Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 9
LHSBÓlv MOBGUNBLAÐSINS 521 Nokkrir dagar úr lífi mínu Sr. fSiarni Jjfá onóóon njjar upp nnnnincjar Uömna Lk tínia MIKIÐ VÆRIR Þtí VÆNN, ef þú vildir segja mjer frá einhverjum viðburðum í æfi þinni, sagði jeg við sr. Bjarna Jónsson vígslubisk- up hjer um daginn, er jeg mætti honum í Lækjargötunni. Hann tók þvi ekki fjarri, og kom svo heim til mín eina kvöldstund. Þann dag hafði hann haldið þrjár ræður. En aldrei þessu vant, hafði hann kvöldið áður, vcrið lasinn og hvildarþurfi. Um það leyti, sem aðrir gengu til náða, bvrjaði hann, að semja ræður sínar eftir langan vinnudag. Þannig er starfi hans' háttað^ Ilann hóf nuil sitt á þessa lcið: — Við prestarnir höfum svo mörg og miki! viðkvæm mál með höndum, að við eigum erfitt með að tala margt um starfið, meðan það- stendur yfir. Fari jeg að seg.ja eitthvað um sjálfan mig, þá er hætt við, að helst til oft komi þar fyrir orðið ,.,jeg“. En eitthvað getum við látið það heita. í heljarffreipum ÞÁ ER BEST jeg byrji á vorinu 1887. Þá gerðist merkisatburður í lífi mínu. Var jeg þá 5 ára gamall. Jeg lá fárveikur í barnaveiki heima í Mýrarholtsbænum við Bakkastíg. Dr. Jónassen landlæknir var þar kominn. Jeg sje læknirinn fyrir hugskotssjónum mínum, þar sem, hann stóð og var að tala við for- eldra mína. Jeg heyrði, að hann nefndi bæði líf og dauða, og sagði eitthvað á þá leið að þettá þyldií enga bið. En það verður ekki gert nema með samþykki foreldranna. Hvað það var, sem ekki þoldi bið, vissi jeg ekki þá. Jeg heyrði, að móðir mín sagði, að hún væiú sam- þykk öllu því sem læknirinn teldi ráðlegt Síðan var jeg tekinn úpp úr rúm- inu, og vafinn inn í yfirsæng. Fað- ir minn tók mig í fangið og var nú lagt af stað. Þá var engin bifrcið' og enginn sjúkravagn. Þó liðin sjeu þetta mörg ár síð- an, man jeg hvernig umhorfs vad alla leið, vestan úr bæ og upp í spítalann við Þingholtsstræti. Þetta var á kyrru björtu vorkvöldi. Ekki vissi jeg hvað við mig átti að gera. Sira Bjarni Jónsson 23 ára. Er upp í spítalann kom bar fað- ir minn mig inn á skurðarstofu. Þar var Jónassen, ög þar voru aðrir læknar eða læknanemar honum til aðstoðar. Þar var jeg lagður á skurðarborðið. Móðir raín kom % þangað inn. En Jónassen bað hana, með rnildum en ákveðnum órðum, að fara út úr stofunni. Læknar röðuðu sjer kringum skurðarborðið. Og Jónassen gerði nú á mjer barkaskurð. Mjer lá við köfnun. Ileyrði jeg síðar, að ef þessi lækn ishjálp hefði dregist hálfa eða heila klukkustund, þá hefði verið úti um mig. En áhætta var þetta þá. Og þó tekist hefði að bjarga lífi minu, gátu raddböndin hæglega skemmst. Því skurðurinn vár svo nálægt þeim. Þó þessi aðgerð sje algeng nú á dögum var hún eins- dæmi þá, og hafði að því er mjer var sagt aðeins verið gerð einu sinni hjerlendis. Jeg var í sjúkrahúsinu alllengi. Jónassen vitjaði mín oft á dag og annaðist mig, eins og hann ætti í mjer hvert bein. Hann íærði mjer ýmsar gjafir, leikföng og annað, og gerði alt fyrir mig sem hann gat. Á spítalanum kyntist jeg mörgum frönskum sjómönnum, sem þar voru og þóttist vera orðinn allvel fær í frönsku er jeg fór þaðan. Upp frá þessu hjelt Jónassen landlæknir ástfóstri við mig. Er jeg eitt sinn á stúdentsárum mínum þuri'ti að fá læknisvottorð til þess að geta geymt mjer Garðstyrk eitt ár, leitaði jeg tif hans. Er jeg bar upp erindi mitt, svaraði hann bros- andi: Jeg het’i einu sinni bjargað lifi yðar. Það sæti síst á rnjer að tefla því nú í tvísýnu. Er jeg í fyrsta sinni pfjedikaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.