Vísir - 03.03.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 03.03.1971, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 3. marz 1971 á 4 fótum" Sprungur mynduðust í veggjum, en umferð dagsins var ekki byrjuð, þegar jarðskjálft- arnir hófust kl. 6 að morgni. 45 manns fórust, þegar ein álma sjúkrahúss hrundi í jarðskjálftunum. — segja hafnfirzk hjón, nýkomin frá jarðskjálftunum i Los Angeles „Sumir héldu að Kalifornía væri að sökkva, þegar þeir vöknuðu við hamfarirnar kl. 6 þennan mánudagsmorgun, — og svo mikil voru lætin, að það var eins og fótunum væri kippt undan manni... maður skall á gölfið!'1 sögðu hafnfirzk hjón, sem voru stödd í Los Angeles, þegar jarSskjálftarnir gengu þar yfir á dögunum, en eru nú nýkomin heim. „^em betur fer var þetta svo snemma morguns, aö starfs dagurinn var ekk; byrjaður og fátt fólk komið á kreik — ann- ars heföu afleiöingamar orðið ægitegri meö tilliti til mann- tjóns,“ sagði Ólafur Sig-urðsson, fiskmatsmaður, þegar blaðam. Vísis hitti hann að máli eftir heimkomuna á hei-mili þeirra hjóna við Kirkjuveg 9 í Hafn- arfirði. „Það var langstærsti kippur- inn, sem gekk yfir þarna fyrst um morguninn," sagði kona hans Eva Jóhannsdóttir. „Okk- ur var seinna sagt, að hann hefði mæizt um 6,5 stig (á Richterkvarða)“. Alls staöar um heim var fylgzt með fréttum frá milljóna- borginni Los Angeles, þar sem lýst var yfir að neyöarástand ríkti vegna jaröskjálfta, sem gengu þar yfir. Milljónir heim- ila voru í hættu. Og neðarlega 1 San Bernando- dalnum inni í Los Angeles voru þau hjónin, Ólafur og Eva, stödd á heimili sonar þeirra, Sigurðar, sem f'luttist þangað fyrir IV2 ári ti'l starfa hiá Ampex-verk- smiðjunum. „Þaö var furðulegur endir á 10 mánaöa dvöl ^>kkar hjá frændfölkinu, og nun seint líða okkur úr minni,“ svgði frú Eva. "0* Hjónin, Eva og Ólafur, nýkomin frá jarðskjálftunum í Los Angeles, iýsa aðstæðunum fyrir blm. Vísis á landabréfi. „Þegar hamagangurinn var sem mestur, þá var manni ekki stætt á fótunum, enda skreið sumt fólk út úr húsum sínum á fjórum fótum,“ sagði Óiafur, þegar hann lýsti fvrir blaða- manni Vísis þessum mánudags- morgni 9. febrúar. „Við höfðum ætlaö okkur að verja deginum til heimsóknar yfir í annan borgarhluta, og þangað fórum við, en þar urðurn við minna vör við þetta. Þó voru Iátiausir kippir alla þrjá dagana. — Þegar leið á daginn heyrð um við f útvarpi, að fólki á sama svæðinu, sem sonur okkar, Sigurður, bjó, var bannað að snúa til he-'mila'sfrfn^.'L-' öllútn var sagt að yfirgefa svæðið.“ Heimili Sigurðar Ólafssoriár liggur f íbúðahverfi f tveggja mílna breiðu og sjö mílna löngu dalverpi, sem er beint niður undan Van Norman-stíflunni. „Sérfræöingar töldu fullvíst, að stfflan þyldi ekki annan slik- an stóran kipp, og þá hefði allt vatm’ð að baki henni flætt vfir þennan borgarhluta," sagði Eva. 11 milljón tonn af vatni hefðu þá ruðzt vfir heimili 80 þúsund man-na. „Þessu fólkj var öilu saman haldið frá heimilum sínum i þrjá daga, og við fengum inni hjá bróöur mfnum, Stefáni Jó- hannssyni," sa-gði Eva. Þau hjónin Eva og Ólaifur eiga margt skyldfölk f Los Angeles. Auk sonar þeirra, Si-gurðar, sem þau dvöldu hjá, býr öldri son- ur þeirra, Jöhann, í Sylmar i norðurjaðri Los Angeles, en þar gætti jarðskjá-lftanna mest. Ste-f án bróðir Evu, sem að ofan var neifndur, er stjúpfaðir Höllu Linker, en filestir fslendingar þekkj-a Linkers-hjónin af af- spurn, þótt en-ginn sjónvarps- þátta þeirra, sem þau hafa getið sér frægð fyrir, hafi sézt enn hér í sjónvarpinu. „Hjá Jó-hanni syni okkar höföu hlaðnir húsagarðar hrunið og innanstokksmunir höfðu færzt úr skorðum, en þau urðu miklu meira vör við kippina en við heima hjá Sigurði, þótt hlutir dvttu þar llka úr hiUum og hamagangurinn væri mikill". sagði Ólafur. Nokkrum húsagötum frá heimili Sigurðar hrundi ein ál-ma f 47 ára göm-lu sjúkrahúsi, og 45 manns fórust undir brakinu, en al-Is týndu 62 manneskjur 1-ffinu í ham-förunum. „Það var sagt, að sumir hinna látnu hefðu andazt af hjarta- slagi, og er það ekki að ólíkind- 80 þúsund manns urðu að yfirgefa borgarhlutann, þar sem hjónin bjuggu að stað- aldri á heimili Sigurðar, son- ar síns. um, þvf sumt fölk þama var ákaflega óttaslegið. — Við sá- um m-arga, sem ekki þorðu að leggjast til svefns í húsum sín- um, heldur bjuggu um sig í bíl um. Það vildi vera við öllu búið. Einn og einn sagðist ekki vi-lja dvelja þama d-eginum lengur og talaði um að fara frá öllu sam- an. En við urðum minna vör við ótta fól-ks, vegna þess að við vomm innan um fslenzkar fjöl- skyldur, sem héldu saman, og þar gat enginn fundið óttamörk á fólki. Enda fannst mér alltaf íslendingamir s-kera sig úr með það, aö þeir voru ekki eins hátt stemmdir og annað fólk sem varð á vegi manns þama“, sagði Ólafur. „Annars 1-iðu þessir þrír jarð- skjálftadagar án þess að snerta okkur neitt sérstaklega. Það fór ágættega um o-kkur hjá þvf fólki, sem við vorum hjá, og menn vissu varla af tímanum — En þegar við máttum snúa aftur heim ti-1 Sigurðar, komum Við að hverjum hlut á heimil- inu, eins og við höfðum skilið við það. Lögreglan hafði haft stranga gæzlu á hverfinu, bæði gegn þjófum og til þess að hindra mannaferöir inn á hættu- svæðið. Það var aðdáunarvert, hve góö stjórn var á hlutunum". sögðu þessi hafnfirzku hjón. — GP Guðjón Pálsson, húsasmiður: — Nei, það get ég ekki sagt. Hef hreinlega ekki tíma til þess. Ann ars hefðj ég sjálfsagt verið bú- inn aö bregða mér nokkrum sinn um á skíði eða skauta. Ottó Klásen, kjötiðnaðarmaður: — Nei. Einu íþróttaiðkanir mín ar eru sundsprettir, sem ég tek mér einstaka sinnum í laug unum. — Hafið þér lagt stuntl á einhver konar vetrar- í eturr Ágúst Þorsteinsson, verkstjóri: — Já, það hef ég gert. Ég reyni að stunda fjallgöngur nokkuð reglulega. í vetur hef ég t. d. gengið á Helgafell og Bláfell. Skíðaferðir eru mér Hka nokk uð kærar en ég hef ekki getað komið neinu slíku við það sem af er þessum vetri. Björgvin Halldórsson, sjómaður: — Það má kannski stimpla rjúpnaveiðarnar (sem ég fór f fyrr í vetur fyrir aust-an) undir fjallgöngur, Ég hafði prýðis- góða hreyfingu út úr þeirri för. Svo er ég á því að ég hafj alla jafna næga hreyfingu við vinnu mína. Stefán Hallgrímsson. kennara- skólanemi: — Ég legg stund á frjálsar íþróttir allan ársins hring. I vetur hef ég verið við þær innanhúss. Annars er ég að búa mig undir nám við íþróttakennaraskólann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.