Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5 „Hvar um slóSir frægur fer fóstur-móðurinnar. Heillir góðar gefist þjer guðs og þjóðarinnar". Sesselja Helgadóttir, móðir Guðmundar Daníelssonar í Svignaskarði og þeirra syötkina, var uppalin hjá Guðmundi til 15 eða 16 ára aldurs. Eftir henni eru hafðar þær 5 vísur er koma hjer næst á eftir: „Höldum gleði hátt á loft, helst það seður gaman. Þetta skeður ekki oft, að við kveðum saman“. Þessa vísu hefi jeg heyrt eignaða Jóni Ásgeirssyni á Þing eyrum. Einar E. Sæmundsen segir að höfundur hennar sje talinn að vera Nikulás skáldi, húnvetningur. Enga sönnun veit jeg á þessu, en tel ólíklegt að Sesselja hafi ekki vitað hjer rjett svo kunnug sem hún var Guðmundi, og set því vísuna hjer. Hestavísa: „Geira reystum ríð jeg geyst, reyndum hreysti dugi, grjóti þeysti af leiðum leist, ljóma^r í neistaflugi“. Þetta var kveðið á glugga um kvöldtíma: „Hjer sje guð á glugganum, Gvendur úti bíður, skýldur næturskugganum, Skjóðu sinni ríður“. Átti hryssu, er Skjóða hjet. Þessi vísa hefir líka verið eign- uð öðrum, en þar sem hann átti Skjónu, verður það sterk sönn- un fyrir því, að vísan sje rjett feðruð. Á yngri árum var Guðmund- ur trúlofaður stúlku, sem þó varð ekki til frambúðar. Hitti hann hana löngu síðar norð- ur í landi, þekti hún hann ekki þá kvað hann: „Þú mátt grunda í þankareit, þar býr undir frami. Ástar bundin áður heit, er Guðmundur sami“. Hjá Guðmundi var vinnu- kona, sem Gudda var kölluð, fjell henni ekki vistin og gekk burtu. Þá kvað hann: „Hjá mér Gudda hafði dvöl, hún var rellubudda, — var að nudda, um vistakvöl, vann svo burtu snudda“. Strákur nokkur, ófyrirleitinn, sundreið Norðurá, en áin var í miklum vexti: „Hleypti á sundi halurinn, hann er fundinn trassi, beislahundinn hófa sinn hafði undir rassi“. vísur hans eiga skilið að geym- ast því þær eru góðar og ágætt sýnishorn af alþýðukveðskap og hugsunarhætti þess tíma J B. Stefán Jónsson: wdnir j^estír Þessa vísu sagði mjer Ásgeir bóndi á Haugum. Eftir Sigurði bónda á Haug- um eru hafðar vísur þær, sem hjer fara á eftir, en honum sagði þær Kristófer Finnboga- son á Stóra-Fjalli, en hann var góður kunningi Guðmundar. Eitt sinn er þeir hittust, færir Kristófer honum brennivín á silfur-brúnu horni, þá kvað hann: „Ljóða nomin vaknar við, vínið ornar þekka, eftir fornum alda sið af skal horni drekka“. Kveðið á ferð í jeljaveðri: „Vínið kætir seggi senn, sorg upp rætir pelinn, hvert á fætur öðru enn okkur mæta jelin“. Stuttu fyrir andlát sitt orti hann þessar vísur, þá nokkuð drukkinn: „Um guðs náð og aðstoð hans, ef menn gáðu biðja. Þá mun dáð og dyggðir manns dróttins náSin styðja. Á nýjum akri eilífSar, endurvakinn maður, með englakvaki jeg mun þar undirtaka glaður“. Sesselja telur Guðmund hafa verið óvenjulega drenglyndan mann og ljúfmenni í allri um- gengni. Dauða hans bar þann- ig að, að hann var á ferð milli bæjanna Stóru-Skóga og Litlu- Skóga, fær hann þá eitt slagið og hittist svo á að hann fellur niður í læk, sem þar rennur og var örendur, er að var komið, þetta var síðast á árinu 1858 eða fyrst á árinu 1859. Svona ömurlega endaði æfi hans, en Þeir fara ekki hratt yfir heiminn, nje hafa í áætlun frest, og áfram um grákaldan geiminn þeir ganga í samfeldri lest. Án líknar þeir leika sjer flestir að lífi hvers einasta manns og eins koma — óboðnir gestir, þar inn, sem er glaumur og dans. Þjer tjáir ei annað en opna, ef einn þeirra á dyr þínar ber. Ei þýðir að þrífa til vopna, því þeir eru óvígur her. Um frægð þína og hvernig þjer farnast það fást þessir piltar nú smátt. Við kvenfólkið glettast þeir gjarn- ast og gera það hrukkótt og blátt. Um sótara og prest gildir sama og sýslumann piltum þeim hjá, hvern ráðherra að lokum þeir lama því lögregla ei stoðar við þá. Þeir leggja’ oss án líknar í valinn að lokum, og er það svo tamt, að Hitler og Hermann og Stalin þeir hirða á endanum jafnt. Þótt litla þeir gefi þjer gleði, nei, góði minn, lát það ei sjást. Og tak þeim með glaðværu geði og gletni og það verður skárst. Hugsaðu ei vitund um háska, nje hirtu nm þinn síðasta blund, en gakk þeim í móti með gáska og gleð þig við líðandi stund. Eiginkonan: Hvers vegna hefir þú klipt út úr blaðinu greinina, „Hvernig maður verður 100 ára“ 1 Hann: Jeg var hræddur um, að móðir þín rækist á hana. ★ Hún: Ef jeg væri þú, faiyndi jeg hafa hegðað mjer betur á dansleiknum------- Hann: Já, auðvitað!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.