Vísir - 27.06.1973, Síða 6

Vísir - 27.06.1973, Síða 6
6 Visir. Mibvikudagur 27. júni 1973. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Símar 11660 86611 Afgreibsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 f7 lfnur) Askriftargjald kr. 300 á mánubi innanlands i lausasölu kr. 18.00 einfakiB. BlaBaprent hf. Á nú enn að þjarka? Vesturþýzk stjórnvöld hafa ekki hætt sér út i herskipavernd á íslandsmiðum. Það stafar ekki eingöngu af þvi, að þau kunni betri mannasiði en lafðir þær og lávarðar, sem stjórna þorskastriði Breta. Vestur-Þjóðverjar hafa á undanförnum árum haft betra lag en Bretar á samskiptum sinum við aðrar þjóðir. Meðan Bretar hafa klúðr- að Rhodesiumálinu og Norður-írlandsmálinu, hafa Vestur-Þjóðverjar rekið skynsamlega austurstefnu og stuðlað að friði i heiminum. Hitt er ljóst, að vesturþýzk stjórnvöld hafa ekki vandað sig sérstaklega i landhelgisdeilunni. Ráðamönnum landsins hefur þótt málið svo óverulegt, að það tæki þvi ekki að sinna þvi. Þröngsýnir embættismenn hafa fengið að ráða ferðinni og gera Vestur-Þýzkaland að næstum þvi sama skálki og Bretland. Það munar að visu her- skipaverndinni. En i öllu öðru hafa Vestur-Þjóð- verjar fylgt Bretum dyggilega i landhelgismál- inu. Brezkir og vesturþýzkir embættismenn hafa verið saman um að etja Efnahagsbandalagi Evrópu út á skákborð landhelgisdeilunnar. Þeir hafa frumkvæði að þvi að láta bandalagið fresta þvi að láta friðindi fyrir islenzkar fiskafurðir taka gildi i samræmi við viðskiptasamning ís- lands og bandalagsins. Þeir eru nógu skammsýn- ir til að telja þessa hótun munu gera íslendinga meðfærilegri i landhelgismálinu. Slikt er fjarri nokkrum sanni og gerir Efnahagsbandalagið að- eins að þriðja skálkinum i þorskastriðinu. Nú eru Vestur-Þjóðverjar að koma til viðræðna við íslendinga og þykjast áreiðanlega vera snöggtum skárri viðskiptis en Bretar. Þeir vilja, að við heiðrum einn skálkinn fyrir það, að annar skálkur sé enn ófyrirleitnari. Spurningin er bara sú, hvort ekki sé réttara fyrir okkur, úr þvi sem komið er, að biða eftir niðurstöðu hafréttarráð- stefnunnar, fremur en heiðra skálkana með samningum. Allténd hlýtur það að vera forsenda fyrir alvar- legum viðræðum við vesturþýzk stjórnvöld, að þau færi sjónarmið sin af þriðja flokks embættis- mannasviði, þar sem hinar stóru linur týnast inn- an um smáatriði illa skilgreindra sérhagsmuna og þar sem enginn þorir að taka af skarið og rétta höndina fram til sátta. Það er búið að vera nóg af marklausu þjarki i samningaviðræðum til þessa. Við biðjum ekki um greiðasemi af hálfu vestur- þýzkra stjórnvalda. Við viljum hins vegar telja, að það sé i þeirra eigin þágu, að hinir raunveru- legu ráðamenn þeirra taki i taumana. Þeir hafa þá yfirsýn, sem embættismennina skortir. Þeir sjá hið alþjóðlega samhengi. Þeir hljóta að sjá, hve striður straumur er i átt til 200 milna fisk- veiðilandhelgi. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir þvi, að slik landhelgi er um það bil að verða að al- þjóðalögum. Þeir hljóta að sjá, að það er gagn- stætt hagsmunum Vestur-Þýzkalands i samfélagi þjóða heims að vera með bolabrögð hér norður i höfum i trássi við hraðfara þróun alþjóðaréttar, aðeins til að verja illa skilgreinda sérhagsmuni um ákaflega skamman tima. Það er þetta viðsýna og framsýna viðhorf, sem er forsenda þess, að frekari viðræður hafi hag- nýtt gildi. —JK— Kissinger undirritar vopnahléssamninginn slbasta. HVAÐ BÝR UNDIR? Þess vegna er sennilegast, aB kommúnistar nái völdunum. Draumur úti Sá var draumur and- kommúnista á sinum tima, aB styrkja mætti lýBræBi i SuBur- Vietnam, lýBræBisstjórn tæki viB af herforingjastjórn og her hennar yrBi efldur svo aB hann gæti variB landiB gegn kommúnistum, á eigin spýtur. Þessi draumur hefur ekki rætzt. Sams konar herforingjastjórn situr aB völdum i Saigon og þar var, þegar striBiB hófst, meB þeirri breytingu, aB núverandi valdhafar eru hrifnari af Banda- rikjamönnum en Frökkum. Her Saigonstjórnarinnar er ekki talinn geta variB SuBur-Viet- nam gegn kommúnistum. Miklar mannfórnir hafa veriB færBar, einkum af bændafólki i Vietnam. Eins og styrjaldir voru frá örófi leikfang konunga, þannig er al- múgamaöurinn enn i dag i sk.ynd- ingu sendur á vfgvöllinn tií aö bjóöa lif sitt, venjulega áöur mátulega sefaöur af áróöri vald- hafa. Stóð á sama Viöbjóöur Vietnamstriösins varö sem átumein i þjóöfélögum Vesturlanda. Þó var þaö striö kannski sögulegast aö þvi leyti, aö menn hættu loks fyrir alvöru aö þykjast vita, fyrir hverju þeir væru aö berjast. Þau uröu endalok gullalda striösmannanna, sem uröu frægir af hetjudáðum, aö heim frá framlinu vestrænna rikja og lýðræðisins, var sagt, komu sveitir niðurniddustu hermanna sögunnar. Jafnvel i ósigri höfðu hermenn oftast haft „heiöurinn”, svo héldu þeir, en i Vietnam voru bandariskir hermenn löngu hættir aö „halda”. Þeir voru löngu hættir að halda, að þeir væru i framlinu baráttunnar fyrir lýðræði og mannréttindum. Þeir vissu ekki, þegar þeir fóru heim, hvort þeir hefðu „unnið” strið sitt eða „tapað” þvi. Þeim stóð lika á sama. Nú er vopnah.'é i Vletnam, en hvaö þýðir þaö? Víetnam- styrjöldin er greinilega komin á lokastigiö. Bandarikjamenn draga sig út úr striöinu, og fæstir spá, aö þcir komi aftur. Nixon hótar aö visu aö kasta sprengjum á Noröur-VIetnam, ef kommú- nistar geri nýja stórárás. Banda- rikjamenn hafa samt meö þvl aö hætta aö striöa meö Suöur-Viet- nömum tryggt tilvist þess, sem kalla má „þriöja Víctnamrikiö”, en þaö eru þau svæöi, sem þjóö- frelsishreyfingin ræöur i Suöur- Víetnam. Þetta býr undir. Peter Arnett, fréttamaður AP- fréttastofunnar bandarisku, fór viöa um Vietnam i mai og júni. Hann spáir þvi, aö kommúnistar, þjóðfrelsishreyfingin, muni taka völdin i Suöur-Vietnam. „Þriöja Vietnam” hefur þjóö- frelsishreyfingin byggt á svæðum, sem hún hefur tekiö meöfram landamærum Suöur- Vietnam. Þetta mun vera nærri fjórði hluti Suður-Vietnam. Her stjórnarinnar i Saigon gæti ekki unniö þetta land úr höndum þjóðfrelsishreyfingarinnar, nema meö miklum loftárásum Bandarikjamanna. Þessum her hefur mistekizt hrapallega aö undanförnu aö ná vegum af kommúnistum. Tákn framtiðarinnar eru aug- ljós viða, segir Arnett. Kommúnistar hafa spilin i Viet- nam. Þeir eiga margra kosta völ. Bændasynir kvaddir í lið kommúnista A ferðum sinum fann Arnett greinileg merki um meðferð kommúnista á einu trompinu. Þeir hafa endurvakið skæruhern- aðinn. Minnstu munaði, aö þeir heföu stéypt stjórninni i Saigon áriö 1965. Bandarikjamenn komu Saigonmönnum til hjálpar, og siðan var barizt. Með sókn sinni og innrás frá Norður-Vietnam fyrir ári komust kommúnistar að nýju i færi viö bændasynina i Suöur-Vietnam. Þessir bændasynir eru nú unnvörpum kvaddir i her þjóð- frelsishreyfingarinnar, ýmist sjálfviljugir eða með illu. Fréttir frá héruöunum bera þetta með sér. Þetta eru einkum piltar á aldrinum 12-18 ára. Eldri menn eru einnig viöa tilkvaddir, menn sem kannski börðust með þjóðfrelsishreyfingunni, áður en hún var hrakin undan fyrir nokkrum árum. Fólk flutt aftur frá N-Víet- nam Þjóöfrelsishreyfingin flytur einnig til baka fjölda fólks, sem hún hafði með sér til Norður-Viet nam eftir sóknina i fyrra, sumir segja 20 þúsund manns. Þetta fólk og annaö frá Norður-Vietnam flyzt nú til svæða, sem þjóðfrels- ishreyfingin ræöur í Suður-Viet- nam. Illlllllllll fl® MffllH Umsjón Haukur Helgason Fyrir kommúnistum vakir greinilega, segir Arnett, að styrkja „þriðja Vietnamrikiö” sitt og tengja hin ýmsu svæði, sem það tekur til. Siðan geti þeir hafið sókn gegn þeim borgum, sem Saigonmenn ráða i grennd við landamærin. Her Saigonstjórnarinnar heldur nú bæjunum Kontum, An Loc og Quang Tri á þessum slóðum, frægum bardagasvæðum i styrjöldinni i fyrra. En her stjórnarinnar er nú þegar magn- laus i þessum bæjum. Komm- únistar geta farið með heri sina umhverfis þá og framhjá að vild. Þeirgætuhafið stórsókn fram hjá bæjunum inn i mitt landið ein- angrað bæina og tekið þá, það er að segja, ef Bandarikjamenn kæmu ekki til sögunnar. Saigonherinn á fárra kosta völ. Hann er vonlaus um að endur- heimta svæðin, sem þjóðfrelsis- hreyfingin hefur tekið, án banda- riskra flugvéla. Likurnar eru þvi, segir Arnett, þær, að kommúnistar haldi áfram striði á ýmsum stigum og sverfi að stjórninni i Saigon Saigonstjórnin muni reyna að halda sinu i hálendinu i miðbiki landsins og við ströndina en fjandmenn hennar muni eflast með hverjum degi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.