Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 8
t-immtudagur 16. marz 1972. Fimmtudagur 16. marz 1972. WKmamBmKœaöá hœgt að synda 200 metrana daglega í 7 mónuði — Norrœna sundkeppnin hefst 1. apríl í áttunda skipti Vegna breytts fyrir- —frá 1. april til 31. októ- ber — og hægt er að sem synda i keppninni, tvö komulags á norrænu sundkeppninni, hefst nú i áttunda sinn 1. april, er hægt fyrir sama einstakling að synda 210 sinnum fyrir island i keppninni. Hún stendur nefnilega yfir i 210 daga Tveir leikir verða háöir i 1. deild Islandsmótsins i körfu- knattleik i kvöld. Leikið verður i Laugardalshöllinni og hefst fyrri leikurinn, sem verður milli Vals og stúdenta kl. 20.15. Siðari leik- urinn verður milli efsta liðsins, KR, og Reykjavikurmeistara Armanns. Þessir leikir voru færö- ir fram vegna Pólarbikarkeppn- innar um næstu mánaðamót. hundruð metrana, dag- lega. Þessi breytta til- högun kann að auka möguleika íslendinga i keppninni. i j i Þetta kom fram á blaöamanna- fundi, sem stjórn Sundsambands tslands hélt i fyrrdag, en, SSl verður nú framkvæmdaraðili keppninnar. Hlutfallstala Noröurlandanna i norrænu sundkeppninni er þannig, aö Sviþjóö hefur 1 — Finnland 2.38, Noregur 2.43 Danmörk 7.04 og tsland 11.35 og eru þessar tölur notaöar til að margfalda þátttökufjölda hverr- ar þjóðar. Sem dæmi má nefna, að ekki verður neitt margfaldað hjá Svium, en hins vegar með 11.35 hjá okkur Islendingum. Við fljóta athugun virðist sem þessar hlutfallstölur séu hagstæðastar Dönum. Enska deilda liðið sigraði Úrvalslið ensku deildanna sigraði úrvalsliö skozku deildanna i knattspyrnuleik i Middlesbro i gærkvöldi 3-2. Það er sjöunda árið i röð, sem ensku leikmennirnir sigra þá skozku — en þess má geta, að undan- tekningalaust eru valdir enskir leikmenn i deildaliðið enska, en ekki irskir eða welskir úrvals- menn þar eins og Best og Mike England. Fyrsta markið var skorað á 13. min. og var Tony Durrie, Sheff. "Utd. þar að verki og á 24. min. kom Mike uoyie, mancn.city, enska iiðinu i 2-0 i byrjun siöari hálfleiks löguðu Skotar stööuna i 2-1, en á 10.min. skoraði Currie aftur. Þegar 17 min. voru eftir skoraði Colin Stein, Rangers, annað mark Skota en liðið komst ekki nærri þvi að jafna. Hinir yngri leikmenn enska liösins eins og McDonald, Newcastle, og Blockley, Coventry, sem standa nærri enska landsliðinu, þóttu ekki standa sig vel. Bobby Moore og Geoff Hurst, gömlu kapparnir, voru beztir ásamt Nish, Leicester. —hsim. Norwich aftur í efsta sœti Norwich City náöi i gær aftur forustu i 2. deildinni ensku, þegar tiðið sigraði Hull City 2-0 á heima- velli sinum, Carrow Road. Liðið ' hefur nú 44 stig eftir 32 leiki en Millvall 43 og Sunderland 39 stig eftir sama leikjafjölda. Bir- mingham hefur 38 stig eftir 31 leik. Norræna sundkeppnin var fyrst haldin 1948 og var tsland þá ekki með —ensiðan 1951 þegar tsland sigraði með miklum yfirburðum, höfum við alltaf verið með i þess- ari fjölmennustu iþróttakeppni heims. Það er staðreynd, að nor- ræna sundkeppnin hefur aukið á huga á sundinu á öllum Norður- löndunum —-sundiðkun hefur ver- iö meiri þau ár, sem keppnin hef- ur verið háð. Til keppninnar nú gefur Finn- landsforseti, Uro Kekkonen, veglegan bikar, en sú venja hefur skapazt, að þjóðhöfðingjar Norðurlanda hafa gefið gripi til keppninnar til skiptis. Einnig fá þátttakendur tækifæri til að kaupa merki til minja um þátt- tökuna — og verða nú gull-silfur og bronzmerki — gull geta þeir fengið, sem synda 50 sinnum, en silfurmerki 20 sinnum. Bronz- merki fær hver einstaklingur, sem syndir. SSI mun efna til ýmiskonar keppni hér á landi i sambandi við norrænu sund- keppnina og verður nánar skýrt frá tilhögun siðar. — hsim. Holmenkollen- skiðamótið er i hugum Norðmanna þjóðhátið og á lokadegi þess streyma Norðmenn til Kollen tugþúsundum saman. Það er haldið frá Osló snemma morguns — og flestir fara gangandi. Allar götur, sem liggja að Holmenkollen fyllast af Ingolf Mork, sem sigr- aði m eð glæsibrag si. sunnudag eftir sigur- göngu Japana i vetur. Hér eru nokkrar svip- myndir frá Holmen- kollen. Efst sést mikill mannfjöldi við stökk- pallinn og þar svifur einn stökkmaðurinn framaf pallinum. Vetrarhátíð Norðmanna syngjandi fólki — allir, sem vettlingi geta vald- ið i Osló halda upp að skiðapallinum, þar sem stökkkeppnin er háð á lokadegi mótsins. Skiðastökk er þjóðar- iþrótt Norðmanna og engin þjóð hefur átt jafnmarga afburða- menn á þvi sviði — fjarska má sá eyjarnar á Oslófirði. Til hliðar er þjóðhetja Norðmanna nú,Mork — og neðst er Ólafur konungur, sem aldrei lætur sig vanta á mótið, að óska sigur- vegaranum i 50 km. skiðagöngunni, Pal Tyldum, til hamingju. Nú rœður markahlut- fall úrslitum ó Spáni — Island náði aðeins jafntefli gegn Finnum, 10-10 — Nú er allt undir þvi komið, að islenzka liðið vinni Belgiumenn með miklum mun i forkeppni Ólympiuleikanna á Spáni og takist svo að skora fleiri mörk og fá á sig færri mörk gegn Norðmönnum en Finnar. Eftir hið óvænta jafntefli gegn Finnum i Bilbao má nú telja nær öruggt, að markahlutfall komi til með að ráða hvaða liö úr A-riðlinum komist i milliriðil ásamt Norð- tnönnum, þvi eftir ieik íslands og Finnlands i gærkvöldi hefur enginn trú á, að þessum liðum takist að ógna sigri Norðmanna i riðlinum. Þetta var almenn skoðun leikmanna og forustumanna i Bilbao i morgun eftir leikina i gær kvöldi. Orslitin gegn Finnum voru reiðar- slag og sætið i milliriðli, sem nær allir töldu öruggt fyrirfram, er nú allt i einu i hættu eftir afar slakan leik islenzka liðsins gegn Finnlandi — einn af þessum ótrúlega slöku leikjum, sem enginn vegur virðist fyrir islenzk landsliðað komast hjá af og til. Finnar hafa alltaf verið heldur slakir i hand- knattleik og áhugi á iþróttinni þar i landi heldur lftill. Að visu töpuöu Finnar nýlega aðeins með tveggja marka mun fyrir Dönum en það var fyrst og fremst algjört vanmat Dana á mótherjunum, sem orsakaði að tap finnska liðsins varð ekki meira. Ekkert benti þó til þess i byrjun, að leikurinn við Finna yrði erfiður islenzka liðinu. Geir Hallsteinsson skoraðistrax á fyrstu min. leiksins og þegar fimm min. voru af leik bætti Sigurbergur Sigsteinsson öðru marki við. Björgvin Björgvinssyni var þá tvivegis með stuttu millibili visað i tvær min. af leikvelli og meöan hann var út af i siðara skiptið skoruðu Finnar sitt fyrsta mark, jafnframt þvi, sem Gisla Blöndal mistókst að skora úr viti. En um miðjan hálfleikinn var staðan 3-1 fyrir Island og það var Geir, sem skoraði þriðja markiö. Finnar fengu viti og skoruðu og staðan var 3-2, en siðan skoraði Viðar Simonarson fjórða mark tslands og Geir það fimmta á 21, min. Siðustu niu minúiur hálfleiksins var ekkert mark skoraö og staðan i leikhléi 5-2 fyrir tsland. Þetta er óvenjulág markatala i handknattleik, enda var mikil tauga- spenna hjá leikmönnum beggja liða og mikið um villur af þeim orsökum, auk þess, sem báðir markverðirnir vörðu ve. Birgir Finnbogason stóð i marki Islands allan timann. En upphafsminútur siðari hálfleiks- ins voru hrein niartröð fyrir islenzka Geir llallstcinsson skoraði helming af inörkum islenzka liösins i gærkvöldi gegn Finnum —eða fimm —og var eitt þeirra skorað út vítakasti, en hin öll með gegnumbroti inn á linu. liðiö. Eftir að Gisli missti boltann brunuðu Finnar upp og skoruöu. Þá átti Axel Axelsson skot i stöng — Finnar náðu knettinum og skoruðu og rétt á eftir varð Gisli fyrir þvi sama. Eftir stangarskot hans náðu Finnar knettinum og tókst að jafna i 5-5 og var markið skorað úr vitakasti. Þá voru aöeins fjórar min. af siðari hálfelik. Loks á 6. min tókst islenzka liðinu að skora og var fyrirliðinn, Gunnsteinn Skúlason, þar að verki og strax á eftir fékk tsland viti, sem Geir skoraöi úr. 7-5 fyrir tgland. En nú kom aftur hroðalegur leikkafli hjá islenzka liðinu og Finnar skoruð næstu fjögur mörk. Komust sem sagt tveimur mörkum yfir i 9-7. A þeim tima átti tsland enn tvö stangarskot, auk þess, sem Viöar og siðar Sigur- bergur köstuðu knettinum beint i finnska markmanninn, þegar jafnvel léttara virtist að skora. Eftir leikkafla, sem stóð i 11 min. og Island skoraði ekki mark, átti Jón Hjaltalin Magnússon fallega linu- sendingu á Gunnstein, sem skoraði. Þegar 5 min. voru eftir komst Sigur- bergur inn i sendingu — islenzka liðiö náði hraðupphlaupi og Geir jafnaöi. Rétt á eftir varði Birgir — islenzka liðið fékk knöttinn og Gunnsteinn skoraði. tsland hafði aftur náð forustu 10-9 og fjórar minútur til leiksloka. Finnar reyndu litið að opna vörn isl. liðsins næstu þrjár min., léku rólega fyrir utan og greinilegt, að þeir stefndu að þvi að ná jafntefli. En leik- aðferðin misheppnaðist — Finnar* misstu knöttinn og allt virðist stefna i islenzkan sigur — nokkrar sekúndur eftir. En þá komu júgóslavnesku dómararnir P’innum til aðstoðar dæmdu leiktöf á tsland, hina lyrstu i leiknum — og Finnar brunuðu upp og . jöfnuðu i 10-10, en islenzku leik- mennirnir höfðu sumir hverjir haldið að dæmt hefði verið á Finna. Þessi úrslit eru áfall fyrir islenzkan handknattleik, en öll nótl er þó ekki úti enn i sambandi við Ólympiuleikana i Munchen.A föstudag leikur islenzka liðið við Belgiu og á laugardag við Noreg. Belgar ættu að vera léttir viðureignar og Norðmenn eru ekki þeir bógar i handknattleik, að ekki sé hægt að vinna þá. —hsim. Úrslit á Spáni Alta lcikir voru liáðir i forkeppninni á Spáni i gærkvöldi. Þar koin langmesl á óvart góður sigur llollendinga gegn Búlgörum 16-1(1, en fyrirfram voru Búlgarar taldir nokkuð öruggir að komast i úrslit. Mikill markamunur var i nokkrum leikjum og inestur, þegar Spánvérjar unnu Breta með 35 inarka mun — enda handknattleikur varla stundaður á Bretlandseyjum, nema litillega i Hull. Norðmenn munu Bclga með 29-1 og vareina mark Belga skorað úr viti fyrst i leiknum. Úrslit i leikjunum urðu þessi: A-riðill (Bilbao) Ísland-Finnland Noregur-Belgia B-riðill (Zaragoza) Austurriki-Frakkland IIolland-Búlgaria C-riðill (Granollers og Sabadell) Sviss-Luxemborg Spánn-Bretland D-riðill (Pontevedra og Orense) Sovétrikin-Portúgal Pólland-italia 10-111 29-1 20-19 16-1(1 17-16 40-5 23-6 34-11 Leikið verður i öllum riðlunum á morgun, föstudag. Sigrar Ægir í annað skipti? — Bikarkeppni SSí er annað stærsta mót ársins á inn lendum vettvangi og þetta mikla mót verður háð 17.,18. og 19. marz næstkomandi — eða nú um helgina, sagði Torfi Tómasson, formaður Sund sambands Islands á blaða mannafundi í fyrradag. Bikarkeppnin er stigakeppni milli félaga og hljóta átta fyrstu i hverri grein stig, sigurvegarinn 9 stig og siðan 7-6-5-4-3-2-1 og hið sama gildir fyrir boðsund. Hvert félag má senda mest tvo þátt- takendur i hverja grein og eina sveit i hvert boðsund og það þýðir, að jafnvel landsliðsmaður er ekki öruggur að komast i keppnina, þar sem breidd er mikil i félögum. Einnig má einstak- lingur ekki taka þátt i fleirum en fjórum sundgreinum. Stigahæsta félagið hlýtur titilinn bikarmeistari i sundi 1972. Þetta er i annað skipti, sem slik bikarkeppni er háð og sigraöi Sundfélagið Ægir með talsverðum yfirburðum i fyrra eða með 299.5 stigum, en Armann var i öðru sæti með 205 stig, og KR i þriðja. Nú er talið, að Ægir sigri aftur, en keppnin um annað sætið verði mjög hörð milli Armanns, KR og Skarp- héðins en þar sem hinar fræknu sund- konur Hrafnhildur Guðmundsdottir og Guðmunda Guðmundsdóttir keppa fyrir Skarphéðin má búast við, að héraðssambandið fái mikið af stigum — jalnvel nái öðru sæti. Niu félög taka þátt i keppninni að þessu sinni m.a. íþróttafélag Reykjavikur, sem eitt sinn var okkar öflugasta sundféiag, en hefur litið látið að ser kveða undan- farin ár á þessum vettvangi. Eins og áður segir hefst mótið á föstudag, 17.marz ,og verður þá keppt i 400 m..skriðsundi karla og kvenna, og 800 m. skriðsundi karja og kvenna. Aðalhluti keppninnar hefst á laugar- dag kl. 18.00 og kl, 15.00 á sunnudag. Keppt verður i Sundhöllinni i Reyk- javik og er reiknað með að mörg tslandsmet verði sett. —hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.