Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 8
8 VISIR. Föstudagur 10. október 1975. cTVlenningarniál Leikhúsið ú grindverkinu w LEIKHUS eftir Hrafn Gunnlaugsson Trúlega hefur lát- bragðsleikur aldrei náð jafn langt og á gullöld þögfu kvikmyndanna. í þöglu kvikmyndunum urðu svipbrigði, viðmót og uppátæki að vega upp það sem tapast ef hljóðið vantar. Þegar best lét, náðu hofuðfigúrur þöglu myndanna að skapa ákveðið táknmál sem áhorfendur lærðu og festust síðan við figurúrnar sem per- sónueinkenni: flakkari Chaplins, sakleysingi Buster Keaton. Stórkostlegasti látbragðs- leikur sem ég man eftir er i myndinni Pilagrímurinn eftir Chaplin. I þeirri mynd segir Chaplin söguna af viðureign Daviðs og Goli'at með látbragði einu saman. Hann leikur bæði Davið og Goliat, og skiptir stöbugt á milli hlutverks risans og litla mannsins og segir söguna af þvilikri snilld að engin orð fá lýst. Viddin i látbragði Chaplins liggur ekki hvað sist i þessari skiptingu á milli ólikra persóna i einu og sama atriðinu, og ruglingi á „identity”. Aðferð hans visar beint fram til absúrdleikhússins og tilrauna ýmissa leikhúsmanna með að höndla raunveruleikann með hinu óraunverulega, þ.e.a.s. að nota meðöl leiksins til að skapa sviðinu sinn eigin raunveru- leika, sem á þá ekkertskylt við hugtakið realismi i þess algengustu merkingu. Takmark góðs lágbragðsleiks er að skapa sinn eigin heim, sinn eigin raun- veruleika. Tékkneski leikflokkurinn, DIVALDO NA ZABRADLI bauð upp á ánægjulegt kvöld sl. þriðjudag i Þjóðleikhúsinu. At- riðin voru flest öll vel þekkt og löngu klassisk i leikhúsi látbragðsins og komu naumast á óvart. Flutningurinn var góður innan sinna marka, en ég gat ekki komisthjá þvi að sakna meiri fjölbreytni i efnisvali og túlkun. Atriðin voru full keimlik ogslógu yfirleitt á sömu strengi. Ég sakaði i s.enn enn meiri al- vöru og enn meiri gáska. Til út- skýringar er rétt að minnast aftur á atriði Chaplins um Davið og Goliat: ruglingurinn á „identity” og skiptin á milli ólikra persóna. Þar sem sorgin verður hlægileg og hláturinn drukknar i tárum! Tékkarnir notuðu hljóð og tónlist á skemmtilegan hátt, og varð það til að lifga upp á sýninguna. Sum atriðin byggðu algerlega á þessum hátalara- hljóðum og hefðu ekki gert sig án þeirra. Hversu óskaplega heimsfræg- ur DIVALDO NA ZABRALDI látbragðsleikflokkurinn er, læt ég aðra um að fullyrða. Ómœlt tjón af garða- heimsóknum búfjór í Hafnarfirði „Það er algerlega óviðunandi aðvþurfa að horfa upp á allan árangur undanfarinna tveggja sumra eyðilagðan á einni nóttu,” sagði Jóhann Agústsson i Hafnarfirði i viðtali við Visi en nýlega lögðust kindur á gróður i garði hans og stórskemmdu hann. „Þessa nótt sluppu einar þrjár kindur út úr sláturhúsinu hérna,” sagði Jóhann, „og um morguninn höfðu þær étið ofan af fleiri tugum ungra trjáa i garðinum hjá mér, auk þess að þær höfðu sparkað hann út og skemmt fleira. Ég veit til þess að fleiri hafa orðið fyrir svipuðu tjóni og ég, jafnvel meiru, af völdum bú- gjár. Þetta hefur lika komið fyr- ir oft áður, þvi umsjónarmenn búfjár hér virðast engar hömlur Kindurnar klipptu allan sumar- vöxtinn ofan af trjápiöntunum og skemmdu þannig árangur ómældrar fyrirhafnar og um- önnunar. Ljósm. Loftur hafa á þvi. Beint peninga verðm æti plantnanna, sem kindurnar hafa eyðilagt, er ef til vill ekki mikið en það er ómælanlegt tjón, þegar öll umönnunin og fyrirhöfnin hefur allt i einu ver- ið til einskis. Ég hafði samband við bæjar- yfirvöld,” sagði Jóhann, „og var mér tjáð að af mannúðar- ástæðum væru leyfðar 797 kind- ur f Hafnarfirði. Af þeim hafa fáeinir menn framfæri sitt. Mannúðin nær þó ekki til þeirra sem þessar kindur skemma fyrir og ég er viss um að Hafnfirðingar myndu margir vilja borga eitt til tvö þúsund i aukaskatt til að losna vð búféð frá bænum.” — HV Jóhann AgúsLsson við runnana, þar sem kindurnar gerðu mest- an usla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.