Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 Lokað þing. Þar á eftir hóf sr. Hannes Step- hensen máls á því, að þingið yrði haldið í heyranda hljóði og skoraði á forseta að spyrja konungsfulltrúa um, hvort ekki mætti svo vera. Vís- aði hann til óska landsmanna um þetta og skírskotaði til venju á Al- þingi inu forna. Taldi hann, að þetta væri mikilsvert fyrir vinsældir þihgsins og gágiisemi. Tóku þeir ein- diægið undir þetta, Jón Sigurðsson og Eyjólfur hreppstjóri Einarsson, þm. Barð., er kvaðst hafa bænarskrá meðferðis um sama efni. Forseti kvað ekki farandi fram á þing i heyranda hljóði eftir löggjöf- inni, en ef þingið vildi fara fram á það, yrði það að vera í venjulegu bænarskrárformi. Konungsfulltrúi kvað enga heimiid liggja fyrir um það í Alþingistilskipuninni, að þingið mætti yera haldið i heyranda hljóði, en Jón Sigurðsson var á öðru máli. Þvi næst studdi Jón Johnsen yfir- dóniari mál konungsfulltrúa, en þegar sr. Hannes Stephensen kvaddi sjer hljóðs til að svara ræðu John- sens, skar forseti niðuf umræður, þar sem hann kvað mál þetta vera út- kljáð, og sagði fundinn slitið. Þannig lauk fyrsta fundi ins fyrsta ráðgefandi Alþingis fyrsta júlí 1845. 26 þingmál. Alþing 1845 og 1847 vóru bæði háð fyrir luktum dyrum, en þingið 1849 mun vera ið fyrsta af ráðgjafarþingunum, sem haldið var i heyranda hljóði. Alþing þetta stóð yfir 36 daga. Því var slitið að loknum fundi 5. ágúst með ræðu konungsfulltrúa og forseta. Það hafði til meðferðar alls 26 mál, auk uppá- stungu fofseta um þakkarávarp af þingsins hendi til konungs. Jón Sig- urðsson skiptir þeim þannig niður 5 flokka (Ný Fjel.rit VI, 4—5): 1) Alþingismál, 2) Fjárhagsmál, 3) Skólamál, 4) Verzlunarmál og Hannes Stephensen kaupstaða. 5) Læknaskipunarmál, 8) Almennar lagabreytingar og laga- bætur, 7) Veiðimál, 8) Kirkjumál, 9) Mál um veraldlegu stjórnina, 10) Sveitasljórnamál. Leidd voru.til lykta á þinginu alls 24 mál: öll in konung- legu frumvörp, 9, öll in konunglegu álitsmál, 4, og þegnlegar uppástungur og bænarskrár (að meðtöldu ávarpi til konungs) alls 11. Óútkljáð mál 3. Alls komu af íslendinga hendi til þitigsins 95 bænarskrár. Telst J. S. svo til, að þingið hafi haft til með- íerðar nær því eins mörg mál sem virkir dagar hafi verið um þingtím- ann. Nefndarinenn. Enn birtir J. S. í VI. árg. Nýrra Fjelagsrita skrá um það, í hve mörg- um nefndum hver þingmaður var og hverjir voru framsögumenn mála. — Heimildin um það eru auðvitað Al- þingistíðindin 1845. Með því að bæði þingtíðindin og Ný Fjelagsrit eru i tiltölulega fárra manna höndum, þyk ir mjer rjett að taka skýrslu þessa upp i grein mína. Jón Johnsen yfir- dótnari var í 12 nefndum, framsögú- maður í 4 og umsjónarmaður með út- gáfu þingtíðindanna. Jón Sigurðsson var í 11 nefndum, framsm. í 5 og um- sjónarm. með útg. þingtíðinda. Þórð- ur Sveinbjörnsson, varaforseti, var í 10 nefndum og framsm. í 3. Hann gegndi oft forsetastörfum þegar leið á þingtímann. Sr. Hannes Stephen- sen var í 10 nefndum og frsm. í 4. Björn sýslum. Blöndal, 5. kgkj. þm., var í 9 nefndum og frsm. í einni. Þor valdur umbm. Sivertsen, þm. Dal., var í 8 nefndum. Jón Guðmundsson var i 5 nefndum og frsm. i þremur. Hann var og annar skrifari þingsins. Helgi G. Thordersen var i 5 nefndum og frsm. í 2. Árni Helgason var í 5 nefndum. Kristján sýslum. Magnusen var í 4 nefndum og frsm. 2. Þórður Jónasson var í 4 nefndum, en hann var þar á ofan þingskrifari og samdi flest álitsskjöl þingsins til stjórnar- innar og ina dönsku útleggingu þing- bókarinnar að nokkru leyti. Sr. Píall dór Jónsson var í 3 nefndum og frsm. í éinni. Skúli læknir Thorarensen þm. Rang. var i 3 nefndum og frsm. í einni. Runólfur Magnús Ólsen, þm. Húnv., Jón Samsonarson, þm. Skagf., og Helgi Helgason, þm. Dal., voru hver fyrir sig í 3 nefndum. Þorsteinn pr. Pálsson, þm. S. Þing., og Þor- grímur skólaráðsmaður Tómasson, þm. Gbr. og Kjós., voru hvor urrt sig í 2 nefndum. Ásgeir Einarsson, þm. Strand., Stefán Jónsson, þm. Eyf., Jakob umbm. Pjetursson, • þm. N. Þing., Sveinn Sveinsson, þm. S. Múl., og Eyjólfur Einarsson hreppstjóri, hver um sig í einni nefnd, en Þor- steinn Gunnarsson, þm. N. Múl., var i engri nefnd. Elzti maður þingsins var 67 ára gamall (Árni stiftprófastur í Görð- * um). en yngstur manna þar var Jón kand. Sigurðsson, 34 ára. Bændur fjölmennastir. Á þinginu sátu 12 bændur, 6 lög- lærðir menn, 5 préstlærðir, 1 em- bættislaus menntamaður og 1 læknir. Allir þingmennirnir úr Norður- og Austuramtinu voru bæaidur, nema þm. S. Þing. (sr. Þorsteinn á Hálsi). Úr Vesturamtinu voru allir bændur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.