Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 21.04.1971, Blaðsíða 16
,Hvað á svo að gera viB haudritm?' Mikil útgáfustarfsemi á döfinni hjá Handritastofnun Handritin ekki tryggð H „Handritin eru ótryggjanieg. íslenzka ríkið hefur engar trygg ingar, og þegar handritin verða komln í vörzlu Háskóla islands, eru þau geymd hér án nokkurra trygginga annarra en sjálfsá- byrgðar“, sagði Magnús Már Lárusson rektor Háskólans Vísi í morgun. Rektor er forseti Háskólaráðs, og það ráð á að velja 2 menn til að fjalla um afhendingu handrit- anna ásamt 2 mönnum sem Hafn- arháskóli velur. — GG ■ Og hvað á svo að gera við þessi handrit? spurði 7 ára hnokki, sem heyrði tvo menn skeggræða um skinnbækur og skræður, sem Danir væru að senda okkur með herskipi. Að vonum leikur drengnum forvitni á að vita, hvort skinn bækur séu til einhvers nýt- ar, hvort hann verði kannski látinn lesa í þeim í skólan- um, eða hvort þær.verði múr- aðar inn í veggi Handrita- stofnunarinnar. Jónas Kristj- ánsson, forstöðumaður Hand- ritastofnunarinnar, svaraði nokkrum spurningum Vísis (og drenghnokkans). — Hvaö gerir svo Handrita- stofnunin? Verður eitthvað gefið út af handritum á næstunni? „Það er margt á döfinni, já. Það er bezt aö ég nefni það sem ég hef góða von um að komist út á þessu ári. Þá mun fyrst koma út 1. bindi í bóka- flokki, sem kallast mun „Rann- sóknir Handritastofnunar", og veröur þetta fyrsta bindi eft- ir sjálfan mig og heitir „Um Fóstbræðra sögu“. Það verður bókmenntaleg rannsókn á Fóst- bræðrasögu, en ritin I flokkn- um verða ýmist bókmenntalegs, málfræðilegs, eða sagnfræðilegs eðlis. Þá munum við gefa út ljös- prentuð kvæðahandrit Bjama Thoroddsen, og verður sú út- gáfa i framhaldi af þeirri sem þegar er komin út, ljósprentuð kvæðahandrit Jónasar Hall- grimssonar. I 3. lagj býst ég viö að út komi 1» bindi af „Fomum rímum“, og verða i því bindi rímur, sem ekki hafa áður l:om- ið út, en ætlunin er að gefa út allar fomar rímur. 1 4. lagi nefni ég málfræðilegt rit eftir Helga Guðmundsson lektor, og fjallar það um þróun tvítölu og fleirtölu í íslenzku". — 1 hve mörgum eintökum eru fræðirit Handritastofnunar- innar gefin út? „Textaútgáfur, þ. e, prentaöar skýringar við texta, gefum við út í 1500 eintökum. Ljósprent- anir I 1000 eintökum". Nú þegar handritin munu eignast samastað í Árnagarði, getum við ímyndað okkur að þar muni þau liggja um alla eilífð. Hve lengi geta handrit enzt, geymd viö beztu aðstæð- ur? „Það er nú algerlega órann- sakað mál og ekkert hægt um það að segja, en Jón Helgason sagði í kvæði sínu, „í Áma- safni", að allt myndi þetta far- ast að lokum. Sjálfsagt geta þessi handrit verið til f margar aldir, jafnvel árþúsundir, það er eftir að rannsaka það“. — GG Danska sendinefndin stígur um borð í „Vædderen“. Á myndinni eru Thorsen skipherra, Helge Lar- sen menntamálaráöherra, Poul Hartling, utanríkis ráðherra og Karl Skytte forseti Þjóðþingsins. — Sendinefndin fór milli skipa, slysalaust, því að efri þiljurnar á „AIbert“ féllu að neðri þiljum „Vædderens“. VEIZLUGLEÐI ÍSLEND- INGA HEFUR DAPRAZT Réttunum i viðhafnarveizlum hefur fækkað úr 9 i 4 á 60 árum % „Handritaveizlan“, sem ríkistjórnin efnir til að Hótel Borg í kvöld fyrir um 250 innlenda og erlenda gesti ber ólíkt látlausara yfirbragð en við- hafnarveizlurnar fyrir sextíu og níutíu árum. — Eftirvæntingin, skálaræður, orðskrúð og veizlu- gleði er samt eflaust hin sama. Það er matseðillinn, sem hefur breytzt mest. Réttunum hefur fækkað úr níu í fjóra, þegar samanburðúr er gerður á matseðli veizlunnar í kvöld og kvöldveizlna um síðustu aldamót. Hins ber að gæta að þótt réttunum hafi fækkað hefur magnið aukizt. Ráðherra íslands bauð til veizlu hinn 21. mái 1910. Mat- seðillinn var svohljóðandi: Halastjörnusúpa, svo kom fylgi- réttur, sem var eggjahræra og kúlusveppir, þá kom dúfusteik sem milliréttur, næsf var aðal- rétturinn lambasteik með 'dýra- ídýfu og sleikjugrösum, þá voru rjúpur aukakjötréttur, sem mun hafa verið óvenjul. og veizl an þvl verið fín, ostastengur komu næst á matseölinum, sem fyllingarréttur, síðan ís, annar ábætir og loks lauk veizlunni með kaffi. Algengast var í þá daga samkvæmt dönsku hefð- inni að hafa tvo kjötrétti og tvo ábætisrétti á matseölinum og þótti enginn of góður til þess að innbyrða þetta allt saman. í „venjulegri“ kvöldveizlu, sem landshqfðingjafrúin Olufa Finsen hélt skömmu eftir 1880 fyrir foringja af franska her- skipinu Pandora og íslenzka embættismenn var matseöillinn þessi: Spergilsúpa, fiskitartalett- ur, sveppir, hænsnasteik með humarídýfu, nautatunga og síld með grænum baunum og makka róni, karamellubúðingur, lambasteik með salati, sultuð- um lauk og pickles, vínarkaka og terta, konfekt, fíkjur og döðlur. Meö réttunum var drukk ið rauðvín, tvær tegundir af madeira, púrtvín og kampavín. Frú Finsen gat þess I bréfi til föður síns að veizlan hefði geng- ið ágætlega. Var það furða? Og matseðilinn fyrir veizluna í kvöld geta lesendur séð á bls. 4. — ÞB/SB „Með sumargjöf að íslenzkum sið" — segir Jens Otto Krag i morgunsiglingunni „Það er siður á Islandi að gefa sumargjöf, er það ekki?” spuröi Jens Otto Krag fyrrverandi for- sætisráðherra Danmerkur um borð í varðskipinu „Albert“ í morgun á ieið til móts við „Vædderen". „Jú, það er víst,“ svaraði Aksel Larsen þingmaður „Það er >á ekki hægt að segja, að við komum tómhentrr núna,“ sagði Krag. Klukkan hálftíu I morgun sigldi varðskipið „Albert" með sendi- nefnd dönsku stjórnarinnar og þjóðþingsins út á ytri höfnina, þar sem danska eftirlitsskipið „Vædd- eren“ var að varpa akkerum eftir siglinguna milli Danmerkur og Islands, Á ytri höfninni var Vika varðskipið „Ægir“, serr) hafði fylgt hinu danska skipi síðasta spöl- inn. Það var bjart í veðri og sólskin en samt dálítið kalt og Dönunum fannst ekki sumarlegt að sjá Esj- una gráa niður f miöjar hlíðar. Flestir gestanna héldu sig f brúnni á „Albert", nema Poul Harling ut- anríkisráðherra, sem stóð uppi á þiljnm og tók myndir í allar áttir, og svo þeir J. Ó. Krag og Aksel Larsen. Þegar „Albert“ lagði upp aö „Vædderen" var tekið á móti sendinefndinni með viðhöfn, blásið K pípur og heilsað með „honör“. „Þetta var afbragðs morgunsigl- ing,“ sagði Helge Larsen, kennslu- málaráðherra um leið og harni fór frá borði. Nokkra stund lágu skipin sam- sfða, og það var næstum eins og hver einasti maður um borð í báðum skipunum væri önnum kafinn við að taka ljósmyndir. Einn fslenzkur farþegi hafði verið með „Vædderen" frá Kaup- mannaihöfn, Gunnar Björnsson, ræðismaður. Hann lét hið bezta af ferðinni. „Veðrið var samt afleitt tvo fyrstu dagana,“ sagði hann, „en við létum það ekki á okkur fá. a.m.k. ekki Mogensen, ráðuneytis- stjóri, sem gætti handritanna. Það var enginn sjóveikur, nema kannski sumir sjóliðanna." — JH Handritin koma í % smáskömmtum Fulltrúar Islands og Danmerkur velja handritin „Vædderen“, danska herskip- ið sem I morgun lagði að bryggju í Reykjavík með þá tvo höfuðgimsteina íslenzku hand- ritanna, sem danskir senda okk- ur, Flateyjarbók og Konungsbók á kannski eftir að koma fleiri ferðir til ísiands með handrit. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Handritastofnunar íslands, tjáði Vísi í gær, að enn væri ekki afráðið, hvernig handrit þau sem hingað verða send, verða flutt, „en ég reikna með að þau verðj flutt, „en ég reikna með að þau verði flutt sjóleiðis", sagði Jónas, „og í smáskömmtum. Það væri líka prýðilegt, því að í Árnasafni eiga þeir eftir að vinna mikið starf við að Ijósmynda, þannig að við gæt- um þá fengið þau handrit jafnóð- um, sem þeir afgreiddu frá sér. Það er nú annars ekkert ákveðið enn með hvernig verður um hand- ritin búið á leiðinni". Mikið starf er eftir að vinna, þegar aihending- amefndin sezt á rökstóla og fjall- ar um, hvaða handrit eiga að koma hingaö. Um það getur orðið á- greiningur, og nefndina munu skipa menn sem Háskóli íslands velur og Hafnarháskóli af hálfu Dana. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.