Vísir - 27.06.1973, Page 2

Vísir - 27.06.1973, Page 2
2 Visir. Miövikudagur 27. júni 1973. vhmtsm: Finnst yöur, aö húsin á horni Hafnarstrætis og Lækjargötu (hús Dráttarvéla hf. og Baðstof- an) eigi aö standa? Jón G. Jónsson, tollvöröur: Þessi hús fara vel viö Arnarhól, og eins lengi og hann stendur óbreyttur eiga þau einnig að standa. Það á að láta arkitekt sjá um útlitslag- færingar og málun, þvi þessi hús eru til prýöi. (iunnar llelgason, húsgagna- hólstrari: Mér finnst ágætt að láta gamla bæinn standa eins og hann er, og þá alveg eins þessi hús. Bezt væri að loka bænum svo fyrir allri umferð, og ég vil ekki sjá neinar hraðbrautir. Bergvin (iuömundsson, sjómaö- ur: Þetta má allt saman fara, það er engin prýði aö þessu. Kg vil endilega fá hraðbrautir hér i gegn. Ardis Hauksdóttir, hjúkrunar- nemi: Þau eiga að standa, og það mætti gjarna flikka svolitið upp á þau. Mér finnst, að það eigi að hafa sama miðbæinn eins og verið hefur hingað til, og láta hann standa óbreyttan. Björn Guöjónsson, trésmiöur: Ég er nú utanbæjarmaður, og ég get sagt um þessi hús að þau eru ekki ljót, þótt ekki sakaði að mála þau, og ég hugsa að ég myndi sakna þeirra ef þau færu. Það má ekki byggja neitt annað þarna. Á tékknesku sýningunni: ÞAR DANSA GLÖSIN Það er meira en lítið þrekvirki að skála með glösumeinsog Stóru Bertu, eins og blaöakona Þjóð- viljans gerir hér á mynd- inni. Tékkar sýna þetta glas og önnur álíka, hrein- ustu listgripi, sem þeir segja aö islendingar hafi ekki viljað kaupa, eða kannski ekki getað, því sett af 6 glösum kostar um 15 þúsund krónur, glasið af tékkneskum kristal kostar því á 3. þúsund krónur stykkið, enda listasmíð,af- ar erfið í framleiðslu. Tékkneska sýningin i Laugardalnum hefur nú verið opin í 10 daga og hef- ur nokkur aðsókn verið að henni, en verzlunarmenn hafa mjög sótt þangað og rætt við fulltrúa tékkneskr- ar útflutningsframleiðslu. Svona lita glösin út, listaiöja frá Bæheimi, allt frá Stóru Bertu til Mjóna eöa Slim Fcllow, eins og glasið lengst til hægri heitir. Villa á Þjóðviljanum tæmir Stóru Bertu, eitt hinna dýrmætu dansandi glasa, en Lúðvik Svóbóda, forseti Tékkóslóvakíu horfir andaktugur á. Glösin eru látin dansa á standinum, en siðan reyna menn að hella úr flösku i þau og reynist ýmsum erfitt, en leikurinn þykir vinsæll I heima- landinu og sérstakir klúbbar stofnaöir utan um þessa iðju. Sambandið við Tékka er sannarlega ekki nýtt af nálinni, það hefur staðið í meira en hálfa öld, og heiðruðu Tékkarnir tvö is- lenzk fyrirtæki fyrir 50 ára samvinnu í tilefni af kynn- ingunni hér. En það er fleira en dansandi glös og glæsilegur gleriðnaður Tékka, sem sýndur er. Þarna sjá menn góða kunningja, Skoda og Tatra-bila, traktora og vélar. Offsetprentarar eru i fullum gangi daginn út og inn að prenta á vélar sinar, og minjagripasala er i fullum gangi á sýningunni. Þar eru seldir handunnir munir, eggjakörfur, brúður i þjóðbúning- um og annað þvi um likt, ódýrir hlutir, sem ekki koma ýkja mikið við pyngjuna. Þá er þarna aðsjá þá vöru, sem Tékkar hafa eflaust orðið hvað frægastir fyrir, það er pilsnerinn þeirra frá borginni Plsen, ásamt öðrum vökvum, sem ekki hafa fyrr sézt á vörusýningum hér- lendis. Sýningunni lýkur núna um helgina, en hún er opin frá 3 til 10 á degi hverjum. —JBP— Skemmtilega holóttur vegur til Ólafsfjarðar lleiöa hringdi. Mig langar til að flytja beztu þakkir til Kristins Jóhannssonar, skólastjóra á ólafsfirði, fyrir þátt sinn um Daginn og veginn, sem fluttur var á mánudagskvöldið var. Þar var svo sannarlega rétt- ur maður á réttum stað og leiðina frá Akureyri til Ólafsfjarðar með sinum holótta vegi sá maður liós- lifandi fyrir sér. Otvarpið á þakkir skilið fyrir margt gott efni upp á siðkastið, t.d. þáttinn „Segðu mér af sumri”, sem hinn ágæti Jónas Jónasson sér um. Viðtalið viö Agnar Kofoed-Hansen var bæði fróölegt og skemmtilegt. Meö sumarkveðju, Heiöa. V-bílar eiga líka sinn rétt í umferðinni ökumaöur hringdi: „Það er rétt, sem haft er eftir ökumanni úr Eyjum i blaðinu i dag. Menn hafa sýnt ökumönnum á V-númerum einstaka ónær- gætni. Vist er það rétt, að sumir ökumenn, sem þurftu skyndilega að hef já akstur við allt önnur skil- yrði en i sinni heimabyggö, voru nokkuð seinir og áttuðu sig illa á nýjum og flóknum reglum. En hins vegar sér maður mun oftar ökumenn á V-bilum, sem aka hreint með ágætum. Það er miklu oftar, sem ég rekst á bila i umferðinni, sem hafa innanborðs ökumenn, sem viröast ekkert hafa lært, jafnvel þótt þeir séu Reykvikingar eða Kópavogsbúar. Sjálfur lenti ég i þvi að aka V-bil á dögunum eins og eina bæjarleið. Og, sjá! Strax og gula ljósið var komið á um- ferðarvitana, var byrjaö að flauta með þessum lika látum. Lfklega hafa þetta verið samborgarar minir, sem hafa haft einhverja meirimáttarkennd gagnvart bræðrum sinum úr Eyjum?” Linda Guöbjörnsdóttir, skrif- stofustúlka: Þau ættu að standa, og þau mætti gjarnan mála, ef það tekst eins vel og með Bern- höftstorfuna. Ég er hrædd um að ég myndi villast i bænum, ef þessi hús færu, þvi maður er orðinn svo vanur þeim. FJÁRPLÓGSSTARFSEMI? „Notandi hitaveitu i Kópavogi” hringdi og haföi eftirfarandi fram að færa: — Þaðkom fram i Morgunblað- inu fyrir stuttu, að bráðlega ætti að koma til 32% lækkun á hita- veitugjaldi þeirra, sem njóta nýju hitalagnarinnar með hveravatn- inu frá Reykjavik. Mig minnir, að þetta sé samkvæmt samningun- um, sem voru gerðir milli Reykjavikur og Kópavogs um sölu á vatni frá Reykjavlk og hlutdeild Hitaveitunnar i dreif- ingu heits vatns um Kópavog. Aður en þessir samningar voru gerðir, var oliufjarhitunarstöð i Kópavogi, sem seldi út heitt vatn á ákaflega dýru verði, og kostaði tonnið hjá þvi fyrirtæki alltaf mun meira en tonnið á heitu vatni i Rvik. Rökstuðningurinn fyrir þeim pris var sá, að þetta væri svo dýrt að kynda svona. Núna seinast var verðið á tonn komið upp i 28 krónur, ef fastagjald var reiknað með. Fyrir u.þ.b. ári fór Hitaveitan i Reykjavik að selja Kópavogsbæ vatn, og fékk bærinn það á rúm lega 7 kr. tonnið, en hélt áfram að selja tonnið á 28 krónur.Svo heilu ári seinna koma þessir menn og segjast vera að lækka vatnið — það er satt, það lækkar niður i 19 kr„ sem er sama gjald og hjá Hitaveitu Reykjavikur. En á þessu heila ári hljóta mennirnir að hafa mokað peningum af fólk- inu, þvi hvers vegna getur Hita- veita Reykjavikur selt tonnið á 19 krónur, þegar bærinn treysti sér ekki til að selja það á minna en 28 kr.? Þarna ber 9 krónur i milli, og það eru notaðar þúsundir tonna i hverjum mánuði. Hvernig væri nú, að einhver forráðamaður i Kópavogi út- skýrði þessa fjárplógsstarfsemi, án þess að breiða yfir hana með orðagjálfri. Er kannski verið að lála nokkra notendur hitaveit- unnar greiða allan stofn- kostnaðinn við lagningu hitaveit- unnar til Kópavogs.?

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.