Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón Sigurðsson flutti þessi mál bæði og hafði meðferðis tillögur frá islenzkum kandidötum og stúdentum í Khöfn um þau. Helgi Thordersen var frsm. í skólamálinu, en Jón Sig- urðsson í hinu. Bænarskrá var afgreidd til kon- ungs um það, að skólinn (latínuskól- inn) yrði nú þegar bættur svo og auk inn, að hann gæti staðið jafnfætis hinum beztu skólum í Danmörku, að ætlað væri rúm handa 60 lærisvein- um í skólanum og að alúð verði lögð við að kenna íslenzka tungu og ísl. og norræna bókvísi, að kennd verði þýzka, enska og frakkneska; sömu- leiðis náttúruvísindi, stofnað náttúru gripasafn; ennfremur að kennd verði sönglist, uppdráttarlist og íþróttir. — í öðru lagi að guðfræðikennslan verði skilin frá skólakennslunni og presta- skóli með 2 ára námi verði settur sjer í lagi. í þriðja lagi, að forspjallsvís- indi verði þar kennd handa þeim, er eigi fara til háskólans í Khöfn. Þessi bænarskrá bar góðan ár- angur. Með kgl. úrskurði um latínuskól- ann 24. apríl 1946 og bráðabirgða- reglugerð fyrir hann 30. maí s. á. eru óskir Alþ. 1845 uppfylltar (Lovs.XIII 389—414 og 435—463). Ljet stjórnin sjer mjög annt um að gera skólann sem bezt úr garði. Pi estaskólinn var stofnaður með kgl. úrskurði 21. maí 1847, og tók nann til starfa um haustið. Forspjalls vísindi voru síðan kennd við hann (Lovs. XIII, 702—723). Tillögur Jóns Sigurðssonar um laga- og læknakennslu á íslandi og um þjóðskóla voru ekki afgreiddar íil stjórnarinnar. Frjáls verslun. Áhugi íslendinga um frjálsa versl- un var orðinn almennur um þessar mundir. Bænarskrár drifu að hvaða- næfa til Alþingis um það, að íslend- ingum mætti v®ita»t fullkomið verzl- unarfrelsi við allar þjóðir (27 bmnar Bjarni Thorsteinson skrár úr 15 sýslum og ein frá stú- dentum í Khöfn) og leyfast að stofna til sveitaverzlunar. Bænarskrá til konungs var afgreidd um þetta mál, 1) að útlendum þjóðum verði leyfð verzlun hjer við land, þannig, að tek inn verði 5 rd. tollur af hverju lest- ai'rúmi skips (í stað 50 eftir tilsk. 11. sept. 1816), þá er það flytur annað en helztu nauðsynjavörur, 2 rd. af hverju lestarrúmi, þegar einungis er flutt kornvara, salt eða steinkol, en enginn tollur verði greiddur af timb- urförrmim, 2) að verzlunarleyfi þetta verði ekki bundið við árabil, 3) að útlendir menn þurfi ekki, eins og hingað til, að sækja leyfi til rentu kammers, heldur hafi aðeins venju- leg skilríki; einnig að erlendum lausakaupmönnum verði í engu gert örðugra fyrir, að undanteknum toll- inum, en þeim sem eru innan ríkis, 4) að íslenzkum kaupmönnum verði leyft að taka skip og farma á leigu erlendis og fara með til íslands og þá, með sama rjetti og innlend væri, 5) að lausakaupmönnum verði engin takmörk sett, hversu lengi þeir skuli mega liggja eða verzla á höfnum, 6) að sveitaverzlun verði leyfð (þarf þar txl leyfi amtmanns og leyfisbrjef kostar 10 rd.). Fyrstu fjórar tillögurnar voru sam þykktar með 22 atkv. gegn 1, fimmta með 23 atkv. samhlj., en in sjötta með 13 atkv. gegn 10. Ekki hraðaði stjórnin sjer að af- greiða þetta mikla nauðsynjamál, en til lengdar fjekk hún ekki legið á því. Straumur tímans lá einmitt á þessum næstu árum hagstætt kröfum Islend- inga. Öll þau lög og aðrar fyrirskip- anir, sem settu hemil á frjálsa \ -'sl- un, eru afnumin t. d. í Englandi kornlögin 1846 og siglingalög Crom- wells 1851. Svar stjórnarinnar við þessari málaleitan er að finna í konungl. aug- lýsingu til alþingis um árangur af þegnlegum tillögum þess og bæna- skrám á fundinum 1845, útg. 21. Mai 1847. Þar segir svo um verzlunarmál- ið (Lovs. XIII, 701— ísl. textinn —): „Þar sem Vort trúa alþingi hefir með þegnlegri lotningu beiðzt þess, að út- lendum þjóðum verði gjört hægra um verzlun á íslandi en verið hefir o. fl., skulu þingmenn vita, að svo marg- ar og miklar rannsóknir þarf til af- greiðslu þessa máls, að ekki varð komið neinu frumvarpi þar um til al- þingis í þetta skipti, en flýta skal svo rannsóknum þessum, sem fremst má verða, eptir því hvað málið’er mik- ið og mikils áríðandi". Málið var tekið upp aftur á þing- unum 1847, 1849 og 1853, en eigi fjekkst það útkljáð að vilja þingsins. Loks er kröfunum um frjálsa verzl- un nokkurn veginrt sinnt með lögum um siglingar og verzlun á íslandi 15. apríl 1854, og gengu þau í gildi 1. apríl 1855 (Lovs. XV, 611—623). Alþingismál. Þá bárust Alþingi 17 bænarskrár um breyting á Alþingistilskipuninni. Beindust óskir manna að rýmkun kosningarrjettar og kjörgengis;1 og fjölgun þjóðkjörinna þingmanná. (ísl. í Khöfn vildu að þeir væri 42). I meirihluta bænarskránna var farið fram á það, að öil Alþingisstörf færí t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.