Vísir - 06.05.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 06.05.1975, Blaðsíða 16
vísm Þriðjudagur 6. mai 1975. UM 766 ÞREYTA STÚDENTS- PRÓFIÐ l)m 766 nemendur munu nú væntanlega þreyta stúdentspróf i landinu. Talan 766 er fjöldi nem- enda i 6. bekkjum menntaskól- anna og Verzlunarskólans frá þvi i marz, en hún hefur að likindum ekki breytzt ýkja mikið. i Menntaskólanum i Reykjavik var 201 nemandi i 6. bekk i marz. i Menntaskólanum við Hamrahlið 94, i Menntaskólanum við Tjörn- ina 145, á Akureyri 112, á Laugar- vangi 41, á isafirði 39, i Hafnar- firði 30 nemendur og 104 nemend- ur voru I marz i 6. bekkjum Verzlunarskólans. —EA Leitað fram í rauðamyrkur Leitað var svo lengi i gær- kvöldi sem birta leyfði að Sigurði Þ. Agústssyni, flugvirkja, sem hvarf að heitnan frá sér á föstu- dag. Leitin bar engan árangur. A annað hundrað manns leituðu i gær og um helgina á allstóru svæði á Reykjanesi, en án árang- urs. 1 þessari ieit hafa tekið þátt björgunar- og hjálparsveitar- menn á Reykjanesi, vinnufélagar Sigurðar hjá Flugfélaginu og aðr- ir vinir. Eins og kómið hefur fram, rakti sporhundur slóð frá bil Sigurðar, sem fannst mannlaus við Reykja- nesvita, og niður á klett við sjó- inn, þaðan niður i fjöru og aftur að bilnum. Leit verður haldið áfram i dag. —JB Blóðug hópslags- mól í heimahúsi Til blóðugra átaka kom i húsi einu i eigu borgarinnar við Suður- landsbraut i nótt. Lögreglan var kvödd að húsinu seinni hluta næt- ur og var þá leigubifreið að renna þaðan á brott. Kona, einn ibúi hússins, hafði pantað bilinn til að aka sér á slysavarðstofuna vegna áverka, sem hún hafði hlotið á höfði. Þegar kom inn i húsið sá lög- reglan að til mikilla átaka hafði komið og fann hún þrjá ibúa húss- ins með áverka og var blóðslettur að sjá uppi um veggi og matar- leifar og rusl á við og dreif. Tvenn hjón búa i húsinu og héldu þau þvi fram, að um nóttina hefði kunningi þeirra komið i heimsókn mjög drukkinn og ráð- izt á húsráðanda og konu hans, þar sem þau sváfu i herbergi sinu. Sá drukkni var mjög æstur og barði hann hjónin bæði harkalega I höfuðið. Við þessi læti skárust hin hjónin I leikinn og kom til glfurlegra slagsmála, sem end- uðu með þvi, að allir hlutu ein- hver meiðsl af. Lögreglan lét flytja ibúa húss- ins og gest þeirra á slysavarðstof- una og I fangageymslu lögregl- unnar, eftir að gert hafði verið að meiöslum þeirra. Flestir þátttak- endurnir i slagsmálunum voru við skál. —JB Atvinnuleysisskró vegna togaraverkfalisins: Atvinnuleysi rúmlega tvö- faldaðist í Reykjavík Konur hrannast inn á atvinnu- leysisskrána I Reykjavik vegna togaraverkfallsins, sem hefur valdið uppsögnum starfsfólks við fiskvinnslu. Fyrir viku komu stórir hópar til ráðningastof- unnar, en þá var útrunnin tryggingin, sem þær höfðu hjá vinnuveitanda. Siðan hafa komið fleiri og fleiri, en þó hafa flestar kvenn- anna, sem misst hafa vinnuna sem stendur, greinilega ekki enn komið á atvinnuleysis- skrána. Atvinnuleysisstyrkur- inn er eitthvað nálægt 1300 á dag fyrir einhleypa og 1500 fyrir fjölskyldufólk plús eitthvað á annað hundrað á dag fyrir hvert bam á framfæri upp að þrem, var okkur tjáð i ráðningastof- unni. Þetta mundu verða um 6500 krónur á viku fyrir ein- hleyping. Til að fá styrk verður fólk að mæta daglega á ráðningastof- unni. Atvinnulausum i borginni hef- ur fjölgað gifurlega i siðasta mánuði og voru þeir orðnir 307 um mánaðamótin, höfðu verið 144 mánuði fyrr. Þetta voru 197 konur og 110 karlar. Þar af voru verkakonur 134, skólastúlkur 30, iðnverkakonur 18, 12 verzlunarkonur, 2 starf- stúlkur I sjúkrahúsum og 1 starfstúlka I veitingahúsum. Þama voru 68 vörubilstjórar, þar af um 40 með atvinnuleysis- bætur, 7 verkamenn, 8 málarar, 5 rafvirkjar, 15 skólapiltar, 3 verzlunarmenn, 1 trésmiður, 1 múrari, 2 iðnverkamenn. Atvinnuleysisbæturnar, sem eru miðaðar við 80% af lægsta taxta Dagsbrúnarverkamanna, hækkuðu verulega i fyrra.—HH Annað hjónanna frœgu aftur á kreik: Stal 50 þúsundum og fjórum banka- bókum fró Fœreying „Jú, við höfum orðið'greini- lega vör við það, að það er keypt miklu meira af ávöxtum eftir lækkunina. Strax á föstudaginn seldist miklu meira en venju- lega,” sagði verzlunarstjórinn I Silla og Valda I Austurstræti, þegar viö röbbuðum við hann i morgun. Fólk var ekki lcngi að taka við sér, og kaupmaöurinn I kjörbúð- inni Laugarás sagði, að það væri sérstaklega áberandi hvað viðkemur appclsinum. Mikil lækkun hefur orðið á þeim, og kostar kilóið nú 136 krónur. 30 prósent lækkun hefur þvi átt sér stað. Hann gat þess llka, að fólk væri sérlega fegið lækkuninni á kaffi. —EA Færeyingur, sem búið hefur á Herkastalanum undanfarin þrjú ár, bauð gesti nokkrum upp á her- bergi sitt á laugardaginn var. Svo óheppilega vildi þó til, að kona sú, sem Færeyingurinn bauð til sin, er sibrotakona og helmingurinn af hjónunum frægu, er gengið hafa stelandi um borgina undan- farið ár. Konan baö nú Færeyinginn að lána sér fimm þúsund krónur fyrir kaffibolla, að þvi er hún sagði og gerði hann það. Næst er það að frétta, að Færeyingurinn fer niður I matsal Herkastalans og skilur konuna eftir eina uppi á herberginu. A meðan Færeying- urinn er i burtu, hverfa 40—50 þúsund krónur úr herberginu og fjórar bankabækur að auki stilað- ar á færeyska banka. Konan var einnig horfin á braut. Þótti ekki nema ein manneskja koma til greina sem þjófurinn, og var þvi konan, er verið hafði gest- ur mannsins, handtekin og henni komið fyrir i geymslu eitthvað fram á haustið. Hjónin hafa ætið leikið þann leik að áfrýja málum sfnum til hæstaréttar og sloppið þannig við varðhald i náinni framtið. Er æ ofan i æ var verið að skrifa um af- brot þeirra hjóna i blöðum, sá.u embættismenn þó að sér og stungu parinu inn á þeirri for- sendu, að þau hjón væru sibrota- fólk. Af þessum sökum hefur ekkert heyrzt til þeirra að undanförnu þar til nú, skömmu eftir að þeim var sleppt út á nýjan leik. ----JB Eplin biðu i skemmunni, þangaö til búið var að fella niöur bæði toll og söiuskatt. 1 svonefndum Miðskála Eimskips i tollhúsinu nýja var hamazt við aö keyra út, en þar átti heildverzlun Björgvins Schram miklar birgðir. Lækkunin nemur allt að fjóröungi og stund- um meira. MIKLU MEIRA KEYPT AF ÁVÖXTUM Snerust landvœttirnar gegn Svisslendingum? Svissnesku bridgemeistar- arnir, sem um helgina þreyttu sveitakeppni við félaga i Bridgefélagi Reykjavíkur, mættu I gærkvöldi úrvali þess félags og biðu ósigur, 20-0. Hafa BR-menn neytt liðsmun- ar i þessum gestaleikjum og alls hefur fimm sveitum verið teflt fram á móti svissnesku gestun- um, og hafa Svisslendingarnir unnið aðeins einn leik. Má vera, að mærð og makindi eftir hádegisverðarboð, sem svissnesku gestirnir þáðu hjá Einari Agústssyni, utanrikis- ráðherra, i gær hafi haft sin áhrif i siðasta leiknum. Byrjuðu Svisslendingar þó vel og náðu nokkru forskoti i fyrri hálfleik, sem saxaðist þó niður, svo að einungis tveir punktar skildu að, 48-46. — En i siðari hálfleiknum unnu íslendingar muninn upp og ivið betur. Höfðu þeir 13 punkta yfir, þegar aðeins sex spil voru eftir. Virtist þá sem landvættirnar tækju á með heimamönnum, þvi að flest gekk þeim i hag eftir það, og þegar upp var staðið hafði BR- úrvalið 123 punkta á móti 71 ■ punkt hjá Sviss. í dag fljúga Svisslendingar til Vestmannaeyja i skoðunar- ferð.en annað kvöld og á fimmtudagskvöld taka þeir þátt i almennri tvimenningskeppni, sem BR efnir til. Eiga gestirnir þar möguleika á þvl — fyrst þeir náðu ekki sigrunum i landsleikj- unum við tsland — að bæta sér upp ósigrana með þvi að vinna peningana af Islendingum i staðinn. Alls eru nefnilega 125 þúsund krónur I verðlaun i tvímenningskeppninni (50 þúsund fyrir fyrsta sætið). —G P HLJÓMSVEITIN OG BALLIÐ f EYJUM — en hljóðfœrin föst í Reykjavík Hvaö er hljómsveit án hljóð- færa? Tæpast til stórræðanna. Þvi fengu þeir aö kynnast óþægilega I slöustu viku, félag- arnir i hljómsveit Guðmundar Steingrimssonar. Þeir höföu veriö ráðnir til að leika á dansleik tsfélagsins I Vestmannaeyjum á miðviku- dagskvöldið. Fóru þeir meö hljóðfærin á afgreiðslu Flug- félagsins á þriöjudegi, en sjálfir settust þeir upp i flugvél eftir hádegi á miðvikudag. „Þegar við vorum búnir aö koma okkur fyrir I sætum okk- ar, spuröum við flugfreyjuna, hvort hljóöfærin væru ekki áreiðanlega með I ferðinni. Hún sagðist skyldi athuga málið og kom svo með þær upplýsingar, að svo væri ekki, en þau mundu koma með annarri vél, sem legði af stað til Eyja klukkan fimm i eftirmiödaginn,” sagði Davíð Gunnarsson, einn spilar- anna, i viðtali við Visi. Og hann hélt áfram feröasög- unni: „Okkur brá illa við tiðind- in, en fengum ekkert aö gert. Flugvélin var að hefja sig til flugs. En máliö varð þá fyrst alvarlegt, þegar viö komum til Eyja og fengum að vita, að veörið væri aö versna og það yrði ekki um að ræða meira flug á milli lands og Eyja þann dag- inn. Og þarna stóöum við uppi hljóðfæralausir,” andvarpar Davið. „Við snerum okkur til strákanna I hljómsveitinni Log- um, sem starfar I Eyjum, en þeir neituðu að lána okkur sin hljóðfæri. En sögðust vera reiðubúnir til að leika fyrir dansi um kvöldið I okkar stað. Við afþökkuöum boð Loga og byrjuðum að leita að hljóöfær- um annars staðar,” hélt Davið áfram. „A hótelinu tókst okkur að fá lánuð þau hljóðfæri, sem okkur vantaði, en trommusett fengum við lánað hjá lúðra- sveitinni. Fjórum klukkutimum fyrir ballið haföi okkur tekizt að ná saman öllum hljóðfærunum, en þá var okkur tjáð, aö búið væri að ráða Loga I okkar stað og við sátum eftir með sárt ennið.” En þeir i hljómsveit Guð- mundar Steingrimssonar eru ekki á þvi að tapa laununum sinum og eru nú að Ihuga skaða- bótamál á hendur Flugfélaginu. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.