Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 7
 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 87 gullinu út, en jeg var ekki svo hugrakkur, að jeg gæti sagt h°num eins og var. Gagnvart honum skammaðist jeg mín VeSna hennar, heima, sem jeg Sveik. En svona var hann. Hann Var svo barnalegur í þeim sök- — ja, barnalegur er kannske ekki rjetta orðið .... — Nú er hann dáinn, Hans. Nú svíkur þú hann ekki framar. ■ Æ, nei, ekki hann — og Þó, Magda. — Mjer finst þetta ait enn ógeðslegra eftir að hann er dáinn. Meðan hann lifði þá var hægt að hlæja að þesu — svolítið, að minsta kosti — því aÖ þá gat Óli haft von um, að Seta náð sjer niðri á mjer í stað- mn — en það hefir hann ekki nu. Þetta er eins og að sparka í mann, sem maður hefir barið í gólfið. Hún tók um báðar hendurnar a honum. — Hvað áttu við, Hans? Þú gerir mik hrædda! Hann stóð upp. Það hefir orðið einhver breyting á mjer. Þekkirðu það 7" t>ú getur víst aldrei fyrirgef- mjer, ef jeg ber það saman V^Ó eitthvað hversdagslegt. — eistu hvað það er að fá á sig slettu af villibráðarsósu, og áð- Ur en maður veit er klessan orð- m að storknaðri fitu — það Sama hefir komið fyrir mig, við- V]kjandi því, sem verið hefir ukkar á milli. Jeg er orðinn aldur og storknaður. Hvað hef- ivr e'nglnle^a genKÍð að okkur, agda? Það væri fyrir sig, ef viÓ værum sæl! Hversvegna eig- nm við að gera þetta svona bkið? Þetta er eins og í öllum sPdum — það er enginn sem 1 p1 RÚ LOTTA Clausen sat við að skrifa brjef þegar ^mnukonan hleypti Ivari Bar- trum inn. ívar, hvernig þorir þú að °ma hingað. Maðurinn minn ^etur komið heim á hvaða aUgnabliki sem vera skal. j.Þ&ð gerir ekkert til, Lotta. u hefi jeg engu að leyna fram- ar. Jeg er orðinn hundleiður á þessu öllu saman. — Er jeg þá ekki vinur þinn lengur. — Þarna kemur það. Vinur minn! Þú kallar þig vin minn! — Já, heyrðu góði .... — Þegi þú. Lotta. Nú skal jeg segja þjer sannleikann um sjálfa þig. þú átt góðan mann, sem gerir sjer far um, að ná viðgangi í lífinu, en afleiðingin af þessu er sú, að þú ert mikið ein. Þú ert ekki nógu ærleg til þess að voga þjer út í alvarlega ást — eitthvað heilt og satt — en í staðin skemtir þú þjer smá- vegis með mjer, borðar miðdeg- isverð á afskektum — og dýrum — veitingastöðum, dansar við mig og lofar mjer að kyssa þig endrum og eins. Jeg elska þig, og ef jeg fengi leyfi til þess þá mundi jeg vinna þig — en jeg er ekki heldur heiðvirður rnaður. Jeg er þjófur. Jeg hefi stolið í bankanum öllum þeim pening- . um, sem jeg hefi sóað í þig! — Hvaða skelfing er að heyra þetta, ívar! Jeg get út- vegað þjer þúsund krónur. — Jég-hefi játað þetta á mig. Jeg var að koma frá húsbónd- anum. Jeg sagði honum alveg eins og var — Hann leit undan. Það var kökkur í hálsinum á honum. Samhygð hennar var engin upp- gerð. Þetta var mjög drengilegt af henni, að vilja hjálpa honum. Það voru góðar taugar í henni. — Jeg missi stöðu bankanum og jeg borga til baka það sem jeg hefi dregið mjer . . . með 50 krónum á mánuði. En bankastjórin hefir útvegað mjer aðra stöðu. Jeg á að fara í verk- smiðju hjá manni sem hann þekkir. Aka vörubifreið. Vinna í alvöru. Það var hringt. Lotta Clausen hrökk í kút. — Þetta er Hans, sagði hún. Þú verður að fara út eldhúsmeg- in. Hann má ekki sjá þig. — Nei, hann má það víst ekki, sagði ívar hægt. En þetta var ekki Hans. Það var sendill með stóran böggul. HVERSVEGNA gerðir þú það, sagði Lotta, þegar Hans kom heim. — Jeg átti þetta alls ekki skilið! — Þú átt miklu meira skilið en þessa karakúlkápu, sagðí* Hans — og þig hefir altaf lang- að til að eiga svona kápu. — Jeg vissi, að þú hafðir ekki efni á því, annars hefði jeg aldrei minst á það. —. Jeg hafði peningana, sagði hann. — Þetta voru pen- ingar, sem jeg hefði að rjettu lagi átt að lána kunningja mín- um, sem nú er dáinn, og jeg veit að honum þykir vænt um að sjá, að jeg nota þá í aðra eins vit- leysu og loðkápu á konuna mína. Þjer þykir vænt um að fá hana. — Já, Hans, en jeg skamm- ast mín fyrir þetta. Jeg hefi ekkert gert fyrir þig. — Það er mjer að kenna. Við vorum farin að fjarlægjast — en nú höfum við fundið hvort annað aftur. Er það ekki, Lotta? — Jú, sagði hún, og varð blóðrjóð í kinnunum. ★ SAMA kvöldið sat óli Car- stensen við að drekka rommtoddy í skipstjóraklefan- um á M/s Norvik, á leið frá Sevilla til Buenos Ayres. Að baki þeim var Gualquivir og skipið ruggaði talsvert þegar það kom út í rúmsjó. . Óli Cartensen var ekki laus við sjóveiki — en hvað gerði mína í^það til? Hann var glaðari en ‘ 'hann hafði verið í mörg ár. Hann hafði unnið þarft verk snilldarlega — og nú var hann á leiðinni til enn meiri æfintýra. Það hafði þótt mest heillaráðið að segja hann dauðan, — sama mátti honum vera, því að hann átti enga fjölskyldu. Enginn mundi sakna hans, einstaka fólk mundi ef til vill hugsa til hans stutta stund. Og þar með búið. En þarna var hann bráðlif- andi á leið til Suður-Ameríku til að kaupa meðul og lækna- tæki. I klefanum hans var kassi með ómótuðu gulli. — Skál! sagði hann og heils- aði sjálfum sjer í speglinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.