Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 7
LESBÚK MORGUNBLAÐStNS 359 skemmtilegt íslenzkum bændum og embættismönnum, en öll viðskipti alþingismanna 1845 við Reykvík- inga eru grafin og gleymd. Þar um eru engar heimildir fyrir hendi til frásagnar, en varla fæ jeg trúað þvi, og þingtíðindin virðast ekki sýna það, að Reykjavík hafi „leitt þing- menn frá sannfæringu þeirra og glapið sjónir fyrir þeim“. •% Jón Sigurðsson var ekki smeykur við þinghald í Reykjavík og gerði fremur lítið úr því, sem menn töldu Þingvöllum til gildis sem þingstað. Enginn verður Njáll, þó hann búi sig eins og Njáll, segir hann. Sá, sem er einurðarlaus á annað borð, fær vart alla einurð við það að koma á Þing- völl. Hins vegar dyljast honum ekki ókostir Reykjayíkur. Hann er einn þeirra manna, sem vill efla þorp þetta til þjóðlegs höfuðstaðar. Eins og hann trúði á framtíð íslands al- mennt, svo trúði hann einnig á fram- tíð Reykjavíkur. Nú er svo komið, eftir hundrað ár, að Reykjavík er ís- lenzkasti bærinn á íslandi. Trú Jóns Sigurðssonar og samherja hans hefir ekki látið sjer til skammar verða. ,,Nei“, sagði milljónamæringur- inn, „jeg hefi alls ekki neitt við það að athuga, að þjer biðjið dótt- ur mína um að kvænast yður“. „Þakka yður fyrir, þakka yður fyiúr", hrópaði biðillinn frá sjer numinn af fögnuði. „Farið bara og spyrjið hana“, sagði milljónamæringurinn- hugsi. „Jeg h'efi alið hána upp í guðsótta og góðum siðum, en ef hún hefir ekki náð þeim þroska, að hún segi nei, nú,,þá á hún ekki betra skilið“. ið“. Þ IJ Lúin á kvöldin leggst jeg niður. Lítill er værðartíminn mjer, af því hún Gróa ólmast fer, ólætin þau jeg vakna viður. Blunda jeg fast og beiði þá Brynka AÚð mjer á morgun ýta. Jeg vil mjer strax í fjósið flýta og fönninni moka húsum frá. Ur meisunum gefa fyrst jeg fer, flórinn þar eftir strax að moka. Til og frá má jeg steðja og stroka; mykjuna alla út jeg ber. Ófærðin nær við nafla nemur, nógur á holið kuldinn kemur, Veðrið og hríðin vanga lemur, vil jeg nú ekki tala fremur, fyrst vilpurnar ausa ætlið mjer. Senn verð að vera úti og inni. Eldastörfunum líka sinni; askana ber að búrhurðinni, brögnum sagt frá þessu kynni. Kollurnar fram og taðið tek, til má jeg bæinn upp að þrífa; öskuna verð jeg út að drífa og hana Gróu oftast vek. í meisana læt og mjólka kýr, mikið er eftir enn að gera. Innivinnan mín er svo rýr, aldrei má jeg í friði vera. -- Þegar að endar Þorratíð þykir mjer ekki batna hagur. Æ, það er mikill mæðudagur, Brynjólfur þá í burtu flýr af bænum hjerna, fyi’st að segja. Mjer mun nú best um það að þegja, því hann mun vilja ráða sjer. Fyrir skildaga fer hann þó; • flytur hann sig um kaldan snjó, norður að renna í saltan sjó, sem honum þykir betri ró. — Ef að þið vissuð það einsogþað væri ó-já, það flestum að blöskra færi, að hann skuli kaupið heimta nóg. Látum hann fara, fari hann vel; fæst einhver til að þ.jóna í yetur; þau hafa fyrri búið betur. — En það er nú eitt,-sem þjnigst jeg tel þegar hann Jón að Þorpum fer, það líf og hjarta sundur sker. Utiverkin þá ern mjer ætluð, sem mega skoðast hjer: Hlýt jeg þá fyrst að hlevpa á jörð hestunixm, þegar rennnr dagur. (Sjerhver þeii’ra mjer sýnist magur. Svo má jeg passa sauðahjörð. Heyin leysa, að húsum gá, hirða um kýr og nautin srná; bera heim vatnið mest sem má, mala, strokka og segja frá, og alt í branum heila hirða.1 Held jeg það einhver mundi Virðá og það við mig í sumu sjá, Kaffið má hita og ketilinn, kerlingunni i húsið færa, hún hefir mig af hjarta kæra - Æ, er potturinn óskafinn. — Bixðu nxx vel unx. Gróa góð, gestunxxm verð jeg iíka að sinria. Jeg er nxí orðin mædd og móð. rnikið er svona ein að vinna. — Jæja, nú ætlar Jón vinúr ökk- ar að hætta að versla. — Ja, hann hefir nú sagt það svö oft. — Já, en nxx er það dómarinn, sem segir það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.