Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 1
VISIR Föstudagur 10. október 1975 — 230. tbl. Söluaukning áfengis 60% í krónutölu Á þremur mánuðum, júlí, ágúst og september varð nærri 60 prósent söluaukning á áfengi, miðað við sama tlma i fyrra. Þetta segir i frétt frá Áfengis- varnaráði. Að vísu er þarna reiknað i krónum. Miklar verðhækkanir urðu á milli þessara timabila, þánnig að magnaukning sölunn- ar er ekki svona mikil. A þessu þriggja mánaða timabili árið 1974, seldist áfengi fyrir 850 milljónir króna. A sama tima á þessu ári seldist áfengi fyrir einn milljarð og 347 milljónir. —ÓH ALÞINGI KEMUR SAMAN í DAG Nauðsynlegt að beita miklu aðhaldi við gerð fjárlaganna Tekinn með skammbyssu í Keflavikurflugstöðinni Þessi skammbyssa var tekin af blaðamanni sem reyndi að smygla henni um borð i Loftleiðaþotu i gegnum mjög hert öryggiseftirlit — Sjó baksíðu Róðherrann og veitingahúsið — sjá fyrstu grein Vilmundar Gylfasonar í Vísi „Á föstudegi" - bls. 7 Vísir gefur öllum konum frí 24. okt. Framkvæmdastjóri Visis hefur ákveðið að gefa öllum konum, sem starfa við blaðið, fri 24. október á fullum launum. Þessi á- kvörðun er tekin i þeim tilgangi að styðja baráttu kvenna og til að lýsa stuðningi við aðgerðir þeirra. —AG— VÍSIR Á MORGUN: NÝ MYNDAOPNA — segir Geir Hallgrímsson, forsœtisráðherra Þar sem Alþingi is- lendinga verður sett i dag leitaði Visir til for- sætisráðherra og spurði hver hann teldi að yrðu helstu mál þingsins. Honum fórst orð á þessa leið: „Þing það sem kemur saman til fiindar á þessum vetri mun takast á við mörg vandamál. Má nefna hvernig löggjöf um hagnýtingu 200 milna landhelginnar verður háttað með friðunarsjónarmið i huga. Það er og staðreynd aö ytri efnahagsleg skilyrði hafa farið versnandi. Þvi er það nauðsyn- legt að beita miklu aðhaldi við gerð fjárlaga. Undirbúningur og gerð fjárlaga er helsta mál þings- ins fyrir áramót. Vegna hins erf- iða efnahagsástands mun það starf verða erfiðara en oft áður. Viðhorf i fjáröflun og útlánum fjárfestingarlánasjóða munu koma á dagskrá þessa þings. Þótt mörg erfið vandamál verði á vegi okkar mun okkur takast að marka svo stefnu að okkur lánist að yfirstiga erfiðleikana. Eg er ekki í vafa um að okkur mun takast með samstöðu alþing- ismanna og stuðningi almennings að sigrast á efnahagsvandanum.’ EKG Fulltrúadeild |U|Í|#!| hinln Bandarikjaþings //iviiiiii ngaip samþykkir *,!#/ 200 milna OKKQr maiST dö fiskveiðilögsögu: — segir sjóvarútvegsráðherra ,,Ég tel þessa ákvörðun full- trúadeildarinnar mikla hjálp fyrir okkar málstað I landhelg- ismálinu.” sagði Matthias Bjarnason sjávarútvegsráð- hcrra i viðtali við Visi í morgun. Fulltrúadeild Bandarikja- þings samþykkti i nótt að færa út lögsögu yfir fiskveiðiréttind- um Ur 12 milum i 200 milur. A- kvörðun fulltrúadeildarinnar fer nú til öldungadeildarinnar og þaðan til þingsins. „Ég er mjög ánægður með þetta. Ég vænti þess fastlega að öldungadeildin samþykki þetta einnig, og að forseti Bandarikj- anna beiti ekki neitunarvaldi sinu. Með þessari ákvörðun full- trúadeildarinnar sýna Banda- rikjamenn að þeir eru á sömu skoðun og fslendingar um rétt strandrikja,” sagði sjávarút- vegsráðherra. ,,Ef allt gengur að óskum hjá Bandarikjaþingi, gæti útfærslan i 200 milur orðið að veruleika 1. júli 1976. Þessi ákvörðun fulltrúa- deildarinnar hefur legið i loft- inu nokkurn tima. Ákveðin öfl i Bandarikjunum hafa þó ekki viljað færa út fyrr en að lokinni Hafréttarráðstefnunni. Hins vegar hafa kröfur frá þing- mönnum strandrikja sem eiga töluvert undir fiskveiðum orðið sifellt háværari. Fiskveiðar við strendur Bandarikjanna hafa dregist mikið saman,” sagði Matthias einnig. Visir spurði sjávarútvegsráð- herra hvort þær bióðir sem við glimum við i landhelgismálinu veiddu mikið við strendur Bandarikjanna. Hann sagði að það væri mjög litið. Veiðar þeirra væru frekar við Nýfundnaland. Margur ungur maöurinn vildi sjálfsagt gefa mikið fyrir hugsanir hennar. En þær liggja ekki á lausu — því miður, strákar. Það sakar samt ekki að spá i svip- inn. Hún var að biða eftir strætó i Hafnarstræti. Lik- lega hefur hún bara verið að hugsa um strætóbilstjór- ann sinn. Ljósm.: Jim —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.