Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 14
5‘JG LESBÓK MORCÍUNBLAÐSINS KAJ MUNK OG BARÁTTA HANS ALDREI hefir nokkur maður komist til ára, án þess að hafa átt í einhverskonar baráttu. Baráttu .leggur lífið okkur öllum á herðar. Sumir berjast við s.jált'a sig. kannske alla ævi, flestir hl.jóta þau örlög að einhverju. Allflestir berj- ast við utanaðkomandi aðstæður, við örlögin, sem forfeðiir okkar tjáðu, að eigi mætti rönd við reisa. — Allt líf er barátta. Barátta sumra manna fer svo fram, að al- drei verður hún alheimi kunn, ekki einusinni nánasta umhverfi þcirra. Barátta annarra er aftur á móti þannig vaxin, að hún vekur öldur og umbrot i lífi þjóðar þeirrar, er þeir voru fæddir af, — já öldurnar ná jafnvel til fjarlægra þ.jóðlanda og hafa sín áhrif á hugi þeirra manna, er þau lönd byggja. Fyrir þvínær einu ári, 365 dög- um, lauk baráttu cins manns, sem lit'a mun lengi í minningu og sög- um þjóðar sinnar, minningu allar veraldarinnar. Hann var prestur í fátæku brauði á vesturströnd Jót- lands. — cn æviatriða hans mun ckki verða minnst í þessuru hug- leiðingum. Um þau hefir mikið: verið ritað á voru máli, og við er- urn bókhneygð þ.jóð og lestrarfús, Islendingar, og viljum jafnan vita nokkuð um afreksmenn, hvar sem þeir eru uppi í heiminum, þó ekki hvað síst, ef það eru frændþjóðir vorar, sem þá ala. — Því munu ævi- kjör og æx'iferill Kaj Munks, danska prestsins. vera Islendingum það kunn, að ei þurfi þau að rekja í lítilfjörlegum hugleiðingum, er helgast baráttu þeirri, sem hann barðist, og henni cinni. Þessi danski prestur haslaði sjer ungur völl til þess áð berjast, fynr því, sem hann vissi sannast og rjettast, að berjast fyrir tannleík- ÍÍenecLLt. óóon Sira Kaj IHunk. anum. Það er crfið barátta í mann- heimum. Uvað er sannleikur, spurði Pilatus forðum. —- Ilvað er sannleikur, hefir hljómað af vörum þúsundanna öld cftir öld. — Er þctta satt?, hefir þrávaldlega verið spurt. Egingirni og síngirni mann- anna hefir verið svo mikil, að þcir hafa mil.jónum saman lýst það há- tíðlega í hcyranda hl.jóði satt, sem var raunvcrulega lygi. — Et’ eitt- hvað af þeirri eginhagsmunum var í híettu, hafa þeir snúið hinu ranga út en því rjetta iun. Svo grimm er baráttan um hin jarðnesku gæði. Menn snúa sjer öndverðir gcgn sannleikanum, tilbiðja og dýrka lýgina, ef það gefur þeim aura í aðra bönd. I einrúmi reyna þeir svo að friða samviskuná. — Þótt hún Aerði aldrei friðuð. — Þeir segja, allt er gott. Kaj Munk, danski presturinn, sem nvi er fallinn fyrir morðingja- kúlum sagði: Allt er illt, nema það sje satt. Þess vegna þorði hann líka að seg.ja það sem honum bjó í brjósti, hvað svo sem það gat unn- ið honurn mikið tjón aí völdum lyginnar, sem í hásæti sat. En „hver sem vill bjarga lífi sínu, hann mvul týna því“, segir heilagt orð. Kaj Munk hugsaði ekki um að bjarga Hfi sínu, hann hugsaði aðeins um það eitt, að sannleikurinn kæml sigursæll úr baráttunni við lygina, senv drottnar í heiminum. Fyrir það, að hopa hvergi í, þessari baráttu, fyrir það að láta aldrei undan síga, fyrir það að semja aldrei frið. Fyr- ir þetta fjell hann, sannleikanum til lofs og dýrðar. Þetta viðurkenna menn fúslega. Þeir dást að píslarvottinum. Þeit* dást að honum eftir að hann er fall- inn, jafnvel þeir, sem hjeldu hann geggjaðann á meðan rödd hans, enn gat hljómað til dýrðar sann- leikanum. Og þetta er eitt hryggi- legt fyrirbrigði. Þeir menn, sem aldrei lvafa þorað að fórna nokkr- um sköpuðum hlut á altari sann- leikans, þeir sem aldrei hefir dottið í hug að leggja boðberum hans hið minnsta lið, þeir vegsama þá há- stöfum, er þeir eru fallnir. — Hvers vegua 1 Dást þeir raunverulega að baráttu þeirra, þótt þeir hafi aldrei fundið sig menn til að styrkja þá í henni, — eða eru þeir fegnir að þessi rödd er hljóðnuð, og upplyfta, sinni rödu í kór lofsins um hinn liðna án þcss að meina nokkuð með þvi. ★ KAJ MUKK hafði frá óndverðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.