Vísir - 15.11.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 15.11.1975, Blaðsíða 7
VISIR Laugardagur 15. nóvember 1975. Líf„au-pair stúlkna í London ## Fyrir um fjörutíu árum var mikiö sungiö i Bretlandi lag, er nefndist „Leyfðu ekki dóttur þinni að verða leikkona, Frú Wothington” Söngurinn fjallaði um þær hættur, er lægju á vegi ungra stúlkna, er hugðust kom- ast til hásala Thaliu. t dag væri hins vegar réttara að segja „Sendu ekki dóttur þina i au-pair til Englands, frú Einarsdóttir (!)”. — — (eða allavega ekki fyrr en þú veist, hvernig henni mun reiða af þar). Menn verða aö gera greinar- mun á því, hvað gæti gerst og hvað mun gerast. Allir sem koma frá London, eru ekki bit- urri reynslu rikari. Um leið og stúlkan fær að vita hvernig Lon- don er, þá er engin hætta á ferð- um. En vitin eru þarna og þau ber að varast. Við hverju má búast? Fyrst skuluð þér segja dóttur yðar, við hverju hún megi bú- ast. Lágum launum, löngum vinnudegi, skyndilegum brott- rekstri og litlum hlunnindum. Að visu er mér kunnugt um stúlkur, sem gengið hefur vel, hafa fengið að fara i fri til Frakklands, sér að kostnaðar- lausu o.s.frv. En þær eru undan- tekningar fremur en algild regla. Hún verður að fara á fætur klukkan sjö á morgnana til að aðstoða við morgunverð. Sfðan verðurhúnað þvo upp, á meðan húsfreyjan fer út að versla. Þvi næst verður hún að búa um rúmin, þvo gólfin og ryksuga. A meðan hún er að þessu, þá erhugsanlegtaðhúsfreyjan lagi kaffi. Og eftir kaffið... Og eftir kaffið, fer au-pair stúlkan i búðir og býr til hádegisverð. Siðan á hún að þvo upp, og gæta litlu barnanna, á meðan mamma „hvilir sig” smástund. (Hún hefur haft svo annrikt). Um þrjúleytið fær stúlkan svo liklega tveggja stunda fri. En hún verður að vera til taks við að elda kvöldmatinn. Og ef húsbændunum dettur i hug að fara Ut og skemmta sér, þá verður hún að gæta barnanna á meðan. Háttatimi hennar sjálfrar er svo um hálftólf leyt- ið. Að sjálfsögðu á þessi tima- tafla ekki við um öll heimili. Það eru ekki allir sem fara i leikhús á hverju kvöldi og það eru ekki allir sem eiga börn á forskólaaldri. En taflan gildir þó um þriðja hvert heimili, sem ein velkunn umboðsskrifstofa i London er milligönguliður fyrir. Laun og frí til enskunáms Samkvæmt lögum eiga Gœttu dóttur þinnar au-pair stúlkur að fá fritima til enskunáms. En lögin tilgreina ekki, hvaða timar það eigi að vera. Þvi eiga sumar stúlkur fri á sunnudögum, og þurfa ekki að ‘vinna milli klukkan fimm og sjö á kvöldin. Lögin eru þessu sam- þykk, en stúlkurnar komast bara ekki i neinn skóla. Er hingað er komið, finn ég mig aftur knúinn til að benda á, að svona getur ástandið orðið. En það þarf ekki endilega að vera svona. Au-pair stúlkur búa við verri kjör en þetta og betri aðstæður eru vissulega fyrir hendi. En þær stúlkur, sem ætla til London, verða að vera við öllu búnar. Jafnt góðu sem slæmu. Ég hef ekki minnst á laun, vegna þess að þeim er ekki komið fyrir á neinum taxta. Ég veit um stúlkur, sem fá sex pund á viku, og aðrar, sem fá helmingi meira. Það eru engin lög til um þetta efni. Sumar stúlkur fá fargjald sitt greitt, aðrar ekki. Það fer alveg eftir þvi, hvernig fjölskyldur þær, er taka stúlkurnar, eru á sig ERLEND VIÐHORF Mik Magnússon skrifar: komnar efnahagslega. Látum þetta nú nægja um vinnuskilyrðin. Hvernig er um nám stúlknanna og fritima þeirra? Svikahrappar Fjörið á siðasta áratug leiddi til þess, að enskuskólar hafa sprottið upp. Margt ungt fólk er kom til London i ævintýraleit, var auðveld bráð svikahrappa, er þóttust ætla að „kenna” þvi ensku. Mörgum þessara skóla hefur verið lokað vegna áskorana skólayfirvalda — en þó starfa nokkrir slæmir enn. Ef þið viljið fræðast meira um þá, hafið samband við islenska mála- skóla. Þeir þekkja venjulega þá betri. En það sem foreldrar hafa mestar áhyggjur af er hvað dætur þeirra aðhafast i fri- stundum sinum i heimsborginni miklu. A London eru bæði skugga- hliðar og bjartar hliðar eins og á flestum öðrum borgum. Margar au-pair stúlkur fylgja fjölskyldum þeim, er þær vinna hjá i bió eða I leikhúsið. Aðrar fara þangað sem hluta af ensku- námskeiði sinu, en aðrar ving- ast við stöllur sinar og fara út með þeim. Dökku hliðarnar En dökku hliðarnar eru lika vissulega til. Ráöist hefur verið á stöðugt fleiri au-pair stúlkur upp á sið- kastið, og þær rændar, þeim nauðgað og þær barðar. Lög- reglan getur ekki enn gefið ákveðnar tölur um slik mál, þar sem slikar árásir eru ekki alltaf tilkynntar lögreglunni. Um 30 þúsund au-pair stúlkur eru nú i London, og af þeim búa um 80% i London norðanverðri. Og þar er ástandið hvað verst. Lögreglan hefur að minnsta kosti tólf menn grunaða um árásir á au-pair stúlkur á þessu svæði. Árásirnar eru allt frá gluggagægjum til morða og nauðgana. Þess vegna hafa yfirvöld gefið stúlkum er vinna i London eftir- farandi ráðleggingar: Þiggið aldrei bilferð af ókunnugum. Gangið aldrei eftir mann- lausri götu eftir að skyggja tek- ur. Takið aldreisiðustu lest heim. Sitjið aldrei einar i lestar- klefa, 'hvorki á nóttu né degi. Leggið aldrei trúnað á ráð- leggingar, sem einhver kann að gefa ykkur, nema hann sýni fyrst skirteini um að hann sé frá hjálparstofnun þeirri sem hann segist vera frá. Hleypið engum inn i húsið nema hann sýni fyrst nafnskir- teini. Þetta eru aðeins grundvallar- reglur. Fæstar stúlknanna munu þurfa þeirra með, en stór hópur þeirra, sem gerði það ekki, iðrast þess nú mjög. Þetta verður að hafa i huga, áður en þér sendið dóttur yðar sem au-pair til London. Mik Magniísson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.