Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Mánudagur 26. apríl 1971 Höíðu mestar áhyggjur aí landsleiknum við Island Ræft við Jörund Þorsteinsson, knattspyrnudómara Á undanfömum árum hef- ur norska knattspymusam bandið boðið einum íslenzk um knattspymudómara að taka þátt í hinni árlegu ráð stefnu, sem það efnir til fyrir lands- og milliríkja- dómara sína. Að þessu sinni sat Jörundur Þor- steinsson ráðstefnuna fyr- ir hönd hérlendra dómara og var hann nýkominn heim úr þeirri ferð, er við hittum hann að máli og inntum eftir þvi helzta, sem gerðist og hvaða til- gangi slíkar ráðstefnur þjónuðu. Sagði hann að þessi þriggja daga ráðstefna, en hún. var haldin í Leangkollen við Ösló, væri hald- tíl upprifjunar, samræmingar og þoiprófunar fyrft' norska dómara, en jafnframt væri einum manni ‘boði frá hverju hinna Norðurland- anna tii að fylgjast með. Ekki. þekktust þó allir boðið, til dæmis komu hvórki Danir né Firinar til ráðstefnunnar i ár. Hve margir norskir dómarar voru mættir þarna? Samtals 30 og var þeim skipt í 6 starfshópa. Þar var einnig kominn fulltrúi frá UEFA, þýzki dómarinn Treiohel, en hann hefur á slnum snærum, Beneluxlöndin og Norðurlöndin, utan Islands, hvað dómaramál snertir á vegum UEFA. Hvemig var ráðstefnunni hagað? Hver dagur hófst með leikfimi, síðan voru ýmist fluttir fyrirlestr- ar, farið yfir leikreglur, bæði munn- og verklega. Einnig var hver og einn einasti norsku dómaranna kallaður fyrir eftirlitsnefndir, sem skipuð vat* fýrrveraridi milliríkja- dómurum, og beðinn aö rökstyðja ýmsa dóma sfna frá liðnu leiktima- bili, sem umboðsenn nefndarinnar út um land, höfðu sett á skýrslur og vildu fá gleggri skýringar á. Teldi eftirlitsnefndin að dómafinn hefði gert skyssu, var hann beð- inn að gæra þess að endurtaka hana ekkj í framtiðinni. Með öðrum orðum að dæma eins og eftirlits- nefndin áleit rétt við umræddum brotum. Var þrekprófiö strangt? Nokkuð. Menn þurftu að hlaupa 100 metra I einum spretti og síðan 4x25 metra og 1500 metra. Fyrir. árangurinn i þessum greinum vrou gefin stig og þurfti vissan saman- lagðan fjölda til að standast raun- ina. Ég spurði sérstaklega um það á eftir hvort allir hefðu náð til- skildum árangri, og reyndist svo vera. Stæðust þeir ekki prófið, misstu þeir millirikja- og lands- dómararéttindi sín. íV En hvað um túlkunaratriðin? Hver starfshópur fékk 6 spurn- ingar til úrlausnar og átti hver hópur að koma sér saman um svörin. Að þvi loknu hafði einn orð fyrir hópnum og greindi frá niðurstöðum. Væru þær rangar.. fékk hann þegar leiðréttingu, sem hann og félagar hans voru beðnir að leggja vel á minnið. Aðferð sem þessa tel ég mjög til gagns fyrir dómara og það hreif mig hvað þetta atriði fór fram í mikillj vin- semd, þótt svörin væru oft mjög mismunandi. Eitt dæmi: Já, dómari tekur eftir því, er hann fer að huga að ástandi vall- arins, að þversláin er ekki nema 7 sm. á breidd, en marksúlur hins vegar 10 sm. Hann aflýsti leiknum. Var það rétt? Við þessari spumingu komu mismunandi svör. Suijiir töldu dómarann breyta rétt, en aðrir sögðust láta leikinn fara fram, og myndu taka þetta mis- ræmi, á marksúlum og markás, fram í skýrslu sinnj um leikinn. Hvert var svo rétta svarið? Eigum við ekki að leyfa dómur- um okkar að spreyta sig á að svara þessu hvern fyrir sig, og minnast öriítið á Treichel, hinn þýzka Hann flutti mjög ánægjulegan fyririestur um starfsemi UEFA, og greindi frá því, að hinir fimmj stjómamienn sambandsins skiptu svæði þess á milli sin til umsjónar. T.d. sagðist hann hafa, eins og áður er getið Beneluxlönd og Norð-, urlönd, nema Island, sem Eng- lendingur sæi um; Einnig vár okk- ur kynnt hin tekniska hlið norska sambandsins og störf nefndar þeirra sem annast þá hlið mál- anna, en þau eru mjög umfangs- mikil. Norðmenn vinna mikið til eflingar knattspymufþróttinni meðal barna og unglinga og eru nýlega komnar út bækur til leið- beiningar fyrir unglingaþjálfara og fyrirliða, svo eitthvað sé nefnt. Var ekki lögð mikil áherzla á verklegar leiðbeiningar? Jú, og þær fóm fram úti á knatt- spymuvellinum, þar sem ýmis brot voru sýnd og tekin til meðferðar frá lagalegu hliðinni. Til samræm- ingar vom dómarar beðnir að geyma niðurstöður um refsingu við tilteknum brotum sér vel I minni, og beita þeim þeim í starfi, á sama máta. Var ekki rætt um framkomu dómarans á leikvelli? Um það atriði spunnust miklar umræður og hinir norsku leiðbein- endur tðldu þaö skipta mjög miklu máli hverriig dómari- framkvæmdi störf sín Röggsemi, en kurteisi, áttu að vera hans aðalsmerki, að þeirra áliti. Ekki að reka fingurinn upp.að nefi þess leikmanns, sem refsa á, hvert heldur það er á- minning, viðvörun eða brottvikn- ing af leikvelli, heldur ávarpa h'ann eins og mann. Einnig var það talið mjög áriðandi að dómari gæfi mjög skýr merki.á hvort liðið verið væri að dæma og hvort um óbeina eða beina aukaspymu væri að ræða. Gerðu menn sér eitthvað til gamans á ráðstefnunni? Þótt knattspymudómarar gegni alvarlegu hlutverki á vellinum, eru innan um og saman við gamansam- ir náungar eins og þarna sannað- ist! Einn leiðtoganna spilaði á píanó og annar. sem kallaður var ouilmunnurinn söng hástöfum með, og fór öllú frjálslegar með sönglögin en knattspymulögin, að mér heyrðist. Og svo hópuðust menn saman og sögðu „laxasögur" af dómarastörfum sínum og fleiru, sem hent hefur þá í afskiptum af knattspyrnu’iþróttinni, en ég vil samt taka það fram, að slíkt höfðu menn ekki í frammi fyrr en önnum dagsins var lokið. Gaztu nokkuð kynnt þér fram- kvæmd dómaramála í Noregi eða hlerað hvaða vandamál þeir eiga við að glíma? Hjá sambandinu starfa 1500 dómarar, sem skiptast í þrjú stig líkt og hér. Ef dómar; vfll fá stig- hækkun, verður hann að standast þolpróf svo og hæfnispróf. 1 1. deild er raðað á leiki fyrirfram og er það gert í Ósló, en á aðra leiki raða viðkomandi svæðisráö. Þrátt fyrir nokkra erfiðleika með að hafa nægilega marga dómara, gera þeir mjög miklar kröfur tii stund- vísi dóniaranna og hæfni og láta þá vikja, standi þeir sig ekki í starfi. Eru norskir dómarar launaðir? Landsdómarar fá einhverja greiðslu og fríar ferðir, leiðeinend- umir, sem allt em gamlir dómar- ar, komnir yfir fimmtugt, þurfa frekar að borga með sér en hitt. Þrátt fyrir það eru þeir nægilega þama t.d. 68 ára gamall, og í fullu fjöri. En að Iokum. Hvað er svo ann- að að frétta af knattspymumálum frænda okkar? Það, sem að veldur þeim mestu ábyggjum, er minnkandi aðsókn að leikjum. Menn vilja heldur sitja heima og horfa á sjónvarpið. Fjár- hagsörðugleikar em þar af leið- andi famir að gera vart við sig hjá hreyfingunni. en mestar áhyggjur virtust þeir þó hafa af landsleikn- um við ísland, sem fram á að fara í Bergen 27. maS n.k. og reypdu þeir mikið að forvitnast um getu okkar manna núna, en ég reýndi að hliöra mér sem mest hjá þvi að svara þar nokkm, svona innan ramma kurteisinnar. — ecnm.^ Hinn efnilegi miðherji Ármanns, Siguröur Leifsson, í baráttu viö Þróttara. n jr ir Armenningar Þrótt 3-1! Annar leikur Reykjavíkurmóts- ins var háöur á sunnudaginn og léku þá Ármann og Þróttur. Ár- menningar í hinum nýja búning sínum, sem Lundúnaliöið C. Pai- ace hefur gert frægan — voru sterkari aöilinn í þessari viðureign og sigruöu veröskuldað 3—1. Áreiðanlegt er, að Ármann verður eitt bezta liöa 2. deíldar í sumar. Þeir byrjuðu vel í þessum leik og fljótlega tókst eldsnöggum miðherja þeirra, Sigurði Leifssyni, að skora tvö mörk — og þegar 15 mín. voru tii leiksloka skoraði . þessi ungi Reykvíkingur þriðja mark sitt í leiknum. Hann átti þvi öðrum fremur þátt I hinum ágæta sigri Ármanns og verður gaman að fylgjast með honum í sumar — hann er áreiðanlega einn fljótasti leikmaðurinn í íslenzkri knatt- spymu. Eina mark Þróttar í leiknum var sjálfsmark Ármenninga. þegar 25 mín. voru af fyrri hálfleik Liðið var mjög sundurlaust og vörnin galopin og með smáheppni hefði Ármann vel getað skoraö nokkur mörk tii viðbótar. En Þróttur á áfsökun — þrjá af beztu mönnum liðsins vantaði, þá Hauk, Ómar og Halldór Bragason. ws ^;\ ^ K-- Teikningar af nokkrum dómurunum á ráðstefnunni. Jörundur Þorsteinsson er neöst til vinstri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.