Vísir - 15.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 15.11.1975, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 15. nóvember 1975. 3 „Sumar spurningarnar tel ég óviðurkvœmilegar" — segir forseti ASI um spurninga lista, sem umsœkjendum um ókveðið starí er gert að svara Sumir segja að íslend- ingar séu forvitnir að eðlisfari og vilji vita um hagi náungans. Það er kannski meðfædd for- vitni landans sem veldur því að stúlka sem sækir um starf fær eftir langa bið spurningalista sem þennan. ,,Við þökkum fyrirspurn/ um- sókn yðar. Þvi miður hefur ekki verið unnt að taka mál þetta til end- anlegrar meðferðar fyrr en nú. Hjálagt sendum við yður spurningalista. Ef þér hafið enn áhuga á starfinu, biðjum við yð- ur, að koma til okkar sem itar- legustum svörum við spurning- um þessum fyrir hinn 14. þ.m. Við viljum taka fram, að okk- ur barst mikill fjöldi íyrir- spurna/ umsókna, og er hér þvi aðeins um könnun á málinu að ræða. Við munum að sjálfsögðu fara með allar upplýsingar og annað það, sem varöar mál þetta, sem algjört trúnaöarmál. Spurningar vegna starfsum- sóknar: 1. Hvert er full nafn yðar, lög- heimili, simi, fæðingarstaður, fæðingardagur og -ár og nafn- númer? 2. Hverjir eru foreldrar yðar, og hvaða störfum gegna þeir? 3. Eigið þér systkini, og ef svo er, hver eru þau, hver er aldur þeirra og hvaða störf stunda þau? 4. Eruð þér trúlofaðar(ur) gift- ar(ur), og ef svo er, hver er unnusti(a)/ eiginmaður(kona) yðar og hvaöa störfum gegnir hann(hún)? 5. Eigið þér barn/börn og ef svo er, hver er aldur þess/ þeirra? 6. Hvernig er fjárhagur yðar? Hversu miklar eru skuldir yðar, og hverjum skuldið þér? 7.1 hvaða skóla hafið þér geng- ið, og hvaða prófum hafið þér lokið? 8. 1 hvaða fögum gekk yður verst og best i skóla? 9. Hafið þér dvaliö erlendis, og ef svo er, hvar, hvenær, hversu lengi og af hvaða ástæðum? 10. Hvaða störf hafið þér stund- að, hjá hverjum og hvenær? 11. Hverjir eru meginþættir nú- verandi starfs yöar? 12. Má spyrjast fyrir um yður á núverandi vinnustað yðar, og ef svo er, hver er yfirmaður yðar? 13. Hver er núverandi vinnutimi yðar? 14. Gætuð þér sætt yður viö langan vinnudag? 15. Hver eru núverandi laun yð- ar? 16. Hvenær getið þér hafið störf, ef til kemur? 17. Eruö þér á hnotskóm eftir starfi til takmarkaðs tima eða til frambúðar? 18. Eruð þér stundvisar? 19. Af hverju spurðust þér fyrir um/ sóttuð þér um starfiö? 20. Hvers vegna ættum við að ráða YÐUR?” Hjá Vinnuveitendasambandi tslands og Alþýðusambandi ts- lands höfðu þeir þetta um máliö að segja. Baldur Guðlaugsson lögfræö- ingur hjá Vinnuveitendasam- bandinu: ,,Ég tel það ails ekki óeðlilegt að umsækjandi sé spurður um ýmislegt er á getur reynt i starfi þvi sem hann sækir um. Það er t.a.m. ekki óeðlilegt að spyrja um menntun og fyrri störf. Ef vinnan er þannig að ekki sé mögulegt að komast hjá löngum vinnudegi er ekkert ó- eðlilegt að spyrja umsækjanda hvort hann sætti sig við langan vinnudag. Hins vegar finnst mér vera farið út fyrir mörkin þegar spurt er spurninga sem ekki koma vinnunni við. T.d. ef spurt er um starf og stöðu maka eða ættingja. Engar reglur er að finna um spurningaiista sem þessa og mér vitanlega hefur það ekki verið tii umræðu aö gera slika reglur. Björn Jónsson forseti A.S.I.: „Mér finnst spurníngar sem þessar höggva nærri persónu- frelsi viðkomandi manneskju. A langri starfsævi sem fyrirsvars- maöur i verkalýðshreyfingunni hef ég aldri heyrt getið um slikt mái. Ég þori ekki að fullyrða um lagalega hlið þessa máls, enda hefur mál sem þetta ekki komið upp i huga minn. En sumar spurningarnar tel ég óviöur- kvæmilegar. Fyrir vinnuveitandann ætti spurningin einungis að vera sú hvort manneskjan er hæf til starfans. Ég áliti rétt, ef svona mál kæmi oft upp, að rétt væri að setja reglur um slika spurn- ingalista.” —EKG Þingmenn á fund fé- lags einstæðra for- eldra Hann gæti orðið liflegur aðalfundurinn sem félag ein- stæðra foreldra heldur á mánudaginn. Þangað mæta nefnilega þingmenn, einn frá hverjum flokki. A fundinum gerir Hulda Björnsdóttir, talsmaður trygginganefndar, grein fyrir störfum nefndarinnar. Þingmennirnir munu siðan lýsa afstöðu sinni til fram- settra skoðana og krafa trygg- inganefndarinnar. Aðalfundurinn verður haldinn á Hótel Esju klukkan 21 á mánudagskvöld. Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður fé- lagsins, flytur til að byrja með skýrslur, kjörin verður ný stjórn og önnur aðalfundar- störf unnin. — EA Reglur um námslán endurskoðaðar í frétt frá mennta- málaráðuneytinu i gær, kemur fram, að rikis- stjórnin ætlar að beiía sér fyrir að afgreiddar verði frá Alþingi á þessu ári breytingar á löggjöf um Lánasjóð islenskra námsmanna, einkum að þvi er varðar verðtrygg- ingu og endurgreiðslur lána. Reglur um útlán verði endur- skoðaðar nú þegar einkum að þvi Kökubasar og bögglasala — til ógóða fyrir Kópavogshœli A sunnudaginn verður köku- basar og bögglasala klukkan tvö i félagsheimili Kópavogs til ágóða fyrir leiktækja-og ferðasjóð Kópavogshælis. Markmið sjóðsins er að fara i smáferðalög með vistmenn og kaupa leiktæki til hæiisins. Einnig hefur sjóðurinn nú boðist til að leggja fram 500 þúsund krónur til sundlaugarbyggingar á staðnum, ef eitthvað verður gert i þeim málum. er varðar tekjuútreikning hjá lánþegum og mökum þeirra. Ennfremur kemur það fram, aö rikisstjórnin ætlar að beita sér fyrir þvi, að gera lánasjóðnum kleift að veita sem næst hliðstæða fyrirgreiðslu á þessu ári og að undanförnu að breyttum lögum og útlánareglum skv. áöursögðu. — VS Yfirlýsing fró stjórn Vœngja h.f. Stjórn Vængja hf. bað um að birt yrði eftirfarandi yfirlýs- ing: „1 tilefni af forsiðugrein i Visi i gær, i sambandi við pen- ingahvarfið úr vörugeymslu félagsins, vill stjórn Vængja hf. tak það fram, að hún á engan hlut að grein þessari, og harma, að ráðist skuli með dólgshætti á Búnaðarbankann af þessu tilefni.” GUÐSPEKIFÉLAGIÐ 100 ÁRA Guðspekifélagið er eitt hundr- að ára á mánudaginn, 17. nóv. Þann dag i New York árið 1875 var það stofnað. Stofnfélagar voru 17 talsins. Frumkvöðlar að stofnun þess voru þau Helena P. Blavatsky, rússnesk aðalskona, og Henry S. Olcott, ameriskur ofursti úr her norðanmanna i þrælastriðinu. H. S. Olcott var fyrsti forseti félagsins, en núverandi forseti er skotinn, John B. S. Coats. Höfuðstöðvar félagsins eru i Madras á Indlandi og hfa verið þar siðan 1882. Félagið telur nú um 34 þús. fé- laga, sem skiptast i deildir um allan hinn frjálsa heim, samtals i milli fimmtiu og sextiu lönd- um. Guðspekifél. er að likindum fyrsta félagið i heiminum, sem lýstiyfir skilyrðislausu jafnrétti allra manna og áskildi mannin- um, hvar og hver sem hann er óskorað hugsana-, skoðana- og tjáningarfrelsi. Það heldur uppi miklu fræöslustarfi fyrir félaga sina, en i nafni félagsins er eng- um skoðunum eða kenningum haldið fram. Það er talið einka- mál hvers einstaklings. A Islandi hefur Guðspekifé- lagið verið starfandi siðan 1912. I Islandsdeildinni eru á sjöunda hundrað félagar. Hún er fjórða stærsta deild Evrópu miðað við félagafjölda. Forseti hennar er Karl Sigurðsson. Afmælisins er minnst með heimsþingi, sem þessa dagana stendur yfir i New York. Um áramótin verður haldið sérstakt hátiðaársþing i Madras. Þess verður auk þess minnst með ýmiss konar útgáfustarfsemi. Á föstudaginn verður afmæl- isins minnst hérlendis með há- tiðafundi i Guðspekifélagshús- inu. A sunnudaginn með sam- kvæmi i templarahöllinni auk sérstaks fundar á mánudags- kvöld i Guðspekifélagshúsinu. Myndin sýnir höfuðstöðvar Guðspekifélagsins i Adyar. —VS Fjölskyldan í Iðnó Aðeins örfáar sýningar eru nú eftir á Fjölskylclunni i Iðnó. Verk þetta cr eftir eitt af kunn- ustu skáldum finna af yngri kynslóðinni, Claes Andcrson, sem jöfnum höndum hefur sarnið ljóð, sjónvarpshandrit og reviur. Fjölskyldan hefur verið sýnd 35sinnunt. Næsta sýning verður i dag. laugardag. Leikstjóri er Pétur Einarsson, en á myndinni er Guðrún Ásmundsdóttir i hlut- vcrki trúðsins, sem kentur fram milli atriða leiksins. Sýnir Fœreyjar eins og heima- menn sjó þœr Færeyingar sjáifir hafa nú gert fyrstu heimildarkvikmyndina um Færeyjar. Þar er lýst þjóðlifi i Færeyjum á raunsannan hátt, og litið til framtiðarinnar. Sá þáttur myndarinnar hefur ekki fallið dönum allskostar i geð og hefur hann valdið nokkrum deilum. Sýningartimi myndarinnar er hálf klukkustund og er hún tekin i Iit. Þessi kvikmynd verður sýnd i Norræna húsinu i dag, laugardag, klukkan 13:30. Þar verða Roland Thomsen, annar stjórnandi myndarinnar, og Jens Pauli Heinesen, rithöfundur, en kvik- myndin er sýnd á vegum félags- ins Island — Færeyjar og Færey- ingafélagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.