Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 85 Edward Thybo: p Ahrif frá | VAR BARTRUM stóð í Ráð- húsgarðinum og var að gefa ^úfunum maís — þeta var ein- ^taklega hversdagslegur maður útHts, í dökkum frakka og með Samanbrotna skjalatösku undir nandleggnum. Hann reif sundur ^aíspokann og stráði síðustu Ögnunum út yfir hópinn. ^álitla stund stóð hann kyr horfði á dúfurnar tína í sig ^nrnin. Svo settist hann á einn bekkinn og kveikti sjer í sígar- ettu. Þag var ofurlítill skjálfti á höndunum þegar hann kveikti á ^tdspítunni. Hann hafði ekki háð sjer eftir áfallið enn. Hann hafði verið svo nærri hyldýpi ófarnaðarins sem nokk- hj* Waður getur verið — en af e*nskærri tilviljun hafði hann sl°Ppið. Ef hann hætti núna — ek þetta hafði sannarlega verið 0lium áhrifarík áminning — ’hundu afbrot hans aldrei kom- a§t upp. Listin var einmitt sú, geta brunað undan brekk- ■— og numið staðar í tæka Ivar Bartrum var aðstoðar- ^aður í útibúi eins stórbankans. ann hafði ekki neina stöðu Sem ábyrgð fylgdi, enda var ann ungur. Frímerkjabirgðirn- ar voru þó undantekning frá Pessu. Einu sinni var tuttugu r°num of mikið í frímerkakass- ailum. Hann stakk þeim á sig, ætlaði að nota þær síðar, ef •lara yrgj j kassanum. Þegar ann hafði eytt peningunum hppgötvaði hann, að gleymst toi ag færa einhver frímerkja anP til gjalda. Þannig skapaði ann sjer í fyrstu svolitlar auka- tekjur. Hennan dag hafði verið óvænt ndurskoðun. Einn endurskoð- undinn bað hann um að koma PP á einkaskrifstofuna með ^Urðargjaldsbókina, til þess að era hana saman við fylgiskjöl- ^etta var nokkuð sem auka- ndurskoðandi, er ekki þekti framliðnum starfsfólk bankans, gat fundið upp á, og Ivar Bartrum varð svitavotur af hræðslu, um allan kroppinn. Ekkert gat bjargað honum frá að lenda í tugthús- inu. Eitt augnablik datt honum í hug að ná í skammbyssuna gjaldkerans og skjóta kúlu í hausinn á sjer, en þá mintist hann atviks frá öðrum banka, er gjaldkerin hafði skotið sig og lifði það af — en varð blind- ur. Hann gekk upp á skrifstof- una eins og í leiðslu, í þeirri fánýtu von, að kraftaverk gæti skeð. Hver veit nema að endur- skoðandinn væri dauður af hjartaslagi þegar hann kæmi inn til hans. En hann var bráðlifandi og sat þanra og drakk whisky og sódavatn með forstjóranum. Hann hafði alveg gleymt hvað það var, sem hann vildi Ivari. — Nú, burðargjaldsbókina! sagði hann hlæjandi. — Já, hún getur beðið þangað til við kom- um næst! Og Ivar gat snúið aftur niður í bankann, frí og frjáls! Þegar þessi bók yrði fullskrifuð, eftir tvo mánuði eða svo, ætlaði hann að eyðileggja hana — og þá gæti enginn sjeð, að nokkrar misfellur væru á neinu. Það var hvergi skráð í reglugerð bank- ans, að geyma skyldi gamlar póstkvittunarbækur. En þó að þetta horfði alt sæmilega við, þá barðist hjarta hans samt af ótta. Hann vissi, að hann mundi gleyma angist, sem hann hafði gengið gegnum, og ef til vill mundi hann ekki hafa sálarþr.ek til þess að hætta. Gamall maður með staf og vindil gekk framhjá bekknum. Hann heilsaði Ivari mjög kur- teislega. , — Góðan daginn, herra Bar- trum! ívar heilsaði á móti. Þetta var yfirþjónninn í einum nætur- klúbbnum. — Og svo var það hún Lotta, hugsaði Ivar og horfði á bak- svipinn á þjóninum, sem fjar- lægðist. — Þar var engan veg- inn auðvelt, að eiga að útskýra þetta fyrir henni, svona alt í einu. Nei, þessi kend hamingju og frelsunar, sem hafði verið svo rík í honum fyrstu tímana eftir að endurskoðandinn fór -— hún var alveg horfin. Hann var orðinn jafn þunglyndur og raunamæddur og hann var van- ur. ★ ANN tók kvöldblað upp úr vasa sínum og fór að blaða í því. Augu hans námu staðar við mynd af ungum manni. Hann las í flýti stuttan texta, sem var undir myndinni: „Landi dáinn á Spáni“, var fyrirsögnin. Ungur maður frá Odense, Ole Carstensen að nafni, sem hafði tekið þátt í borgarastyrjöldini, hafði fallið í orustu á Cordobavígstöðvunum. ívar ljet blaðið falla og sat lengi með opinn munninn og góndi út í loftið. Óli var dáinn. Óli var ekki framar í lifenda tölu. Hann var — ekkert! Ivar og Óli höfðu verið vild- arvinir og átt svo margt saman að sælda. Seinasta skiftið sem Ivar hafði sjeð hann var þegar hann var að leggja af stað suð- ur. Hann hafði hlegið og leikið á als oddi — og nú var hann dauðui'. Það deyja menn á hverjum degi án þess að maður setji það nokkuð fyrir sig. Maður vissi þetta. En það var í fyrsta skifti, sem Ivar hafði fundið hinn hrásalagalega gust dauðans blása beint framan í sig. óli var ungur maður eins og hann sjálf- ur. Á þeim aldri er dauðinn ekki það, sem maður hugsar um í sambandi við sjálfan sig. Ef til vill var það ekki sorg í sama mæli og einhver tærandi tóm- leiki, sem gerði sín vart í brjósti hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.