Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 13
7 3 t’ÍSIR. Miðvikudagur 20. október 1971. r^wKiasm^ga VEUUM fSLEHZKTI vX*‘ X;X Kjöljám ?*•:• m Kv, X;:;: ,•:•:•:• fflSs :•:•:•:• Kantjám ¥íí: ÞAKRENNUR mmm Einbýlishús óskasl eða 4—5 herb. íbúð. — Upplýsingar í síma 829-18 eftir kl. 7. Bílar til sölu Mercedes Benz 280S árg. ‘68, Volksvagen Fastback 1600 TL í úrvals ástandi. — Uppl. í síma 82918 kl. 18—22 í kvöld og næstu kvöld. Matsveinn sem er í utanlandssigjingum, óskar eftir herbergi strax. — UppL í síma 25934 mrlli M. 3 og 6. Geymsluhúsnæði fyrir þrifalegan lager, ca. 190 ferm. óskas ttil ára- móta. S. ÓSKARSSON & CO. HF. HeHdverziun. Símar 21840, 21847. Bílar til sölu MAN ’68 typa 9156, hlassþyngd um 9 tonn, 2 aftanf- vagnar með sturtum, hlassþyngd 8 og 9 tonn, Hanno- mac sendibíll árg. ’65 meö gluggum, alls konar skipti og greiðsiuskilrnájar. Hentugur fyrir frystihús til að flytja fólk til og frá vinnu. Mercedes Benz 1413 érg. ’66, Sankti Paiílisturtur og pallur, krókur fyrir aftaní- vagn. — Uppl. í síma 52157 frá kl. 18—22 í kvöld og næstu kvöld. Hættulegt að reykja og betra að gæta sin, þegar hætt er. Einnig hætta við að reykja ekki — vegna þess, oð meðalþyngd eykst um 6,8 kíló, þegar maður hættir að reykja, segja nýjustu rannsóknir 'Oanrtsó'kn, sem hefur farið fram á meir en 10 þúsund karlmönnum hefur leitt í ljós hversu mikið menn þyngjast við það að hætta að reykja. Það kemur 1 ljós, að menn, sem reykja ekki eru að meðaltali 13,6 kílóum þyngri en trygginga félög telja æskilegt en reyk- ingamennirnir voru hins vegar aðeins 6,8 kílóum þyngri. Það að hætta að reykja hefur í för með sér þyngdaraukningu um 6,8 kíló, að meðaltali. Fram að þessu hefur þessari hlið málsins verið lítið sinnt i áróðri fyrir heilbrigði. Fram að þessu hafa nákvæmar tölfræði- legar upplýsingar ekki legið fyr- ir um það, að samband væri milli þyngdar og reykingavana. Það voru tveir læknar, sem gerðu kunnugt um þessa rann- sókn í brezka læknatímaritinu „British Medical Journal". Þeir framkvæmdu rannsóknina á þyngd og reykingavana á 10.482 stáliðjuverkamönnum í Wales í Englandi. "EJannsóknin sýndi m. a., að íbúamir em að meðaltali 6,8 kílóum þyngri nú en fyrir 30 árum og, að þeir hafa hækkað um 7,5 cm. Það sýnir sig, að ungir menn um 20 ára eru búnir að taka út vöxtinn og hafa æskilega þyngd.rÁ árunum miHi-20 og 35 ára vaxa mennimir ekki en þyngjast hægt og sígandi. Þegar reykingamennirnir verða 35 ára eru þeir komnir með 6,8 kg yfir æskilega þyngd og við þá þyngd halda þeir sig. Þeir, sem reykja ekki þyngjast hins vegar enn eða þar til þeir eru mið- aldra. Þegar þeir eru komnir með 13,6 kló yfir markið hætta þeir að þyngjast. Fólk, sem reykir 35 sígarettur á dag hneigist meir til að fitna en annað reykingafólk og er það talið stafa af því, að það drekki einnig meira. Þeir, sem höfðu hætt að reykja þyngdust smám saman, og eftir átta ár höfðu þeir náð meðalþyngd þess, sem ekki reyk ir, 13,6 kílóum. í Politiken, danska blaðinu, er lagt út af þessum upplýsingum og þar segir. „TTvað má ráða af þessum upp- lýsingum? Samkvæmt út- reikningum er tvöfalt meiri áhætta fyrir reykingamarm að deyja úr hjartasjúkdómi en fyrir þann, sem ekki reykir. Hins veg ar tvöfaldar 25% yfirvigt áhætt una á dauða úr hjartasjúkdómi. Ef meðalþungi. karlmanns er áætlaður 70 kiló, sést, að sá, sem ekki reykir er 14 kílóum þyngri en skyldi, þegar hann er fimmtugur og hefur næstum 20% yfirvigt og þar af leiðandi ekki svo fjarri þeim takmörk- um, sem miðast við tvöföldu áhættuna. > En samt sem áður hefur áróð- urinn fyrir því að hætta að reykja sitt gildi vegna þess, að reykingamaðurinn tekur ekki að- eins á sig meiri áhættu á að deyja úr hjartasjúkdómj.^eldur á hann meiri hættu á aö fá krabbamein. Sá, sem reykir 10 sígarettur á dag hefur sjö sinn- um meiri möguleika á að deyja úr lungnakrabba, og sá sem reykir tvo pakka á dag 20 sinn- um möguleika á því að fá lungnakrabba." Þá er sagt frá aukningu hjarta sjúkdómstilfella, æðakölkunar, æðasjúkdóma í heila og lungna- veiki síðustu 20 árin. Bæði reykingar og yfirvigt eru orsök þessarar þróunar. Fjórði hluti dánartilfella fólks yfir 35 ára aldri er vegna hjarta sjúkdóma og lungnakrabbi og aðrir lungnasjúkdómar eru dán- arorsök 17% l sama aldurs- flokki. Þrátt fyrir að bent sé á hætt- una við að fylgja heilbrigðis- reglunni að reykja ekki vegna þess að yfirvigtin vegi þar alvar- lega á móti þá missir áróðurinn gegn reykingum ekki marks. Rannsókn meðal lækna hefur leitt f ljós að meira en 80% lækna eldri en 35 ára, sem reykja ekki geta átt von á að komast á eftirlaunaaldurinn með an aðeins 60% reykingamanna hafa þann möguleika. — SB J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGOTÖ 4 - 7 10125,.18KB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.