Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Laugardagur 9. febrúar 1974. — 34. tbl. SÚ GAMLA KLÁRAÐI SIG - BAKSÍÐA Verður löndunarbann? — líkur ó að loðnubrœðslurnar taki drœmar við loðnunni á nœstunni vegna yfirvofandi verkfalla Fáum við okkar STRIK? Svo kann að fara, að ekki bara Austurstræti verði göngugata i framtiðinni, — heldur einnig Bankastrættog Laugavegur. Þá fengju Key kvikingar kilómetra langa götu fyrir þá, sem sinna búðarandi. Má segja, að höfuðborgin hafi þá eign- azt sitt strik, álika og þeir hafa i Kaupinhafn. — Bls. 3 Það hœttu baro allir að hlusta — sjá frétt um fréttatíma útvarpsins — baksíða Smyslov efstur Smyslov er nú kominn með 4 vinninga á skákmótinu og er efstur. Eftir umferöina I gærkvöldi erú svo Forintos og Friðrik næstir, með 3 1/2 vinning. 1 gærkvöldi vann Guðmundur Kristján, Forintos vann Jón, Ciocaltea vann ögaard, Smyslov vann Magnús og Tringov vann Kristján. Benóný mætti ekki til leiks við Freystein og tapaöi þvi á tima. — ÓH Lesendur hafa sitt af hverju til mála að leggja — bls. 2 Alþjóðíegt kommúnulíf í Vestm.eyjum — bls. 3 Stjórnendur loðnu- bræðslnanna héldu með sér fund i Reykjavik i gærdag, þar sem fjallað var um hugsanlegar ráðstafanir vegna yfir- vofandi verkfalla. Verk- föll hafa verið boðuð frá og með 19. febrúar, og þá lizt verksmiðjustjór- um og eigendum illa á að vera með fullar þrær. Ákveðið var að gefa út sameig- inlega yfirlýsingu um niðurstöðu fundarins i gær, og kemur sú yfir- lýsing út seinnipartinn i dag. Visir reyndi i gærkvöldi að hlera niðurstöður fundarins, og virðist ljóst, að verksmiðjustjórn- ir reyna að gripa til einhverra ráðstafana. Hverjar þær ráðstafanir eru, er ekki gott að segja, en sennilega ætla verksmiðjustjórar ekki að stoppa bræðslu, setja á löndunar- bann allt i einu. Likur hljóta að vera á, að dregið verði úr bræðslu hægt og hægt, ekki landað svo ört úr bátum, að jafnan fyllist i það skarð sem myndast i þrónum við bræðsluna. Þetta þýðir einfaldlega — ef rétt er ráðið i það. sem Visir þyk- ist hafa hlerað — að verksmiðju- stjórnir ætli að taka við einhverri loðnu áfram. löndunarbannið verði ekki algert. En yfirlýsingin kemur út seinnipartinn i dag. —GG Sala á áfengi hefur minnkað — Minna hefur verið keypt ó vínveitingahúsunum eftir síðustu ófengishœkkun i stað þess að aukast hefur sala á áfengi staðið i stað og fremur dregið úr henni en að hún hafi aukizt. Það eru samt stórar upphæðir, sem keypt er fyrir sem fyrr. Samkvæmt upplýsingum skrifstofustjóra Afengisverzlunar rfkisins var salan 15S.3 milljónir króna á fyrsta mánuði ársins. Á sama tima i fvrra var selt áfengi fyrir samtals 125.3 milljónir, sem er að visu 26 prósent lægri upphæð. en það ber að hafa i huga. að siðan hafa orðið áfengishækkanir og sú siðasta þeirra stærst. eða sem nam 25 prósentum. Ýmsar getgátur voru á lofti siðasta mánuð ársins um áhrif þjónaverkfallsins og hinna þurru mánaða af þess völdum. Bjuggust margir viö. að áfengisneyzla yrði drjúg á veitingahúsunum fyrst eftir að úr hinu langa verkfalli levstist og barirnir opnuðu að nýju. Nú hefur það komið i ljós. að á allflestum véitingahúsunum hel'ur sala áfengis fremur dregizt saman frá þvi sem var fyrir verkfall. Er þar kennt um áfengishækkuninni. sem varð aðeins örfáum dögum áð- ur en barirnir opnuðu að nýju með stórhækkuðu sjússaverði. Sannazt hefur réttmæti þeirra orða blaðafulltrúa þjónanna. sem hann lét hal'a eftir sér i viðtali eftir áfengis- hækkunina: ,,Við stöndum uppi með óseljanlega vöru eft- ir þessa miklu hækkun". DYRIN FA SINN SPITALA - Watson afhendir hann formlega á mónudag Já, það er ekki ástæða til annars en að treysta honum Lappa, þessum lifsreynda og gáfaða hundi. Og þaö er greinilegt, að barnið kann vel að meta þennan félaga sinn. Hann Lappi hefur lent i mörgu um svina. Haustið 1972 fannst liann i reiðileysi við Menntaskólann i Hamrahlið, var tekinn þar af góðviljuðum nemendum, sein komu honum til Hundavinafélagsins. Þaðan var honum ráðstafað til góðs fólks i Eyjum, — Og svo fór að gjósa. Enn þurfti Ilundavinafé- lagið að koma til sögunnar, og að þessu sinni fékk Lappi nýja húsbændur heima hjá fjölskyldu Guðmundar Sigurdórssonar. Við hittum Mark Watson að máli i gærdag, en hann er hér i heimsókn. Hann tjáði okkur, að á mánudaginn kl. 16 mu.ndi dýraspitalinn formlega al'hent- ur við athöfn, sem fram á að fara i Höfða. Eins og kunnugt er gaf Watson þjóðinni spitalann, sem enginn treysti sér lengi vel að taka við. —JBP—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.