Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Blaðsíða 7
iSBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 Kínverskar herkonur Þessar ungu kínversku stúlkur eru í her Chang Kai Sheks, og starfa að ýmsum líknarstörfum, bifreiðaakstri o. s. frv., í hernum. og hann klýfur þig í herðar niður, áður en þjer gefst tími til að biðjast vægðar“. Danmörk fór að ráði pílviðarins gamla, sem sagði: „Lokaðu blóm- um þínum og beygðu blöð þín“. Og það sem gerðist í Evrópu síð- astliðið sumar, hefir nú sýnt það mjög greinilega, að við fórum rjett að. Sú óskynsamlega gagn- rýni, sem fyrst ljet á sjer bera, var slík, að vjer getum látið oss hana í ljettu rúmi liggja. Með jafn ónógum hertækjum og Dan- mörk átti yfir að ráða og eins og henni er í sveit komið hefði farið fyrir oss eins og bókhveitinu sem eldingin kolbrendi. En nú lifum vjer í voninni um það, að fara muni fyrir oss eins og segir í niðurlagi þessa ævin- týris Andersens: „Þegar illviðrið var um garð gengið, stóð blóm og kornöx hrest af regninu í kyrru og hreinu loft- inu‘ ‘. í þessa von munum vjer allir sækja styrk til þess að lifa af þennan reynslutíma. Þegar of- viðrið er um garð gengið munu allar þær þjóðir, sem engill storms- ins nú sækir heim, rjetta við til nýrra friðsamlegra dáða. Það er lífsskilyrði fyrir hinar litlu, van- máttugu þjóðir, að rjettlæti og orðheldni megi aftur ríkja í við- skiftum þjóðanna eins og í borg- aralegu lífi. Við eigum allir, hvort sem litlir erum eða stórir, okkar sjálfstæðu lífskjör og getum ekki viðurkent, að lífskjör annara eigi meiri rjett á sjer en lífskjör vor. Vjer heimtum það, að samningar og nábúarjettur sje í heiðri hafð- ur. Vjer, smáþjóðirnar, verðum að setja í það heiður vorn að halda orð vor og virða rjett nágrann- ans til að lifa. Að ganga á gefin loforð og að taka sjálfur skapar ekki virðingu í samfjelagi þjóð- anna. Það er föst von mín og full- komin vissa mín, að þegar öld árása og rofinna loforða er um garð gengin, þá muni danska þjóð- in og danska ríkið, með rjetti hins siðferðilega máttar, lifa menning- arlífi sínu áfram og vera frjálst og sjálfstætt eins og hingað til í þúsund ár. í þessari von skora jeg á þá landa mína, sem orð mín heyra, að senda hugsanir heim til allra þeirra sem okkur er ant um og til konungs vors og föðurlands. Biðillinn; Mig dreymdi í nóft, að jeg bað fallegustu stúlku í heimi. Hún: Sagði jeg jáf ★ Dómarinn: Hvernig dirfist þjer að mæta ölvaður fyrir rjettinum? Vitnið: Jú — hik — öl er innri maður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.