Vísir - 23.10.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 23.10.1971, Blaðsíða 13
V1 S IR . Laugardagur 23. október 1971. 13 Plasthúð og flúor saman- iagf geta,ef til vill komið í veg fyrir tannskemmdir — plasthúðun notuð / hóptilraun, sem fer fram núna / New York fylki — visinda- menn vonast eftir 700°Jo tannvernd piasthúðun á tönnum þykir geta orðið veigamikill þátt ur í tannvernd framtíðarinnar. Nú hefur Heilsuverndarstöð New York fylkis hafið umfangs miklar rannsóknir á því hvern ig plasthúðunin revnist jafn- framt og beitt er öðrum vemd- unaraðgerðum fyrir tennur eins og meðhöndlun þeirra með flú- or. Það er talið að þessar tvær .'.ðferðjr kunni ef til vill að geta komið í veg .fyrir tannskemmdir í framtíðinni. Fram að þessu hefur tann- vernd að mestu verið miðuð við góða tannhirðu og notkun flúor efna. 1 bandariska tímaritinu News week er talað um að dr. Michael Buonocore hafi þróað nýju að- ferðina þar sem plasthúðun er notuð. Þessi aðferð felist i því, að tennurnar séu húðaðar plast efni, tærum sirópslegum vökva sem heiti methyl methacrylate. Þegar aðgerðin er framkvæmd er byrjað á þvi að heilsufræðing ur hreinsar tennur siúklingsins vel og vandlega, síðan eru bitflet irnir húðaðir með vökvanutn með pensli. Þess sé gætt sér- stakiega að húða holur og ójöfn ur á fleti tannanna þar sem aðalmiðstöðvarnar séu fyrir. skemmdir. í lokin er tæki eitt notað til húðunarinnar og lík- ist það byssu, en últrafjólubláir geisiar þess festa plasthúðina, sem harðnar og myndar ósýni- lega húð yfir tönninni. Rannsóknir hafa sýnt, að plasthúðin endist í tvö ár oftast nær og veitir nær álgera vörn gegn tannskemmdum. í rann- sókn sem hefur farið fram kom það í ijós að 2% tanna, sem hafa verið plasthúöaðar skemmdust á tveim árum meðan 54% tanna, sem ekki höfðu verið húðaðar skemmdust. Til þess að tryggja það, að réttmætar niöur Hér sést þegar geislum er hleypt á tönnina, se m hefur veriö húðuð en þeir herða plasthúðina. stöður fengjust þá fóru tilraun irnar fram á þann veg að í manneskjunum, sem nýja efnið var revnt á var því aðeins húðað á tennur í öðrum kjálkanum, en tennurnar í hinum kjálkan- um ekki húðaöar. Tækni sú, sem felst í plast- húðuninni og rannsóku á herini hefur lítið verið nötii'ð fram að þessu nema hjá tannlæknum siálfum, sem hafa notað hana við sjúklinga sína. Rannsóknin í New York fylki mun því reyna plasthúðina með það fyrir augum að komast að því hversu gagnleg hún sé fvrir allan almenning. Aðferðin verður notuð á 4 þúsund skólanemend um í borg nokkurri í fylkinu, og hafa allir notið góðs áf flúor vatni borgarinnar. Tannlæknar munu hreinsa og húða a.m.k. eina tönn i hverju barni. Næstu fjogur ár munú fcennur bam- ánná vérða rannsgjcaðar reglu- lega til 'að sjá hversu iengi vf SIB i VI KUL OKIN HANDC0K HÚSk !■■■■■■ 1ÆDR 'ANNA VÍSIR í VIKULOKIN er orðin 400 síðna litprentuð bók í failegri möppu, sem mniheldui allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á Kostnaöarveroi. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrrt áskrifendu. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) húðin endist og hversu vel hún verndar gegn tannskemmdum. Forsvarsmenn rannsóknarinn- ar eru vongóðir um árangurinn og vonast jafnvej eftir 100% tannvernd. Þeir hafa einnig kom ið með þá athugasemd að vegna þess, að heilsufræðingar geti sett á plasthúðina þá ætti aðgerö in að geta orðið tiltölulega ódýr Talað er um 2200 krónur fvrir aðgerðina núna sums staðar. Vísindamennimir eru svo ör- uggir í sinni trú á að aðferðin muni reynast vel, að þeir vinna þegar að því að fága til aðferð- ina t.d. hvernig megi húða efn- inu yf-ir alla tönnina í einu og um leið hið erfiða svæði milli tannanna og einnig vinna þeirað því að aðgæta hvort ekki sé hægt að láta flúor í plastefnið þannig að flúor muni smámsaman smjúga inn í húðaða tönnina og þannig veita tvöfaldar vamir gegn tannskemrhdum. — SB 'I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.