Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 28. april 1975. *3D í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN 5 Umsjón Guðmundur Pétursson Sw, V • ij\ • % * ' ' Jpil i \m Berjast í útjaðri höfuðborgarinnar Framlinuhersveitir kommún- ista sóttu i morgun nær Saigon og var barizt i aöeins 5 km fjarlægð frá miðkjarna höfuðborgarinnar. Héldu kommúnistar uppi skothrið á meiriháttar brú, sem vegurinn frá Bien Hoa liggur yfir. Þegar sfðast fréttist var ennþá skipzt á skotum á þessum slóðum, og kommúnistar komnir svo nálægt, að þeir voru I skotfæri við handbyssur stjórnarhermanna. Var þegar byrjað i morgun við aö hlaða upp götuvigjum til að torvelda kommúnistum, þegar bardagar bærust inn i borgina. Vegatálmar voru settir sérstak- lega til að aftra fleira flóttafólki inngöngu i borgina, en það streymir að frá nærliggjandi sveitum. — Flestir þó frá Bien Hoa, sem er aðeins 30 km i burtu. Nokkrar eldflaugar komu niður inni i miðri Saigon i stórskotahrfð kommúnista i morgun. En þær gerðu ekki annan usla en að eitt barn særðist. — Hins vegar létu 6 lifiö og 22 særðust i eldflauga- hrið, sem kommúnistar héldu uppi á borgina i gær. Ekkert er vitað um fjölmenni það, sem heldur uppi bardögun- um við brúna, þar sem kommúnistar sóttu i morgun. A meðan áhrifamenn skipta á forsetum og leita eftir samning- um við kommúnista, ganga borgarbúar að verkum sinum eins og ekkert hafi i skorizt. Þótt skotdrunurnar berist frá næsta nágrenni, aftrar það þeim ekki að ganga sinna erinda. Það er að- eins, þegar viðvörunarflauturnar vara við eldflaugum, sem menn skjótast i það skjól, sem er að hafa. Umferðin er ofboðsleg á götun- um vegna þess manngrúa, sem safnazt hefur saman i þessu aðal- vigi stjórnar S-Vietnam. Kaldranaleg kvöldheimsókn Þrennt lét lifið og einn særð- ist, þegar skotið var inn i tdm- stundaklúbb skammt utan við Belfast i gærkvöldi. Klúbbur þessi er sóttur jafnt af kaþólikkunt sem mótmæiendum, og er vandséð i hvorum flokknum árásarmenn- irnir hafa verið. Dyrunum var skyndilega sparkað upp og i gættinni birtist ntaður, sem lét kúlunum rigna 'yfir salinn. Hann hvarf sfðan I ringulreiðinni, þegar hver og einn reyndi að skýla sér fyrir skothrlöinni. Framlinusveitir kommúnista sóttu svo langt fram i morgun, að þær voru i skotfæri við handbyssur stjórnarhermanna. Á inyndinni hér við hliðina sjást stjórnarhermenn til varnar á Saigonbrúnni reyna að skýla sér á bak við brúarhandriðið . meðan þeir reyna að hefta sókn kommúnista. Bíða i varðhaldi eftir ákœru Rikissaksóknari V- Þýzkalands hefur nú gefið út formlega hand- tökuskipun á hendur Baader-Meinhof-hryðju- verkamönnunum fjór- um, sem handsamaðir voru i Stokkhólmi eftir umsátrið um þýzka sendiráðið. Fjórmenningarnir voru strax framseldir og sendir til V-Þýzka- lands flugleiðis frá Sviþjóð i gær. Yfir þeim vofa nú kærur fyrir morð, mannrán og kúgunarað- gerðir. Handtökuskipunin leiðir af sér, að unnt er að hafa þá á bak við lás og slá um sinn, þótt ákæran hafi ekki verið gefin út. Af öryggisástæðum hafa yfir- völd ekki viljað upplýsa, hvar hry ðjuverkamennirnir eru i haldi. Fimmti félagi þeirra þótti ófær til ferðalaga og liggur hann ennþá á sjúkrahúsi I Stokkhólmi. En sá sjötti dó fyrir eigin hendi, eins og menn minnast af fyrri fréttum. Lögreglumenn I Stokkhólmi gera innrás i v-þýzka sendiráð- ið, þar sem hryðjuverkamenn Baader-Meinhofsamtakanna höfðu hreiðrað um sig. Þriðji forset- inn á einni viku Duon Van Minh, hershöfðingi, (af vinum sínum nefndur „Stóri Minh”) verður þriðji forsetinn, sem Suður-Vietnamar taka sér á einni og sömu vikunni i tilraunum til þess að fá kommúnista til að setjast að samningaborðinu, áður en þeir leggja undir sig Saigon. Vietcong hefur algjörlega hafn- að viðræðum við arftaka Nguyen Van Thieus, nefnilega Tran Van Huong. En þeir hafa heldur ekki sýnt neinn áhuga á að ræða við Duon Van Minh, sem tekur að likindum fqrmlega við embætti á morgun. Ef Minh tekst ekki að fá þá til samninga, blaöir ekki annað við en Saigonstjórnin^verði að gefast upp eða horfa upp, á blóðbað á götum höfuðborgátúnnar ella, þegar kommúnistar gera lokaat- löguna. SAMPHAN VILL SIHANOUK FYRIR ÞJÓÐHÖFÐINGJA unnum sigri. Samphan hefur sjálfur verið nefndur sem hugsanlegur leiðtogi nýja lýðveldisins, en hann sagði, að Penn Nouth, forsætisráðherra útlagastjórnar Sihanouks ætti að verða forsætisráðherra þeirrar stjórnar, sem nú tekur við. Samphan er aðstoðarforsætis- ráðherra og varnarmálaráðherra i útlagastjórninni. Af þessum ummælum draga menn þá ályktun, að kommúnist- ar hugsi sér, að útlagastjórnin óbreytt setjist I ráðherrastólana. Norodom Sihanouk verður i Peking aðminnsta kosti viku enn, áður en hann hugsar heim á við. Móðir hans hin 71 árs gamla drottning Kossamak, lézt I gær eftir langa banalegu, en jaröarför hennar er fyrirhuguð um næstu helgi. „Norodom Sihanouk Khieu Samphan, leiðtogi frá fundi leiðtoga skæru- prins ætti að vera áfram Rauðu Khmeranna, i út- liðanna og byltingar- þjóðhöfðingi varpsræðu i morgun. manna, sem safnazt Kambodiu,” sagði Ræðunni var útvarpað höfðu saman til að fagna Kvíða uppgangi miðflokkanna Stjórnmálamenn rót- tækra vinstrisinna og hersins i Portúgal hafa látið i ljós kviða um, að sigur miðflokkanna i kosningunum á föstudag geti ógnað sósialistiskri byltingu Portúgala. — En þeir leggja um leið áherzlu á, að byltingin verði og skuli hafa sinn framgang. Orslit kosninganna, þar sem jafnaðarmenn fengu 36% og mið- flokkur demókrata fékk 26% — meðan kommúnistar urðu naum- ir hálfdrættingar á við þá — þykja geta leitt til þess að valdahlutfall- ið komi til með að breytast og siga meir á hendur hinna hófsam- ari. Þótt herforingjarnir I valda- stólunum hafi kúgað alla stærri flokkana til að undirrita sátt- mála, sem tryggir hernum völd yfir rikisstjórninni áframhald- andi þrjú til fimm ár, þá finnst mönnum óliklegt annað en að af- staða kjósenda, sem kom svona greinilega fram við kjörborðið, hljóti að leiða til uppskipta i áhrifastöðum. Vasco Goncalves, forsætisráð- herra, spáði þvi I blaðaviðtali, að þetta mundi leiða til þess að „aft- urhaldssinnar mundu gera nýjar atlögur — þótt það yrðu ekki endi- lega gagnbyltingartilraunir”. Kommúnistar voru stóryrtari um þá ,,hættu”,sem nú vofði yfir Portúgal. Miðflokkamenn gera sér vonir um, að Goncalves verði að vikja fyrir mönnum, sem fylgja hógværari stefnu, eins og Vitor Alves majór eða Ernesto Melo Antunes, utanrikisráðherra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.