Vísir - 03.03.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 03.03.1971, Blaðsíða 7
VÍSIR . MiíYvikudagur 3. marz 1971. cTVIenningarmál Bréf frá Búdapest: Andlit borgarinnar TJ'iln hefur mörg andiit, þessi borg, Búdapest. Tíu sinn- um fólksfleiri en ísland sýnir hún sig' eins og maður vill sjá hana. — Hinn ókunni gestur sem ebkert veit, en viM læra aö þekkja borgina, kynnast henni. Eitt andilit í tvennu lagi, tví- sikipt borg. Öörum megin viö Pljótið Dóná (sem ekki er leng ur „blá, svo blá“ heldur grá og óhrein) Iiggur borgarhhitinn Pest, flatur og fjölmennur, herj ans mikið húsahaf með breið- um og mjóum götum. Hinum megin fljófsins er Búda, hæð- ótti borgarhlutinn, sem vex út í náttúruna. Þaðan er útsýni, ef veðrátta og borgarmökkurinn leyfir, en það er ekki á hverj- um degi. Búdapest varð fyrir gífurleg um skemmdum í styrjöldinni. Rússar og Þjóðverjar börðust hér í sex vikur, og mörgum hverfum var jafnað við jörðu. Gamla hverfið, Búda-megin, hef uir verið endurreist, stein fyrir stein, eins og þaö áður var, hús aftan úr miðöfdum, og svo til hvert þeirra friðlýst. Þegar að er gáð leynast einn ig fallegar byggingar Pest-meg in í borginni sem ékki er öll jafngrá og virðist við fyrstu sýn. Ef gesturinn nennir að hafa fyrir því uppgötvar hann si- fellt ný andlit borgarinnar, t.d. hin' óteljandi kaffihús o-g veit- ingahús sem sífellt eru þétt- setin íog, maturinn er .aldrei vondur, hann er a. m. k. sæmileg ur,' yfifleitt mjög.góöur; en jafn framt ódýr). Hann uppgötvar einnig að ekki er ráölegt að .ferðast um borgina á annatim- um kvölds og morguns því að Lroðningurinn í sporvögnum og ' strætisvögnum er óskaplegur. (Ferðin kostar þrjár krónur hvert sem fariö er.) Hann k'emsf einnig að því, ef hann þarf á hjálp að hailda. að mið- aldra og eldri kvnsLóðin skilur yfirleitt þýzku, e-n yngra fól'k ens-ku. þegar menningarþorsti vakn- ar getur gestur í Búdapest lagt ieið sína á eitthvert a-f hin um mörgu söfnum í borginni. Og ef minningin um hinar dá- samlegu íslenzku sundlaugar verður öbæriileg, lærist honum brát-t að eitt er Ungverjum og ís'lendingum a.m.k. sameigin- legt: svo ti! allir eru syndir. í landinu er gnótt af heitu vatni, allt að 70 stiga heitu á Celsíus, meö mismunandi efna samsetningu svo að flestir kvillar eru sagðir læknanlegir með böðum. Enda er gffurlegur fjöldi af baðhúsum og supd- laugum í Búdapest og hvar- vetna um landið, bæði úti og inni. En hér er ekki s-taðar numið. Gesturinn verður einn- ig, að njóta tyrknesks baðs, hinnar einu jákvæðu endurminn ingar sem sú þjóö lét eftir sig hér f landi eftir langa sögu tyrkneskrar undirokunar. — Tveggja klukkustunda seri- mónía í gufu, þurrum hita. heitu og köldu vatni, nuddi að lokum, skilar honum nýjurn og betri manni. Ætli gesturinn að þessu 1-oknu að fá sér ungverskt gúl'l- as að snæða, fer ekki hjá j>ví að hann undris-t að „ungverskt gú-llas“ er tilreitt með allt öðr- um hætti heima en erlendis. Hér er það nánast kiötsúpa. Ég hygg að það taki jafnlangan tima að læra á matseðilinn og tungumálið sjálft. jþn fólkið i landinu? Alhæfing ar .eru ævinlega hættuleg- . ar og yfirleitt rangar. Ef til vih væri sarnt hægt að ha-lda þvf fram að Ungverjar séu yfirleitt vingjarnlegt og sérlega hjáln- fúst fólk. Þótt það berist ekki á er klæðnaður yfirleitt smekkleg- ur. Pínupilsin hrósa hér enn sigri, ,,midi“ og ,.maxi“ rétt að byrja að breiðast út. Ung- verjar eru menn kátir og miklir lí-fsnautnamenn, en komas-t af með lítið án þess að kvarta og kun-na að fara með glas af góðu vini. En matur er manns ins megin, og sakar ek-ki melt- inguna. ef tatara-hljómsveit Ieik ur undir borðum. Hér njóta menn hinna fræ-gu To'kajer-vína, bezta tegundin er dýr — en hún er bráðið guM í munni. Aftur á móti er jafn- gott að skilja bíli-nn ef-tir heima ef vín er annars vegar, hvort sem heimamaður eða útlending ur á í hliut. Engin miskunn hjá Magnúsi: hver dropi dauðasynd þegar kornið er undir stýri. Einn dómur gengur yfir alla, og ök-uskirteinið gufar upp úr vas anum fyrr en vínandinn úr blóð inu. IJ'vað getur gestur í borginni gert sér Pleira til skemmt- unar? Hvernig væri heimsókn t dýragaröinn? Það er öllum til skemmt-unar, u-ng-um sem gömium, — svo ekki sé minnzt á nýopnað fjöM'eikahús, sagt hið nýtízkule-gasta í álfunni. \ EFTIR STEFAN EDELSTEIN En hvernig er bezt að drepa tímann á kvöldin? Ef veitinga- húsum og dansstöðum er sleppt í bili, er fyrst til að taka í leik húsum og kvikmyndahúsum. En þar hefur mállaus útlendingur ekki erindi sem erfiði, Veröur þvi að leita eftir skemmtun og list sem aíþióðlega tunvu tala, tónlisí óg danslist. En þá veit undirritaður vart hvar hann á að byrja að veita lesandanum nasasjón af þeirri gnótt tón- listar og ballet-ta sem hér er á boðstólum. Að brúöuleikhús- um ónefndum og ógleymdum, en á því sviði skara Ungverjar, ásamt Tékkum, fram úr öörum þjóðum. Tþnn er veriö að hailda upp á af mælti Beethovens. Tönlistar unnendur geta valið um marga tónleikaflokka eða -runur þar sem flutt er tónMst meistarans: aliar sinfóníur, allir strokkvart ettar, allar fiðlu- og knéfiðlusón ötur, allar píanósónötur hans, og enn flleiri tónileika með verk um Beethovens. Frá Búdapest: við hina gráu Dóná. Úr hljómleikasal í Búdapest. Yfirleitt er úr tvennum eöa þrennum, stundum femum tón 1-eikum að velja á dag. Það er reyndar ekkert einsdæ-mi í mil'lj ónaborg. London býður upp á annað eins. En gáum nánar á tónleikaskrána! Þar ,má sjá aö þrjár sinfóníuhljómsveitir leika að staóaldri í Búdapest og halda t.d. þrettán tónileika í febrúar, en þar við bætast a.m. k. tvennir gestahljómleikar. Sin fóniuhljómsveitirnar þrjá eru ríkishljómsveitin. útvarps- og sjónvarpshljómsveitin og Búda pest-sinfónian. en auk þeirra má nefna óperuhljómsveit borg- ■ arinnar og , tvær fuilskipaðar hljómsveitir leikmanna, sem halda 1-2 tónlcika i mánuði. Að siðuS'tu er rétt að nefna hljómsveit tónlisfarháskólans, skipaða nemendum skólans, en hún ber reyndar af flestöllum „nemendahljómsveitum" sem ég þe'kki t-i'l. Og auk hljómsveit artónleika eru auðvitaö á boð- stölum ógrynni af annars kon ar tónlist: pía-nótónleikar, söng skemmtanir, alls konar kamm- ertónlist.... En hvað er á boðstól-um í óperu, óperettu og balletthús- um borgarinnar? Tvö óperuhús ern í fu'llum gan.gi og sýningar flest kvöld. Verdi er efsfur á blaði þessa stundina, 5 Verdi- óperur eru i g'angi, tvær eftir Wagner, 3 eftir Mozart, nokkr- ar innlendar þjóðlegar óperur og margar léttar óperettur. Baill ettinn er tvískiptur. Annars veg ar er klassískur ballett, sem ek'ki þykir neitt stórkostilegur, hins vegar nútímabaHett, ein- stakur i sinni röð. Hér nægir að nefna ballettverkin Spartakus, við tónlist eftir Katschaturian, og Mandaríninn makalausa, tón list eftir Bartökj hvort tveggja meis-taraiegar sýningar. IT'itt er öllu tónleikahald-i og óperuflutningi sameigin- legt hér í landi: verkefnavalið er nær einvörðungu úr klass- ískri, rómantískri og síðróman- tískri tónlist. Tónlist 20. aldar innar heyrist örsjaldan, ef1 f-rá er talinn Béla Bartók, frægasta tónskáld Ungverja, og nokkur önnur tónskáld sem semja verk í þjóðlegum stíl með rætur i innlendri hefð og síðrómantík. Sam.tímatön'1'ist hefur enn ekiki náð áheym tónlistarunnenda. (>neitanlega er þetta etnhæft. En þess er varla að vaanta að bylting eigi sér stað á þeissu sviöi þróunin er hægfara, og ás-tæða þess er pólitís-k, ákvörð un stjórnmálamanna um það hvaða list sé fólki holl og góð. Slík íhlutun er listinni til engr- ar blessunar. Og dæmi PöJlands sýnir að á þessu sviði er ékki heldur óhætt að alhæfa. í því landi blása ferskir vindar í tón listarlífi og hefur ekki þótt hættulegt mannsandanum. Tjrátt fyrir þessa takanörkun er því ekki aö neita að á sviði tónlistaruppeldis er Ung- verjaland forustuland í heimin um. ÞaO væri of löng saga að segja hvemig unnið er að tón- listaruppeldi á ýmsum stigum skólakerfisins í landinu. Einn þátt þess starfs er samt vert að nefna í þetta sinn: hina margvís legu s-kölatón'leika sem ha>ldnir eru að staðaldri. En þeir eru all ir ja-fnframt fjölskyídu-tónileik- ar, enda taliö að þátttaka fbr- öldra auki uppeldisilegt gildi þeirra. Um er að ræða sex tón leikaflokka í áskriftum, tvo fyi ir barnaskó'la, tvo fyrir mennta skóla og tvo fyrir námsfólk á efri skólastigum. Bkki þykir hæfa að aörir en hinir beztu flytjendur annist skólatónleika, hiljómsveitir, einileikarar og söngvarar, og ekkeit til þeirra sparaö. Hér er unnið í þeim anda seim Zoltan Kodály, tón- skáld, þjóðlagasafnari og upp- hafsmaður ungverk's tónlistar- uppeldis, rnótaði: aðeins hið bezta er nógu gott fyrir æsk- una. Ungverjaiandi hefur með þessu móti tekizt að gera draum að veruleika með þrot- lausu starfi 1 umliðmn a'ldar- fjórðung. Æöri tónlist er að verða sameign þjóðarinnar al'lr- ar, ekki lengur séreign fámennr ar yfirstéttar eða „menningarað als“. Þetta hefur áunnizt meö óþreytandi uppeldisstarfi á sviöi tónlistar. Þenrtan sama draum dreymir marga á Vestur löndum, jafnvel í löndunt sem eiga sér rótgróna tónilistarhefð. Þarf því ek'ki að undrast að tónlist'armenn og tónlistarkenh- arar hvaðanæva úr heiminum leggi leið sína til Un.gverjaland-s tiil að læra af starfi og reynslu Ungverja og kynna sér leiðir til að koma á umbótum á þesisu sviði, hver í sirau heima- landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.