Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 16
16 VÍSIR Mánudagur 16. október 1972. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafrœðingur: FÓLKIÐ í DOPP- ÓTTU FÖTUNUM „Einn er leiðtogi vor”, segir presturinn. Hann á liklega við Guð, bless- aður maðurinn, hugsar söfnuðurinn. Söfnuðurinn, sem situr prúðbúinn og gneyp og meötekur þessi orð, samanstendur af valdabröskurum, metorðastriturum, lánareddurum, bitlingasnötum o.s.frv. Skyldi söfnuðurinn trúa á það, scm presturinn er að segja ’ Varla allir, því sumir þeirra hafa þó ritað mergjaðar greinar í blöö, þar sem tilvist himnafööurins er afneitaö. Skyldu þeir breyta í samræmi við orð prestsins á þinginu i vctur og lúta hinum eina leiðtoga? Varla allir. Ætli það verði ekki eins i vetur eins og aðra vetur að þar veröi hver höndin upp á móti annarri? Svo varla lúta þeir allir leiðtoganum. Við skulum laumast sem snöggvast inn i hugarfylgsni ein- hvers þeirra og leita svara við hinni áleitnu spurningu: „Hvi situr þú hér svo gneypur? Þó ert þú þekktari fyrir annað en að fylgja guöi i oröi eða breytni.” Svar: „Ég er stjórnmálamaður. Margt fólk er trúað. Það kýs mig frekar i næstu kosningum, ef ég sýni trúrækni. Að visu er sumt fólk ekki trúað, en það skilur, að þetta er allt saman grin, he, he. Meira að segja mundu margir missa álit á okkur sem stjórn- málamönnum, ef við kynnum ekki þá list aö bregða okkur i ýmis gervi. Stjórnmálamenn verða að breyta þannig, að þeir móðgi sem fæsta”. Amen. Söfnuðurinn ris úr sætum. Þögul- ir, landsföðurlegir i'ylgja þeir biskupi, forseta og prestinum vitra út úr kirkjunni. Þeir eru i sléttu, dökku vinnufötunum sin- um, sömu vinnufötum og þeir nota i kokteilboðunum og heim- sóknunum hjá þjóðhöfðingjunum miklu. Fólkið fyrir utan horfið á þá. Ö, mikli fjöldi, ekki værirðu að horfa svona alltaf á mig, ef þú meintir ekki neitt með þvi. Dægurlagið dunar innra. Mikið er notalegt að koma svona vel fyrir. F'ólkinu finnst við vera æðsta tákn lifsbaráttu þess. Gallaminnstu menn þjóðfélagsins, tvimæla- laust. Hvaða ræða takmark er hægt að eiga en virðingu mikils hluta fólksins. Það dáir okkur, hugsa þeir. Virðuleikinn hylur notalega einhvern hugsanlegan skort á verðleikum. Þeir nálgast dyrnar á þinghúsinu sinu. Lög- reglan gerir honnör. Svo er fólk að saka þá um hrottaskap. Þeir standa sig hreint með stakrí prýði. Þetta er bara eins og i út- löndum, heiðursvörður, lifverðir, vantar ekkert nema brúskana upp úr hausunum á þeim. Er þetta ekki dásamleg friðsælt, virðulegt? En skyndilega er friðurinn rof- inn. Maður nokkur ryðst fram á völlinn. Hann er i ljótum fötum, snjáðum og doppóttum. Svona eins og föt þeirra gjarnan verða, sem vinna allskyns drullustörf, 10-12 t á sólarhring, til þess að kokteilparti leiðtoganna geti orð- ið veglegri og lystireisurnar lengri. Hann er með ljótan klin- ugan dall, oj bara. Hvað nú? Hann fer að ausa úr daliinum yfir landsfeðurna. Og föt landsfeðr- anna verða lika doppótt, eins og fötin þeirra, sem eru i drulluvinn- unni. Skömm og svivirða. Maður- inn hlýtur að vera geðveikur. Löggan gerir honnör. Trúa ekki eigin augum. Þeir eiga að gera honnör i dag. Einn er leiðtogi vor. Og þó, maðurinn er að gera föt landsfeðranna doppótt. Ekki er það i samræmi við vilja leiðtoga vors. Nú geisast þeir fram. Þjörmum að svininu, friðarspill- inum. Kremjum hann niður i göt- una. í heila landsfeðranna fer fram innri barátta. Helviti, ef þeir dræpu nú manninn hérna fyrir framan okkur án þess að við hefð- umst að. En ef við hjálpum hon- um og gefum löggunni skipun um mildi i krafti virðuleika vors og valds, halda kjósendur, að við stöndum með honum. Maðurinn hlýtur að vera geðveikur að gera fötin okkar doppótt. Við fáum slæmt orð á okkur fyrir að hjálpa slikum manni. Þeir ákveða að ganga áfram. En hvernig eigum við að vera i framan? Eigum við að vera grafalvarlegir og sýna að slikt hafi engin áhrif á virðuleika okkar?. Þá misskilur fólk okkur og heldur, að við tökum þessu geðveikislega uppátæki alvar- lega,hugsa aðrir. Það er betra að hlæja. Þetta er blátt áfram hlægi- legt. En þeir skynsömustu hugsa lengst að vanda. Ef við hlæjum, halda kjósendur, að við séum ábyrgðarlausir og gefum skit i hegðun undirsátanna. Bezt er að brosa og vera alvarlegur i senn. Brosa með munninum, fullir virðulegrar meðaumkunar i aug- unum. Söfnuðurinn hverfur inn i þinghúsið sitt, og sé litiö á heild- ina, þá er hann sannarlega lands- föðurlegur. Þeim léttir við að koma inn i notalegt þinghúsið. Hrista af sér virðuleikann. Maðurinn er snar- geðveikur. Hann tekur formlegar trúarathafnir alvarlega. Hann vill láta hreinsa sig af skirn og fermingu. Sá er nú vitlaus. Hann hefur sýnt ýmis konar annað óeðli á almannafæri. Hann hefur verið einn að flækjast með spjald um götur, þar sem á eru letruð mót- mæli gegn stefnu Bandarikjanna i Vietnam, stuðluð og rimuð. Mað- urinn gerir fötin okkar doppótt. Hann hlýtur að vera geðveikur. Og yfirstjórn lögreglunnar segir: Það verður aö setja manninn i geðrannsókn. Sakadómari segir: Það verður að setja manninn i 30 daga gæzluvarðhald, meðan verið er að upplýsa ipálið, og geðrann- sókn. Og fólkið segir: Maðurinn er geðv.....Eða hvað? Biðum við, hlustum á fólkið. Það segir, að þeir, sem urðu doppóttir við þinghúsið hafi ábyggilega margir framið verra athæfi en það að sletta skyri, hann hefur átt eitt hvaðsökótt við þá, eins og við eig- um reyndar margir, segja aðrir. Það mátti nú rifa helgislepjuna af þessum hræsnurum segir ein- hver. EiniKkann bibliusögurnar ennþá og segir, að þá hafi nú Jesús verið hrottalegri, þegar hann notaði svipu við að hrekja fariseana út úr musterinu. Já, það er undarlegt þetta fólk, þetta fólk i doppóttu vinnufötunum. Bezt að halda sig sem fjærst þvi. Um kvöldið er allt orðið gott aftur, föt landsfeðranna orðin einlit og slétt, fágaðir og bros mildir mæta þeir til frum- sýningar i Þjóðleikhúsinu. Eða.... Hvað segir fólkið? Er ekki allt orðið gott. 12. okt. 1972 Ragnar Stefánsson Kennsla í barnaflokkum hefst í dag Kennari Kolfinna Sigurvinsdóttir. Innrit- un að Frikirkjuvegi 11 frá kl. 4. Simi 15937. Þjóðdansafélagið. Viða gcymasl enn minningar frá striðsárunum 1940 til 45. Þcssi mynd er komin frá Onsey, þeirri fjölsóttu sumarleyfisparadis Svia, en gaddavirsflækjan hefur staðið þarna óhreyfð frá þvi Þjóð- verjar fiæktu henni þar fyrir 27 áruin siðan. Þeir eru ekki bein - líiiis hrifnir af öllum þessum gaddavir á eftirlætis-leiksvæði sinu. þeir Svein Nilsen og Arild Borge... ÞÓTTI SINATRA EKKI 2ja DOLLARA VIRÐI Frank Sinatra söng af hjartans lyst fyrir aðeins tvo dollara á kvöldi. Harðskeyttur nætur- klúbbseigandinn, Jack McGurr, taldi söngvarann ekki þess virði — og varp- aði honum á dyr. l»etta var snemma á árinu 1930, þegar Frank var nýkom- inn úr skóla hress og kátur. i dag segir Jack McGurr, sem orðinn er 69 ára gamall: — Ég var máske íullruddalegur við Sinatra á sinum tima. en núna...núna liggur mér við aö táríella yfir fljótfærni minni þá. En vandra'ðin voru þau, að söngur Sinatra féll ekki i kramið á þessum timum. Dansæðið var i algleymingi og fólk vildi heyra hljómlist og söng með miklu biti og rythma. — Sinatra var barmafullur af rómantik og það var ómögulegt að dönsa undir lögum hans. Krökkunum' likaði svosem ágætlega við hann, en það var bara ekkert fjör þegar hann skemmti. Fólk kaus bara að standa og hlusta. Það var ekki nógu heppilegt fyrir viðskiptin. svo ég var eðlilega ekkert alltof hrifinn. Þótti hann ekki einu sinni verðskulda þessa tvo doll- ara, sem hann fékk fyrir tveggja til þriggja tima pró- gramm. Svo það var ekki um annaðað ræða en að segja hon- um upp. Eftir það sá ég hann ekki oftar i minum húsum.” McGurr, sem átt hefur marga skemmtistaði og söngleikja- hallir. hefur alltaf verið kunnur fyrir næmleik þegar hann hefur valið skemmtikrafta. Sagður sjá i einni andrá hvort þeir sem ganga fram fyrir hann hafa Frank Sinatra hæfileika til að bera eða ekki. „Ég sá strax að strákurinn bjó yfir miklum hæfileikum.” segir hann. „Sinatra hafði skap- að sér sinn sérstæða stil strax á þessum fyrstu árum sönglistar- ferils sins. Söngur hans var þrunginn mjög mikilli tilfinn- ingu. en - eins og ég sagði: hann var aðeins á undan sinni samtið. Og ég gat ekki látið það koma niður á rekstri minum.” EMPIRE STATE VILL HÆKKA „ I EMPIRE STATE t n íin UM 11 HÆÐIR VP Á meðan Parisarbúar leiða hugann að þvi, að skrúfa niðurEiffelturn sinn, sem gugginn er orðinn, varpar Amerikumaður fram þeirri hug- mynd, að hækka Empire State-bygginguna i New York. En sú bygging, sem verið hefur sú hæsta i 40 ár, á það nú fyrir sér, að veröa aðeins sú þriðja hæsta vegna nýrra mannvirkja, sem eru að risa. Hann heitir Robert Jones, arkitektinn, sem á hugmyndina að hækk- um Empire State. Myndin hér að ofan sýnir tvo möguleika, sem hann hefur sýnt fram á, en báðir miðast þeir að þvi, að bæta ellefu hæðum ofan á bygginguna og hækka þannig úr 86 þúsurid feta hæð i 113 þúsund feta hæð, að undanskildum turnunum i báðum tilvikum. Fyrsti blindi presturinn Fyrsti blindi presturinn hefur tekið við embætti i Danmörku. Þegar séra Egon Mads Jensen, 35 ára gamall, steig i fyrsta sinn upp i stólinn i Engenstofte i Lol- land, var bernzkudraumur hans iað rætast. Þessi nýji prestur missti sjónina fyrir fimm árum af i völdum vinnuslyss. Egon Mads var áður verkstjóri i verksmiðju i Nakskov, en leynt og ljóst hafði hann alið með sér ; þann draum, að læra til prests. Þessi eiginmaður og faðir tveggja barna taldi bara ekki rétt að láta af hinu vel launaða verkstjóra- starfi til að hefja nám, fjölskyld- unnar vegna. En svo missti hann sjónina og varð að skipta um starf. Og eftir daglegt tiu tima bóknám, — með hjálp segulbandstækis — náði hann guðfræðiprófi. Egon Mads Jensen er nú fluttur að prestssetrinu með fjölskyldu sina.. — Konan min verður að aðstoða mig við pappirsvinnuna, segir þessi fyrsti blindi prestur Danmerkur. Og ég nýt leiðsagnar hunds þegar ég þarf að heim- sækja sóknarbörn min.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.