Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 17
Visir. Mánudagur 28. april 1975. 17 og vingjarnlegt, og staðsett við bátabryggjuna i miðri borginni. Ástæðulaust er að rekja ferðasögu þessa frá degi til dags, en i stuttu máli reyndist St. Croix vera hrein paradis, og ekki gáfu hinir vingjarnlegu ibúar hennar mikið eftir i þeim efnum. íbúar eyjunnar eru um 37.000 og negrar þar i meirihluta. Þetta er vingjarnlegt fólk, for- vitið og hjálpfúst. Þarna gekkstu ekki fram hjá neinum án þess að hann kastaði á þig kveðju, ,,How are you”, ,,Good morning” eða einfalt „hey”, og þú smitaðist ósjálfrátt af þess- um vingjarnlegheitum á fyrsta degi. t f jórtán heila daga vorum við á St. Croix, og þó að litið væri um skemmtanalif og annað slikt var nóg að gera. Sólin var þó ætið i fyrsta sæti, eins og gengur og gerist hjá sól- sjúkum tslendingum. Dagurinn byrjaði yfirleitt á þvi að Ævar ræsti mannskapinn (allavega mig) og mætt var til EHen i morgunverð. Ellen var af þýzkum ættum og rak veit- ingastað hótelsins, „Dolphin”. Þessi roskna og vinalega kona fékk þegar á fyrsta degi titilinn „móöir vikinganna”, og stóð hún fyllilega undir þeim titli. Bacon og egg, stórt glas af júss, borga, koss á kinnina, svo út i sólina. Skilningsrik reyndist hún einnig er sveittur ungur maður, birtist i dyragættinni, já alveg rétt, hún kom hlaupandi á móti með kaldan bjór. Milli 12 og 14 reyndist hitinn oft óþolandi fyrir okkur, og fengu flestir sér þá smáblund i skugganum, nema þá helzt þeir sem fóru út að verzla, já, þetta kvenfólk lætur ekki 40 stiga hita mikið á sig fá ef pyngjan er þung, og verzlun i nágrenninu. Klukkan tvö var svo farið i sólbað aftur, og ekki var það með öllu tilbreytingarlaust. Vespur (býflugur) höfðu af þvi mikið gaman að fljúga nærri stelpunum þar sem þær flat- möguðu i sólinni. Og i uppnám- inu yfir þessum sakleysislegu greyjum áttu þær svo til með að gleyma ýmsum klæðafesting- um, sem vakti vitaskuld heljar- athygli og undrun innfæddra sem annarra. Þegar rökkva tók, var sólar- oliunni skolað i baðkerið, og við klæddumst okkar beztu flikum til kvöldverðarins. Ekki var um úrval matstaða að.ræða, annaðhvort var snætt hjá Ellen eða á útimatstaðnum „Café de Paris”. Að afloknum kvöldverði vorum við yfirleitt 'dösuð eftir „erfiði” dagsins, og þar eð ekkert var um að vera þarna á kvöldin, var svefninn vel þeginn um tiuleytið. Já, svona liðu dagarnir alger- lega áhyggjulaust, og hvern hefði dreymt um snjókomuna heima á Islandi? Það var svo einn daginn að við ákváðum að leigja okkur segl- bát, þvi siglingaveður er þarna upplagt og mikið um seglskútur, smáar og stórar. Albert hét skipstjórinn okkar, og reyndist hann okkur dyggur „skipper”. „Buck Island” var áfanga- staður okkar, en það er smá- eyja nærri St. Croix, sem John F. Kennedy gerði á sinum valdatima að þjóðgarði vegna óvenjufallegs neðansjávarlifs i nágrenni eyjarinnar. Þar sem við lágum eins og skötur á þilfari „Sunny” og hlustuðum á limbó-tónlist úr ferðatæki Alberts, sem blandað- ist öldugjálfri og átökum segl- anna, mundum við að maturinn hafði gersamlega gleymzt. En Albert bað okkur um að hafa engar áhyggjur af þessu, hann skyldi örugglega bjarga þvi. Við eyddum ekki tima i það að spekúlera hvernig hann ætlaði að fara að þvi svona úti á rúmsjó, heldur hölluðum höfð- um á ný. Þar kom að þvi að við köstuð- um akkeri skammt frá Buck Is- land og undirbjuggum okkur fyrir köfun. Sundfit, gleraugu, loftrör, „plask.” Hm, heitur sjór, þá er að kikja á botninn, vá, þvilikt litariki, rauðir, bláir, gulir, röndóttir, og alls kyns fiskar er ætla mætti að hefðu verið sýnishorn frá Málaranum h/f. Á botninum voru skilti er út- skýrðu leiðir og hvað hinar ýmsu skeljar hétu, og eitt sinn á leið okkar um þennan neðan- sjávarveg synti að okkur stór torfa smáfiska sem kroppaði i lófa okkar til að athuga hvort þar leyndist eitthvað ætilegt, svo spakir voru þeir. Eitthvað mun hafa verið af hákörlum þarna i grenndinni, en ekki gafst okkur timi til þess að hræðast þá. Á sundinu veittum við þvi at- hygli að Albert var á bak og burt, og þegar við komum að bátnum, læddist að mér grunur, svo ég ákvað að leita hann uppi. Eftir skamma stund fann ég hann þar sem hann stakk sér ótt og titt á botninn og kom jafnan upp méð allstóran humar, sem hann stakk i poka, eftir að hafa brotið af honum beittustu og stærstu klærnar, já, þetta hefði okkur ekki dottið i hug og reynd- ar vart þorað. Sjö reyndust þeir vera i lokin, og var þá haldið til Buck Island þar sem hin stóra máltið skyldi fara fram. Engin bryggja var á eynni, svo við urðum að synda i land með potta, krydd, myndavélar og vitanlega blessaða sólaroliuna. Þar var humarinn soðinn og etinn við frumstæðar aðstæður, og gleymist sú máltið seint. Sól var tekin að siga er við héldum heimleiðis og virtum fyrir okkur villurnar við strönd- ina sem flestar eru i eigu eldri Amerikana, sem setztir eru að á eynni og lifa þar á eftirlaunum sinum. Einhversstaðar þarna býr sá frægi grinisti Victor Borge, og fleiri stórmenni eru eflaustþarna lika, enda er.þetta upplagður staður fyrir þá sem taka vilja lifinu með ró eftir annasamt lif. En þó svo að Amerikanar væru þarna allmargir, bar ekki mikið á þeim, enda fæstir bú- settir i Christiansted. Þar voru svertingjár i mikl- um meirihluta, og flestir höfðu þeir atvinnu við hina miklu romm-gerð sem er á eynni. Rommið er unnið á eyjum Karabiska hafsins, má þar m.a. nefna Baccardi, Ron Rico og Virgin Rom, og þvi var dropinn vissulega ódýr þarna, eða flaskan á 75 cent. Einnig höfðu margir atvinnu við hinar þrjár griðarstóru oliuhreinsunar- stöðvar sem á eyjunni voru. Meðan á dvöl okkar stóð, urð- um við oft vör við farþega okk- ar, sem jafnvel stundum kiktu inn i heimsókn. Danirnir reynd- ust vera heiðursgestir eyjarinn- ar i fjórtán daga, og voru sam- kvæmi haldin þeim til heiðurs á nærri hverju kvöldi. Það kom okkur einnig á óvart að þetta vel efnaða fólk bjó ekki á hóteli, heldur gisti það i, heimahúsum hjá meðlimum sama félagsskapar, svertingj- um i flestum tilvikum, sem á næsta ári munu svo sækja Dan- ina heim. Er við yfirgáfum hótelið eftir fjórtán yndislega daga, féilu nokkur tár, enda vart að furða, en sum skilnaðarklöppin, er við fengum á sólbrennt bakið, voru eilitið óþægileg. Þá áttum við fyrir höndum 9.000 km ferðalag heimleiðis með glaðlegum Dön- um. Margt er i frásögur færandi frá dvöl áhafnar VV511 á St. Croix þessa fjórtán daga, en það tekur vist allt of mikið pláss, fyrir utan það sem ekki má segja frá! En brottfarardagurinn rann upp, og glaðlegu brosin urðu dá- litið stirð á kveðjustund, og á sumum kinnum mátti sjá smá- tár endurspegla ljúfan sólar- geisla (skáldlegt, ekki satt?) En af stað var haldið, þó að margir litu saknaðaraugum niður til þessarar litlu eyjar i Karabiska hafinu, sem hafði veitt okkur þessa ógleymanlegu fjórtán daga. Stemningin Ihámarki. t baksýn má m.a. sjá Arngrlm og Gunnar, en þetta er Ingibjörg sem hlær svona innilega I forgrunni. LANCER'75: 2jadyra kr.978 þús. 4ra dyra m/hallanlegum sætisbökum, útvarpi, færanlegu og klukku Allt á sama stað Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF Vísir vísar á viðskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.