Vísir


Vísir - 27.10.1970, Qupperneq 9

Vísir - 27.10.1970, Qupperneq 9
V í SIR . Þriðjudagur 27. október 1970, 9 Undirskrift sanminganna í sumar. — Með samkomulaginu var gert ráð fyrir fullri vísitölubót á kaup, þannig að hver verð' hækkun hefur leitt til kauphækkunar. I EINBJORN..." Verðbólgan hefur vaxið meira i ár en i fyrra, en þá áfti Island, Evrópuíhet' Veröstöðvun er nú efst á baugi, Flestir hafa lýst sig fylgj- andi verðstöðvun í einhverri mynd, og fáir mótmælt henni. Fólk er langþreytt á sífelldum verðhækkunum, sem engan enda taka, og vissulega væri einfaldara að Iifa, ef reikna mætti með nokkurn veginn stöðugu verðlagi. Island er eitt mesta verðbólguland veraldar og hefur lengi verið. '.’ið áttum Evrópumet í fyrra. Þau ríki sem eru okkur „fremri“ um verðbólgu eru helzt í Suður-Ameríku eða stríðs- hrjáð ríki eins og Víetnam. Með verðbólgunni hefur gildi hverrar krónu sífellt minnkað, og það er eins og talað værl frá annarri stjörnu, þegar við heyrum, að fyrir nokkr- um tugum ára hafi verið barizt um, hvort tímakaup ætti að vera 80 eða 90 aurar. Samið um vítahring. Kjarasamningarnir í vor fólu einnig beinlínis í sér verðbólgu þróun, eins og allir vissu. Á- kveöið var. að hækkun vísitölu framfærslukostnaðar skyldi bætt að ful'lu meö uppbótum á kaup. Vitað var, að framleiðend ur teldu sig þurfa hækkun verð- lags vegna kauphækkananna. Sú hækkun var því afleiðing hækk- aðs kaups, og síðan hækkaði kaupið 1. sept. vegna þeirra verðhækkana, sem orðnar voru. Þar meö var myndaður sá vítahringur kaup- og verö- hækkana, sem allir höfðu séð fyrir. Óstöðugt verðlag veldur 'kröfum um vísitölu- bætur. Ríkisstjórnin haföi bcðið upp á gengishækkun, sem hún taldi, að mundi geta leitt tii lækkandi verðlags, sem hefði fært laun- þegum kjarabætur. Jafnframt hefði kaup veriö hækkað tals- vert, en eitthvað minna en gert var. Bæði launþegar og vinnu- veitendur höfnuðu þegar í stað þessum tiliögum. Æskilegast væri fyrir þjóðar búið, að unnt væri að semja um ákveönar grunnkaupshækkanir til ákveðins tíma og ekki þyrfti að greiða verðbætur á kaupið á þeim tíma. Við næstu kjara- samninga mundu Iaunþegar meta. hver væri kaupmáttur launa þeirra, og hvað atvinnu- vegirnir gætu þolað mikla kaup hækkun, eins og komið væri. Þetta væri hægt, ef ekki kæmi til óútreiknanleg veröbólguþró- un i landinu. Vegna óvissunn- ar um veröhækkanir, hafa laun þegar talið þörf að krefjast vísi tölubóta á kaup, sem greiddar eru á þriggja mánaða fresfi. Vinnuveitendur telja sig síöan jafnan þurfa að hækka vöru sína vegna aukins tilkostnaðar. 13,2% verðbólga 1969. Undanfarinn áratug hefur verðbólga á Islandi yfirieitt num ið yfir 10% á ári. I fyrra hækk- aði vísitala framfærslukostnaðar sem er helzti mælikvarði, sem notaður er á verðhækkanir, um 13,2% frá 1. febrúar 1969 til 1. febrúar 1970. Vísitalan var í ársbyrjun 1969 komin I 250 stig. það er að segja verðlagið hafi 2,5 faldazt síðan 1960 (þeg ar vísitalan var 100). Á þessu ári hefur vísitaian hækkað úr 283 stigum 1. febrú- ar f 304 stig 1. ágúst, en það eru síðustu opinberu tölumar. Verðbólgan hefur því í ár ver ið 21 stig, sem er hið sama og var árið 1969, þegar ísland átti „Evrópumet". 1969 hafði vísital an hækkað úr 250 stigum f árs byrjun f 271 stig 1. ágúst. Auk þess blasir við, að verðhækk- anir siðan 1. ágúst hafi í ár ver ið meiri en á þeim tima í fyrra. Kaup mundi hækka um 5—6% 1. desetnber vegna verðbólgunn ar síðan 1. ágúst og sú kaup- hækkun færi aftur í verðlagið ef eklti yrði að gert. Verðbólgan undanfárinn áratug mun hafa ver ið 5% 1961, 11% 1962, 13% 1963, 19% 1964 7% 1965, tæp 11% 1966, aðeins rúm 4% 1967, og síðan 13% 1968, ef miðað er við ársmeðaltöl þessara ára, og á þessu tímabili 2,5 faldaðist verðlagið, eins og áður er sagt. Hækkanir samþykktar einróma í verðlags- nefnd. Það gefur nokkuð góða hug- mynd um verðbólguþróunina að athuga sumar -af afgreiðslum verðlagsnefndar frá maí til júlJ loka i ár, en þar kemur ekki inn í hin gífurlega hækkun á verðlagi landbúnaðarvara, sem heyrir beint undir framleiðslu- ráð landbúnaðarins. Verölags- nefnd samþykkti allar þessar hækkanir einróma nema álagn ingarhækkun. Hinn 4. júnf er saltfiskur hækkaður úr 46 kr. í 54 kr hvert kíió Meginhluti hækkunar innar er vegna hækkaðs fisk- verðs til útgerðarinnar. eða 6 af bessum 8 krónum en 2 kr vegna hækkaðs verzlunarkostn- aðar og álagningar. 25. júní er heimiluð 20% hækkun vöruflutninga með bif reiðum, þar af ca. 6,5% vegna beinna launahækkana, 6% vegna varahluta og viögerða og 5% vegna hækkaðs þungaskatts. 7. júlí er heimiluð 12,1% hækk un verzlunarálagningar, sem stafar af launahækkunum, sem kemur síðan fram í verðhækk- unum hvarvetna. Samdægurs er leyfö hækkun útseldrar vinnu í byggingariðnaði. Hækkun frá ‘^í.''‘hlh¥Z‘ ef þéssi: Verkamenn 18,6%, rafvírkjar og máiarar 21,3%, múrarar 29,5%, húsa- smiðir 36,3%, pípulagningam. 42,5%. Þennan dag hækka einnig taxt ar leigubifreiða um 7% vegna launa, og nokkrum dögum síð- ar taxtar þvottahúsa um 15%, þar af 13,5% vegna vinnulauna. Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn. 13. júh’ er heimiluð 16,1% hækkun smjörlíkis, þar af rúm lega 2% vegna vinnulauna, en ,að öðru leyti vegna hráefna. Taxtar rakara hækka um 16— 19% vegna hækkaðs kaups. Þá er leyfð 25% hækkun á uppskipun, þar af 17.5% vegna launahækkana, og 16—34% hækkun flutningsgjalda. Heim- iluð er 3,5% hækkun unninna kjötvara. 28. júlí hækkar verð á brauð um um 8,7—12,9%, þar af vegna vinnulauna milli 5 og 7%. vegna álagningar 0,75— 2,6% og vegna efniskostnaöar 1,8—5%. Taxtar efnalauga hækkaðir um 15% og taxtar smurstöðva hækka um 15%. 30. júlí hækka sölulaun á bensíni um 21,3% vegna hækk- aðs kaups, og bensínveröið hækkar um 4,8% og gasolfa til kyndingar um 11,2% vegna hækkunarinnar, sem orðin var á flutningsgiöldum. Nýr fiskur hækkar um 9—12% og er tæplepa helmingur þeirrar hækkunar vegna hækkunar á P:skverði til útgerðarinnar og hinn helmingurinn vegna hækk- aðrar álagningar. Saltfiskur hækkar um 1.9% vegna álagn- ingar, Þannig toaar Tvfhiörn f Ein- hiörn og Þ>'íhjörn f Tvíbiöm og Fjórbiörn f Þríbiörn, og verð- bólgan vex og vex. —HH tíassra: — Hvort eruð þér fylgj- andi eða andvígur verð- bólgu? Herbert Petersen, matsveinn: Það getur nú enginn verið fylgjandi henni . . . Guðmundur Björnsson, húsa- smiður: Ég hugsa að mér sé eins farið og flestum öðrum, að vera andvígur henni i oröum, en breyta samt ööruvísi. Menn skortir alveg áræðið til að stíga skrefið á móti henni. er örugglega á móti verðbólg- unni. Valdimar Jónsson, verzlunar- maður: Ég skil ekki að nokkur maður geti verið fylgjandi henni. Finnur Guðmundsson, pípu- lagninganemi: Auðvitað er ég andvígur henni, maður. Haílgrímur Hallgrímsson: Ég

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.