Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5:>t Heilagur Frans vígist „Fátæktinni". Veggmynd í kirkju hans í Assisi. með vopnum fyrir samborgara þína. og taka þátt í styrr og stríði. — Ættborg hans átti í styrjöld við Perúgíu, er háði harða samkeppni við Assisi. Slíkar skærur voru mjög tíðar milli borgríkja á miðöldum og stóðu oft árum saman. Hið forna rómverska keisaradæmi hafði lið- ast í sundur, bg innan þessa frægð- arríkis höi'ðu myndast fjölmörg óháð fursta dæmi. Hvert fursta dæmi var víggirt borg og forráða- maður hennar eða stjórnari var nefndur Ijenshöfðingi. Milli fursta dæma þessara var mikill nábúa- kritur og sífeldar erjur; voru það því einkum nágrannaborgir, er í styrjöldum áttu hver við aðra. Róm! verjar höfðu haft í hyggju að sam- éina heim bygðina í eitt allsherjar- ríki, en kjörorð þeirra um að „deila og* drottna" orðið til þess að sundra henni í mörg sjerstök og; hvert öðru fjandsamleg kotríki. Manndrápsmenn heimsveldis höfðu þokað fyrir kotrík,ja morðingjum. Borg hins eilífa friðar var skýja- borg er SA'eimaði uppi í bláhvelum himingeimsins, en á jörðu niðri' geisaði vargöld og vígöld milli sam- lendra borgríkja. Feneyjar háðu ó- frið við Flórens, Flórens við Perú- gíu, Perúgía við Assisi, Assisi við Feneyjar og ]>annig koll af kolli um þvera og endilanga Norður- Italíu. Og menning miðaldanna var þannig troðin niður í svaðið, vegna þessa seigdrepandi skæruhernaðar smáríkjanna. Flaumur þessa styrjaldaræðis hreif heilagan Frans með sjer. sök- um hugsjónahneigðar skáldanda hans og drauma um hetjudáðir her- mennskunnar. Hugprúður og fagn- andi skundaði hann inn í fylkinga- raðir samborgara sinna og undir gunnfána ættborgar sinnar dreymdi hann stóra drauma um frægð lienn- ar og frama. En hann hafði ekki stundað þessa hernaðariðju lengi, er honum var alveg Ijóst, að allur þessi innanlandsófriður á Ítalíu, var ekkert annað en það, að þjóð- in var að beina brandi að eigin lijarta. Þegar til orustu kom, reyndist Frans hinn djarfasti og glæsileg- asti hermaður. Ilann hafði sig mjög í hættu, enda fór svo, að hann var tekinn höndum. Eftir að hann var fluttur í íangelsi gafst: honum kostur á að kynnast hern- aðarljóma og virðuleik styrjalda frá nýrri hlið. 1 hermannafangels- um miðalda ríktu tvler illar nornir: myrkur og grimd. Undir valdi þeirra dvaldi hann á annað ár. Á þessum tíma varð á honum mikil, breyting. Þegar úr fangelsi kom, var hann vís þess, að önnur tækl en vopn hermennskunnar væri bet- ur til þess fallin að setja niður deilur manna. En um það leyti, sem hann tók að efast um skoðanir s;nar, varð hann hættulega sjúkur. Um skeið'- sveif liann milli heims og helju. En eftir langa sjúkdómsraun varð haun heill heilsu. Á afturbataskeið- inu gafst honum tóm til þess að; íhuga mannlífið og tijveruna af nýjum sjónarhól. Himingeimurinn og jörðin, fúglarnir og trjen, í stuttu máli, öll náttúran, fjekk nýj- an svip og nýjan tilgang í augum hans. Mennirnir gerðu sjer um of far um að gera veður út af hlut- um, sem einkis voru verðir. Og hann ákvað að leggja niður lifnað- arhætti sinna fyrri vina og fara, eigin ferða. Hann hugðist hafa kom ið auga á sigursæl vopn til þess að tryggja frið með mönnum. Og hann vildi fá aðra lil þess að gei’ast samherjar sínir. Og vopnin voru: gagnkvæmur góðleikur, allsherjar miskunsemi og takmarkalaus kær- leikur. Því að alt mannkynið er ein fjölskyla og með því að stuðla að þroska annara er von um eigimi þroska. Ekki leið á löngu þar til Frans gafst tækifæri til þess að sýna hina nýju lífskoðun sína í verki. Hann var á ferðalagi um Umbríu, er hann mætti holdsveikum manni. Alla æfi hafSi h ann haft viðbjóð' á þessum sjúklingum. — Ilið næm- lynda skáld hafði ætið hrylt við líkamlegum þjáningum og haft rót- gróna andstyggð á hverskonar ljót-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.