heilsíðu- auglýsinga auðfélaganna, heldur er hún einnig bundin þeim gegnum hlutafjáryfirráð yfir blöðunum. Vegna þes-sa skortir mjög á þaö, að vestræn blaða- útgáfufyrirtæki gegni frum- skyldu sdnni gagnvart aimenn- ingi aö hadda uppi eðlilegri þjóðfélagsgagnrýni. Á þvi sviði er vestræn blaðamennska enn á tiltölulega lágu stigi. Hún er meira dýröaróður um sjálfsagða hluti, hrafl af yfirborði og ber með sér sifellt viljaleysi og vöntun á að skyggnast dýpra. í fáu hefur þetta verið meira áberandi en í viöhorfinu gegn Nasser. Hinn sífelldi haturs- áróður gegn honum hefur m. a. byggzt á vidjaleysi til aö setja sig inn í hlutina, vöntim á að skilja Arabaheiminn og hvaða hlutverki Nasser hefur gegpt oi honum. Hann hefur til dæmis oft- sinnis verið sakaður um land- vinningastefnu og þar má vissu- lega benda á tilraunir hans til að sameina Egyptaland og Sýr- land sem varö upphaf hins svo- kallaða Sameinaöa Arabalýðveld is. Og sama gildir um tilraun hans til að ná undir sig ríkinu Jemen á Arabíu-skaga, en þang- að sendi hann m. a. egypzkt her- lið. En ásakanir hans um land- vinningastefnu í þessum málum hafa byggzt á algeru þekkingar- leysi. Menn hafa lokað augun- um fyrir því, að þrátt fyrir sundrungu Araba„þjóðanna“ eru þeir undir niðri að miklu leyti sem ein þjóð. Það er þvd ekki rétt að líta á siíkar aðgerð- ir sem landvinningastefnu, held ur verður aö skoða þær sem innbyrðis þjóðfélagsátök. Þetta var til dæmis mjög sláandj í ■i ’ !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.