Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 4
V 1 S I R . Miðvikudagur 20. október 1971. I Sagt há opnunarræðum Ólaís Jóhannessonor og bariit fyrir bættum kjörum lág- iaunafólks" — segir Jóhann Hafstein á alfiingi Það er skýr stefna stjórnarinnar, að varnarliðið fari á kjörtímabilinu — sagði forsætisráðherra á alþingi Er Ólafur Jóhannesson ræddi um kjaramál sagði hann m. a., að núverandi ríkisstjórn væri og vildi vera ríkisstjóm hins vinn andi fólks í Iandinu, launþega og framleiðenda til sjávar og sveita. f stað þess styrjaldarástands sem allt of oft hefði ríkt á vinnu markaðinum í tíð fyrrverandi stjómar, leitaði núverandi ríkis- stjóm samvinnu við launþega- samtök og samtök framleiðenda til þess að stuðla að vinnufriði, aukinni hagsæld, meiri fram- ieiðslu jg framleiðni og bættum hag og betra lífi fólksins í land inu. Ríkisstjórnin myndi ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við væri að etja í efnahagsmálum, en halda áfram verðstöðvun, þar til nýjar ráð- stafanir gegn óeðlilegri verðlags þróun hefðu verið gerðar. Forsætisráðherra sagði að naum ast yrði hjá þvf komizt, að fyrir- hugaðra kjarabóta gætti eitthvað í verðlagi. Ríkisstjómin hefði lýst því yfir, að hún teldi möguiegt að auka í áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annars lág- launafólks um 20% á næstu 2 ár um. Þá hefði kaupgjaldsvísitalan verið leiðrétt um þau 1,3 vísitölu stig, sem felM voru niður með verð stöðvunarlögunum og nefnd væri að vinna að styttingu vinnutímans og lengingu orlofs. Ennfremur hefði söiluskattur ver ið felldur niður af nokkrum nauð- synjavörum. Jóhann Hafstein kvað Sjálfstæðis flokkinn halda fast við það sjónar- mið, að bæta þurfi kjör láglauna- stéttanna í þjóðfélaginu, og hafi flokkurinn ótrauður barizt fyrir því og það væri staðreynd, að á hinum miklu uppgangstímum undanfar inna ára hefði afrakstri af þjóðfé- Iagsbúinu verið skipt í réttum hlut- föllum milli stéttanna. En það væri staðreynd, að þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefði öðru fremur lagt áherziu á þáð að bæta kjör lág- launastéttanna, þá hefðu alltaf ein hverjir aðrir verið á ferðinni, sem hafi sagt sem svo: Nú em láglauna stéttirnar búnar að fá sinn hilut, nú ætlurn við að heimta okkar blut, og þannig heföi þetta haldiö áfram stig af stigi. Þá vék Jóhann Hafstein að þeim orðum forsætisráðherra, að stjórnin væri ríkisstjóm hins vinnandi fólks í landinu, launafóíks og framteið- enda, og spurði hvaða fólk væri ekki vinnandi fólk í þessum skiln- ingi. Ekki kvaðst hann hissa á þeirri yfirlýsingu Ólafs Jóhannesson ar, að ríkisstjórnin hygði ekki á gengisfellingu. Enda væm alfir sjóð ir fullir og gjaldeyriseignin færi vaxandi með hverjum degi. Engin ríkisstjóm gripi til gengisfellinga, gengisfellinganna vegna. Ekki sagðist Jóhann Hafstein kannast við að styrjaldarástand hefði ríkt milli fyrrverandi ríkis- stjórnar og launþegasamtakanna, eins og forsætisráðherra hefði sagt. Máli sínu til stuðnings minnti hann t. d. á júní-samkomulagið, sem Bjami Benediktsson beitti sér fvrir og hefði þaö verið talið ein af merk ari sáttargerðum, sem hér hefðu ver ið gerðar miili rikisstjómar og að- iia vinnumarkaðarins. Þá hefði fyrr verandi rikisstjóm sett á fót at- vinnumálanefndir í öllum kjördæm um landsins þegar atvinnuleysið hélt hmreið sína. Hefði það veriö gert í samráði við verkalýðsstéttirn ar, Alþýðusambandið og vinnu- veitendur með góðum árangri. Það hefði því síður en svo rfkt neitt styrjaldarástand. Efnahags- mál 1 efnahagsmálum hyggst ríkis- stjómin m. a. beita sér fyrir eftir- töldum ráðstöfunum: Lækka vexti atvinnuveganna og lengja lánstíma þeirra, hækka endurkaupalán S.eðla bankans og lækka vexti þeirra, lækka eða fella niður ýmis gjöld sem hvíla á framleiðsluatvinnuveg unum, auka rekstrarlán og hækka fiskverð. Þá hyggst ríkisstjórnin koma á fót föstum áætlunarbúskap rfkisins og í því skyni á að stofna Fram- kvæmdastofnun ríkisins, sem hafa skal á hendi heildarstjórn fjárfest- ingarmála og frumkvæði í atvinnu- málum. Ennfremur að raða fjár- festingarframkvæmdum með tilliti til mikilvægis þeirra fyrir þjóðar- búið. Forsætisráðherra tók fram i ræðu sinni, að ríkisstjómin stefndi ekki að haftabúskap og skömmtun arkerfi, þótt tekinn yrði upp skipu- legur áætlunarbúskapur. Jóhann Hafstein sagði, að lítið væri að finna um efnahagslega stefnu í stjórnarsáttmálanum. Þar væri að vísu óskalisti um lækkaða vexti, hækkuð lán og lengingu láns tíma. En hvernig þetta samrýmdist og framkvæmdist biði síns tima. Á hinn bóginn væri stefnt að einu marki, auknum ríkisafskiptum og færi það ekki milli mála. „Menn horfa með kvíða fram á skipulagðan áætlunarbúskap, sem svo hefur verið kallaður," sagði Jóhann Hafstein. Hann kvað þau orð forsætisráðherra, að ekki ætti að skammta. aöeins raða fram- kvæmdum, vera oröaleik, Ef ætti að raða þessu á undan öðm og hinu á undan hinu væri skammt í það að einum væri skammtað fyrsta sætið næsta manni annað sætið o, s. frv. Það væri ævinlega sama sagan þegar vinstri stjórn kæmi til valda, meiri ríkisafskipti. nýtt leyfakerfi. úthluanakerfi til að úthluta gæðum lífsins til einstakl- inganna af opinberum pólitíkusum. Sjálfstæðismenn myndu berjast af öllum kröftum gegn auknum ríkis- afskiptum af athöfnum einstakl- inganna." —SG Forsætisráðherra kvaðst ekki fara ítarlega út í utanríkismálin í ræðu sinni um stefnu ríkisstjómarinnar, þar sem utanríkisráðherra myndi leggja fram sérstaka skýrslu síðar meir. Þó ræddi hann nokkuð um varnarsamninginn og aðild íslands að NATO, en í því máli hefði stefna rikisstjómarinnar verið af- flutt. „1 málefnasamningnum er engin fjöður dregin yfir það aö stjómar flokkarnir hafa mismunandi af- stöðu til aðildar Islands að NATO,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Hann sagði að vamarsamningurinn við Bandaríkin yrði tekinn til endur- skoðunar eða uppsagnar í því skyni að varnariiðið hverfi frá Is- landi f áföngum. Stefnt veröi að þvf, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtfmabilinu. Það stefnu mark sé skýrt. Það sé ekki vilji stjómarinnar, að erlent herlið sé á íslandi á friðartímum. Þetta megi þó ekk; skoða sem óvináttuvott f garð Bandaríkjanna. Persónuiega kvaðst hann ekfei vilja hafa aðra en Bandarikjamenn á Islandd ef, og meðan nauðsynlegt væri að hafa hér her. Jóhann Hafstein fcvaðst eídá váta til þess að stjórnarandsfcæðingaT hefðu afflutt stefnu stjómarfnnar f varnarmálum. Fyrst hefði utanrfk isráðherra sagt, að herinn færi á kjörtVmabilinu, eftir að hann befði hugsað sig betur um hefði hann sagt að það ætti að tala við Banda- ríkin. Þegar það hefði verið gert og það kom í ljós að vafhugavert kynni að vera að láta vamariiðið fara úr landi þá hefði ráðherrann talað um endurskoðun vamarsamn ingsins. Sjálfstæðismenn hefðu síð- ur en svo á móti því að vamarsamn ingurinn yrði endurskoðaður. en það sem menn meintu með hugtak inu á friðarfcímum, er allt annað en þegar um þetta var rætfc árið 1951, er allir flokkar voru sammála um að hér skyldi efeki dvelja her á friðartfmum. Nú væri tækni og vígbúnaður með allt öðrum hætti. Kvað Jóhann Hafstein það mestu yfirsjón núveranÆ forsæt- i-.áðherra, að iýsa þvf yfir fyrir- fram, að vamariiðið skyldi verða á brott. Minnti hann á kúgunarað- gerðir Sovétríkjanna í Ungverja- Frú Áse Lund Jensen heldur fyrirlestur um prjón í Norræna húsinu fimmtudaginn 21. okt. 1971 kl. 20.30. Félagar í heimilisiðnaðarfélaginu, handa- vinnukennarar og annað áhugafólk velkomið. Aðgangur kr. 50. — Selst við innganginn. Heimilisiðnaðarfélag íslands NORRÆNA HÚSIÐ MlGMég hvili med gleraugum frá Austurstrætl 20. Sfmi 14566. landi 1956 og f Tékkóslóvakíu 1968. —SG .i i£i<s*»líii:*t1 (» ;. ■ ' Nauðungaruppboð sem auglýst var í 4. 6. og 8. tbl, Lögbirtingablaðs 1968 á Síðumúla 19 þingl. eign Síðumúla 19 hf. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri, föstudag 22. okt. 1971, kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. ATVINNA ÓSKAST Tvítugur piitur óskar éftlr atvinnu. — Sími 36384 milli kl. 1 og 7. BÍLSTJÓRA MEÐ MEIRAPRÓFIÐ og nokkra verkamenn vantar. — MikH vinna. IIIJÓN UOFTSSONHF Hringbraut 121 @10-600 Söhitumar Til sölu ísvél, poppkomsvél og pylsupottur, sem nýtt. Uppl. í síma 19092 eða 38888.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.