Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 14
£ 158 T a" “■ ■ LESBfiK MORGTINBLAÐfiINS Þannig er ástatt nú, að eg get ekki í dag sagt frá því hvar í Noregi eg er eða krónprinsinn eða r^dsstjómin. Þýski herint hefir nefnilega gert geipilega árás . á okkur er við vorum staddir. á fá- mennum vamarlausum stað. Sprengj um, eldsprengjum og vjelbyssum var beint gegn óbreyttum borgur- um og okkur á hinn miskunnar- lausasta og villimannlegasta hátt. Árásin gat ekki verið gerð í nein- um öðrum tilgangi, en þeim, ad tortíma okkur öllum, er vorum sam- an komin, til þess að leysa málefni til gagns fyrir Noreg. Eg þakka yður öllum, sem í dag, með mjer og ríkisstjórninni stand- ið í stöðum yðar, í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði Noregs. Eg bið alla að minnast þeirra, sem hafa íórnað lífi sínu fyrir föður- landið. Guð varðveiti Noreg. llaakon. Ny aras. * Meðan ráðstefnur voru haldnar í Lesjaverk þennan sama dag, og ýms mál afgreidd, kom það fyrir hvað eftir annað, að stórar þýskar flugvjelar flugu yfir staðinn. Ileld- ur kom þetta illa við okkur. Við höfðum fengið það mikið að kenna á loftárásum. En er leið að miðaftni kom hrað- ' boði utan úr skógi, og sagði, að þýskir fallhlífafhermenn hefðu svif- ið til jarðar þar í nágrenninu. I Þetta kom yfir okkur eins og 1 reiðarslag. Allir þutu upp. Ekki 1 ,var um annað að gera en leggja á flótta og það sem hraðast. Við * hlupum hver sem betur gat fit að, bílunum, sem stóðu á þjóðveginum ! frá því um nóttina. Bílstjórarnir höfðu hleypt vatn- inu af bílunum vegna frostsins. Þeir ,voru því vatnslausir. Bílstjóri okk- ar hafði gripið vatnsfötu með [ Bjer. En þegar hann ætlaði að hella vatninu á kælirinn var hann svo skjálfhentur, að vatnsbunan fór nærri öll utan hjá. Við sátum í bíln- um og skipuðum honum að aka. Og það gerði hann. En ekki leið á löngu, uns gufan stóð upp af kælinum. En þar var bóndabær nálægt, og bílstjórinn hljóp þangað og fjekk lánaða mjólkurkönnu og gat ausið vatni með henni á bílinn. En vinur okkur dr. Arne Ord- ing varð eftir af bflunum, því ein- hver misskilningur hafði risið um það í fátinu, í hvaða bíl hann ætti að fá sæti. Við, sem aðrir, ókum frá honum. Hann stóð einn eftir á veginum í frostinu, með harðan hatt og regnhlif undir hendinni. ,,Þjóðverjarnir koma'*. Ákveðið hafði vcrið, að ef við þjTftum að hverfa í skyndi frá Lesjaverk, þá átti nokkuð af okkur að aka niður dalinn til bóndabæjar sem heitir „Sörflaten“. Komumst við þangað klakklaust. Þar var lítið hús rjett við veginn. Við geng- Framh. af bls. 153. og því ári, sem nú er gengið í garð íyrir okkur. Það er sigurhróp fjötr- aðrar þjóðar, sem sjer, að hlekkimir eru að bresta og frelsið er fram- undan. Fjöldi þjóða berst nú fyrir fjöri sínu og frelsi með vopn í höndum. En íslenska þjóðin heimtar ekki frelsi sitt á þann hátt. Ilún þráir ekki að sjá blóð fossa úr benjum. annarrar þjóðar. Hún þráir frelsi, en hún þráir einnig frið — frið við allar þjóðir. Þessvegna er frcls- isbarátta hennar sjerstæð. Hún rís uppúr hafróti styrjaldarinnar með frelsiskröfu sína, en rjettir um leið fram hendur sínar til sátta og friðar. um af bílunum, heim að húsinu, ljetum hinn litla farangur okkar frá okkur í dyraskýlið og genguni til stofu. Húsráðendur voru gömul hjón. Þau hö|ðu verið liti, og komu til okkar inn í stofuna. Gamli maðurinn sagði, er* við beiddumst gistingar: „Já, einmitt það. Þið munuð vera frá Osló. Þið getið kannske sagt mjer eitthvað af styrjöldinni ?“ Er hann hafði sleppt orðinu, heyrðum við hróp lit á veginum. Einhver kallaði: „Þjóðverjarnir eru að koma !“ Þá beið enginn boðanna. Allir hlupu enn, sem fætur toguðu í bíl- ana, og áfram hjeldum við flótt- anuin, niður eftir dalnum. En gömlu hjónin stóðu í dyrimum og horfðu á eftir okkur. Þau skildu sýnilega ekkert hvað var að gerast. ★ Þannig lauk þessum frásagnar- þætti frú Astrid Friid. A þessu sviði er húu vissulega fyrir- mynd fjölmargra annara þjóða. Fjötrarnir slitna og sigurinn vinst 17. júní 1044. Hversvegna 17. júní .’ Þann dag minnist íslenska þjóðin fæðingar frelsishetju sinnar. Hún vill minn- ast hans að þessu sinni á eftirminni- legan hátt. Islenska þjóðin •— — hefir gert þá heitstrenging, sem berst nú um firði, víkiir og voga, yfir fjöll og dali. Heitstrenging þessi er: Frjáls og íullvalda fagnar íslensk þjóð næsta afmælisdegi Jóns Sig- urðssonar forseta, frelsishetju sinn- ar. V. St. - FRÁ HRAFNSEYRI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.