Vísir - 14.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 14.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Föstudagur 14. febrúar 1975 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Reikningsdæmin bíða Hver er framleiðni einstakra atvinnuþátta hér ) á landi i innbyrðis samanburði og i samanburði ) við útlönd? Hve lengi er fjárfesting að skila sér i ( hverjum atvinnuþætti fyrir sig? Hvert er hag- i ( kvæmast að beina þvi takmarkaða fjármagni, ) sem þjóðin hefur til umráða? ) Þetta eru meðal mikilvægustu spurninga i ( efnahagslifi okkar. Við höfum hagstofu, þjóð- ) hagsstofnun og ótal hagdeildir i bönkum og öðr- ) um stofnunum, en fáum samt ekki svör við þess- ( um spurningum. Þessar stofnanir vinna mikil- ( vægt starf i öflun tölfræðilegra upplýsinga, en ) virðast ekki þora að stiga skrefið til fulls. ) Ef til vill eru þetta of viðkvæm atriði til þess, að ( hagfræðingar geti fjallað um þau. Þeir vilja ef til ( vill ekki láta stimpla sig sem þjóðniðinga, ef ) niðurstöður þeirra henta ekki hagsmunaaðilum i ( þjóðfélaginu. Þeir óttast ef til vill reynslu ann- ( arra, sem hafa verið að fikta við þessa útreikn- ,) inga og hafa uppskorið skitkast af hálfu hags- ) munaaðila. ( En þessi þögn sérfræðinganna stuðlar að þvi, ( að umræður um efnahagsmál haldast á lágu stigi < hér á landi. Kjaftasnakkar komast upp með að ) rugla fólk i riminu. Þeim hefur tekizt að stilla ( heilum atvinnuvegum upp sem heilögum kúm, er ( ekki megi stugga við á neinn hátt. Utan um )) heilögu kýrnar hefur svo myndazt fjölmenn \) prestastétt, sem ræðst gegn sérhverri tilraun til t( að mæla heilögu kýrnar i tölum framleiðni vinnu /( og fjármagns. \) Að sjálfsögðu þarf þjóðin að vita, hvaða at- ( vinnuþættir okkar eru samkeppnishæfir i saman- ( burði við hliðstæða erlenda atvinnuþætti, hvaða ) atvinnuþættir hafa góða von um að verða sam- ) keppnishæfir i slikum samanburði og hvaða at- ( vinnuþættir eru i vonlausri samkeppnisaðstöðu. ( Þetta er unnt að reikna út, en er ekki gert. ) ísland hefur ekki náð að safna miklum þjóðar- ) auði. Takmarkað fjármagn er til umráða til fjár- ( festingar á ári hverju og það þarf að nýta sem ( bezt. Við höfum grun um, að i súmum atvinnu- ) þáttum skili fjármagnið sér alls ekki, i öðrum (( seint og illa og i enn öðrum með mjög skjótum /( hætti. Þetta er unnt að reikna út, en er ekki gert. )) Þjóðin þarf að sjálfsögðu að fá að vita, hverjar \\ eru heilögu kýrnar i efnahagslifi landsins, kýrn- ( ar, sem soga til sin fjármagn og eyða þvi til litils ( eða einskis. Með slikri vitneskju væri auðveldara ) að beina fjármagni og starfsorku til þeirra ) greina, sem fljótastar eru að skila þjóðarbúinu ( arði, sem siðan er unnt að leggja i nýja fjárfest- ( ingu. ) Við slikt mat koma að visu önnur sjónarmið til ) álita en hið hreina peningalega sjónarmið. Við ( teljum til dæmis eðlilegt að stuðla að vissu marki ( að jafnvægi i byggð landsins. En enginn veit, hve ) mikið atriði eins og byggðastefnan kostar að öllu ( samanlögðu, — byggðasjóði, lánakjörum, styrkj- ( um, uppbótum, niðurgreiðslum, verðjöfnun og ) ýmsum framkvæmdum. Ef þetta væri vitað, væri ) auðveldara að meta, hve mikilli byggðastefnu ( þjóðfélagið hefur efni á. ( Hagstofnanir þjóðarinnar eiga að hefja störf á )) þessum sviðum, þótt slikt muni kosta nokkurn \( úlfaþyt. Við höfum hreinlega ekki efni á að láta (( þessi reikningsdæmi biða. )) —JK \ iiiiiiiiini asiwM UMSJÓNt G. P. Stirðleg trúlofun Alvarlegur ágreiningur viröist spilla því, að af hjónabandinu verði milli Túnisog Libýu, eins og ætl- azt hafði verið til, þegar lýst var með hjónaefnun- um öllum til mikillar furðu fyrir rúmu ári. Eftir fund, sem þeir áttu, Habib Bourguiba forseti Túnis og Mu- ammar Gaddafi leiötogi Libýu, á eyjunni Djerba i Miðjarðarhafi, var þvi lýst yfir 12. janúar 1974, að þessi tvö riki ætluðu að renna saman I eitt. Það var þá i annaö sinn sem Gaddafi biðlaði til annars rikis um að mynda eina heild með Libýu. 1 fyrra sinniö snerist Egyptum hugur á siðustu stundu, þegar átti að fara að leiða þá til altaris. Óheppnin viröist ætla aö elta Gaddafi I þessum sameiningar- hugsjónum, þvl aö ekki voru margir dagar liðnir frá yfir- lýsingu þeirra Bourguiba á Djerba, þegar Túnismenn fóru aö sýna á sér hik. Sáu þeir ástæðu til þess að taka það mjög skýrt fram, aö þar heföi einungis verið um viljayfirlýsingu að ræða af þeirra hálfu. Slikt yröi aö fram- kvæmast i áföngum og þá algjör- lega I samráöi við Maghreb-lönd- in, eins og sambandið milli Túnis, Alsír og Marokkó er i daglegu tali nefnt. — Ennfremur lýstu ráða- menn Túnis þvi yfir, að breyta þyrfti stjórnarskrá landsins, svo að unnt yrði að hafa atkvæða- greiöslu um sameiningarmálið og leggja það undir dóm þjóðarinn- ar. Siðan liður og blður og ekkert ber til tíðinda, nema Libýumenn vilja túlka samkomulagið sem svo, að sameiningin eigi að fara fram þegar i stað. Koma eigi á sameiginlegri rikisstjórn, sam- eiginlegri stjórnarskrá, einn og sami þjóðfáninn, einn forseti og einn her fyrir báða. Næstu mánuöina er allt slétt og fellt á ytra yfirborði þessarar trúlofunar. Fyrir skömmu hélt Habib Chatti, utanríkisráðherra Túnis, þvi fram i franska útvarp- inu að allt væri i lukkunnar vel- standi hjá þessum tveim. — Þó er það smám saman aö verða ljós- ara eftir þvi sem dregst á lang- inn, að athöfn verði látin fylgja orðum, aö einhver ágreiningur hlýtur að vera. Fyrir nokkrum mánuðum gerði Túnisstjórn fyrirspurn til Libýu og fór fram á, að nánar yrði gerð grein fyrir þeim skuldbindingum, sem Libýa hafði gert viö Egypta- land og Arabasambandið. Þetta var hunzað og ekkert svar barst. Hefur Bourguiba illa tekizt að leyna þvi, að honum var misboö- ið. Samtimis þvi hefur það skeð, að allar áætlanir um samvinnu landanna beggja á sviði tækni, efnahags og fjármála hafa verið lagðar á hilluna i bili. Ofan á þetta bætist svo deila um, hvernig skipta skuli Gabes- flóa, sem þessi tvö lönd liggja að, á milli þeirra. Það er viðkvæmt mál, þvi miklir hagsmunir eru þar I húfi. 1 flóanum hafa nefni- lega fundizt miklar oliulindir. Túnismenn lögðu til, að þetta ágreiningsmál yrði lagt fyrir al- þjóðadómstólinn i Haag til úr- skuröar. Þvi hafa Libýumenn ekki svarað. Auk þessa hefur svo komið upp alls konar minni krytur vegna sérkennilegra siða hvorrar þjóð- ar fyrir sig. Þannig brást Túnis illa við, þegar Gaddafi ofursti lét frá sér fara yfirlýsingar, sem gagnrýndu, að konur I Túnis mættu vera á almannafæri án þess að hafa blæjur fyrir andlit- inu. Leiðtogi Libýu sagði, að þetta væri ómerkilegt túristabragö. Slíkt smáþras hefur auðvitað hjaðnað niður jafnóðum, en það hefur þó engin bætandi áhrif á sambúöina. Hefur þar ekki gætt neins sérstaks innileika að undanförnu. Þar til núna i byrjun þessa mánaðar, aö þessir tveir ná- grannar hittust að máli og undir- rituðu samkomulag, sem snertir hag einstaklinga beggja rikjanna. Þar var mörkuð afstaða til eignarréttar einstaklinga, búsetu Túnismanna i Libýu og öfugt, trygging á fjárfestingum hvors um sig hjá hinum, almennar tryggingar (en um 25 þúsund Túnisbúar starfa i Libýu) og málakennslu. Þegar I ljós kom á slnum tima, að Túnismenn höfðu fengið bak- þanka eftir fögru fyrirheitin á Djerba-eyju, skýrðu menn það svo, að hugarfarsbreyting hefði orðið hjá Bourguiba. Birtist það i þvi, að forsætisráðherra hans, Hedi Nouira, lýsti samrunanum sem „stökki út i myrkrið”. Mohamed Masmoudi, utanrikis- ráðherra, sem almenningur hafði gagnrýnt fyrir að vera heilinn að baki sameiningarloforðunum, var látinn vikja og annar settist i hans embætti. Það hafði áður verið yfirlýst skoðun Bourguiba forseta, að efla ætti einingu Arabarikjanna meö eins konar stækkun Maghreb- bandalagsins, sem teygði sig þá frá Mauretaniu til Libýu. — Gaddafi ofursti hefur fyrir sitt leyti litið svo á, að slik eining væri bezt tryggð með samruna rikj- anna, allra Arabalandanna helzt. Þegar tilraun hans til samein- ingar við Egyptaland mistókst, sneri hann sér vestur á bóginn til Túnis. Það var haft eftir áreiðanlegum heimildum I þann tima, að svo langt heföi Gaddafi komizt á Djerba, að gerður hefði veriö ráð- herralisti þeirrar rikisstjórnar, sem taka átti við, þegar ríkin væru orðin eitt. Þvi heyrðist fleygt, að Bourguiba hefði átt að vera forseti, en Gaddafi varafor- seti og hugsanlegur eftirmaöur hins. Nú hagar svo til, að Túnis er ekki nema einn tiundi af Libýu að flatarmáli. Libýa er 1.759540 ferkilómetrar. Túnisbúar eru á hinn bóginn fimm milljónir, meðan Libýumenn eru tvær og hálf. Frá sjónarhóli Túnisbúa tákn- taöi sameining rikjanna aukna at- vinnu fyrir þá við oliukatla Libýu — og hlutur i auðugustu oliulind- um heims. En sá hængur er hins vegar á, að ibúar Libýu eru að meirihluta strangtrúaðir múhammeðstrúar- menn, meðan Túnisbúar hafa verið i meiri snertingu við vest- ræna menningu og tekið upp eftir henni aukið frjálslyndi á ýmsum sviöum, þar sem hlutur konunnar er til að mynda meiri en annars meöal múhameöstrúarmanna. Meðan allt var i lukkunnar velstandi: Bourguiba forseti Túnis (t.h.) og Gaddafi ofursti aka um götur Djerbaeyju og baöa sig I trúiofunarsælunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.