Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 13
12 VÍSIR Mánudagur 16. október 1972. Staðan í Reykja- víkurmótinu Fram hefur sigrað i öllum fjór- um leikjum sinum á Reykjavikur- mótinu og er efst með átta stig. Fram heíur leikið f jóra af sjö leikj- uin sinum i mótinu, en aftur á móti liafa Valsmenn aðeins leikið tvo. I gærkvöldi voru þrír leikir háðir i meistara- flokknum og urðu úrslit þessi: 1R—Fylkir 17-12 Fram—Armann 14-12 Vikingur—KR 16-12 Staðan eftir þessa leiki er þannig: Fram 4 4 0 0 60-38 8 Vikingur 3 2 1 0 40-29 5 Valur 2 2 0 0 27-14 4 KR 4 2 0 2 43-45 4 Ármann 3 1 0 2 36-30 2 ÍR 3 1 0 2 35-42 2 Þróttur 3 0 1 2 30-35 1 Fylkir 4 0 0 4 26-64 0 Næstu leikir i mótinu eru á miðvikudagskvöld. Þá leika fyrst Vikingur og F'ram og hefst leikur- inn kl. 20.15. Siðan leika Armann og Þróttur og siðasti leikurinn er milli KR og Vals. Norsku Víkingarnir urðu meistarar Viking lrá Stavangri sigraði i norsku 1. deildarkeppninni i knatt- spyrnu i gær, þegar liðið gerði jalnlefli i siðasta leik sinum gegn Rosenborg 1-1 i Þrándheimi. Þetta eina stig nægði Vikingum, sem um tima liolðu gott forskot i deildinni, en liðið vann þó aðeins á betri markatölu en Fredrikstad. Bæði liðin lilutu :S4 stig. Leikurinn i Þrándheimi var skemmtilegur, þrált fyrir erliðar aðstæður, en mikil rigning var lyrir leikinn. Ba'ði mörkin voru skoruð i siðari hálfleik. Það var Svein Ilammerö sem skoraði íyrir Viking — mótherja Vestmannaeyinga i llEFA-keppninni — á 20. min með hörkuskoti sem lenti i þverslá, knölturinn hrökk i mark- mann og fór i markið. Þegar Rosenborg jafnaði 14 min siðar — Arne Hansen — varð vart við mikinn taugaóslyrk i Vikingsliðinu, en þvi tókst þó að halda út þa>r 11 min. sem eftir voru, án þess að fá á sig mark. A meðan á þessum leik stóð lók Fredrikstad i Sarpsborg og gat aðeins gert sór vonir um meistaratignina cf Viking tapaði, þvi liðið hafði svo miklu lakari markatölu. Þetta var mikill baráttuleikur, þvi fyrir Sarpsborg þýddi tap fall niður i 2. deild. Og liðið lapaði 0-1, þó svo það ætti 90% af leiknum. En markvörður Fredrikstad Per Haftorson sýndi ótrúlega snilli i leiknum og varði allt—meðal annars vitaspyrnu. Jan Fuglsel skoraði eina markið i leiknum. Svíar sigruðu með 7-0 í HK-keppninni Sviar uiinu stórsigur gegn Möltu i (iautaborg i gær 0—7 i HM-leik i kiiattspyriiunni, en ekki hafa Sviar þó inikla möguleika að komast i lokakcppnina i Munchen 1974, þvi þetta er fyrsti sigur þeirra i riðlinum i þreinur leikjum. Sænska liðið skoraði fimm mörk i fyrri hálf- leiknum á Ullevi i Gautaborg. Rolf Edström, „dýrasti” atvinnumaður Svia, skoraði þegar eftir nokkrar sekúndur og skoraði annað mark á 32-min. önnur mörk Svia skoruöu Bo Larsson á 16.og 35. min og Roland Sanberg úr vitaspyrnu minútu fyrir leikhlé. I siðari hálfleiknum skoraöi nýliöinn Szepanski á 57. min og Edström sitt þriðja mark á 65. min. t sama riöli léku Austurriki og ungverjaland i Vinarborg og varð jafntefli 2-2. Ungverska liðið byrjaði mjög vel og skoraði nýliðinn Szepanski á 57. min og Edström sitt þriðja mark á 65-min. Fyrst Antal Dunai og siðan Josezef Kocsis. En i siöari hálleiknum náöi austurriska liðið sér á strik og tókst að jafna. Fyrst skoraði Franz Hasil úr vitaspyrnu og siðan Kurt Jara. Staðan i riðlinum er nú þannig: Ungverjal. 4 2 2 0 7-2 6 Austurriki 3 2 1 0 8-2 5 Sviþjóð 3 1117-23 Malta 4 0 0 4 0-16 0 Arni, hinn ungi vinstri handar skotmaður Framliösins, er þarna kominn inn á linu, en Hörður stjakar viö hinum, svo hann missir knöttinn. Til hægri eru þeir leikmenn, sem léku aðalhlutverkin f liðum sfnum — Vilberg hjá Armanni og Axel (fjær) hjá Fram. Ljósmynd Bjarnleifur Ármann skoraði fyrstu mörkin en Fram sigraði íslandsmeistarar Fram voru heldur seinir að taka við sér i leiknum við Ár- mann á Reykjavikurmót- inu i handknattleik i gær- kvöidi. Þaðvarekki fyrren Fram fékk vitakast, að Axel Axelsson, stórskytta liösins, skoraði fyrsta mark Fram i leiknum, en þá hafði knötturinn lika þris- var hafnað i marki Fram. Þetta varð hörkuskemmti- legur leikur, þar sem Ár- menningar hefðu lengi vel forustuna — en síðan sagði leikreynsla Fram til sin. Lióið skoraði fjögur siðustu mörkin i fyrri hálfleik og Fram tókst að tryggja sér sigur í leiknum með tveggja marka mun, 14-12, þar sem sigurinn var þó ekki örugglega í höfn fyrr en tiu sekúndum fyrir leikslok. Svo vel stóðu Ár- menningar i islands- meisturunum. Já. Ármann byrjaði vel. Þeir Björn Jóhannsson. Ragnar Jóns- son og Vilberg Sigtryggsson sendu knöttinn i mark á fyrstu minútunum og Ármann komst i 3- 0. Þá skoraði Axel úr vitakasti, en Grétar Arnason svaraði strax fyrir Ármann. Aftur skoraði Axel úr vitakasti fyrir Fram — en Ragnar jók muninn i þrjú mörk fyrir Ármann 5-2. Þá skoraði Sigurbergur Sigsteinsson fyrir Fram. en aftur svaraði Ragnar. En nú fóru Framarar loks að ná tökum á leiknum - þeir fóru að leika á vörn Ármanns og árangurinn lét ekki á sér standa. Axel skoraði gott mark — sem Ástvaldur hjá Ármanni kvittaði fyrir - en lokaminútur hálfleiks- ins var það Fram, sem öllu réð. Liðið skoraði fjögur siðustu mörkin og skiptust þeir Axel og Sigurður Einarsson á að skora og rétt fyrir hléið hafði F'ram þvi i fyrsta sinn.náð forustu i leiknum 8-7. Fram hóf leik i siðari hálfleik og innan skamms skoraðí Gylfi Jóhannsson niunda mark Fram. Þannig stóð þar til sjö min. voru af hálfleiknum, að Ármanni tókst loks að rjúfa varnarmúr Fram, þar sem Jón Sigurðsson sýndi oft á tiðum snilldarmarkvörzlu, og Jón Áslvaldsson sendi knöttinn i netið. Axel svaraði nær sam- stundis - en hinn risinn i leikn- um, Hörður Kristinsson, skoraði niunda mark Ármanns. Enn fékk Fram viti. sem Axel skoraði úr, en Ármenningar voru ekki á þvi að gefa eltir - þeir skoruðu næstu tvö mörk og tókst að jafna i 11-11. Þá voru aðeins sex minútúr til leiksloka. En þá setti Karl Benediktsson alla beztu leikmenn Fram inná. Þeir náðu fljótt tökum á leiknum Axel og Stefán Þórðarson juku muninn i 13-11. Vilberg tókst að minnka muninn i eitt mark einni og hálfri minútu fyrir leikslok. Spurningin var. Tekst Ármanni að jafna?— Nei, hinir leikreyndu leikmenn P'ram léku af öryggi lokaminútuna — héldu boltanum og létu Ármenninga ,,brjóta á sér” á réttum tima, svo leiktöf skapaðist ekki. Og þegar 10 sek- úndur voru eftir brunaði Björgvin inn á linu frir og Axel, sem var langt út á velli, var ekki lengi að greina tækifærið. Sendi hörku- fastan bolta á Björgvin, sem flaug framhjá varnarmönnum Ármanns. og Björgvin, linu- maðurinn lipri, átti ekki i neinum erfiðleikum að gripa knöttinn og senda hann framhjá ágætum markverði Ármanns. Þar mátti ekkert bregðast og sigur Fram — 14-12 — var i höfn. Þetta er bezti leikur mótsins hingað til. Bæði liðin sýndu fjöl- breytilegan leik með allgóðu linu- spili. Þá var markvarzlan hjá báðum liðum góð, lengstum. Axel Axelsson er sá maðurinn, sem skorar mörkin fyrir Fram, og á auk þess beztu linusendingarnar. Einn af stórspilurum okkar i dag og mun betri leikmaður en siöast- liðinn vetur. Þarna segja Olympiuleikarnir vel til sin. En Axel er þó engan veginn einn i Framliðinu — þar eru margir góðir leikmenn. Vilberg sýndi beztan leik Ármenninga i gær, en hefði þó getað gert leikinn enn tvisýnari, ef hann hefði ekki látið verja hjá sér vitakast i siöari hálfleik. Þá stendur Hörður alltaf fyrir sinu — einkum i vörninni, en mætti skjóta méira. Mörk Fram i leiknum skoruðu Axel 8 (3 viti), Sigurður 2, Sigur bergur, Stefán, Björgvin og Gylfi eitt hver. Fyrir Ármann skoruðu Vilberg og Ragnar 3 hvor, Björn 2, Grétar, Astvaldur, Hörður og Jón eitt hver. Dómararnir, Björn Kristjáns- son og Óli Olsen, dæmdu vel. Norrœna sundkeppnin ó lokastigi: Þótttaka er miklu meiri nú en óður! Nú, þegar aðeins tvær vikur eru eftir af Norrænu i sundkeppninni 1972 er Ijóst að island er á leiö til sigurs i keppninni. Að visu hafa Sundsambandi islandsekki borizt nægilegar upp- lysingar frá hinum Norður- löndunum nýlega, en þrátt fyrir það virðist svo sem is- land sigri. Fólk er þvi hvatt til þess að nota þann tíma, sem eftir er af keppninni, og synda og kaupa merki keppninnar. Sundsambandinu hefur ekki Reykjavikur. Hafnarfjarðar og lekizt að afla sér nægilegra upp- Akureyrar. Fjöldi einst. Fjöldi sunda Fjöldi einst. Meðalt. pr. ib. er syntu 1969 Akureyri 91.434 3960 8.40 2.663 Reykjavik 535.225 25050 6.47 17.184 llainarfjörður 50.725 2300 5.00 2.221 Keppni Vestmannaey jar og Keflavikur. Yestmannaeyjar 40.000 1640 7.65 1172 Keflavik 21.500 1800 3.73 1217 lýsinga til þess að hægt sé að birta lista yfir flesta sundstaði á landinu. hvað þátttöku varðar. Hér fylgja þó upplýsingar um þá staði, sem eru i keppni sin á milli. Fyrst er það þá staðan i keppninni er stendur á milli Sundsambandið hefur áreiðan legar upplýsingar um að 983.472 sund hafa verið synt af 68.500 manns. 1 siðustu keppni syntu alls 44.541. Sést á þessu að þátttakan er nú miklu meiri en nokkru sinni áður. VÍSIR Mánudagur 16. október 1972. 13 ' Allur vindur er nú úr KR-liðinu! — og Víkingur sigraði auðveldlega í gœrkvöldi 16:12 Það virðist nú allur vind- ur úr KR-liðinu unga á Reykjavikurmótinu i hand- knattleik eftir góða byrjun i fyrstu tveimur leikjunum. I gærkvöldi tapaði KR fyrir Viking og hefði reyndar átt aðtapa leiknum með miklu meiri mun, en Víkingur fékk á sig svo mörg furöu- leg aulaleg mörk að undrun sætti, og þvi skildu aðeins fjögur mörk að i iokin. Með öllum þeim stórefnum, sem Víkingur hefur á að skipa, getur liðið vissulega orðið eitt af stórliðum okkar, en til þess að svo megi verða verður þó að sniða af furðu- lega varnargalla, sem stundum eiga sér stað, og laga markvörzluna. Hún er sem áður höfuðverkur þjálfara Vikings. Þetta var ekki spennandi leik- ur. Vikingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins og KR tókst aldrei að vinna þann mun upp alveg, þótt eitt sinn i siðari hálfleik væri að- eins eins marks munur. Undir lokin náðu Vikingar sér svo aftur á strik og unnu öruggan sigur, 16- 12. Þeir hafa ekki tapað leik hing- að til i mótinu, en vissulega eiga Vikingar að geta sýnt miklu meira, en þeir hafa gert hingað til i mótinu. En hvað hefur komið fyrir KR- liðið?. — Liðið, sem byrjaöi svo Keppni I meistarafokki kvenna á Reykjavikurmót- inu hófst i gærkvöldi. Þá voru leiknir tveir leikir. KR sigraði ÍR meö miklum mun, 10-2, en hins vegar áttu Vals- stúlkurnar i miklum barn- ingi með Ármann. Þeim tókst þó að sigra með 3-2. Þessi mynd er úr leik Vals og Ármanns og þar er hart bar- i/.t um knöttinn. Ljósmynd Kjarnleifur. vel með sigri gegn Þrótti og stór- sigri gegn 1R. Það var ekki glæsi- legur leikur, sem liðið sýndi i gær, en nokkur ódýr mörk og ein- staklingsframtak Björns Péturs- sonar — sem skoraði sjö af 12 mörkum liðsins — kom þó i veg fyrir að um hreint burst yrði að ræða. Þó eru margir bráðefnileg- ir piltar i KR-liðinu, auk Otte- sensfrændanna, Björns Péturs- sonar og Hauks, en leikaðferð er nánast engin. Engar leikfléttur, sem orð er á gerandi, og léttleiki og hraði miklu minni en efni standa til hjá þessum ungu, spræku strákum. Efniviðinn vantar ekki — aðeins úrvinnsl- una. Vikingur hóf leik i gærkvöldi og eftir örfáar sekúndur lá knöttur- inn i marki KR eftir þrumuskot Einars Magnússonar. Siðan skor- uðu Ólafur F’riðriksson úr horninu og Jón Sigurðsson af linu fyrir Viking og allt virtist stefna i yfir- burðasigur. KR-ingar komust bókstaflega ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Vikings i byrjun. En þegar 9 min. voru af leik fóru villurnar að segja til sin hjá Vik- ing og KR komst á blað með tveimur mörkum Björns og Hauks. Það var nokkuð jafnvægi um stund, en siðan seig Vikingur framúr og staöan i leikhléi var 9- 5. Lengi vel i siðari hálfleiknum var þetta þriggja til fjögurra marka munur, en um miöjan hálfleikinn fóru KR-ingar að siga á. Björn var þá iðinn við að skora og eftir að Einar haföi misnotað vitakast fyrir Viking — skoraði Björn tvö falleg mörk og staðan var 12-11 fyrir Viking. En það stóð aðeins augnablik — Vikingar komust fljótt aftur þrjú mörk yf- ir, þegar Magnús og Sigfús skor- uðu. Með meiri einbeitingu hefði Sigfús átt að geta skorað mörg. mörk i þessum leik — hann fékk tækifærin til þess, þvi oft var hann aleinn frir á linunni. Skot hans voru hins vegar ekki góð — laus, neðst i mitt markið, og þvi varði markvörður KR þau öll nema tvö. Lokaminúturnar skor- aði Björn eitt mark fyrir KR úr viti. en Vikingur tvö þau siðustu. Fyrir Viking skoruðu Ólafur Friðriksson 4 — öll úr hornunum — Einar 4 (1 viti), Sigfús, Guðjón og Magnús tvö hver. Jón og Viðar Jónasson eitt hvor. Fyrir KR skoruðu Björn 7 (3 viti), Haukur tvö. Björn Blöndal tvö og Þor- varður eitt. Dómgæzlan i leiknum var eins og markvarzla liðanna - hripleg - og kom það talsvertá óvart hvað Hauk Þorvaldsson snerti, þvi hann er hiklaust i hópi okkar betri dómara. ÍR vann Fylki ill-ingar hlutu sin fyrstu stig á Reykja- vikurmótinu i gær- kvöldi, þegarþeir mættu Árbæjarliöinu Fylki. ÍR sigraöi i leiknum með 17-12. Það var ekki mikil spenna i‘ þessum leik. IR komst fljótt tveimur mörkum yfir og i leikhléi var munurinn orðinn fimm mörk, 9-4 fyrir IR, og I siðari hálfleikn- um jókst munurinn enn. Risinn Ágúst Svavarsson var markhæstur IR-inga með sex mörk, en Brynjólfur Markússon skoraði fjögur. Hjá Fylki skoraði efnilegur piltur, Asbjörn Skúla- son, flest mörk eða sex. Tveirleikir voru háðir bikar- keppninni I körfuknattleik i gærkvöldi. IR sigraði UMFS með 119 stigum gegn 63 og KR sigraði Ármann I alltvisýnum leik, 78-65. Ilann stekkur hátt, hann Mangús Sigurðsson — eini. af stórskyttum Víkingsliðsins, og fáir markmenn verja vinstri handar skotin hans, þcgar kanónan er i lagi. Ljósmynd Bjarnleifur. WFJOLBREYTT | <=ÚFVAL | QÆRDINUEFNA^ ciuGGnuni Grensasvegi 12 si’mi 36625

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.