Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Miðvikudagur 17. desember 1975. 9 Hann dorgar á líkum miðum og Stravinsky Sjöundu sinfónlutónleikar 11. desember. Verkefni: Mozart: Sinfónla nr. 41 I C-dúr K-551 Orff: Carmina Burana (verald- Iegir söngvar fyrir einsöngvara kór og hljómsveit) Flytjendur: Ólöf K. Harðardóttir (sópran) Garðar Cortes (tenór) Þorsteinn Hannesson (baritón) Söngsveitin Fllharmónia og Há- skólakórinn. Sinfóniuhljómsveit íslands. Stjórnandi: Karsten Andersen. Tónleikar þessir voru mjög vel sóttir og Háskólabíó var þéttsetið. Þeir hófust á Júpiter- sinfóniunni eftir Mozart, þeirri seinustu sem hann samdi, og er hún eitt albesta verk hans. Einkum er lokaþátturinn stór- kostlega saminn. Þar tókst Mozart að ná fullkomnu samræmi milli hljómræns og lagræns tjáningarmáta, sam- eina eðlisþætti sónötunnar og fúguformsins. Ég er hræddur um að verk þetta hafi orðið nokkuð útundan á æfingum. Að visu lék hljómsveitin hreint og af nákvæmni, en flutningurinn var allur nokkur dauflegur and- stæöur máðust út og hraði var fremur slappur. Þó Mozart noti litla hljómsveit, beitir hann henni á mjög litrikan hátt, en litaskrúðið rann um of saman. Þó var lokaþátturinn ágætlega leikinn, með þeirri stigandi og spennu sem verkið krefst. Carmina Burana eftir Carl Orff er samiö við kostulegar amorsvisur og brunakvæði frá miðöldum eftir óþekkta höfunda flökkustúdenta og flökkuklerka. Voru þeir eins konar hippar 12. aldar. Þetta er ekki merkileg né djúptæk tónlist, til þess er hún of frumstæð og yfirborðs- leg. En hún hefur ákveðna kosti, hún er aðgengileg og auðmelt. Með einföldum tjáningarmiðum nær höfundurinn sterkum áhrif um. Orff tekur mið af miðalda- tónlist og i þvi ljósi má skoða hann nýklassikera. Hann dorg- ar á likum miðum og Stravinski, t.d. hvað hrynjandi og hljoðfall snertir, en riþmaskyn hans er allt einfaldara en Stravinskis, og á engan hátt þola verk hans samanburö við verk hins mikla rússneska meistara. Filharmóniukórinn flutti Carmina Buranda fyrir mörg- um árum við mikinn fögnuð allra er á hlýddu undir stjórn Róberts A. Ottósonar. Að þessu sinni tókst flutningurinn einnig mjög vel. Söngsveitin Filharmónia fékk Háskóla- kórinn til liðs við sig og Jón Ás- geirsson æfði kórana af mikilli prýði, dugnaði og samvisku- semi. Kórinn söng hreint og örugglega, Riþminn var mjög nákvæmur og snöggar áherslur og styrkleikabreytingar komu einkar greinilega fram. Það var einnig mjög eftirtektarvert hversu vel kórinn túlkaði hin margvislegu geðbrigði kvæðanna. Carmina Burana er fyrst og fremst kórverk. Ein- söngsþættir eru ekki mjög viða- miklir. Garðar Cortes söng tenórsólóna. Túlkun hans á raunum svansins á steikar- teikninum var nokkuð kátleg. Þorsteinn Hannesson, fyrrver- andi hetjutenór syngur nú baritón, en eins og allir vita breytast raddir manna með aldrinum. Hann túlkaði hinn fordrukkna ábóta að hætti hins reynda óperusöngvara. Aftur á móti fannst mér nokkuð á skorta, að hinn gregorski blær þessa söngs kæmi i ljós. Sópran- hlutverkið er viðamest og er fallegasta tónlistin i verkinu. Ólöf K. Harðardóttir hefur fallega sópranrödd og söng af mikilli prýði — einkum sönginn um tviveðrung konuhjartans — af mikilli hlýju og glettni. Kar- sten Andersen stjórnaði af mikl- um krafti og öryggi. Það var mikill hraði i þessari uppfærslu, hvergi dauður punktur. Hljóm- sveitin stóð sig vel, ekki hvað sist slagverkamennirnir, sem höfðu nógað gera allan timann. Ævintýramaður í vesturvegi Hjörtur Pálsson Hjörtur Pálsson: ALASKAFÖR JÓNS ÓLAFSSONAR 1874 (SAGNFRÆÐIRANNSÓKNIR, 4. BINDI, ritstj. Þórhallur Vil- mundarson). Útg. Sagnfræði- stofnun og Menningarsjóður. Vesturfarir íslendinga hófust að marki 1873 og höfðu þá verið á döfinni um nokkurt skeið. Fyrir Vestur-tslendingum vakti i fyrstu að stofna sina eigin byggð, nýtt tsland, þar sem þeir nytu hóflegrar einangrunar og gætu byggt á gömlum grunni, bæði i menningarefnum og at- vinnulifi. Þessa framtiðarlands var viða leitað fram til hausts 1875, er Nýja-Island var stofnað við Winnipegvatn. Bandariskur lögfræðingur, Niles að nafni, fékk þá hugmynd að stofna tslendingabyggð i Alaska, sem Bandarikjamenn höfðu nýlega eignazt en nytjuðu ekki að ráði, og fékk hann til liðs við sig Jón Ólafsson ritstjóra er þá hafði, liðlega tvitugur, flúið undan refsidómi vestur um haf. Bandarikjastjórn fylgdi málinu og sendi Jón ásamt tveimur félögum hans i landskoðunar- ferð til Alaska, en málið strand- aði á þvi að Bandarikjaþing fékkst ekki til að styrkja flutn- ing tslendinga þangað vestur svo skjótt og rausnarlega sem þurfa þótti. Dvaldi Jón þó lengi i Washington og reri i þingmönn- um með þeim hætti sem þar i landi heitir „lobbying”. Þessa sögu, sem bæði er óvenjuleg og skemmtileg, rekur Hjörtur Pálsson i bók sinni. Aðalefni bókarinnar er mjög þröngt, athafnir Jóns Ólafsson- ar þau tæp tvö ár sem hann dvaldi vestan hafs að þessu sinni, einkum þær sem Alaska- áformin varða. Heimildir Hjartar um þetta eru sæmilega afmarkaðar og meðfærilegar. Heil bók, 160 siður, gefur honum svigrúm til að rekja þennan aðalþráð allnáið og nýta heimildir um hann rækilega. En þetta takmarkaða efni er á 'krossgötum annarra viðfangs- efna og umfangsmeiri. Þar kemur til upphaf vesturferða- sögu tslendinga og landnáms- sögu þeirra vestra, sérstaklega leitin að nýju tslandi, Alaska, saga þess og landkostir, ævi- saga Jóns Ólafssonar fyrr og siðar, og loks bandariskar að- stæður, sjónarmið og hagsmun- ir þarlendra manna, sem við söguna koma. Allt þetta þarf að hafa i baksýn og draga fram til skýringar á gerðum Jóns i Alaskamálinu, án þess þó að það drepi sögunni á dreif. I þessu er fólginn aðalvandi Hjartar við samningu ALASKA- FARARINNAR, vandi sem hann hefur leyst prýðisvel, bæði að þvi er tekur til fræðimennsku og framsetningar. Að visu vant- ar nokkuð á að ugglausar niður- stöður finnist um sum afskipti bandariskra manna og stofnana af málinu, en Hirti verður naumast lagt til lasts þótt hann hafi sett heimildaleit sinni um þessa hluti allþröngar skorður, annars hefði hún hæglega getað orðið endalaus. Að öðru leyti reynir verkefni Hjartarekki mjög á krafta hans sem sagnfræðings, en þau vandamál sem á vegi hans verða, sýnist hann leysa af öryggi. Sömuleiðis kann hann mætavel að færa efni sitt i letur, semur skilmerkilega og læsi- lega og á góðu máli. Aðfinnslur verður að sækja nokkuð langt inn á svið smá- smyglinnar, svo sem er höfund- ur lætur enska heimild glepja sig til að tala um „þjónustuiðn- að” þar sem að likindum er átt við þjónustugreinar án nánari afmörkunar. En jafnvel svo smávægileg vixlspor eru varla nema örfá. Aðeins má fetta fingur út i túlkun á bréfkafla Jóns einum (bls. 136), þar sem hann lýsir þvi hvernig vinna beri i „forstofunni” (lobby). Þar eru nefndar konur tvær, Hirkmannog Smith, sem Hjört- ur virðist telja uppdiktaðar i dæmisöguskyni (sleppir þeim úr nafnaskrá), en fullt eins eðli- legt er að ætla að Hirkmann sé misritun eða mislestur fyrir Mickmann, sem var verndari Jóns i Washington, og Smith þá lika sannsöguleg. Þetta var smáatriði. i öllu verulegu er ALASKAFÖRIN vandað fræðirit og um leið læsi- leg frásögn af merkilegum kafla úr vesturfarasögu tslendinga og ævisögu Jóns Ólafssonar. Bók- inni fylgir allur fræðimannlegur umbúnaður. heimildir, skrár, útdráttur á ensku. og ekki spillir talsverður fjöldi vel valinna mynda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.