Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 7
151 LESBÓK MORG.UNBLAÐSINS ? hve mikill voði er hér á ferðum, voði, sem valda mun þjóðinni ó- fyrirsjáanlegu böli, ef eigi verður fljótt og röggsamlega viðbrugðið. Sú bernska, sem lærir móðurmál sitt í brengluðum tengslum við hina vöxnu kynslóð, er hörmulega stödd. Hún misbýður málinu, sem verður þá, vegna rotinnar undirstöðu, ófull- nægjandi tjáningartæki, og veldur það, hverjum sem svo er staddur, ósegjanlegum erfiðleikum við að samstilla sig samtíð sinni. En sagan er samt enganveginn öll sögð. Sú kynslóð, sem. er svona á vegi stödd um móðurmálið, rofn- ar nauðug, viljug iir tengslum við hinar gengnu kynslóðir. Ilvað verður þá um „ástkæra ylhýra málið“, sem hefir verið að- all og fjöregg íslenzku þjóðarinnar á liðnum öldum og þarf að verða j>að áfram, ef þjóðin á að lifa? Og hvernig verður „samhengið í íslenzkum bókmenntum“, ef svo heldur sem horfir? Allir sjá, að hér er voði á ferð- um, sem verður að afstýra. Um }>að verða að hefjast samtök milli foreldra og kennara og þess opin- bera. Herör verður að skera upp og hefja gereyðingarorustur gegn ó- sóma þessum. T'að þarf að skapa íslenzkn borg- armenningu, sem byggð er á beztu hornsteinum sveitamenningarinnar, samhæfa hana þéttbýlisaðstæðum og atvinnuháttum. Þannig hvgg. eg að barninu verði bezt bætt upp tjónið, sem það varð fyrir, er það rofnaði úr tengslum við hinn vinn- andi mann. Upp þurfa að rísa starfsstöðvar fyrir börn. Þar þarf umhverfið að vera alhliða þrosk- andi, og uppeldislærðir aðilar að vera til taks til áð vaka yfir vel- ferð barnsins, andlegri og líkam- legri. Slíkir aðilar verða þá lifandi tengiliðir fyrir barnið til máls og nthafna, þann tíma sólarhringsins, sem því er ætlað að .dvelja á starfs- stöð þessari. En hér er einkum átt við dagstarfsemi fyrir börn, dag heimili og leikskóla, sem er hentug- asta hjálp foreldrum, vegna barna þeirra, þann hluta sólarhringsins, sem þeim er ókleift að sinna þeim, svo sem þörf er á. Stofnanir þessar, dagheimili og leikskólar, geta í framtíðinni, með innunninni reynslu og bættum skilyrðum, orðið for- eldrum einkar happadrjúg hjálp, vissan tíma sólarhringsins. En sú hjálp tekur í engu ábyrgðina af foreldrunum. Hún á einmitt, þvert á móti, að vekja til meiri ábyrgðar og hjálpa foreldrum til að vera betri uppalendur. Poreldrar mega aldrei eiga svo annríkt, að þau ekki gefi sér tíma til að eiga daglega góða stund með börnum sínum til leikja, samtals og siigusagna. 3. Umgengnismöguleikar við dýr og blóm eru bernskuskeiðinu ómetanleg. Það er, að vísu, hægt að hafa einstaka dýr á dagstarfsstofniinum fyrir börn Og enn auðveldara er að gefa þeim kost á að umgangast og hirða blóm. En ekkert er þetta þó á við það, að bömum gefist tækifæri til að umgangast dýrin í náttúrlegu um- hverfi og fylgjast með lífi þeirra frá degi til dags. Og þó að börnum verði í bæjun- um luiin í fyllsta máta þroskavæn- leg skilyrði á dagstofnunum, leik- völlum og heima við ,hús sín, — já, og þó að dvajið sé með þau veru- legan tíma í sumarbústöðum, eins og nú er ætíð að færast í vöxt, þá er allt þetta samt ekkert á við það, að komast í bein viðskipti við dýrin á góðu sveitaheimili. Menn ættu þvi ekki að setja sig úr færi um það, hversu góðar sem aðstæð- ur annars kunna að vera, að dvelja öðru hvoru á sveitabæ með börn sín hluta úr sumrinu, eða koma þeim þar fyrir. Þar eru beztu skilyrðin til þess, að heilbrigt samlíf skapist milli barns og dýrs. Og ekkert, getur bætt barninu upp missi þeirr- ar reynslu. Og eg vil skjóta því hér inn í, að þó að menn viti enn ekkert ráð betra fyrir munaðarleysingja en að stofna fyrir þá samastað eða upp- eldisheimili, þá er öll aðstaða þar slík, nema í sveit sé, að óhyggilegt' mun að láta börnin dvelja þar leng- ur en til 10 ára aldurs, en eftir það á góðum sveitaheimilum. —• Eg hefi með línum þessum eink- um viljað vekja athygli á því, að bernskuskeiðið — forskólaaldur- inn — er viðkvæmt og örlagaríkt æfiskeið, sem vér Islendingar þurf- um að sýna miklu meiri sóma, ef allt á ekki að verða í voða. Þeim voða tel eg að megi afstýra með samtökum um bætt athafnaumhverfi fyrir barnið, bætta aðbúð og við- búð, og að lokum heilbrigð samlífs- skilyrði við menn og dýr. — Og eg vil ljúka þessu máli mínu með því að stinga því að foreldr- um, að vanræksla forskólaskeiðs- ins getur oft torveldað mjög æski- legar, og raimar, ef allt væri með felldu, eðlilegar framfarir skóla- skeiðsins. I Það er staðreynd, að ákveðinn þroski þarf að vera fyrir hendi, til þess að barninu reynist fært að ná tökum á tilskildu námsefni, t. d. lestri, reikningi og skrift, sem talin ‘eru undirstöðuatriði alls náms. 1 Vanræksla á forskólaskeiði veldur oft raunalegu reynslustríði milli kennara og nemenda á skólaskeið- inu, ásamt sárum vonbrigðum for- eldi’anna, sem oft, gersamlega að Ösekju, snúast upp í ádeilur á kenn- arana og skólafyrirkomulagið. Með þessu er þó ekki verið að taka fyr- ir það, að skólarnir geti ekki einnig Framh. á bls. 159. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.