Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 10
LESBÓK MORfllTNP.TíAÐSTNS 154 'Æ * Ferðasaga Arna Magnússonar: í vist með grænlenzkum Nú eru orðnar stórar forandr- ingar, síðan eg fór þaðan. Þar var hverki fé eður kýr, svín eður höns í minni tíð. Nú þegar hingað reisti, talaði eg við einn prest þaðan ný- kominn. Tlann sagði mér, þangað komnar væru yfir tvö hundruð kýr, sauðpeningur í mengd, höns og svín líka so. Tvö yfirvöld, sem væri' einn jústisráð og kansellíráð væru þar yfir komnir, sem skyldu eftir sjá og í dæma öllum þeim sökum, er tilfalla kynnu milli kaupmann- anna og fólksins, og ekkert undir stól stinga af því, sem væri fyrir þeim klagað. Þar fyrir kynni og öngvir til landsins brúkan takast, sem ei hefðu skýlaus attest að framvísa uppá báðar síðurt so vel fyrir yfirhafandi sem undirgefna. Og þeirra laun forbetruð. Eg þori að segja, að flrænland er í mörgum póstum betra en Is- land er. Fyrir það fvrsta sé eg það land þar, sem hér eigi hafði séð so gott fyrir fénað, sem var við marga firði. Þar Voru hálsar milii beirra, allir með lyng og smá töðugresi á báðar síður, hvar í bland var engi og aðalbláberjalyng. Þessir firðir skáru sig inn í landið sjö eður átta mílur. Þegar eg kom inn í fjarðarbotn- ana. voru þar þurrir og breiðir harðlendis bakkar með töðugrasi. Mitt í dalnum var ein á, sem hafði sín upptök við fjallakantinn eður upplandið. TÞin rann í fjörðinn, var full með silunga. en græn- lenzkir höfðu ei net eður önnur veiðarfæri til að fanga hann með, utan hvað þeir tóku hann undir þeim hnausrim, er fallið höfðu af bakkanum og silungurinn undir lá. Við fengum ein deil af þeim fyrir tóbak. Þegar eg kom að húlsa- rótunum, var birkiskógur á báðar síður og hin bezta sölvafjai'a. Eg dæmdi með mér sjálfum, að þetta væri gott að byggja þar bæi á báð- ar síður árinnar, því mér sýndist, hér ekkert á vantaði utan all ein- asta fiskiaflann. Annars var þar selveiði hin bezta, útigangur fyrir fénað ogso hinn bezta, allir sjó- fuglar og úteyjar margar, í hverj- um þeir grænlenzku í bjuggu. Annars hefði þar verið varp mik- ið gott. Ilvar þessir grænlenzkxi, sem ekkert hafa sér til fæðu \itan sel og fugl hafa sín híbýli, hræða þeir fuglinn burt. Eg hefi og aldei etið so mörg bláber sem í Grænlandi og harasteiknr. Þegar vér gengum fram eftir dalnum til fastalandsins og vildum kanna landið, sem var með klett- um, fúamýrum og mosaþúfum fullum með fjallagrösum. komu á móti oss jöklaendar. Á þeirri leið sáum við hara og rjúpur í mengd, tóur margar og bjarndýrsspor. Við fórum enn lengra upp í landið, inn, til að síðustunni vorum umkringd- ir með jöklum á allar síðurf og það mest var, þó vér hefðum lyst hærra upp í landið að ganga, komu á móti oss sprungur í jöklana so breiðar, að enginn kunni yfir að koma. so djúpar, að eg hefi hevrt eftir hollenzkum, sem eru forvitn- ir um að rannsaka veraldarinnar ásigkomulag, er skriftir þeirra út vísa, þeir hafa viljað finna botn í þessum sprungum^ með færum 200 faðma löngum, og hefur þó verið forgefins. Þó er hér um að segja, að öll hreindýr hafa sitt uppheldi, upp í landinu, því þaug koma el til undirlandsins, fyrr en kálfar þeirra eru so stórir, að sér forða knnna, ef þeir óvinum mæta. Eg meina þeim, er vilja skjóta ' ]>á. Þar eru og bjarndýr, er aldrei koma til byggða eður til strand- ar^ fyrr en í stærstu nauð. Hrein- dýrin koma og ei til sjóarsíðunn- ar fyrr en á milli krossmessu og fardaga, fara burt um Mikelsmessu. Endilega má upplandið vera gott, ]>ar hreindýrin sjá vel út á vorin. Annars lifa þaug mest við gi’as og klettamosa, er ]>aug skafa með tönnum sínum. Þessi er hinn meiri grundvöllur ræðu minnar^ að bjarn- dýr sér þar upphalda, hvör eð þurfa sérdeilis til fæðu sinnar ket og fisk, þar ei kunna gras eður mosa eta sem önnur dýr, er næra sig á jarðarinnar ávexti. Nú hefi eg sagt það, eg sá á þessari reisu, sem var um haustið 1755. Það sama haust byggðum við vort bruggarahíis í betra formi en var fyrri og risturn þar á torf á þeirri mýri, er vér torf skárum, og fórum ei burtu, fyrr en spikferðir gjörðum. Nú höfðum fengið nýjan assistent er Roderigo hétt ónýtur til lands og vatns, fæddur í Nak- skov í Lolland, er deyði um vet- urinn lítið fyrir jól og eg áður um talt. Hann stýrði julunni, en kaup- maður bátnum. Þetta var um veturnætur, er heiman fórum, urðum lengi bui’tu fyrir illviðris sakir. Þegar komnir vorum til Samiliasok, sem var fjórtán vikur sjávar frá heiman,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.