Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Föstudagur 10. október 1975. VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. FramkVæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarss^on Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent ni'. Slæleg vinnubrögð utanríkisráðuneytisins Fyrir nokkru var vakin athygli á, að verulega virðist skorta á almenna kynningu á málstað okkar erlendis vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómilur. Röksemdum fyrir þessari ákvörðun okkar er litið haldið á lofti og rangfærslum áhrifamikilla fjölmiðla erlendis er ekki svarað. Ljóst er, að þessi þáttur er afar þýðingarmikill i þeirri baráttu, sem framundan er. Að hinu leytinu er ljóst, að ágætlega vel hefur verið staðið að pólitiskum undirbúningi útfærslunnar. Þar kemur til mikið starf sendinefndar íslands á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna og viðræður forsætis- ráðherra og utanrikisráðherra fyrr á þessu ári við þjóðarleiðtoga austan hafs og vestan um þessi málefni. En framhjá hinu er ekki unnt að horfa, að brýna nauðsyn ber einnig til að við komum sjónarmiðum okkar og röksemdum á framfæri erlendis utan við ráðstefnusali og lokaða einkafundi. Hér i blaðinu hefur t.a.m. verið bentá, að virt og áhrifamikil blöð i Bretlandí hafa mjög hallað réttu máli i umræðum um útfærslu fiskveiðilögsögunnar hér við land. Rangfærslur af þessu tagi móta ekki aðeins al- menningsálitiðerlendis heldur hafa þær óhjákvæmi- lega áhrif á afstöðu stjórnmálamanna. 'A þessu sviði þurfum við að halda uppi öflugu kynningarstarfi. Utanrikisráðuneytið upplýsti hins vegar i Visi i gær, að engir nýir upplýsinga- bæklingar hefðu verið gefnir út vegna útfærslunnar i 200 sjómilur. Skýringin, sem gefin var á þessu at- hafnaleysi, var sú að öll sömu rökin giltu nú og þegar fært var út i 50 sjómilur. Meðan utanrikisráðuneytið litur þessum augum á málið er þó athyglisvert, að það skuli ekki láta við það eitt sitja að visa i greinargerðina með lögunum um visindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948! Flestum er þó ljóst, að frá útfærslunni i 50 sjómilur hafa orðið gifurlegar breytingar á viðhorf- um þjóða til viðáttumikillar fiskveiðilögsögu, Og sannast sagna er hálfbroslegt að veifa kynningar- bæklingum um 50 sjómilna fiskveiðilögsögu, þegar við erum að kynna 200 sjómilna lögsögu. Sendiráð íslands í London hefur dreift f jölrituðum bæklingi um útfærsluna. Samkvæmt upplýsingum utanrikisráðuneytisins er það eina ráðstöfunin sem gerð hefur verið til að kynna okkar málstað. Vægast sagt virðast viðkomandi stjórnvöld hafa tekið á móti þessu með hangandi hendi. Sendiherra íslands i London sagði i viðtali við Visi fyrir tveimur dögum, að sendiráðið fengi litlar fréttir af þvi sem væri að gerast i heima og þær fréttir, sem bærust, kæmu heldur seint. Þá sagði sendiherrann, að æskilegt væri að fá tiðari og meiri fréttir til dæmis að þvi er varðaði viðbrögð is- lenskra ráðamanna. Engum getur dulist, að mál þetta er alvarlegs eðlis, þegar einn af sendiherrum íslands hefur opinberlega bent á, að fréttir og upplýsingar um þetta efni séu ekki nægilega miklar. Á þessu þarf að gera tafarlausa bragarbót. Það hefur verið dregið alltof lengi að hefjast handa á þvssu sviði. Land- helgisbaráttan vinnst ekki með fjölritun einni saman. Umsjón: GP lSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS«SSSSSaSSSS"SS""S"SSSSSSSSSSSSSISSSSSS"SSSSSSSSSSSBSSSSSSSS”SSSSSSSS! Því fleiri. :: ■a I ■ ■ ii þeim mun verri Rétt þegar menn töldu sig horfa fram á snuðrulitlar viðræður í næstu viku um undir- I búning nýrrar ráð- : stefnu oliuneyslu-, oliu- jframleiðslu- og j þróunarlanda, kom babb i bátinn, þar sem breska stjórnin hefur skorið sig út úr. Slik ráðstefna hefur áður ver- ■ iöhaldiníParisogleiddiekki til ~ neinnar niðurstöðu annarrar en ■ þeirrar að menn lofuðu að hitt- ast einhvern ti'ma aftur til skrafs og ráðagerða. Upphaflegi tilgangurinn, sem kafnaði í orðaskakinu, var sá, að ná einhverju alþjóðasam- komulagi um orkumál, hráefni og vandamál þróunarlandanna, sem styrkt gæti stoðir efnahags- lifs rikja heims. Ýmsir ólu með sér vonir um, að auðveldara yrði um samningagerðir á framhalds- ráðstefnunni, sem halda á i Paris núna í desember næsta, eftir að örlaði á sundurlyndi innan samtaka oliuútflutnings- landa. Á meðan hafa oliuneyslu- rikin þjappast meira saman, þannig að stæðu þau sameinuð | gegn splundruðum oliusölurikj- um hefðu þau vissa yfirburði á : ráðstefnunni. 1 ljós er hinsvegar komið, að ■ iönaðarstórveldin eru ekki eins • samtaka og menn töldu. Bret- • land, sem senn fer að uppskera ■ afrakstur olluborana sinna i ;; Norðursjó, hefur nú hleypt öllu I i: nýja óvissu með kröfu um að ■ sitja sér á bási á ráðstefnunni. I • stað þess að vera með i sendi- ■ nefnd EBE, sem tekur þátt i • viðræðunum. — Bretar sjá ■ nefnilega fram á það, að innan ;! tlðar muni olian i Norðursjó j; gera þá éinn af meiriháttar oliu- ■: framleiðendum heims. :; Frakkar, sem eiga að vera ■■ ::::::::::::::::::::: gestgjafar ráðstefnunnar i desember eins og i fyrra sinnið, kviða því nú, að þessi afstaða breta geri það ókleift að tak- marka fjölda þátttökurikja við töluna tuttugu og sjö, eins og ákveðið hafði verið. Hefur þessi krafa breta fallið i fremur hrjóstugan jarðveg og ekki laust við, að félögum þeirra I EBE þyki óviðfelldin prima- donnubragur á henni. Málin voru æði flókin við- fangs, sem ráðstefnunni var ætlað að fjalla um og reyndar undirbúningsfundurinn i næstu viku, þótt ekki bætist við til úr- lausnar slikt pex. A undirbúningsfundum fyrir ráðstefnuna í apríl i vor gekk á ýmsu við að ná samkomulagi um dagskrá hennar. Kom strax til árekstrar milli iðnaðarþjóð- anna undir forystu Bandarikja- manna annars vegar og oliuút- flutningsrikjanna og fulltrúa þriðja heimsins hinsvegar. A þeim tima glimdu oliuneyslu- rikin við oliureikningana, sem hækkað höfðu á einu ári upp úr öllu valdi. Þau vildu fjalla um oliumálin einvörðungu á ráð- stefnunni. Fulltrúar oliusölu- rikja og þriðja heimsins vildu draga hráefni yfirleitt inn-I við- ræðurnar og fengu þvi fram- gengt. Voru allir orðnir á eitt.sáttir um, hvemig að ráðstefnunni skyldi staðið, þannig að Giscard D’Estaing, Frakklandsforseti, gat látið fundarboðin út ganga. Þátttakendur skyldu vera 27. Þar af átta frá iðnaðarrikjunum ennitján frá oliuframleiðendum og þróunarlöndunum. — Full- trúar þessara átta skyldu vera sendinefnd frá Efnahagsbanda- lagi Evrópu, fulltrúar frá Bandarikjunum og Japan, Kan- ada, Astraliu, Grikklandi, Austurriki, Sviss og Norður- löndunum. Að tillögu Kissinger höfðu menn hugsað sér, að ráðstefnan mundi starfa i fjórum nefndum. Ein skyldi fjalla um orku, önnur um hráefni, þriðja um vanda þróunarlandanna og fjórða um alþjóða peningamarkaðinn og alþjóðlegan gjaldmiðil. En ef bretar heimta að hafa sér fulltrúa á ráðstefnunni, er ótrúlegt, að iðnaðarstórveldi á borð við Vestur-Þýskaland, Frakkland eða Italiu sætti sig við minna en sömu aðstöðu. Með þeim hætti gæti fjöldi fulltrúa á ráðstefnunni þotið upp úr öllu valdi. Nú er það sannfæring margra að um ráðstefnur og önnur kjaftaþing gildi það lögmál, að likurnar fyrir árangri og sam- komulagi séu i öfugu hlutfalli viö fjölda fulltrúanna, sem sæti eiga á ráðstefnunni. Að minnsta kosti likur fyrir skjótri af- greiðslu, eða haldgóðri. Bæði þurfa fleiri að tala, eftir þvi sem fulltrúarnir eru fleiri og sjónarmiðin margbrotnari, sem þeir vilja kynna. Siðan er fyrir höndum timafrekt samninga- þóf, og þvi timafrekara sem sætta þarf fleiri sjónarmið. — Á þetta hefur þegar reynt á hinum ýmsu fjölþjóðaráðstefnum, eins og öryggisráðstefnu EvTópu, GATT-viðræðunum, sem enn eru I gangi og enginn sér fyrir endann á, eða Hafréttarráð- stefnu ■ Sameinuðu þjóðanna, sem orðið hefur að fresta tvi- vegis. Sfðan eru allar likur á þvi, að niðurstaðan verði margútþynnt skjal, þar sem flest, er verulegu máli skiptir hefur verið strikað út, þvi að einhver vildi ekki skrifa undir það, sem hann gat ekki sætt sig við. Frökkum er þvi þessa dagana svipað innanbrjósts og Ólafi pá Höskuldssyni, þegar hann lenti i hafvillunni á leiðinni til Mýr- kjartans trlandskonungs, afa sins. Vildu þá skipverjar, sem voru öndverðrar skoðunar við Einar, skipstjóra Ólafs um átt- ir, hafa atkvæðagreiðslu um, hvaða stefnu skyldi taka og báru þá tillögu undir Ólaf Varð þá ólafi að orði: „Þeim mun verri þykja mér heimskra manna ráð, eftir þvi sem þeir koma fleiri saman.” l■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■£■ !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■]■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■£

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.