Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 3
▼ 1 S I R . Mánuðagur 26. aprfl I97i. 1 MORGUN UTLÖNDf MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND É MORGUN ÚTLONÖ Varð að hætta geimferðinni vegna veikinda eins geimfarans? Einn sovézku geimfaranna tilkynnti fyrir lendingu, að hann vær* sjúkur. Það var nýliðinn meðal þremenn- inganna, sem kvaðst hafa höfuðverk og svima. Marg- „Vil fara til Kína áður en ég dey" — er haft eftir Nixon - Mao vill bjóða honum hein Íj , MaoTse Tung sagði fyrir fjór- um mánuðum, að hann vildi gjaman bjóða Nixon Bandaríkja forseta til Kína, hvort sem væri sem forseta eða sem ferðamanni. Þetta kemur fram í viðtali, sem bandaríski rithöfundurinn Edg- ar Snow hefur tekið við Mao og birtist í seinasta hefti tíma- ritsins Life. Snow hefur verið góður vin- ur Maos formanns í 35 ár. Hann segir, að Mao hafi leyft, að hluti af ummselum hans verði birtur en þó ekki sem orðrétt viðtal. Mao sagði, að kínverska utan- ríkisráðuneytið hefði ráðagerðir um að bjóða til Kína ýmsum Bandaríkjamönnum með mis- mimandi stjórnmálaskoðanir. — Kínverjar villdu einnig bjóða heim hægri mönnum eins og Nixon, þar sem ekki væri unnt að leysa vandamálin milli ríkj- anna án Nixons. Snow hefur það eftir Mao, að ekki þurfi að vera neins konar hleypidðmar milili ríkjanna. Vandamá'Iin eigi að leysa með gagnkvæmri virðingu. í þessu hefti Life segir stjóm- málasérfræðingur 1 grein, að hann telji, að Nixon muni fýsa að heimsækja Kína. ,,Ef það er eitthvað, sem mig langar mikið ti'l að gera, áður en ég dey, þá er það að ferðast til Kína,“ er haift eftir Nixon í greininni. ,,Ef ég get ekki sjálfur farið þangað, þá vil ég að börn mín eigi þessílJ kost,“ á Nixon að hafa sagt. Nixon sagöi á blaðamanna- fundi fyrir níu dögum, að hann vonaðist til þess, að dætur háiis ættu kost á að ferðast til Kín- verska alþýðulýðveldisins innan skamms. Hann vildi ekkert segja í það sinn um möguleikana á feröalagi hans sjálfs til Kína- ir telja, að þessi geimferð hafi staðið svo stutt vegna þessara veikinda og geim- fararnir hafi ekki getað skilað því verki, sem þeim var ætlað. Sovézkir geimvísindamenn hafa viðurkennt, að margt bíði enn næstu geimferðar. Hins vegar var sagt I tnorgun, að Sovétmenn hygðu á fleiri geimferðir og tengingar við mannlausa geimfarið Saljut-1. Þetta var tilkynnt skömmu eftir að Soj- us-10 lenti í gærkvöldi. Sovézka fréttastofan TASS seg- ir, að för Sojusar-10 hafi verið þáttur í tilraunum með mannlausa geimfarið. Margir athugendur álíta, að þetta bendi til þess, að þeim til- raunum hafi ekki lokið með lend- ingu Sojusar-10. Enn er ekki komið á daginn, hversu mikilvægt hlutverk mann- lausa geimfarisins Saljut-1 er í sam bandi viö ráðagerðirnar um að setja rannsóknarstöð út I geiminn. Þaö er aðalmarkmið Sovétmanna í geim rannsóknum. Umsjón. Hauknr Helgason: Yfirleitt hefur það verið þannig í Austurríki, að hægri flokkur- inn hefur mestu ráðið í ríkis- stjóm en jafnaðarmaður verið forseti. Nú er Bmno Krisky (mynd) fsrsætisráðherra og flokksbróðir hans var endurkjör- inn forseti í gær. Jafnaðarmaðurmn Jonas endurkjörinn forseti Austurríkis Jafnaðarmaðurinn Franz Jonas, 73 ára, var í gær endurkjörinn for- seti Austurríkis til sex ára. Jonas fékk 52,8 af hundraði at- kvæða, en andstæðingur hans fram- bjóðandi hægri manna fékk 47,2%. í Austurríki eru menn skuldbundn- ir til að kjósa og er hægt að dæma þá í sektir, ef þeir gera það ekki. Kosningaþátttaka var líka alls stað- ar vfir 90%. Jonas var kjörinn forseti árið 1965. Allir forsetar Austurríkis frá stríðslokum hafa verið úr flokki jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn eru nú í stjórn í Austurríki eftir seinustu þingkosn- ingar. Úrslitin í forsetakosningun- um eru talin munu styrkja stjórn jafnaðarmanna. ÞEGAR BÍLA|tNIR ERU BANNAÐIR ... Það verður sífellt algeng- ara í stórborgium erlendis, að bílaumferð sé bönnuð í miðborgum einhvern tíma, Þessi mynd er frá New York, og einn borgarbúinn hefur notað tækifærið og lagzt til svefns á miðri götunni. Vinstrl jafnaðarmanninum Steffen mistókst að auka áhrif sín í þýzkum stjómmálum, þegar kristilegi flokkurinn fékk í gær hreinan meirihluta í fylkiskosningum í Schleswig-Holstein, — Steffen vlll rúttækari stefnu en Willy Brandt, og þeir eru ekki alltaf jafn brosmildir saman og hér á myndinni. <$,___ Frjálslyndir þurrkuðust út í Schleswig-Holstein Kristilegir unnu meirihluta — Ósigur Brandt- stjórnarjnnar Kristilegir demókratar sigr uðu í fylkinu Schleswig- Holstein eftir einhverja lengstu og hörðustu kosn- ingabaráttu í sögu Vestur- Þýzkalands. Þeir unnu hreinan meirihluta og fengu 51,7 af hundraði at- kvæða og 40 af 73 þing- mönnum kjörna. f síðustu kosningum höfðu þeir haft 46%. Kristilegum demó- krötum vegnar nú vel í kosningum, en þeir eru í andstöðu við ríkisstjórn Willy Brandts. Flokkur kristilegra demókrata vann einnig hreinan meiri- hluta í kosningum í fylk- inu Rheinland-Pfalz. Kosningarnar í gær voru ósigur stjórnarflokkanna, einkum vegna þess að frjálslyndir náðu ekki fimm af hundraði •'tkvæðanna og þurrk- uðust því út af fylkisþinginu. Jafn- aðarmenn juku hins vegar fylgi sitt úr 39,4% í 41,2% og fengu 32 kjörna í stað 30. Þessir tveir flokk- ar eiga aðild að ríkisstjórn V-Þýzka lands. Nýnasistar fengu engan mann kjörinn, en danski minnihlutinn í Suður-Slésvík bauð fram og fékk einn fulltrúa kjörinn á fylkisþingið. Kristilegir demókratar hafa ráð- ið mestu í fylkinu f 20 ár, þótt þeir hafi ekki haft hreinan meirihluta. Frjálslyndir höfðu unnið með kristi legum í þessu fylki, þótt þeir vinni með jafnaðarmönnum á sambands- þinginu í Bonn. Vinstri jafnaðarmaður, Joachim Steffen, er valdamikill meðal jafn- aðarmanna í fvlkinu. Kristilegir beindu því baráttu sinni fyrst og fremst aö því að hindra, að völd hans ykjust í þýzkum stjórnmál- um. Steffen hafði hins vegar von- azt til að fá friálslynda til að mynda stjórn með sér eftir kosn- ingarnar, en þær vonir brugðust með því að friálslynd'r þurrkuðust út. Þvert á móti hafa kristilegir náð til margra fyrrverandi kjósenda friá1slyndra. Walter Scheel utanríkisráðherra og formaður frjálslynda fiokksins segir, að úrslitin muni engu skipta fyrir rfkisstjórnina. Kristilegir demókratar segja h!”s vegar, að með kosningunum hafi fólk hafnað vinstri stefnu jafnað- armanna. Kristilegir séu að vinna almenning til fylgis við sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.